Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 4<- Fleiri kaupa skilvindur og strokka Á MÖRGIJM sveitabæjum er verið að skilja mjólk og strokka smjör úr umfram- mjólk eins og fram hefur komið í blaðinu. Mest er um að fólk dusti rykið af göml- um handsnúnum skilvind- um og noti síðan rafmagnshrærivélarnar til að búa til smjörið, en fólk á einnig kost á að fá keypt nýtískulegri tæki, svo sem rafknúnar skilvindur og strokka. Ágúst Schram, sem er með umboð fyrir frönsk mjólkur- vinnsluáhöld, segist hafa selt talsvert af rafknúnum skilvindum og smjörstrokkum til heimilisnota að undanfömu. Auk þess hefði mikið verið spurst fyrir um þessi áhöld. Skilvindumar kosta 25—35 þúsund krónur og rafknúnu strokkamir um 15 þúsund. Hann hefur einnig á boðstólum handsnúin áhöld og eru þau held- ur ódýrari. Pétur Guðmundsson, sölumað- ur hjá búnaðardeild SÍS, sagði að þar hefðu lengi verið skilvind- ur á boðstólum en lítið selst. Að undanfömu hefði þó verið tals- vert spurt um þær. Skilvindumar kosta tæpar 30 þúsund krónur hjá Sambandinu. Líf í tuskunum á Grófartorgi \ Morgunblaðið/EFI Mikið var um að vera á Grófartorgi á föstudag og notaði orðs fyllstu merkingu er óhætt að segja að líf hafi verið i fólk sér óspart þjónustu verzlana í Grófinni, sem sett höfðu tuskunum. upp sölubása á torginu. Veðurblíðan var einstök og I þess „ .. .varla að ég kæmi miðanum í kassann," Einar Magnússon rakari við starf sitt á Rakarastofunni Dalbraut 1. Getraun Landsbankans: „Mig dreymdi töluna“ - segir Einar Magnússon sem gisk- aði á svo til alveg rétta upphæð hver sambönd í bankanum því svona nærri sanni væri ólíklegt að einhver gæti giskað og þegar ég tók við verðlaunum sögðu þeir líka í bankanum: „Mikið erum við heppnir að það var enginn af starfsfólkinu sem fékk þetta." En það var alls ekkert svoleiðis held- ur dreymdi mig upphæðina nákvæmlega daginn áður en ég fór á sýninguna en rúnnaði hana svo af þegar ég fyllti út seðilinn. Ég ætlaði í raun alls ekkert á sýninguna en fór svo með vina- fólki mínu rétt fyrir lokun síðasta daginn og ákvað að nota draum- töluna í getrauninni. Kassinn var orðinn troðfullur og var varla að ég kæmi mínum miða í hann.“ „JÁ, ÞAÐ er rétt, mig dreymdi töluna,“ sagði Einar Magnús- son rakari, er Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, en honum tókst að giska á rétta upphæð í getraun Landsbank- ans svo aðeins munaði þrjátíu aurum. Forsaga máisins er að á 100 ára afmælissýningu bank- ans var komið fyrir plastsúiu fuliri af smápeningum og var fólki gefinn kostur á að spreyta sig við að finna hver upphæðin var. Einar giskaði á að upp- hæðin væri 22.510 krónur og reyndist rétt svar vera 22.509, 70 krónur. Fékk Einar upp- hæðina í verðlaun. „Fólk hélt ég hlyti að hafa ein- Að sjálfsögðu bundn- ir af sammngum SH segir Jón Páll Halldórsson á ísafirði „SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur gert samning við ákveðinn kaupanda í Banda- ríkjunum um afgreiðslu á ákveðnu magni af þorskflökum í fimmpunda pakkningum á einu ári. Að sjálfsögðu eru Sölumið- stöðin og einstök frystihús hennar bundin af samningnum. Enn sem komið er hefur stjórn SH ekki séð ástæðu til þess að úthluta einstökum frystihúsum ákveðnu framleiðsiumagni og vonandi þarf ekki til slíks að koma. Meðan svo er, þá er frá- leitt að tala um brot einstakra fyrirtækja," sagði Jón Páll Hail- dórsson, framkvæmdastjóri Norðurtanga hf. á ísafirði, í sam- tali við blaðamann Morgunbiaðs- væru aðstæður svo ólíkar hjá ein- stökum frystihúsum, að ekki væri mögulegt að alhæfa um arðsemina af Evrópusölunni. Nefndi Jón mis- munandi aflasamsetningu, orma- tíðni í fískinum og kostnað við snyrtingu, sem væri afar misjafn. Væri t.d. kostnaður við ormatínslu óvenju mikill í tilteknu frystihúsi, þyrfti verðið erlendis að vera mjög hagstætt, til þess að viðkomandi frystihús hagnaðist á vinnslunni. { Morgunblaðinu á föstudag var haft eftir Gísla Konráðssyni, fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, að þar teldu menn sig bundna af samningum Sölumið- stöðvarinnar og áleit Gísli, að sumir frystihúsamenn sýndu skort á þegn- skap með því að brjóta samningana. Jón Páll Halldórsson sagðist alls ekki vilja ræða þessi mál við Gísla á síðum Morgunblaðsins, en hafa yrði í huga gífurlega erfiðleika fisk- vinnslufyrirtækja við að láta enda ná saman. Undanfarin ár hefði þessi atvinnuvegur fyrirvai-alaust orðið að aðlaga sig nýjum og óhemju erfiðum aðstæðum, en skilningur á þörfum hans væri í lágmarki. Við slíkar aðstæður væri óhjákvæmi- legt, að skammtímasjónarmið yrðu þung á metunum, þótt öllum væri ljóst, að Ameríkumarkaðnum væri stefnt í stórhættu. „Sem stendur hefur atvinnuveg- urinn í heild því miður ekki bolmagn til þess að taka fullkomið tillit til langtímasjónarmiða,“ sagði Jón Páll Halldórsson að lokum. ins. Jón bætti því við, að einstökum frystihúsum væri því fijálst að vinna þorsk t.d. á Evrópumarkað, ef þau teldu hann hagkvæmari en Bandaríkjamarkaðinn. Hins vegar Kórverk frum- flutt við hátíðar- guðsþjónustu VIÐ hátíðarmessu í Dómkirkjunni klukkan 14 í dag prédikar biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirs- son. Dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari ásamt dómprófasti, séra Ól- afi Skúlasyni, vígslubiskupi. Prestar borgarinnar koma í skrúð- göngu til kirkju úr Aiþingishúsinu. Við guðsþjónustuna verður frum- flutt kórverk eftir dómorganist- ann, Martein H. Friðriksson, við sálminn númer 8 S sálmabókinni „Tunga mín vertu treg ei á“. Dóm- kórinn flytur verkið, einsöngvari Svala Nielsen. Við messur í kirkjum borgarinnar klukkan 11 koma borgarfulltrúar fram sem prédikarar eða lesarar. Ný ljóðabók „Borg- arljóð“ komin út ÚT ER' komin ný yóðabók, „Borg- arljóð“, eftir Gunnar Dal og er það Víkurútgáfan sem gefur bók- ina út. Bókin er 55 blaðsíður með tuttugu ljóðum, sem öll eru tengd Reykjavík. Aður hafa komið út 37 bækur eftir Gunnar Dal, frumsamdar skáldsög- ur, heimspekirit og ljóð. Siguijón Jóhannsson leikmyndateiknari hann- aði útlit bókarinnar og kápumynd. Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf. sá um setningu og offsetprentun og Bókbandsstofan Örkin hf. um bókband. Gunnar Dal Færir eða bærir Það er með ólíkindum, hvemig telja sig bæra um að ráðska með blaðið mitt misstfgur sig, þegar þjóðarauðinn. Ef þeir væru ekki ég kem þar við sögu. Þannig læt- meðal færustu manna landsins ur það mig segja í gær, að of- væru þeir gjörsamlega skaðlausir stjómarmenn Islands séu ekki í Kerfinu og ekki umtalsverðir. færir menn, þegar ég sagði þá Eyjólfur Konráð Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.