Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 Reykjavíkurmaraþon 27. ágúst: Hápunkturinn f skokki og trimmi sumarsins hjá öllum landsmönnum Reykjavíkurmaraþon fer fram kepptu hlauparar frá 12 löndum, hb triAio oinn ennmirianinn Oit fbctir frá V-bi/ckalflnHi RrotlanHi Reykjavíkurmaraþon fer fram í þriðja sinn sunnudaginn 24. ágúst nk. Það markmið var sett við upphaf fyrsta hlaupsins að ná til sem flestra sem stunda einhverja útivist og heilsurœkt. Með því að bjóða upp á keppni í skemmtiskokki og hálfmara- þonhlaupi auk maraþonhlaups- ins getur fólkið valið sér vegalengd við hæfi. Reykjaví- kurmaraþon er því jafnt vett- vangur heilsubótarskokkarans sem langhlauparans. Flestir eiga það sameiginlegt að hafa ánægju af því að hlaupa með fjöidanum og hrífast af stemmningunni sem ríkir. í millj- ónaborgum eins og t.d. New York skapa áhorfendur sem fylgj- ast með hlaupinu á götum úti ólýsanlegt andrúmsloft. Þó við séum ekki að tala um milljónir hér á íslandi þá er augljós vakn- ing á þessu sviði svo sem sjá mátti á geysigóöri þátttöku í Afríkuhlaupinu í vor. Takmarkið er að Reykjavíkurmaraþon verði hápunktur í skokki og trimmi sumarsins hjá öllum landsmönn- um, því þó maraþonið beri nafn Reykjavíkur er það hugsað sem hátíð allra landsmanna. Alþjóðlegt hlaup Reykjavíkurmaraþon er al- þjóðlegt hlaup. í hlaupinu í fyrra kepptu hlauparar frá 12 löndum, flestir frá V-Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, og má búast við enn fleirum í hlaupið í ár. Fæstir þeirra flokkast í hóp af- reksíþróttamanna, hér er frekar um að ræða fólk sem hleypur fyrst og fremst ánægjunnar vegna og hefur gaman af aö ferð- ast til nýrra staða í sumarleyfinu. Reykjavíkurmaraþon er með aukaaðild að alþjóðasamtökum maraþonhlaupara, AIMS, og hef- ur sótt um fulla aðild. Við það tekur Reykjavíkurmaraþon sér ýmsar skyldur á herðar því mjög ákveönar reglur eru um ýmiss framkvæmdaatriði, t.d. mælingu hlaupaleiðarinnar. En með því að vera fullgildur aðili að AIMS hefur Reykjavíkurmaraþon skipað sér á bekk með öðrum alþjóðlegum maraþonhlaupum sem fram fara um allan heim ár hvert. Þjálfun Það er talsverð þrekraun að hlaupa maraþonhlaup og enginn skyldi reyna slíkt án þess að hafa þjálfað vel áður. Hálfmara- þonhlaup er eins og nafnið segir hálf maraþonvegalengdin, eða 21 km, og er hálfmaraþonhlaupið mjög verðugt takmark til að stefna að fyrir þann sem hlaupiö hefur reglulega í lengri tíma. Skemmtiskokkið er innan við 7 • Frá upphafi fyrsta Reykjavíkurmaraþonslns árift 1984. km og allir sem eitthvað hreyfa sig reglulega ættu að ráöa við þá vegalengd meö því að hver og einn ákvarði hraða miðað við getu. Það er takmark þeirra sem standa að Reykjavíkurmaraþoni aö fá fólk til að stunda reglu- bundna þjálfun. Við ráðum kyrrsetufólki frá því aö sketla sér í gallann og taka þátt án alls undirbúnings, því oft er kappið það sama og fyrr þegar formið var e.t.v. eitthvað betra. Reynið frekar að hrista af ykkur slenið og stunda reglulegar æfingar, helst tvisvar til þrisvar í viku, og muna að fara bara nógu rólega af staö. Það er að mörgu að hyggja í sambandi við þjálfun og útbúnað fyrir langhlaup og hér í blaðinu verður leitast við að gefa fólki góð ráð þann tíma sem eft- ir er fram að hlaupi. Innan skamms verður birt skráninga- reyðublað og ýmsar frekari upplýsingar um hlaupið. 2. flokkur: öðru sæti fyrir síðasta keppnisdag. Hann lék fyrsta daginn á 85 högg- um og var þá í 5. sæti, síðan lék hann á 80 höggum og komst þar með í annað sætið, og í gær lék hann á 85 höggum og er því sam- tals á 250 höggum. Þriðji Suðurnesjarhaðurinn í toppsætunum er Ógmundur M. Ögmundsson. Hann lék á 88 högg- um á mánudaginn og var þá í 11 .-17. sæti. Á þriðjudaginn bætti hann skor sitt um heil tíu högg, lék á 78 höggum, og komst þar með í þriðja sæti en í gær hermdi hann eftir félögum sínum og lék einnig á 85 höggum. Þrír efstu menn léku sem sagt allir á 85 höggum í gær. Tómas Baldursson úr Golfklúbbi Grindavíkur er í fjórða sæti á 252 höggum. Eftir fyrsta daginn var hann í 6.-10. sæti á 87 höggum, komst í sjötta sæti á þriðjudaginn með því að leika á 83 höggum og í gær lék hann enn betur, eða á 82 höggum, og er nú í fjórða sæti á 252 höggum. Bernharð Bogason frá Eskifirði er í fimmta sæti með 255 högg. Hann er því sex höggum á eftir Jóni sem er í fyrsta sæti. Bernharð hefur leikið á 84-90-81 höggum og eru það talsvert miklar sveiflur á milli daga. Það verður fróðlegt að fylgjast með siðasta deginum hjá þessum köppum í dag. Þeir eru örugglega allir staðráðnir í að gera sitt besta til að hreppa fyrsta sætið og Jón er alls ekkert á því að láta það af hendi. Málin skýrast um kvöld- » matarleytið í kvöld því þá ættu síðustu menn að Ijúka keppni. SIGRÍÐUR ENN FYRST Sigríöur B. Ólafsdóttir frá Húsavík er enn með forystu í 2. flokki kvenna þó svo hún sé nú komin niður í fimm högg. Eftir fyrsta dag keppninnar hafði hún tíu högga forystu á Gerðu Hall- dórsdóttur úr GS sem nú er í öðru sæti. Hvort þessi forysta nægir Sigríði kemur í Ijós í kvöld en ekki er ólíklegt að hún fari með sigur af hólmi í þessum flokki. Sigríður hefur leikið á 97-100- 98=295 höggum en Gerða hefur verið í stöðugri sókn, lék fyrst á 107 höggum, þá 98 og í gær á 95 eða samtals á 300 höggum. Björk Ingvarsdóttir úr Keili og Krissine Eide úr Nesklúbbi eru jafnar í þriðja til fjórða sæti, hafa báðar leikið á 303 höggum. Björk á 104-95- 104=303 höggum en Kristine á 107-97-99=303 höggum. Jóhann Rúnar fyrstur en margir fylgja fast á eftir ÞAÐ VIRÐIST ætla að verfta skemmtilega jöfn og spennandi keppni í 1. flokki karla á lands- mótinu í golfi er marka má skor manna á fyrsta keppnisdegi sínum sem var í gær. Jóhann Rúnar Kjærbo úr GR hefur foryst- una, en hann lék á 80 höggum í gær. Jóhann Rúnar lék vel í gær eins og sést á skorinu hjá honum enda á hann ekki langt að sækja hæfi- leika sína í golfinu því hann er sonur Þorbjarnar Kjærbo sem varð íslandsmeistari árin 1968—80 og leikur kappinn enn í meistaraflokki. Gunnlaugur Jóhannsson úr Neskúbbi er í öðru sæti og hefur hann aðeins slegið kúluna einu höggi oftar en Jóhann Rúnar, eða 81 sinnum. í 3.-6. sæti eru fjórir kappar sem allir hafa slegið 82 högg. Þetta eru þeir Sigurður Hólm úr Keili, Rúnar Gislason úr GR, Guðmundur Bragason úr GG og Árni Jónsson úr GA. 1. flokkur: ÞAÐ VERÐUR örugglega hart bar- ist og fast slegið á síðasta keppnisdegi 2. flokks karla á landsmótinu sem er í dag. Eftir þrjá daga hefur Jón P. Skarp- héðinsson úr Golfklúbbi Suður- nesja enn forystuna en tveir félagar hans úr GS fylgja fast á hæla honum og það getur allt gerst f dag. Jón náði forystunni á þriðjudag- inn er hann lék á 81 höggi en eftir fyrsta dag mótsins, mánudaginn, var hann í 2.-3. sæti á 83 höggum. I gær lék hann síðan á 85 höggum og hefur því alls notað 249 högg þessa þrjá daga. Lúðvík Gunnarsson úr GS er í Morgunblaðið/Einar Falur • Gunnlaugur Jóhannsson úr Nesklúbbi er f öðru sæti f 1. flokki á landsmótinu í golfi eftir fyrsta dag keppninnar. Heimamenn raða sér í efstu sætin fyrir síðasta keppnisdag Sigríður hefur enn örugga forystu hjá konunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.