Morgunblaðið - 31.07.1986, Síða 53

Morgunblaðið - 31.07.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 53 Njáll á Bergþórshvoli bregður sér í bæinn eir stungu óneitanlega nokkuð í stúf við umhverfið, leikaram- ir, sem stöldruðu við í stórmarkaðn- um, á leið sinni upp í Rauðhóla, á dögunum. í fullum skrúða komu þeir við í kjörbúðinni og dreifðu kynningarbæklingum um hina at- hyglisverðu sýningu, söguleikana Njáls sögu, sem fram fer undir berum himni. Er þá bar að garði, hafði Brúðubíllinn rétt rennt úr hlaði og því mikið um böm á bfla- planinu. Störðu þau agndofa á þetta fomeskjulega fólk, vissu vart hvað- an á sig stóð veðrið. Einstaka kríli hafði þó kjark til að hvísla „hæ“, er þau gengu hjá, Njáll og Þór- katla, auk allra hinna sögupersón- anna. Ekki leið þó á löngu, uns þeim varð það ljóst að þessir víga- legu víkingar vom ekki vitund hættulegir — þetta var bara ósköp venjulegt fólk í furðulegum fötum. Forvitnin gerði vart við sig, þau fetuðu sig örlítið nær, þreifuðu og þukluðu á fögmm fatnaði fom- mannanna og klifmðu, sum hver, upp í fang þeirra. „Já, þeim fannst við dálítið ein- kennileg," sagði Erlingur Gíslason, sem fer með hlutverk Njáls í verk- inu, sem sýnt hefur verið nú í sumar uppi í Rauðhólum. „Við emm búin að sýna sextán sinnum," upplýsti hahn, „og eigum enn eftir tvær sýningar. Þær verða báðar helgina 9.—10. ágúst nk. Aðsóknin hefur verið alveg sæmileg, það sem af er, þó svo vissulega ráðist hún mik- ið af veðri og vindum. Annars höfum við verið svona tiltölulega heppin með veður — aðeins lent í einni „kaldri" sýningu og annarri æði „votri" bætti hann við. En hvemig kom þessi sýning til? „Ja, fyrirmyndimar em náttúmlega fjölmargar," svaraði Erlingur. „Úti- leikhús em vel þekkt fyrirbæri víða um heim. Auk þess hafði þetta ver- ið gert á Hólum í Hjaltadal fyrir nokkm síðan, er Gunnar Eyjólfsson setti þar upp verk um Jón Arason. Hvað Njáls sögu snertir var ætlun- in í fyrstu sú, að sýna verkið á Þingvöllum, nánar tiltekið í Hvannagjá, norður undir Bolabás. Þegar til kom, vildi Þingvallanefnd- in hins vegar ekki nota þjóðgarðinn í þetta. Þá fundum við gjótu í Hafn- arfjarðarhrauni og sóttum um leyfi til að leika þar. Þrátt fyrir velvilja bæjarstjómarinnar fékkst það ekki og enduðum við því uppi í Rauð- hólum. Sá staður er líka alveg tilvalinn fyrir svona sýningar," sagði Erlingur. Hljómburðurinn er svo góður að ópemunnendur em nú alveg óðir í að komast í gjót- una, og ljósamálin em í góðu lagi, svo ekki sé nú meira sagt. Við emm þvf bsestánægð með útkomuna, eft- ir allt saman. Það hefur líka verið regjulega gaman að taka þátt í þessu og ekki kæmi þ'að mér á óvart, þó svona útileikhús yrði ár- viss viðburður, hér eftir." Þátttakendur í sýningunni em tólf talsins, en um uppfærslu verks- ins sáu þau Helgi Skúlason og Helga Bachmann. Skúli Gautason í gervi Kára, Bryndís Petra Bragadóttir í hlutverki Hildigunnar, Erlingur Gíslason sem Njáll og Guðrún Þórðardóttir í búnntgi JÞórkötlu við Miklagarð, ásamt ungum aðdáendum. Sljörnur setjast að snæðingi Því hefur stundum verið haldið fram, að samkeppnin milli stjórstjama veraldar sé svo hörð að öfúndin geri út um alla vináttu þeirra í milli. En hvort svo sem vin- átta þessa fólks er einlæg og traust eða eingöngu byggð á kurteisi og eiginhagsmunasemi virðast stjöm- urnar vestan hafs vera æði mikið saman utan vinnutíma. Söngvarar, dansarar, leikarar og framleiðendur halda hópinn, sjást oft saman á alls kyns sýningum og samkomum og er í flestum tilfellum ekki annað að sjá, en að vel fari á með viðstödd- um. Ekki alls fýrir löngu fóm þau Elizabeth Taylor, Michael Jackson, Lionel Richie og Mikhail Baryshni- kov saman út á lífið, fóm fyrst að sjá ballettsýningu eina í „The Amer- ican Ballet Theatre" og snæddu síðan saman á einum virtasta veit- ingastaðnum í Los Angeles. Öll em þau heimsfræg og vel fjáð og því vaknaði sú spurning, er myndin af hópnum birtist í blöðunum — hver hefði borgað brúsann. Þeirri spum- ingu var fljótlega svarað — sá yngsti í hópnum, Michael Jackson, gerði það, enda þekktur fyrir ör- læti og vingjamlegheit — sannkall- aður „sjentilmaður". Trúlega myndu einhverjir snúa sér við á götu, ef þeir mættu þessu föngulega fólki á rölti í Austurstræti. Vinirnir brugðu sér saman út að borða fyrir sköinmu — hvert úr sinni áttinni — Michael Jackson, Elizabeth Taylor, Lionel Richie og Mikhail Baryshnikov. COSPER — Þér segist hafa verið í pilsi þegar þér komuð. Við þekkj- um nú það bragð. Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og skevtum á afmcelisdaginn minn 22. júni. Kcer kveÖja til ykkar allra. Hrefna Guðnadóttir, Þórustöðum, Vatnleysuströnd. TERELYNBUXUR kr. 995, 1090, 1195, 1495 og terelyn/ull/stretch 1595 Nýkomnar riflaðar flauelsbuxur kr. 745 og einnig svartar og gráar bómullarbuxur kr. 790. Skyrtur kr. 435, 450, 485, 510 og 690 langar og stuttar ermar. Nærföt, sokkaro.fi. ódýrt. Andrés SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22, SÍMI 18250 Mánudaga: Frá Stykkíshólmi kl. 09.00 FráBrjánslækkl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottlör rútu til Rvk. Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga. Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00, eftir komu rútu. Viökoma I inneyjum. Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishóims kl. 23.00 Þriöjudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu. Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Á timabilinu 1, júli til 31. ágúst Miövikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00, fyrir brottför rútu. Viðkoma er ávallt í Flatey á báöum leiöum. Bílaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkishólmi: Frá Brjánslæk: Hjá afgreiðslu Baldurs Hjá Ragnari Guðmundssyni Stykkishólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020. Á tímabilinu 1. mai til 30. sept. Á tímabilinu 1. júni til 31. ágúst Nýja Kökuhúsid við Austurvöll er nú einnig opid á fimmtudags- kvöldum til kl. 23.00. Kökugerdarmeistarinn (Konditorinn) bakar sjálfur á staðnum hið Ijúffengasta góðmeti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.