Morgunblaðið - 31.07.1986, Page 58
ÍiíORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
jj Ef {xli Uilt -eJclci sjd mi^ beBa, á~ (
újölonum, ge-fSu mérþd 5ö þós.Kn'
áster...
.. .að finna að þú ert gift
þínum besta vini
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reswved
O 1386 Los Angetes Tlmes Synchcate
Þessi hringing er örugg-
lega til þín.
Með
morgunkaffínu
Má bjóða þér kaffi eða á
ég bara að skvetta því
beint yfir borðstokkinn?
HÖGNI HREKKVÍSI
Skrjáfþurr vill að gert verði við sundlaugar á haustin og veturna.
Ekki loka sundlaugnm á sumrin
Skr|áfþurr hringdi:
„Hvemig er það með yfirstjórn
sundmála hér í borginni, verður
alltaf að hafa einhvetja sundlaug
lokaða þegar mest er að gera á
sumrin?
Núna er búið að loka Sundlaug
Vesturbæjar og fyrr í sumar var
Sundlaugin í Laugardal lokuð. Er
ekki hægt að annast viðhald á sund-
laugunum á haustin eða vetuma
en ekki á sumrin þegar flestir fara
í sund? Ég fer oftast í sund í Sund-
laug Vesturbæjar en verð núna að
fara út á Seltjamames eða upp í
Laugardal ef ég ætla í sund í úti-
sundlaug.
Fyrir utan óþægindin sem hljót-
ast af þessu er varla á aðsóknina
í þessar laugar bætandi. Nuddpott-
urinn í Laugardalnum hefur til
dæmis verið svo þéttsetinn í þau
skipti sem ég hef komið þangað
eftir breytingamar að engan veginn
hefur verið hægt að hafa ánægju
af því að sitja í honum.
Beini ég því þeim tilmælum til
þeirra sem fara með þessi mál að
þeir reyni að komast hjá því að loka
Didda skrifar:
„Mig langar til að skrifa nokkur
orð til Ólafs sem hringdi í Velvak-
anda 13. júlí sl. og lýsti ánægju
sinni yfír að framhaldsmyndaflokk-
urinn _,,Hótel“ væri nú að hætta!
Kæri Ólafur og allir aðrir sem hafa
hringt eða skrifað í Velvakanda og
sagt eitthvað um efni sjónvarpsins.
Það er alveg óþarfí að hringja eða
skrifa og lýsa óánægju yfir þessu
eða hinu. Sjónvarpið sýnir efni sem
það nær í. Ef það myndi hætta að
sundlaugunum á sumrin eða út-
skýri hvers vegna það er nauðsyn-
legt.“
sýna Dallas, Hótel, fótbolta og þetta
eða hitt sem allir kvarta yfír þá
væri svo lítð í sjónvarpinu að það
yrði næsta kvörtunarefnið í dag-
blöðin. Ég kvartaði nú ekki þó að
mér fyndust flestar ef ekki allar
beinu útsendingarnar af fótboltan-
um í HM í Mexíkó alveg drepleiðin-
legar þegar þær stóðu yfir og ég
skrifa það strax að ég er ekki að
kvarta núna yfir þessum fótbolta.
Jæja í lokin vil ég þakka sjónarpinu
fyrir ágætt efni síðast liðin ár.“
Hættið þessum
eilífu kvörtunum
Yíkveiji skrifar
Um þessar mundir er mikið um
fréttir í blöðunum — bæði í
Morgunblaðinu og öðrum blöðum
— um líflega laxveiði víðs vegar
um landið. Út af fyrir sig er allt
gott um það að segja en Víkveiji
sér þó ástæðu til að hafa orð á
tveimur þáttum þessa máls. Annar
er sá, að leigutakar ánna telja sér
mikinn hag í því að koma fréttum
um mikla laxveiði á framfæri. Með
því telja þeir sig leggja grundvöll
að því að geta haldið uppi verði
veiðileyfanna. Stundum gengur
þessi sölumennska í formi frétta-
miðlunar svo langt, að leigutakar
telja það sérstakt móðgunarefni
við sig, ef sagt er frá mikilli veiði
í öðrum ám eða á öðrum veiði-
svæðum í sömu á. Samkeppnin
segir víða til sín!
Hinn þáttur málsins snýr að
veiðisögunum, sem birtast í Morg-
unblaðinu og öðrum blöðum. A
þessu sumri hefur laxveiði verið
óvenju mikil og fréttir birtast um
einstaklinga — sérstaklega ráð-
herra og bankastjóra — sem veiða
tugi laxa í hverri á, sem þeir koma
í. Hvaða æði er þetta?! Eru lax-
veiðar íþrótt eða er þetta spuming
um aflamagn? Eins og allir vita,
hefur sá hugsunarháttur verið
ríkur í okkur Islendingum, að sá
fiskiskipstjóri, sem kemur með
mest afíamagn að landi sé mestur
en ekki sá sem kemur með beztan
afla að landi. Ef svo fer fram sem
horfír kemur að því, að einhver
tekur að sér að krýna aflakóng
laxveiðimanna á hveiju ári!
XXX
Víkveiji hefur orðið þess
áþreifanlega var undanfamar
vikur, að almenningsálitið hefur
verið að breytast í sambandi við
hvalveiðar. Énginn vafí er á því,
að hvalfriðunarmenn áttu sér
marga stuðningsmenn á íslandi í
fyrra t.d. þegar þessi mál voru
mjög til umræðu. Og það er líka
ástæða til að ætla, að margir
landsmenn hafí haft efasemdir um
réttmæti þess að stunda hvalveið-
ar áfram í vísindalegum tilgangi.
En nú má víða heyra, að þetta er
að breytast og að fólki finnst
vemdunarsjónarmiðin vera að
ganga út í öfgar. Að mati Víkveija
er ástæðan fyrst og fremst van-
þóknun fólks á framkomu Banda-
ríkjastjómar í málinu. Henni hefur
sennilega tekizt að snúa mörgum
í aðra átt en til stóð.
XXX
A
Igær birtist hér í blaðinu at-
hyglisvert samtal við Bjöm
Vemharðsson, sem hefur átt í úti-
stöðum við Húsnæðismálastofnun
vegna vaxtagreiðslna. Bjöm telur
að stofnunin hafí tekið of háa vexti
af ákveðinni tegund lána. Svo virð-
ist sem stofnunin hafí viðurkennt
sjónarmið Bjöms að einhveiju
leyti, þar sem skrifstofustjóri
hennar segir í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að vextir verði
lækkaðir en aðeins frá gjalddögum
í nóvember á síðasta ári og frá
gjalddögum á þessu ári. Bjöm
Vemharðsson telur, að þessi
ákvörðun sýni slíkan valdhroka að
hann eigi ekki annan kost en að
kæra stofnunina fyrir okur. Nú
ætlar Víkveiji ekki að setjast í
dómarasæti í þessu máli en óneit-
anlega sýnist það undarlegt, ef
stofnunin á annað borð viðurkenn-
ir rök fyrir vaxtalækkun, að hún
skuli þá ekki jafnframt endur-
greiða oftekna vexti.
XXX
Víkveija hefur borizt svohljóð-
andi bréf frá Jes Einari
Þorsteinssjmi: „Kæri Víkveiji. Ég
þakka þér kærlega fyrir grein þína
um sundlaugamar í Laugardal,
sem birtist í Morgunblaðinu 19.7.
sl. Það er mikil uppörvun að lesa
skrif þar sem fram kemur skiln-
ingur á mikilvægi mótunar
umnhverfís okkar. Með beztu
kveðjum." Víkveiji þakkar.