Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 63 Morgunblaðið/Bjarni • Svava Tryggvadóttir bjargar á síAustu stundu f landsleiknum f, gœrkvöldi. Handknattleikur: Kristján í bann? Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttaritara Morgunblaösins f Vestur-Þýskalandi. SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum hafa ekki náðst samn- ingar milli Hameln og Gummers- bach varðandi félagaskipti Kristjáns Arasonar og á Kristján á hættu að verða útilokaður frá æfingaleikjum og deildarleikjum næstu 6 mánuði. Hameln vill fá miklar greiðslur fyrir Kristján og hafi hann ekki skriflegan samning um að hann sé laus frá félaginu getur það kraf- ist 6 mánaða banns. Myndi það ná jafnt yfir æfingaleiki sem deild- arleiki og kæmi sér illa fyrir Krist- ján, sem yrði þá af fyrri hluta Bundesligunnar. Góðurfyrri hálfleikur ÍSLAND og Vestur-Þýskaland léku á Laugardalsvellfnum í gær- kvöldi og eftir góðan fyrri hálfleik, máttu íslensku stúlkurnar sætta sig við 5:0-tap, en staðan f hálf- leik var 1:0. íslensku stúlkurnar áttu í fullu tré við andstæðingana í fyrri hálf- leik, börðust vel og fengu ágæt marktækifæri. Besta færj þeirra kom á 8. mínútu þegar Ásta M. Reynisdóttir gaf góða stungusend- ingu á Kristínu Arnþórsdóttur, en Rosemari Neuser varði skot henn- ar. Þarna fór gott færi forgörðum. Á 12. mínútu mistókst íslensku stúlkunum að hreinsa frá eftir hornspyrnu, knötturinn barst til Christel Klinzmann sem skoraði örugglega 1:0. Skömmu síðar komst Martina Voss inn fyrir íslensku vörnina, en Erna Lúðvíks- dóttir varði glæsilega. íslenska liðið gaf eftir í seinni hálfleik og þær þýsku gengu á lag- ið. Á 44. minútu varði Erna vel, Landsmótið á myndbandi FORRÁÐAMENN landsmótsins slá ekki slöku við í sambandi við framkvæmd mótsins. Þeir láta taka alla keppnina upp á mynd- band og síðan er hugmyndin að fjölfalda efnið þannig að klúbbar og einstakligar geti keypt lands- mótsspóluna og skoðað sig og aðra þar. Það vakti athygli í keppninni í gær að þeir sem annast upptökur þessar sáust á sjó úti við mynda- töku. Báturinn sem þeir félagar voru á heitir Happasæll og eru eigendur bræðurnir Sigurður og Rúnar Hallgrímssynir. Þeir lánuðu GS bátinn til þess arna en þeir bræður eru meðlimir í GS og eins og allir aðrir í klúbnum vilja þeir leggja sitt af mörkum til þess að allt verði eins gott og frekast er kostur. 3. flokkur: Högni skaust í fyrsta sætið ÞAÐ URÐU heldur betur breyting- ar á lista efstu manna í 3. flokki karla á Landsmótinu í gær. Högni Gunnlaugsson úr GS skaust þá f fyrsta sætið en hann var f 2.-4. sæti eftir tvo daga ásamt þeim Sigurbirni Bjarnasyni, GR, og Hirti Kristjánssyni úr GS. Högni hefur leikið betur og betur með hverjum deginum og ef hann heldur því áfram þá getur ekkert komið f veg fyrir sigur hans í 3. flokki. Högni lék fyrsta daginn á 90 höggum, bætti sig um sex högg næsta dag og í gær fækkaði hann höggunum enn um tvö þannig að syrpan hans lítur þannig út: 90- 84-82=256 högg. Fallega gert hjá honum. Þremur höggum á eftir Högna er Sigurbjörn Bjarnason úr GR með 259 högg. Hann lék fyrsta daginn á 91 höggi og var þá í 12. sæti, 83 högg notaði hann á þriðju- daginn og komst þá í 2.-4. sætið en í gaer brá hann sér í annað sætið með því að leika á 85 högg- um. Rúnar Valgeirsson úr GS er þriðji með 262 högg (89-89-84). Fjórði er Jóhannes Jónsson úr GR á 263 höggum. Fyrsta daginn not- aði hann 88 högg, þá 90 og í gær 85 þannig að það virðist allt vera á réttri leið hjá honum. Steinar Sigtryggsson úr GS og Guðmund- ur Ó. Guðmundsson úr GR eru jafnir í 5.-6. sæti með 264 högg. Steinar lék á 88-87-89 en Guð- mundur á 98-86-80 höggum. Guðjón Einarsson úr Grindavík, sem hafði forystuna eftir tvo fyrstu dagana, er nú kominn í 14.-19. sæti. Það gekk ekkert upp hjá honum í gær og þegar kúlan loks- ins komst ofan í síðustu holuna hafði hann slegið hana 101 sinni en hina tvo dagana lék hann á 87 og 86 höggum þannig að munurinn er gífurlega mikill. Hann er nú á 274 höggum, 18 höggum á eftir Högna, en fyrir daginn í gær hafði Guðjón eitt högg á þá sem komu næstir honum. hélt ekki knettinum, sem barst til Heidi Mohr og hún skoraði 2:0. Eftir þetta virtist allur þróttur úr íslensku stúlkunum og á 52. mínútu skaut Silvia Neid að marki, knötturinn fór í Laufeyju Sigurð- ardóttúr og inn. Skömmu síðar skoraði Martina Voss snyrtilegt mark og Elke Richter innsiglaði stórsigur með marki á 74. mínútu eftir sendingu frá Voss. íslenska liðið lék vel í fyrri hálf- leik, en úthaldið og kraftinn vantaði í seinni hálfleik. Erna Lúðvíksdótt- ir, Ásta M. Reynisdóttir, Halldóra Gylfadóttir, Arna Steinsen og Kristín Arnþórsdóttir voru bestar. S.G. Kristján Einarsson: Gengið mjög vel „ÞETTA hefur allt saman gengið mjög vel fyrir sig og í rauninni verið furðu spakt,“ sagði Kristján Einarsson yfir- dómari landsmótsins í golfi í gær. „Þó get ég ekki kvartaö yfir aðgerðarleysi því það hefur verið þó nokkuð að gera við að leiðbeina mönnum um ýmis smáatriði sem þeir hafa ekki verið alveg klárir á, en það hefur ekkert stórvægilegt ver- ið að,“ sagði Kristján. Ragnar lék manna best ÞEGAR búið var að leika í 18 klukkustundir i Leirunni í gær komst síðasti keppandinn í hús. Það er ekki allstaðar hægt að leika svo til allan sólarhringinn á þessum árstíma og því þykir þetta sjálfsagt merkilegt þó svo kylfingar hér á landi séu öllu van- ir. Ragnar Ólafsson úr GR er með forystu f meistaraflokki karia, lék f gær á 74 höggum en staða ann- ara keppenda er þannig: Magnús Jónsson, GS, 77 ÚlfarJónsson, GK, 78 NM-drengja: Tapígær ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu tapaði 4:0 fyrir sterku liði Dana i gær á NM í Danmörku, en staðan var 1:0 í hálfleik. Danir höfðu mikla yfir- burði i leiknum og unnu verð- skuldaðan sigur. Á morgun leika íslendingar gegn Færeyingum, sem Svíar unnu 2:0 i gær, og gegn Norðmönnum á laugardaginn, en þeir unnu Finna 2:1 í gær og þykja líklegastir sigur- vegarar á mótinu. Sigurður Pótursson, GR, 79 Gunnar Sigurðsson, GR, 79 ívar Hauksson, GR, 79 Jón H. Karlsson, GR, 79 Hilmar Björgvinsson, GS, 79 Það má sjá að sumir hafa kom- ið mikið á óvart með því að raða sér í hóp fremstu manna og það kemur ekki síður á óvart að sjá ekki á þeim lista nöfn nokkurra manna sem búast heföi mátt við að væru í hópi bestu kylfinga landsins. Það er þó of snemmt að afskrifa nokkurn því kapparnir eiga eftir að leika 54 holur. í meistaraflokki kvenna hefur Jóhanna Ingólfsdóttir úr GR foryst- una en hún lék í gær á 86 höggum. Steinunn Sæmundsdóttir, GR, lék á 88 höggum og yngsti képpandi mótsins, Karen Sævarsdóttir úr GS, lék á 89 höggum og er f þríðja sæti. Ásgerður Sverrisdóttir úr GR er í fjórða sæti á 91 höggi og ís- landsmeistarinn frá því í fyrra, Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, er fimmta á 92 höggum. í 1. flokki kvenna er Alda Sigurð- ardóttir úr Keili með níu högga forystu en hún lék á 85 höggum í gær. Ágústa Guðmundsdóttir úr GR er á 94 og þær Aðalheiður Jörgensen og Guðrún Eiríksdóttir, báðar úr GR, eru næstar á 100 höggum. Blaðamenn íhættu ÞEGAR blaðamenn fylgdust með gengi manna á 3. braut á iands- mótinu í gær, hinni illræmdu Bergvik, fékk einn þeirra golf- bolta í sig en slapp þó við meiðsli vegna þess að kúlan kom f harð- an hlut sem var í vasa blaða- mannsins. Rétt við Bergvíkina er hóll einn mikill og sátu blaðamenn þar í mestu makindum þegar einn þeirra sér að bolti er á leiðinni til þeirra, ekki þó frá Bergvíkurteign- um, en þá var allt orðið um seinan. Boltinn lenti í einum þeirra en sem betur fer meiddist enginn. |jh * SACHS Högg deyfar V-þýsk gæöavara pí kking pgyNS1-^ þUÓN1 USTA FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.