Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
37
AKUREYRI
Bæjarstjórn Akur-
eyrar:
Hitaveitan -
yfirtaki
húshitun
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum síðastliðinn -
þriðjudag að fela hitaveitustjóra
og rafveitustjóra að leggja til
breytingu á skipan húshitunar,
sem miðast við að hitaveitan yfir-
taki núverandi markað rafveit- «
unnar á húsum með vatnshita-
kerfi. Þetta er gert til þess að
jafna hitastig í veitukerfi hitaveit-
unnar, en það hefur verið mjög
misjafnt að undanförnu og jafn-
vel hefur þurft að gefa sérstakan
afslátt á gjaldskrá vegna lágs
hitastigs vatnsins.
Sigurður J. Sigurðsson, einn bæj-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er
formaður stjómar veitustofnana Ak-
ureyrar. Hann sagði í samtali við
Mbrgunblaðið að samkvæmt lauslegri
könnun væru á þriðja hundrað húsa
með vatnshitaofna utan við veitu-
kerfi hitaveitunnar og kjmt með
rafmagni auk húsa í Gerðahverfi II,
sem mörg væru með rafmagnsþi-
lofna. Þetta ylli því, að hitastig á
heita vatninu í bænum væri mjög
misjafnt. Reynt hefði verið að leið-
rétta það með sérstöku afsláttarkerfi,
en jafnt hitastig til allra bæjarbúa
væri mikið kappsmál stjómenda bæj-
arins. Að mati tæknideildar veitu-
stofnana væri það álitið vænlegast
til árangurs að fyrrgreind hús kæmu
inn í veitukerfi hitaveitunnar. Nú
væri rafhitun örlitlu ódýrari en hitun
með heitu vatni og þvi þyrfti að gera
eitthvað til að fá fólk til að sam-
þykkja þessar breytingar, öllum
bæjarbúum til hagsbóta. Kostnaður
við breytinguna væri enn óljós, en
stefnan væri að kostnaður upphitunar
með vatni yrði sambærilegur við ann-
an húshitunarkostnað.
Sigurður sagði ennfremur að víða
í bænum væri hitastig vatnsins ójafnt
vegna þess að heimtaugar væm of
langar og eins vegna þess að sum
hverfi byggðust seinna en búizt hefði
verið við. Til greina kæmi að raf-
veitan yfirtæki f staðinn einhver hús,
til dæmis þar sem langar heimtaugar
lækkuðu hitastig vatnsins. Ennfrem-
ur kæmi til greina að stytta stofn-
æðar. Ætlunin væri að byija á
úrbótum fyrir þá verst settu og yrðu
afsláttarreglur síðan endurskoðaðar
f haust eða fyrrihluta vetrar, þegar
vatnsnotkun ykist eftir sumarið og
raunhæfur samanburður við sfðasta
ár fengist.
Hitaveita Akureyrar fær nú vatn
frá Laugalandi í Eyjafirði, Hrafnagili
og úr Glerárdal. Hitaveitan hefur
einnig réttindi til vatnstöku á Reykj-
um í Fnjóskadal og hefur verið að
kanna svæðið við Laugaland á Þela-
mörk. Sigurður sagði að með breyttu
fyrirkomulagi á sölu hefði náðst
gífurlegur spamaður á vatni og áæt-
luð notkun hefði staðist undanfarið.
Notkunin hefði á undanfömum miss-
emm fallið úr 5 milljónum lítra í 3,5
milljónir eða nálægt því um 30%. %
Vegna þess væri í nánustu framtíð
ekki fyrirsjáanleg þörf á aukinni
vatnsöflun, nema bærinn yxi hraðar
en ráð væri fyrir gert.
V.-
Morgunblaöið/Hjörtur Gislason
Á myndinni sést greinilega hversu litlu munaði að vörubifreiðin steyptist fram af brúnni.
Á innfelldu myndinni er bilstjóri hennar, Markús Kristinsson.
Eyjafjarðará:
Vörubíll festist þvers-
um á vestustu brúnni
Engin slys á mönnum, bíllinn óskemmdur en brúin sigin um 2 sentimetra
AkuréyrL
ÞAÐ OHAPP varð á vestustu brúnni yfir Eyjafjarðará í gær, að
vörubíll sem ekið var inn á brúna lenti að hálfu leyti út af henni
og þversum. Engan sakaði en bOlinn lokaði veginum á þessum
stað í rúma klukkustund og urðu þeir sem ætluðu sér þessa leið
að taka á sig krók inn í fjörð til að komast Ieiðar sinnar.
Óhappið varð rétt fyrir kl. 11 insson ökumaður bílsins sagði í
árdegis. Bíllinn var að koma frá samtali við Morgunblaðið, að hann
Þórshöfn, á leið til Keflavíkur með hefði ekið hægt inn á brúna, enda
meltuverksmiðju. Markús Krist- kröpp beygja við brúarsporðinn.
Hægra framhjólið hefði lent upp
á brúarkantinn, og eftir það hefði
hann ekki ráðið við bílinn, en náð
að nema staðar áður en það varð
um seinan.
Bfllinn náðist af brúnni með
aðstoð öflugs bflkrana og var nán-
ast óskemmdur á eftir. Stórum
vörubíl með krana var ekið út á
brúna að hinum, og tókst honum
að lyfta bflnum inn á brúna aftur.
Menn óttuðust að brúin þyldi
ekki þunga beggja bifreiðanna.
Var því grannt fylgst með því
hvort brúin sigi og mælingar
vegagerðarmanna sýndu að brúin
hafði sigið um 2 sentimetra, en
brúin hélt.
„Höfum ekkí
áhuga á því að
standa í stað“
— segir Krislján Jóhannesson,
kvæmdastjóri DNG á Akureyri
„VIÐ HÖFUM ekki áhuga á þvf
að standa í stað og stækkun fyrir-
tækisins liggur í loftinu. Hins
vegar hefur það vaxið mjög hratt
undanfarin misseri og við verð-
um að fara varlega og jafna
okkur á vaxtarverkjunum. Við
reiknum með því að framleiða
um 400 færavindur á þessu ári
og velta um 40 milljónum króna,“
sagði Kristján Jóhannesson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
DNG á Akureyri, sem framleiðir
sjálfvirkar tölvustýrðar færa-
rúllur, í samtali við Morgun-
blaðið.
Kristján sagði að framleiðslan
hefði gengið mjög vel, betur en
menn hefðu þorað að vona. Allt sem
hægt væri að framleiða væri selt.
Fyrr á árinu hefði verið talsverður
útflutningur til Færeyja og svo yrði
væntanlega einnig í haust. í sumar
hefði salan hins vegar aðallega ver-
ið innanlands. Kristján sagði að um
helgina væri von á færeyskum
fram-
Hörður Jónsson, en hann vinnur við samsetningu færibandanna.
Kristján Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri
umboðsmönnum hingað og þá réð-
ist salan til Færeyja í haust líklega.
Um aðra markaði sagði Krist-
jáns, að Noregur væri afar áhuga-
verður, en fyrirspumir hefðu borizt
víða að úr heiminum, svo sem frá
Grikklandi og Nýja-Sjálandi, en á
báðum stöðunum væri markaður
mjög stór vegna flölda smábáta,
sem til stæði að endumýja. Enn-
fremur hefðu sýnishom verið send
til Bretlands og Bandaríkjanna.
Þetta væru eiginlega stærri mark-
aðir, en fyrirtækið réði við um
þessar mundir. Hins vegar væri
Noregur heppilegri svo og Græn-
land með tímanum. Þess þyrfti að
gæta við sölu tækja sem þessara
að varahluta- og viðgerðarþjónusta
væri hröð og góð, annars væri lítil
tilgangur í sölunni.
Loks gat Kristján þess að undan-
farið ár hefði verið unnið að því að
búa færavinduna út þannig að hana
mætti nota sem línuspil. Sú vinna
væri nú á lokastigi og væm sjó-
menn mjög ánægðir með að fá
tæki sem þeir gætu bæði notað sem
línuspil og færavindu.
Fyrirtækið DNG var stofnað um
áramótin 1984 til 1985 og meðal
helztu hluthafa eru Hampiðjar
Eimskip, Nfls Gíslason og fleiri aðil
ar. Braeðumir Davíð og Nfls Gísla
synir hönnuðu vinduna upphafleg
og sáu um framleiðslu og sölu, ei
starfa nú báðir hjá fyrirtækinu. Hj
fyrirtækinu starfa nú 25 manns.
Blaðbera vantar
í Oddeyrargötu og Glerárhverfi. Sérstaklega
er óskað eftir fólki sem getur borið út fyrir
hádegi allt árið.
Upplýsingar hjá afgreiðslunni í síma
96-23905.
Hafnarstræti 5, Akureyri.