Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 47

Morgunblaðið - 31.07.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 47 við hjóluðum í gegnum lystigarð til að stytta okkur leið. Það var þungur skýjabakki yfir og byijað að rigna fyrir aftan okk- ur, ég fann dropa. „Abra-degabra. Ég galdra rign- inguna aftur upp í skýin,“ sagði hann. „Ef það rignir ekki núna þá ertu galdrakerling," sagði ég. En það rigndi ekki á okkur. Ekki fyrr en við vorum komnir heim í „felles“-eldhúsið helltist rigningin yfir húsin í Kaupmannahöfn. Örmagna og stirðir sátum við í sófa, reyktum vindla og fólk spurði frétta. Stúlkur gáfu okkur axla- nudd. I huga mér hafði fæðst ný hugs- un, sú hugsun að fara heim til íslands. Ég hafði verið að leita að þeirri tilfinningu sem ég fékk er ég hélt á litlu dóttur minni með pírðu augun í fanginu. Þegar svona hlutir gerast þá verður maður að bera ábyrgð gerða sinna. Ekki gat ég skilið hana eftir pabba-lausa. Ég meina, ef maður barnar óvart stúlku, þá þýðir ekkert að flýja land. Hvers vegna leitar maður alltaf langt yfir skammt? Skrítið, maður leitar að ástinni þó hún sé í fangi manns. Svo ég ákvað að fara heim við fyrsta tækifæri. En þessa stundina nuddaði mjúkhent stúlka hálsvöðva mína. Ung stúlka sem þennan sama dag hafði verið niður á strönd. (Endir) Þijátíu og átta ára gamall Wales- búi Martin Rees 185 Pearl Street Roath Cardiff CF 21RD South Wales Great Britain. Sextán ára gömul japönsk stúlka sem hefur gaman af því að hlusta á rokk og horfa á kvikmyndir. Yasuko Shindo 4—9 Takasago 3 chome Sakata-shi Yamagata 998, Japan. Fjörutíu og nfu ára gamall ástr- alskur karlmaður með margvísleg áhugamál R. Sharp P.O. box 10 Koorawatha 2807 New South Wales, Australia. Það sem ég Ieitaði að er fundið. Eg kem heim. Því bráðum verður þú stór stúlka en ég gamall maður.“ Það var löng þögn hjá okkur Gústa. Við hjóluðum hver í sínu lagi um stund. Ljóðið hafði snert hann. „Vá, þetta var fallegt,“ sagði hann. „Ég hef aldrei heyrt svona ljóð áður. Það var svo mikil tilfinn- ing í þessu." „Ég meinti hvert einasta orð.“ „Þessir íslendingar eru einstök fyrirbæri. Sofa úti undir berum himni án þess að breiða neitt yfir sig og yrkja ljóð eins og ekkert sé,“ sagði Gústi. Við komum aftur á sömu sveita- krána og drukkum te og átum ástarpunga með; kleinukúlur með bökuðum eplum inn í. Þarna var fullt af fólki, greinilega á sunnu- dagsrúntu. Því næst tókum við stefnuna nið- ur að strönd í von um jafnsléttu. Er við komum á jafnsléttu gátum við haldið jöfnum hraða. Gustur kom frá bílum sem blússuðu fram úr. Við tókum nuddpásur í strætó- skýlum. Og nú var það ég sem nuddaði, Gústi var búinn með kraft- ana sína, hafði spilað þeim út í sýndarmennsku. Húsunum fór fjölgandi. Brátt vorum við komnir í Stór-Kaupmannahöfn. Aftur hafði þykknað upp. „Nú fer að rigna," sagði ég er HINN MANNLEGI ÞÁTTUR/Ásgeir Hvítaskáld Ljóð Gústi vakti mig klukkan 7 næsta morgun. Nú var ekkert annað til í morgunverð en klístruð rifsber og grænar baunir, bara ef við hefðum keypt mjúkar perur af bóndakon- unni. Ég gat grátið ef ég hugsaði um te og brauð. Það var kominn sunnudagur og nú þurftum við að hjóla alla leið til Kaupmannahafnar á einum degi. Við lögðum stirðir af stað. En það var blíðskaparveður og um tíuleytið vorum við komnir á stuttbuxur, við héldum skyrtunum vegna sólbrunans. Nú hjóluðum við þjóðveginn, hann var styttri og eng- ar krókaleiðir. Og við tókum 5 mínútna pásur á hálftíma fresti. í lok pásanna þurfti ég iðulega að pissa og fara úr eða í utanyfir- buxur. Eitt sinnið, er við vorum að vinna upp langa hæð, ég alveg að gefast upp, sárverkjaði í axlir og kálfa, sá ég á armbandsúr Gústa: Við vorum komnir fram yfir tímann. „Jæja, það er liðinn hálftími,“ sagði ég ákafur. „Þú fékkst 10 mínútur síðast, pásan verður ekki fyrr en eftir kort- er. Nú varð ég spældur; búinn að þræla og púla, segja við líkamann að pásan væri alveg að koma, en svo svíkur maður loforðið. Hann yrti á mig en ég ansaði ekki. Helst vildi ég fara mína eigin leið, segja honum að fara til andskotans. Hann var hinn versti verkstjóri, búinn að breyta hjólreiðatúr í fúla þrælkun- arvinnu. Ég fór í fylu. Þó varð ég að fylgja honum, hann hafði kortið bæturnar og límið. Hann kallaði á mig en ég ansaði ekki. Loks kom pásan en þegar hann ætlaði að gefa mér nuddið hristi ég axlimar og gekk frá. „Eigum við að hjóla í korter og taka pásu í 3 mínútur," stakk hann upg á og var blíður. Ég samþykkti um leið og fór úr fylunni. Því ég græddi 2 mínútur á þessu. Hann vildi hafa pásumar stuttar svo fæturnir næðu ekki að kólna. Þetta fyrirkomulag reyndist betra og okkur miðaði vel áfram. Hann nuddaði axlir mínar og fólk í bílum glápti. Svo eitt skiptið bað hann um nudd. Það var merki um þreytu. Hans eigið stress gerði hon- Hjá Sláturfélaginu færðu allt í grillveisluna og að auki fylgja hér nokkur heilræði um steikingu á teini Þú færð allar tegundir af góðu kjöti á grillið, vínar- og medisterpylsurnar okkar vinsælu, kol, grillollu, ótal tegundir af kryddi, grænmeti og öðru meðlæti sem þart til að útbúa girnilega grillveislu. Hellrsðl um steikingu á teini Allt kjöt, fisk, brauð og grænmeti má glóða á teini, en það er ekki sama hvemig það er gert. Best er að smyrja teininn vel áður en þrætt er á hann. Grænmetið er gott að skera í aðeins stærri bita en kjötið svo það verði ekki ofsteikt þegar kjötið er tilbúið. Teinamat á líka alltaf að pensla áður en hann er settur á grillið - annars ofþomar hann og skorpnar. Best er að nota grilloliu eða kryddlög. Lögurinn gerir matinn meyran og bragðgóðan, og hann er tilvalið að nota sem sósu á eftir. Varast ber að stinga í kjötið á teininum - þá lekur gómsætur safinn úr, og ekki er ráðlegt að strá salti á kjötið fyrr en eftir að steikingu er lokið. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS ^ÍP.’sStek.*«rillf hwi ,iok. oth witfoiui i on W fKSKMpS toítJiJ1**! |Mm konoi. b,«i-n C«r s^SflSíSœ'‘zz, Nodo S2o g c«|Ponl«nAB'0S tABASCC á hjólum um erfíðara fyrir. Loks beygðum við af þjóðvegin- um og út á sveitaveg, umferðar- hávaðinn var þreytandi til lengdar. Oftast var Gústi á undan mér, líkt og hann væri að halda uppi ein- hverri reisn. Stundum hjóluðum við hlið við hlið þá æsti ég hann upp, því hann var eldheitur kvennabar- áttumaður. Mér fínnst svo gaman að æsa pólitískt fólk upp. Eitt sinn hitnaði honum vel í hamsi og hjól- aði hann þá hraðar og hraðar. Þar náðum við upp tempói og héldum stöðugum hraða lengi. Þutum á 30 kílómetra hraða upp og niður aflíð- andi brekkur. Nú fylgdi ég honum fyllilega eftir og hann komst ekkert fram fyrir mig. Svo kom tímabil þar sem við hjól- uðum þögulir. Við hjóluðum Iengi þannig í gegnum sveitahérað. Eg hugsaði heim til íslands. Þar sem ég brunaði þarna í hlýjunni, flaug yfír hæðir og akra, laufblöðin þjót- andi við eyrun, skýrðust ýmsir hlutir inni í kollinum á mér. Og ég komst að niðurstöðu. Danmörk var eins og öll önnur lönd, fólkið hefur alveg sömu þarfir, það var ekkert frekar í Danmörku það sem ég leit- aði að. Nú skildi ég hvað það var sem ég þráði. Tilfinningar streymdu um líkama minn og ég orti ljóð djúpt inn í huganum. „Gústi, þú veist að allir íslending- ar eru skáld. Á ég að fara með ljóð fyrir þig sem ég samdi rétt í þessu?“ „Já, gerðu það endilega,“ sagði hann og kom upp að hlið mér. „Ljóðið heitir LEITIN," sagði ég með angurværum og blíðum tón. „Já. Þetta er spennandi," sagði Gústi og eyru hans stækkuðu. Ég setti mig í stellingar og flutti ljóðið hjólandi. Og rödd mín var blíð eins og döggvað. gras að morgni: „Ég sé augu þín í draumum mínum. Þú ert víst búin að fá margar tennur og ert með skapið hans pabba þíns. Hér þvælist ég í öðru landi, sé komakra, stóra hesta og sveitabæi með stráþök. En ég sé augu þín í draumum mínum. Og mig langar til að stijúka þunna hárið þitt og sýna þér heiminn úr fangi mínu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.