Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —- atvinna
Viltu áhugavert
starf?
Börn og starfsfólk á dagheimilinu Steinahlíð
v/Suðurlandsbraut óska eftir samverkafólki
til að byggja upp enn skemmtilegra barna-
heimili með okkur. Menntun og/eða fjölbreytt
reynsla æskileg.
Upplýsingar hjá starfsfólki í síma 33280.
Aðstoð óskast
Aðstoðarmanneskja óskast á tannlækninga-
stofu í Reykjavík frá 1. september nk.
Vinnutími frá kl. 8-14 e.h.
Upplýsingar sem tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir miðviku-
daginn 20. ágúst merktar: „R — 398“.
Æskilegt að mynd fylgi.
Líffræðistofnun Háskóla íslands óskar að
ráða til starfa
sérfræðing í
líftækni
Við leitum að áhugasömum manni sem getur
unnið sjálfstætt.
Starfið felst einkum í vinnu með ýmsar teg-
undir örvera og mælingum á ensímvirkni.
Umsækjandi þarf að hafa reynslu í almennri
rannsóknastofuvinnu svo og vinnu með
hreinræktir og dauðhreinsuð efni og áhöld.
Æskileg menntun er Masters- eða Doktors-
próf í örverufræði, lífefnafræði, sameindalíf-
fræði eða skyldum greinum.
Umsóknir ásamt uppl. um námsferil, rann-
sóknir og fyrri störf sendist til Örverufræði-
stofu Líffræðistofnunar Háskólans, Sigtúni
1, 105 Reykjavík.
Frekari uppl. veita Jakob K. Kristjánsson og
Guðni Á. Alfreðsson í síma 688447.
Alifuglabú
Óskum eftir að ráða hjón til starfa við ali-
fuglabú í nágrenni Reykjavíkur.
Þeir sem áhuga hafa sendi uppl. inn á augl-
deild Mbl. merktar: „M — 3142“ fyrir 22.
ágúst.
Akureyri
Ritari — bókari
Við óskum eftir að ráða starfskraft sem fyrst
á skrifstofu okkar á Akureyri. Starfið felst í
aðalatriðum í eftirfarandi:
1. Ritarastörfum þar sem unnið verður í
vaxandi mæli með ritvinnslu á tölvu.
2. Tölvuritun bókhalds og skyldra verkefna.
3. Ýmsum störfum við bókhald og þjónustu
við viðskiptamenn.
Við leitum að aðila með góða framkomu og
samvinnuhæfileika. Góð undirstöðumenntun
á þessu sviði er nauðsynleg og einhver
starfsreynsla æskileg.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 22.
ágúst nk.
EndurskoÓunar- Höfðabakki 9
N.Manscher
mióstöóin hf.
Pósthólf 10094
130 REYKJAVÍK
Járniðnaðarmenn
verksmiðjufólk
óskast í verksmiðju okkar að Flatahrauni,
Hafnarfirði. Upplýsingar gefur verkstjóri á
staðnum, ekki í síma.
HF. OFNASMIÐJAIM
Flatahrauni 2, Hafnarfirði.
Líffræðistofnun Háskóla íslands óskar að
ráða til starfa
rannsóknamann í
líftækni
Við leitum að áhugasömum manni sem getur
unnið sjálfstætt.
Starfið felst einkum í skimprófun á hitakær-
um örverum og ensímmælingum.
Æskileg menntun er B.S. próf í líffræði eða
sambærileg menntun, helst með áherslu á
örveru- eða lífefnafræði.
Umsóknir ásamt uppl. um námsferil og fyrri
störf sendist til Örverufræðistofu Líffræði-
stofnunar Háskólans, Sigtúni 1, 105
Reykjavík.
Frekari uppl. veita Jakob K. Kristjánsson og
Guðni Á. Alfreðsson í síma 688447.
Kranamenn
Byggung í Reykjavík óskar að ráða krana-
menn strax. Góð laun.
Upplýsingar í síma 26103 og 621024.
I" LAUSARSTÖÐURHJÁ
l!rj REYKJAVIKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal-
inna starfa:
Skóladagheimilið Langholt
óskar eftir fóstru í fullt starf nú þegar. Lang-
holt er 22ja barna heimili í góðu húsnæði.
Uppl. gefur forstöðumaður í síma 31105.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð
á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar
fást fyrir mánudaginn 1. september 1986.
Hefur þú áhuga á
tölvum?
Við leitum að ungum, hressum og áhuga-
sömum starfskrafti til afgreiðslustarfa í
verslun okkar að Ármúla 38. Þar seljum við
tölvur, jaðartæki, tengibúnað og rekstrarvör-
ur af ýmsum gerðum, svo þú þarft að vera
tilbúin(n) að læra eitthvað nýtt.
Hafirðu áhuga og nokkra reynslu á tölvusviði
ættirðu að líta inn og ræða málið.
Sölumaður
Óskum eftir sölumanni í bifreiðadeild. Sam-
vinnuskólapróf eða hliðstæð mennun æski-
leg, ásamt hæfileikum i mannlegum
samskiptum.
Allar frekari upplýsingar hjá starfsmanna-
haldi, Ármúla 3, sími 681411.
Samvinnutryggingar g. t.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
Á RMÚLA 3 SIMI681411.
Útflutningstjóri
Fyrirtækið framleiðir og flytur út rafeindavörur.
Starfið felst í markaðssetningu og kynningu
á framleiðslunni, samskiptum við umboðs-
menn erlendis, öflun nýrra markaða og
skipulagi á þátttöku á sýningum erlendis.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu
viðskipta-, verk- eða tæknifræðingar með
reynslu af markaðsmálum og eiginleika til
að takast á við sjálfstæð verkefni. Góð kunn-
átta í ensku og einu Norðurlandamáli skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á
skrifstofunni frá kl. 9-15.
Aíleysmga- og raðningaþ/onusta
Liösauki hf. W
Skólavördustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355
Kjötiðnaðarmenn
Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarmenn eða
menn vana kjötskurði. Einnig starfsfólk til
almennra starfa í kjötiðnaðarstöð.
Nánari upplýsingar hjá verkstjóra í síma
28200.
Kjötiönaðarstöö
S? Sambandsins
KÍRIOUSANDl SÍMl 686366
Skólastjóri tónlist-
arskóla — organisti
Skólastjóra vantar við Tónlistarskóla Ólafs-
víkur sem jafnframt gæti verið organisti við
Olafsvíkurkirkju. Mjög góð laun í boði. Allar
nánari uppl. veitir bæjarstjórinn í Ólafsvík í
síma 93-6153.
Trésmiðir
Viljum ráða trésmiði til starfa á Reykjavíkur-
svæðinu. Upplýsingar í síma 622700.
ístak hf.
Skúlatúni 4.
Viltu vinna á
skóladagheimili?
Starfsmenn óskast á skóladagheimilið Hóla-
kot við Suðurhóla.
Uppl. gefur forstöðumaður í síma 73220.
Vélstjórar!
1. vélstjóra vantar á Sléttanes ÍS 808.
Upplýsingar hjá útgerðarstjóra í síma
94-8200 og yfirvélstjóra í síma 94-8263.
Fáfnirhf.,
Þingeyri.
Verslunarstarf
vantar starfskraft í blóma- og húsgagnaversl-
un. Þarf að geta unnið við gerð blómaskreyt-
inga og við öll almenn afgreiðslustörf.
Búðarkot,
Hringbraut 119,
sími: 22340.