Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
fclk í
fréttum
semur
sturtu
fónkassa í annarri hönd, þegar
annar nemandi vatt sér að honum
og spurði hvort hann væri til í
að spila með skólahljómsveitinni.
„Ég kunni þá ekkert á saxófón"
segir Richie og hlær, „en ég hélt
að með því að þykjast kunna á
hann, myndu stelpurnar fara að
gefa mér hýrt auga. Áður en ég
vissi af var ég búinn að sam-
þykkja að spila í sveitinni og sat
því sveittur fleiri nætur við að
læra að leika á hljóðfærið" bætir
hann við. Skólahljómsveit sú, sem
hér um ræðir, kallaði sig „The
Commodores" og varð hún fljót-
lega æði vinsæl í fylkinu Alabama.
Síðan færðu þeir félagar smám
saman út kvíamar og urðu loks
heimsfrægir. Það var svo árið
1982, sem Richie ákvað að reyna
fyrir sér einn síns líðs. Fyrsta plat-
an hans gekk æði vel, seldist í
meira en fimm milljónum eintaka.
Ekki var sú næsta síðri, því hún
náði 16 milljónum eintaka. Nú er
Lionel með þriðju plötu sína í
smíðum, er reyndar orðinn á eftir
áætlun. „Já þetta gengur hájf-
erfíðlega" viðurkennir hann. „Ég
vil ekki senda plötuna frá mér
nema ég sé ánægður með hana
og enn finnst mér vanta eitt gott
lag, punktinn yfir i-ið. Annars
held ég að þetta sé alveg að
smella saman. Ég er kominn með
laglínuna og aðaluppistöðuna í
textann, á eiginlega bara eftir að
krydda hvort tveggja svolítið.
Síðan fer lagið í gegnum hið
sígilda smábama-próf og standist
það þá raun mun því þrykkt á
plast" segir hann. Smábama-
prófið felst í því að Richie kallar
saman öll böm vina sinna og
vandamanna og lætur þau hlusta
á lagið. „Ef þau fara að dilla sér
í takt við tónlistina, veit ég að
lagið er grípandi og gott“ segir
hann. „Ef þau hinsvegar hrífast
ekki með, horfa bara út í loftið
og nenna greinilega ekki að
hlusta, þá get ég eins hent því í
mslakörfuna. Böm em opin í eðli
sínu og mun hreinskilnarí gagn-
rýnendur en þeir fullorðnu" segir
hann. „Ég veit að sumar vinnuað-
ferðir mínar em einkennilegar, en
þær virka og það er það, sem
skiptir máli. Til að mynda á ég
það til að fara í sturtu allt að fímm
Lionel Richie
söngva sína í
Hjónin Brenda og Lionel Richie eru afskaplega ham-
ingjusöm. „Það er þó fyrst núna, sem okkur finnst við
tilbúin til að fara að eiga börn og stofna alvöru fjöl-
skyldu“ segja þau.
„Stundum kom lögin fyrirhafnarlaust, verða til í höfðinu
á mér, án þess að ég viti af því sjálfur“ segir Richie. „En
skáldagyðjan er duttlungafull og það kemur fyrir að ég
vinn vikum saman að einu lagi.
sinnum á dag, þegar ég er að
semja lög. Sturtan hefur nefnilega
reynst mér ótæmandi uppspretta
fýrir Iög og ljóð. Ég hef alltaf
sungið i sturtu, alveg frá því ég
var lítill strákur. Það var samt
ekki fyrr en fyrir nokkmm ámm,
sem ég gerði mér grein fýrir því,
að lögin sem ég raulaði undir
bununni, vom raunvemlega ekki
til. Þau verða til meðan á hrein-
gemingunni stendur."
Heimili Richie-hjónanna í Bel
Air stendur vinum þeirra og
vandamönnum ávallt opið. „Quincy
Jones og Sheila E em meðal okk-
ar nánustu vina“ segir Lionel, „og
þau gista oft hjá okkur, ganga í
ísskápinn ef þau lystir og láta
eins og þau séu heima hjá sér.
Þetta kunnum við vel að meta og
höfum því ein þijú gestaherbergi
í húsinu. Einnig eigum við okkur
sumarbústað, sem við fömm í,
þegar við viljum fá að vera í friði"
segir hann. Ekki em þó allar hús-
eignir hjónanna upptaldar því
Richie festi nefnilega kaup á
gömlu háskólaibúðinni sinni ekki
alls fyrir löngu. Þar hefur hann
innréttað allt eins og það var, er
hann bjó þar fyrir áratug. „Ég
er meira að segja með gömlu
myndina af Jimi heitnum Hendrix
uppi á vegg“ segir hann. „Há-
skólaárin vom ljúfur tími og þegar
ég kem í þessa íbúð finnst mér
ég yngjast allur upp, endurlifí all-
ar þær tilfínningar og kenndir sem
þá bærðust innra með mér. Fyrir
mér er íbúðin nokkurs konar
helgistaður, minnisvarði um sak-
leysi, einlægni og ofboðslega ást.
Og svo mikið er víst að slíkur
minnisvarði er vel þess virði að
vera varðveittur" segir þessi stór-
stjama, laga- og ljóðahöfundur-
inn, Lionel Richie.
Flest kvöld, um miðnæturbil
stígur söngvarinn og lagahöf-
undurinn Lionel Richie upp í
bifreið sína og ekur stefnulaust
út í náttmyrkrið. Hann setur spólu
með óklámðum lagasmíðum í seg-
ulbandstækið og raular með.
Stundum veit hann ekki fyrr til
en hann er farinn að syngja —
textinn hefur komið af sjálfu sér
— hann hefur samið ljóðið, án
þess að vita af því sjálfur. Það
kemur þó einnig oft fyrir, að
skáldagyðja Riehie er
ósamvinnuþýð, hann verður að
vinna vikum saman við textagerð-
ina.
Ferill Lionels Richie hefur verið
æði litríkur, hann á að baki fleiri
topplög en nokkur annar: hefur
samið og/eða sungið níu lög á níu
ámm sem komist hafa á toppinn
vestan hafs, þ.á m. lögin Still,
Endless Love, Lady og All Night
Long. Þrátt fyrir að Richie sé
ungur að ámm, aðeins 36 ára
gamall, hefur hann einnig hlotið
fímm Grammy-verðlaun og nú
síðast Óskarsverðlaun fyrir lagið
„Say You, Say Me“ úr kvikmynd-
inni „White Nights". En Richie
er heppinn á fleiri sviðum en því,
sem að starfmu snýr. Hamingjan
hefur verið honum hliðholl í einka-
lífínu, sem og í starfí. Hann hefur
verið kvæntur konu sinni, Brendu
Harvey-Richie í ein tíu ár, en böm
eiga þau engin enn.
— En hvert var upphafíð að
frægðarferli Richie? „Ég ólst upp
í Tuskegee, Alabama" upplýsir
hann. „Faðir minn var kerfís-
fræðingur að mennt og vann fyrir
herinn, mamma hinsvegar skóla-
stjóri — svo ég komst aldrei upp
með neitt meiriháttar múður í
æsku. Mamma hafði alla tíð mjög
gott lag á að fá mig til að gegna
sér. Hún útskýrði það fyrir mér
að ég yrði að vera öðrum bömum
til fyrirmyndar, svo að þau tækju
eitthvert mark á henni. Einkunn-
arorð þeirra beggja voru: „Mikil
vinna, ágæt menntun og ströng
siðgæðisvitund" — og í þeirra
augum var það hinn mesti glæpur
að nota ekki þá hæfileika, sem
Guð hafði gefíð manni. Eftir á
að hyggja, held ég að ég hafí feng-
ið gott uppeldi, góðan grunn til
að byggja á. Pabbi er mér líka
sammála, hvað þetta varðar, því
hann segir oft við mig: „Lionel,
ég veit að þú munt aldrei geta
endurgreitt mér að fullu, en þú
gætir nú reynt." Hvað sem því
líður þá vom foreldrar mínir langt
frá þvi að vera sérlega tónelsk.
Að lokinni skólaskyldu lagði
Lionel stund á viðskiptafræði í
heimavistarháskóla. Einn daginn
var hann á gangi á grasflötinni
fyrir framan skólann með saxó-
Þeir Eric Clap-
ton og Phil
Collins (í bak-
sýn) hafa
reynst Lionel
Richie afskap-
lega vel, í
gegnum tíðina.
„Þeir mæta
yfirleitt og
hlusta á lögin,
áður en þeim
er þrykkt á
plast“ segir
Richie. „Eg tek
lika mikið mark
ágagnrýni
þeirra, ber
virðingu fyrir
þeim sem lista-
mönnum og
veit að þeir
vilja mér báðir
vel.
A ð sjá bjálkann
í sínu eigin auga
ví hefur stundum verið haldið
fram, að sú manneskja, sem
viðurkennir veikleika sína, sé í raun
mun sterkari en hún heldur og vel
má vera að töluvert sé til í því.
Meðal þeirra, sem fúslega viður-
kenna galla sína og misbresti er
söng- og leikkonan Barbra Strei-
sand. „Allt frá því ég steig fæti
mínum fyrst á svið, hef ég átt í
endalausum útistöðum við yfírmenn
mína og samstarfsmenn," viður-
kennir hún. „Ég er mjög ákveðin í
skoðunum og læt ekki vaða yfír
mig að einu eða neinu leyti. Stund-
um hættir mér því til að bregðast
of harkalega við vingjamlegum
ábendingum, það veit ég vel.
Ástæðan er hins vegar einfaldlega
sú, að alla mína ævi hef ég verið
í vamarstöðu. Ég þótti með ein-
dæmum ófríð í æsku og það eitt,
þótti í þá daga verra en að vera
bæði nautheimskur og hæfíleika-
laus. Fegurðin var eini mælikvarð-
inn á manngildi fólks og þar af
leiðandi varð ég alltaf undir í allri
keppni, hvort heldur það var um
athyglí eða ást. Ég gerði mér því
æði snemma grein fyrir því, að ef
ég ætlaði að ná einhverjum árangri
í lífínu, þá yrði ég að leggja tvisvar
sinnum harðar að mér en þær kyn-
systur mínar, sem fegurri voru.
Þetta er ástæðan fyrir þessu bijál-
æðislega baráttueðli mínu. Auðvit-
að vildi ég óska að ég gæti hamið
mig stundum, bitið á jaxlinn og
talið upp að tíu, áður en ég byija
að æpa á fólk, en það hefur mér
enn ekki tekist. Einhvem tíma var
mér sagt að það kæmi með aldrin-
Hún er þekkt fyrir frekju og
yfirgang, sannkallað kjarnorku-
kvendi. En skyldi hún róast með
aldrinum? söng- og leikkonan
Barbra Streisand.
um, svo það má vera, að um sjötugt
verði ég orðin ljúf eins og lamb,“
segir Barbra, en bætir svo við og
brosir út f annað: „En fínnst ykkur
það ekki svolítið ólíklegt?"
Morgunblaðið/Bjami
Þetta skyldi þó aldrei vera það sem koma skal — tólf hæða torf-
blokkir?
Torfhleðsla í Vatnsmýrinni
Nei, nú detta okkur allar dauðar lýs varð okkur að orði er við
komum auga á þessa duglegu drengi dunda sér við torfhleðslu
einn daginn fyrir skömmu. Torfhleðsla er sennilega ein af fáum iðjum
sem maður áleit örugglega heyra sögunni til. En á ekkert er að
treysta, tískan er óútreiknanleg og hver veit nema framtíðarblokkim-
ar verði einmitt eitthvað í ætt við bóndabæi forfeðranna.