Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 hefur að vísu ekki verið plantað neinum tijáplöntum í vor, það var gert í fyrra og vorið þar á undan, en hins vegar var torgið hellulagt núna í sumar. Við keyrum áfram Holtaveginn, fram hjá Sunnutorgi, í áttina að sjónum. Beygt er til hægri upp Elliðavoginn. Jóhann vekur athygli mína á tijáhríslum sem plantað hefur verið upp með Elliðavognum, okkur á hægri hönd. „Ætlunin er að skerma byggðina af með tijábeðum," segir Jóhann, við höfum gróðursett hér birki og hraðvaxn- ar víðitegundir, svo sem alaskavíði og viðju." Við erum skyndilega komnir í nágrenni nýju kirkjunn- ar í Árbæjarhverfi en hún stendur rétt sunnan félagsmið- stöðvarinnar Ársels við Rofabæ. Við horfum út yfir Elliðaárnar og dalinn. í vor var sáð í nokkur svæði við kirkjuna en villti gróðurinn, sem fyrir er á þessum slóð- um, verður látinn ósnertur. Jóhann segist binda við það miklar vonir að Elliðaárdalurinn verði í framtíðinni útivist- arparadís Reykjavíkurbúa. Breiðholtið Jóhann segir að gerð leikvalla, sparkvalla og göngu- stíga hafi setið í fyrirrúmi í nýju hverfunum og raun- veruleg garðagerð því orðið svolítið útundan þar. Í vor var engu að síður plantað þó nokkuð mörgum tijáplöntum við Suðurhóla í Breiðholti. Seljan er þar áberandi, en hún vex tiltölulega hratt, er harðger, veitir gott skjól og síðast en ekki síst, setur fljótt mikinn svip á umhverfíð. Mér þótti nýgræðingurinn nokkuð stórvaxin og hugs- aði með mér að það væri líklega engu logið um vaxtar- hraða seljunnai-. „Þetta er nú ekki alveg eins og þér virðist í fljótu bragði með seljuna," segir Jóhann, „við tókum nefnilega þá ákvörðun að gróðursetja stærri plönt- ur hér en vanalega er gert. Bæði verður umgengnin betri um svæðið og það sem er kannski öllu meira um vert, íbúamir þurfa þá ekki að bíða jafnlengi eftir fallegum tijágróðri og annars hefði orðið.“ Að lokum litum við á snyrtilegt svæði við Leirubakk- ann en þar var alit í niðurníðslu í vor. Því var gripið til þess ráðs að planta í svæðið á nýjan leik og er greinilegt á öllu að þar geta Breiðholtsbúar eignast hinn fallegasta skrúðgarð. J.H. Einarsgarður. Aspimarúr garði Bjarna Guðnasonar próf essors virðast ætla að daf na vel í garðinum. Baka til sést hús- ið sem eitt sinn var gróðrarstöð Einars heitins Helgasonar en næst þvi stendur einn fallegasti álmur borgarinnar. Ljósmyndir: Einar Falur 1 góðu skjóli Verkamannabústaðanna við Hringbraut leynist snotur skrúð- garður. Yf ir daginn stendur hann öllum opinn en íbúarnir í kring haf a leyf i til að loka honum á kvöldin. Fjærst á myndinni stendur kvenkyns selja en að haki hennar tvö reynitré. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri Reykjavikur virðir fyrir sér gróðurfar upp af Elliðaárdalnum. Þegar hann kom til landsins árið 1883 hóf hann fljótlega að rækta margvísleg blóm, matjurtir og tré í stómm garði við hús sitt. Hann byggði háan skíðgarð umhverfís garðinn og segist Jóhann muna eftir þessum garði, enda vakti hann óseðjandi forvitni í hugum ungra pilta og annarra sem ekki gátu með góðu móti séð yfir hann. Þessi stóri garður fullnægði þó ekki hinni miklu athafna- þrá Schierbecks og keypti hann þá Rauðará, en hún var þá rétt austan við bæinn. Hóf hann garðyrkjutilraunir að Rauðará og stefndi að því að koma þar á fót garð- yrkjuskóla. Árið 1885 stofnaði Schierbeck, í félagi við Áma Thor- steinsson landfógeta, Hið íslenska garðyrkjufélag. Má ugglaust kalla Schierbeck föður garðyrkju í Reykjavík. Ekki ýkja langt frá Víkurgarðinum er verið að um- bylta Hallargarðinum en hann var orðinn algjörlega ónýtur að sögn Jóhanns. „Þetta er líklega stærsta verk- efnið okkar í miðbænum í sumar en annað stórt verkefni bíður okkar hér handan götunnar í Hljómskálagarðinum. Við emm raunar lítillega byijaðir þar því búið er að gróð- ursetja nýjar plöntur við Jónas gamla Hallgrímsson." Haldið austur í bæ Það hefur víst ekki farið framhjá nokkrum Reykvík- ingi að gatnaframkvæmdir hafa verið með allra mesta móti í borginni þetta sumarið, miklum umferðaræðum hefur verið umbylt og þær tekið á sig algjörlega nýja mynd. Miklabrautin hefur ekki farið varhluta af þessari framkvæmdagleði, verið er að leggja undir hana undir- göng á móts við nýja miðbæinn. Þessum framkvæmdum við Miklubrautina hefur fylgt mikið rask, meðal annars hafa nokkur hundruð plöntur, mest sitkagreni, birki og viðja, sem lengi hafa staðið rótfastar norðan götunnar, verið fluttar suður yfír hana. Þar hefur þeim verið dreift á stórt svæði, allt frá gatna- mótum Stakkahlíðar og Miklubrautar austur að mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Þegar ég spyr Jóhann að því hvort þetta hafi ekki verið erfítt, svarar hann að valið hefði staðið á milli þess að henda öllum tijánum eða reyna gróðursetningu, „og sem betur fer virðist þessi tilraun ætla að lánast framar björtustu vonum“. Við tökum nú stefnuna á Suðurlandsbrautina en norð- an hennar, á löngum kafla frá Alfheimum og austur með allri Suðurlandsbrautinni, eru fjölmargar tijáplöntur, af- mælisgjöf þjóðarinnar til Reykvíkinga. Við skulum vona að þar sannist hið fornkveðna að mjór er mikils vísir. Næsti áfangastaður er Sunnutorg við Sunnuveg. Þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.