Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
ÆskanSF 140
Stýrimann vantar á Æskuna SF 140. Einnig
vantar vélavörð til afleysinga.
Upplýsingar í síma 97-8498.
Egill lacobsen
Austurstræti 9
Afgreiðslustúlka
óskast nú þegar. Um er að ræða heils dags
eða hálfs dags starf e.h.
Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 4 og 6 í
dag.
Ert þú ein af þessum eldhressu?
Hefurðu nokkuð á móti því að hafa
lokið 10 stunda vinnudegi kl. 15?
Ef svo er hafðu þá samband við verkstjóra.
Brauð hf.,
Skefunni 11.
Afgreiðslumaður
óskast
Óskum eftir að ráða duglegan afgreiðslu-
mann í verslun okkar að Síðumúla 15.
Uppl. milli kl. 17.00 og 18.00. (ekki í síma)
'iurínn
SÍÐUMÚLA15-SÍMI33070
fc^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Gæslumaður
við Lagarfossvirkjun
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa hér með
lausa til umsóknar stöðu gæslumanns við
Lagarfossvirkjun.
Starfsmaðurinn þarf að hefja störf við virkjun-
ina 1. september 1986.
Húsnæði á staðnum.
Umsóknir sendist Rafmagnsveitum ríkisins,
Egilsstöðum fyrir 15. ágúst 1986.
Upplýsingar um starfið eru veittar á sama
stað.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Þverklettum 2-4,
700 Egilsstaðir.
Hrafnista
Hafnarfirði
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til
starfa á hjúkrunardeildum. Mjög góð vinnu-
aðstaða. Ennfremur vantar hjúkrunarfræðing
á kvöldvakt á vistheimili. Starfsfólk óskast í
umönnun og ræstingu sem fyrst eða 1. sept-
ember.
Uppl. hjá hjúkrunarforstjóra sími 54288.
Vélstjóri óskast
1. vélstjóra vantar á Sléttanes ÍS 808. Uppl.
hjá útgerðarstjóra í síma 94-8200
94-8225.
Fáfnirhf.
Frá Menntamála-
ráðuneytinu
Frönskukennara vantar að Menntaskólan-
um á Egilsstöðum.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst.
Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri
störf sendist Menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík.
fc^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Ritari
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa hér með
lausa til umsóknar stöðu ritarar við rit
vinnslu á skrifstofu rafmagnsveitnanna á
Egilsstöðum.
Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið
störf sem fyrst.
Umsóknir sendist Rafmagnsveitum ríkisins,
Egilsstöðum fyrir 15. ágúst 1986.
Upplýsingar um starfið eru veittar á sama
stað.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Þverklettum 2-4,
700 Egilsstaðir.
Húsnæðisstofnun
ríkisins
— Lánadeild
Óskað er eftir starfskrafti í fullt starf hjá
Lánadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins sem
er laust nú þegar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskipta-
menntun að baki eða séu óhræddir að vinna
með vexti og vísitölur.
Starfið er skrifstofustarf sem býður upp á
ágæta vinnuaðstöðu og góðan starfsanda.
Umsóknir berist til Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins, Lánadeild, Laugavegi 77, 101 Reykjavík
merktar Starfsumsókn í síðasta lagi 8. ágúst
1986.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar,
sjúkraliðar og
starfsmenn
óskast á ýmsar deildir við Geðdeild Landspít-
alans að Kleppi.
Upplýsingar veita hjúkrunarframkvæmda-
stjórar í síma 38160.
Sjúkraliðar
óskast í fastar stöður og til afleysingja við
Vífilsstaðaspítala. Einnig óskast sjúkraliði í
afleysingar til kvöldvinnu frá kl. 18 í 50-60%
vinnu.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri Vífilsstaðaspítala í síma 42800.
Reykjavík, 30.JÚIÍ 1986.
Auglýsingateiknari
Útgáfufyrirtæki óskar eftir lærðum aug-
lýsingateiknara í aukavinnu. Til greina kemur
samstarf við litla auglýsingastofu.
Tilboð óskast send augld. Mbl. fyrir 10. ágúst
merkt: „Útgáfufyrirtæki — 5677“.
Au pair — U.S.A
Áreiðanleg stúlka sem ekki reykir óskast á
heimili í úthverfi Chicago. Nauðsynlegt er
að viðkomandi hafi bílpróf og sé ekki yngri
en 18 ára.
Umsóknir sendist augld. Mbl. fyrir 7. ágúst
merktar: „D — 279“.
Ritari
Heildverslun leitar að ritara í hálfsdags starf.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Ensku- og sænskukunnátta æskileg auk
góðrar kunnáttu í íslensku.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf þurfa að berast augldeild Mbl.
fyrir 6. ágúst merktar: „R — 5988“.
Hjúkrunarfræðingar!
Hjúkrunarfræðingur óskast til að leysa af
forstöðumann Dvalarheimilis aldraðra,
Hraunbúðum, Vestmannaeyjum í ágúst.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í
síma 98-1915.
Öryggisvörður
Fyrirtækið veitir öryggisþjónustu á höfuð-
borgarsvæðinu.
Starfið felst í öryggisvörslu að kvöld- og
næturlagi, móttöku boða í stjórnstöð ásamt
skýrslugerð.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé á aldrin-
um 25-40 ára. Leitað er að reglusömum og
samviskusömum starfsmanni, sem á auðvelt
með að tjá sig á rituðu máli. Skilyrði er að
umsækjendur hafi bílpróf.
Vinnutími: Unnið er á næturvöktum, frá kl.
17.00-06.00 og 23.00-09.00. Góð laun eru í
boði fyrir hæfan starfsmann.
Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á
skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00
Afleysmga- og rádnmgaþiónusta
Lidsauki hf.
Skólavördustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355
Starfsmaður
Ferðaskrifstofan Pólaris hyggst ráða starfs-
mann til að taka að sér innanlandsdeild
skrifstofunnar. Æskilegt er að. viðkomandi
hafi staðgóða þekkingu á því, sem ísland
hefur að bjóða erlendum ferðamönnum, tali
ensku, þýsku og skandinavísku og sé vanur
að starfa sjálfstætt.
Um er að ræða lifandi, skemmtilegt og
krefjandi framtíðarstarf í atvinnugrein,
sem er nú í örum vexti.
Umsóknir, sem tilgreina menntun og fyrri
störf skulu berast okkur skriflega sem fyrst.
Umsóknareyðublöð fást á ferðaskrifstofunni.
FERÐASKRIFSTOFAN
POLARIS va£/s
Kirkjutorgi 4 — Símar: 622011 - 15340