Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 36

Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 Þjóðín á hreindýrin — ekki landeigendur á Austurlandi - segir Sverrir Scheving Thorsteinsson formaður fræðslunefndar Skotveiðifélags Islands „ÞJÓÐIN á hreindýrin að mati okkar hjá Skotveiðifé- lagfi íslands," sagði Sverrir Scheving Thorsteinsson for- maður Fræðslunefndar Skotveiðifélags íslands I sam- tali við Morgunblaðið, „enda upprunalega gjöf til hennar frá Norðmönnum og Dönum en ekki einungis til bænda á Norð-Austurlandi þó að dýrin hafi viðhafst þar að mestu. „Við viljum gera öllum íslenskum ríkisborgurum, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um, kleift að veiða hreindýr í stað einhverra útvalinna lan- deigenda á Austurlandi. Við byrjuðum að fjalla um þessi mál þegar á fyrstu árum Skotveiðifélagsins en þetta hafði verið áhugamái margra okkar löngu fyrir þann tíma, til dæmis tók ég þátt í hreindýratalningu sumarið 1967. Við höfum haft starfandi hreindýranefnd allt frá árinu 1979 og hefur hún unnið að því að móta tillögur að nýjum lögum um friðun hreindýra þar sem grunnhugsunin hefur verið endurskipulagning á öllu núver- andi kerfí sem að mati okkar er með öllu úrelt. 1985 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhild- ur Helgadóttir, nefnd til að endurskipuleggja lög um friðun hreindýra og eftirlit með þeim. Nefnd þessi hélt §óra stranga fundi að Valaskjálf og skilaði að því loknu tillögum að nýjum lögum til ráðherra. Eg átti sæti í þessari nefnd og má segja að ég hafi verið í minnihluta á þess- um fundum frá upphafi til enda. Margar greinar í tillögunum eru vissulega til bóta, en megin- málið, hvemig og hveijir mega skjóta, hjakkar alltaf í sama farinu. Eins og áður sagði viljum við koma á lýðræðislegu kerfi varð- andi hreindýraveiðar. Við viljum m.a. fækka eftirlitsmönnum nið- ur í fímm og láta borga þeim góð laun. Ef við erum að setja lög og reglur á annað borð verð- um við að sjá til þess að virkt eftirlit sé með þeim. Því þurfa þessir menn að vera algjörlega án nokkura hagsmuna í þessum málum eins og því miður bregð- ur of oft við í dag. Þessar tillögur hlutu engan hljómgrunn í nefnd- inni, mönnum fannst þetta vera „huggulegt" eins og það er núna: Einn eftirlitsmaður í hveijum hreppi skipaður af menntamálaráðaneytinu að fenginni tillögu hreppsnefndar og að höfðu samráði við sýslu- mann. Einnig er að okkar mati alls- endis ófullnægjandi að enn megi skjóta jafn þung dýr og hreindýr með eins litlum skotfærum og tillögumar gera ráð fyrir, eða allt niður í .243 cal. riffla. Borið saman við svipaðar veiðar í grannlöndunum er þetta hrein villimennska, þar eru notuð verulega stærri skotvopn. Jafn- vel er vitneskja fyrir því að eftirlitsmenn noti enn léttari skotvopn en gert er ráð fyrir í lögunum, .222 cal. eða jafnvel minni. Frá fyrsta fundi þótti mér kynlegt að ekki skyldi nokkurt samráð haft við landeigendur í til dæmis Fljótsdal og Jökuldal þar sem hreindýrin hafa aðhafst frá fyrstu byijun, og hagsmunir þeirra ekki virtir. Fulltrúi bænda í nefndinni er af fjörðunum en þar hafa dýrin ekki verið nema í einn til einn og hálfan áratug. I samtölum mínum við landeig- endur á hálendinu hafa þeir lýst því yfír að þeir telji sig ekki skuldbundna til að hlíta þessum reglum. Ég gerði athugasemd við þetta á öllum Qórum fundun- um en hef ekki fengið fullnægj- andi svör við því af hveiju þetta fyrirkomulag var haft á ennþá. En ég vil líka benda á að all- ar þessar tillögur okkar varða ekki bara Austurland. Við mundum vilja að hreindýr yrðu flutt á önnur svæði á landinu, til dæmis á Reykjanes, í Bláfjöll og á Tröllaskaga, en þá ekki til veiða fyrst og fremst heldur til að lífga upp á umhverfíð fólki til augnayndis. Ég vil að lokum taka það fram að við erum ekki að sækjast eftir því að fá öll hreindýr lands- ins upp í hendumar fyrir ekki neitt, heldur einungis að við, og reyndar allir aðrir íslendingar, fái aðgang að hreindýrunum gegn greiðslu. Hugmynd okkar er sú að þeir peningar sem fáist af sölu veiðileyfa renni í hrein- dýrasjóð sem síðan yrði notaður til að greiða bændum fyrir sann- anlegt tjón á heimalöndum, til að kosta árlega talningu hrein- dýrastofnsins, líffræðilegar rannsóknir, náttúruvemd, upp- græðslu og annað sem nauðsyn- legt þykir. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem hér em í húfí, rúmlega tíu milljónir á ári, miðað við núverandi kvóta.“ Fráleitar tillögnr Skotveiði- félagsins — segir Oli Stefánsson bóndi í Jökuldal „ÉG ER algjörlega á móti þessum tillögum Skotveiði- félagsins,“ sagði Óli Stef- ánsson bóndi á Merki í Jökuldal í samtali við Morgunblaðið. „Við hér emm fyrst og fremst landeigendur og viljum auðvitað halda þessum hlunn- indum. Ef þetta yrði tekið frá okkur væri það eins og að taka laxinn frá þeim bændum sem búa við laxár. Ég verð nú líka að segja það, að ég á erfítt með að sjá hvar þeir ætla að fá að veiða þessi dýr sem þeir vilja fá úthlutað. Eg efa að nokkur landeigandi mundi leyfa þeim að fella dýr á sínu landi. Aftur á móti höfum við ekkert á móti því að sportveiðimenn fái að kaupa veiðileyfi af bændum. Þetta er líka tóm vitleysa sem þeir em að segja með riffíl- stærðina. Ég hef staðið í þessu í tuttugu ár, meðal annars ver- ið eftirlitsmaður, og það er mín skoðun að 243 cal. sé yfírdrifíð stór stærð fyrir svona veiðar. Það er alveg út f hött að nota stærri vopn, það mundi bara eyðiieggja dýrin." „Það væri alveg fráleitt að fara að veita þeim einhvem hluta af kvótanum til þess að fjármagna talningu," sagði Ein- ar Jónsson á Brú í Jökuldal, „við gætum alveg eins gert þetta sjálfír. Annars held ég að það sé alveg óþarft að vera að telja héma, það væri nær að gera það á fjörðunum. Fyrir okkur nægir að telja út af tún- unum. Mér fínnst þessir veiði- menn ekki hafa undirbúið jarðveginn nógu vel fyrir sig héma, þeir hafa haft í hótunum og annað því um líkt. Aftur á móti líst mér vel á þá tillögu þeirra að dýmnum verði dreift um landið. Það er enginn héma sem vill hafa þau. Þetta er algjör plága og má nefna því til stuðnings að það vom um 200 dýr á túnunum hér í vor.“ Gerð skotfæra Stærð skothylkis Kúlu- þyngd Kúlu- orka Algeng notkun kaliber m.m „grain“ kg/m v/300m .22 Hornet 5.6x36 45 16 Tófa 22—250 5.7x48 55 77 Gæs/selur .222 5.7x43 50 39 Minnsta .243 6.1x52 85-100 142 leyfileg stærð við heindýra- veiðar í dag Mauser 6.5x57 75-180 116 .270 6.9x64 100-150 199 7 m/m Mauser 7.0x57 140-175 131 30-06 7.6x63 110-220 204 (Mfliild: Skotvopn og skottori, DómsmAlarMunoytJA, 1979. Það skiptir miklu máli að rétt skotvopn séu notuð við veið- ar til að dýrin þurfi ekki að kveljast. En það er ekki bara stærð byssunnar sem skiptir máli. Gerð kúlu skiptir miklu máli og hraði hennar, það er hversu beinskeytt hún er. Einnig verður að gæta þess að dýrið sé ávallt skotið í bóg, það er að segja sem næst hjarta og lungum. Háls- og hausskot eru siðlaus at- hæfi. Undirstöðuatriði í reglum varðandi hreindýraveiðar er lág- marksorka kúlu í ákveðinni fjarlægð. I Noregi er miðað við 200 kg/m í 300 metra fjarlægð. Leyfileg stærð hér á íslandi er .243 cal. og gefur hún af sér 142 kg/m á 300 metra færi. Stærðin .222 cal. sem Skotveiðifélagsmenn halda fram að sé notuð gefur einungis af sér 39 kg/m v/300 metra. Svartamarkaðsbrask og ógeð- felldar veiðiaðferðir algengar - segir Asgeir Einarsson veiðiáhugamaður „SVARTAMARKAÐSBRASK með veiðileyfi tíðkast í ríkum mæli,“ sagði Asgeir Einarsson veiðiáhugamaður í samtali við Morgun- blaðið. „Telja verður að tekjurnar sem landeigendur hafa af þessu séu að mestu eða öllu leyti sviknar undan skatti enda erf- itt að telja þær fram þar sem ekki má selja veiðileyfi samkvæmt reglugerðinni. Ef þig fýsir til að fá að fella dýr þarft þú ekki annað en aka austur í dal og spyija viðkomandi eftirlitsmann hvort hann viti ekki um einhvem mann sem ætli sér ekki að nýta sér sín leyfi til fulls. Ef vel er borgað þá er þetta mjög auðfengið. Fjölmörg dæmi eru til um svartamarkaðsbrask á leyfum og aðferðimar ótrúlega fjölbreytt- ar. Það er eins og fyrir landeigend- um á Austurlandi vaki að koma á svipuðu kerfi á hreindýraveiðun- um og er á laxveiðum í dag, þar sem veiðileyfi em seld til forríkra útlendinga á uppsprengdu verði. Jökuldælingar reyndu til dæmis fyrir tveimur árum, þegar þeim var úthlutað leyfum af ráðuneyt- inu til að skjóta 100 dýr, að selja leyfí á tugþúsundir króna. Raunin varð hins vegar sú, að þegar ein vika var eftir af veiðitímanum hafði ekki einn einasti maður sýnt áhuga á að kaupa leyfi vegna þessa okurs. Það er líka hæpið að hægt sé að laða hingað erlenda veiðimenn til að veiða og borga svona verð fyrir. Mun hagstæðara er fyrir þá að fara til dæmis til Noregs eða Finnlands, bæði hvað varðar verð á veiðileyfum, ferðir fram og til baka og allan að- búnað. Annað ámælisvert atriði er að það virðist vera geðþóttaákvörðun einstakra eftirlitsmanna hvar, hvemig og hvenær er skotið. Veiðiaðferðimar eru stundum mjög ógeðfelldar. Það hefur kom- ið fyrir að allt að 50 dýrum hafi verið smalað saman á staði þar sem gott er að komast að þeim á bflum og þau síðan stráfelld. Það vekur líka furðu mína hvað Austfirðingar nýta sér þennan auð sem hreindýrin em illa. Má í því sambandi benda á, að ekki er hægt að fá svo mikið sem póst- kort af hreindýri keypt þar, hvað þá minjagripi úr homum og skinn- um. í Lapplandi til dæmis hafa tugir ijölskyldna af því atvinnu allan ársins hring að framleiða minjagripi fyrir ferðamenn úr homum og skinnum og af hveiju ætti þetta ekki að eiga við hér líka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.