Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 31.07.1986, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 Loftslag hér eins og best verður á kosið til maraþonhlaupa - segir ólympíumeistarinn Christopher Brasher, sem er frumkvöðull og aðalstjórnandi Lundúnamara- þonsins „MÉR sýnist að hér á landi sé loftslag eins og bezt verður á kosið til maraþonhlaupa. Ykkar eina vandamál er vindurinn, en séuð þið lausir við hann á keppn- isdag vœri hœgt að ná árangri á heimsmælikvarða á íslandi. Þið þurfið bara að fá hingað topp- hlaupara, því bezta auglýsingin fyrír maraþonhlaup er góður árangur í brautinni.“ Þannig mælti upphafsmaður og aðai- stjórnandi London-maraþon- hlaupsins, Christopher Brasher, í samtali við Morgunblaðið. Bras- her er einnig formaður Alþjóða maraþonsambandsins, sem Reykjavíkurmaraþon á aðild að. Brasher var staddur hér á landi á dögunum í viðskiptaerindum. Hann er forstjóri brezka skófram- leiðandans Reebok, sem hefur verið í mikilli sókn á alþjóðamark- aði undir hans stjórn síðustu tvö árin. Nam heildarsala þess í Bret- landi jafnvirði 36 millj. ísl. kr árið 1984, rúmlega 180 millj. í fyrra og gert er ráð fyrir að salan nemi um 650 millj. kr. á þessu ári. Sóknin á Bandaríkjamarkaði hefur verið aevintýralegri. Salan þar nam 24 millj. kr. árið 1981 en tæpum 1,3 milljörðum króna í fyrra og gert er ráð fyrir að sú tala tvöfaldist á þessu ári. Ólympíumeistari í hindrunarhlaupi Christopher Brasher er einnig frægur íþróttamaður og kunnur blaðamaður. Hann varð ólympíu- meistari í 3.000 metra hindrunar- hlaupi í Melbourne 1956, um leið og Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki. Voru það fyrstu gull- verðlaun Breta í frjálsíþróttum í 24 ár, eða frá því Tommy Hampson sigraði í 800 metrum á Ólympíu- leikunum í Los Angeles 1932. Brasher vann ekki verðiaunin fyrirhafnalaust, því hlaupstjórar dæmdu hann úr leik strax að hlaupi loknu. Gáfu þeir honum að sök að hafa beitt bolabrögðum í hlaupinu og hrint keppendum til að komast fram úr þeim. Bretar mótmæltu úrskurðinum og stóð í stappi allt þar til Norð- maðurinn Ernst Larssen, sem Brasher átti að hafa hrint, sagði dómarana ekki fara með rótt mál; Brasher hefði hvergi hindrað sig í hlaupinu. Þegar vitnisburður Larssens lá fyrir áttu yfirdómarar keppninnar ekki annarra kosta völ en veita Brasher verðlaunin. Lars- sen hlaut bronzverðlaun í hlaup- inu. Teymdi Bannister í míluhlaupinu Þá var Brasher keppandi í hlaupi, sem enn er minnst sakir þess að þá hljóp Bretinn Roger Bannister fyrstur manna enska mílu á skemmri tíma en fjórum mínútum. Brasher á ekki lítinn þátt í afrekinu, því hann hélt uppi hraða fyrir Bannister 3A leiðarinn- ar, ásamt öðrum stórhlaupara, Chris Chataway, sem nú er þing- maður fyrir íhaldsflokkinn. Hlaupið fór fram í skólabænum Oxford 6. maí 1954. Það var vandlega undir- búið og áætlun, sem gerð var mörgum vikum fyrir hlaupið, fylgt út í æsar. Teymdu Bannister og Chataway því Bannister niður fyrir draumamúrinn. Níu ára gamalt heimsmet sænska hlaupagarpsins Gunder Hagg var slegið um tvær sekúndur og lokatíminn varð 3:59,4 mínútur. „Það er langt um liðið, rúm 30 ár, en hlaupið er mér samt minnisstætt. Við spaugum stundum með að við Chataway höfum hlaupið 1200 metra og Bannister síðan 400. Þetta var óneitanlega mikill viðburður enda þótt tími þessi þyki ekki stórkost- legur í dag, en það er margt sem hefur breyst í millitíðinni." Skoðaði Reykjavík skokkandi Brasher er mikill náttúruskoðari og útivistarmaður. Notaði hann tækifærið í íslandsdvölinni og skrapp m.a. á silungsveiðar. Veiði- túrnum lauk hann með því að skokka úti í guðsgrænni náttúr- unni, en hann segist hvergi kunna betur við sig. Brasher var íþróttaritstjóri hjá brezka blaðinu The Observer í ára- tugi og nú er hann dálkahöfundur hjá blaðinu. Af þessum sökum hefur hann ferðast víða. „Ég legg mig fram um að skoða borgir þær sem ég heimsæki. Bezta aðferðin til þess er að skokka um þær. Með þeim hætti hef ég t.d. séð talsvert af Reykjavík," sagði Brasher. Þetta er í fyrsta sinn, sem hann kemur til íslands. Landið hefur þó verið ofarlega í huga hans oft áður því árið 1972 stjórnaði hann sjón- varpsþáttum í BBC-2 um skákein- vigi Fischers og Spasskys. „Við vorum með þátt á sunnudögum, sem sýndur var beint úr upptöku- sal. Þar voru skákirnar skýrðar og einnig fjallað um þær, sem tefldar höfðu verið í vikunni á undan. Maður var á nálum síðustu mínút- urnar fyrir útsendingu. Vegna dyntanna í skákmeisturunum átti maður allt eins von á því að hafa ekkert úr að moða í þættinum.“ íslenzkt loftslag kjörið til langhlaupa Brasher sagðist telja íslenzkt loftslag mjög gott til maraþon- hlaupa en vindurinn væri versti óvinur langhlaupara. „Ykkur hefur tekizt vel til með Reykjavíkurmara- þonhlaupið. Ég hef fylgst með því úr fjarlægð. Og það er snjöll hug- • Christopher Brasher mynd að bjóða einnig upp á keppni í hálfu maraþonhlaupi og enn styttra skemmtiskokki. Með þessu verða þátttakendur fleiri og keppn- in verður því að stærri viðburði. Þróunin hefur verið sú, t.d. í Bret- landi, að maraþonhlaupum hefur fækkað en keppni í hálfu maraþon- hlaupi, sem maður í æfingu getur hlaupið oft á ári, hefur aukizt mjög að vinsældum. Því er sniðugt að bjóða upp á hvort tveggja, eins og þið gerið," sagði Brasher. Brasher sagðist ekki telja að trimm- og hlaupabylgjan væri að sjatna. Nefndi hann sem dæmi að stöðugt fjölgaði þeim, sem vildu hlaupa hið árlega Lundúnamara- þon, sem háð er að vori. Á þessu ári hefðu um 90 þúsund manns sótt um að fá að hlaupa. Hins veg- ar væri ekki hægt að ráða við svo stóran hóp og því hefði aðeins verið hægt að taka við fjórðungi þess fjölda. Engu að síður er hlaupið hið stærsta í heimi. • Brasher í úrslitahlaupí 3.000 metra hindrunarhlaupsins é Ólympíu- leikunum í Melbourne 1956. Hann sigraði f hlaupinu og voru það fyrstu gullverðlaun Breta í 24 ér, eða fré leikunum i Los Angeles 1932. • Chrístopher Brasher í fararbroddi f mfluhlaupinu fræga f Oxford 1954 þar sem Roger Bannister (f miðið) varð fyrstur manna til að hluapa vegalengdina á skemmri tfma en fjórum mfnútum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.