Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. AGUST 1986
49
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Frá Holtaskóla
Keflavík
Við Holtaskóla í Keflavík er laus ein kennara-
staða í lífræði og eðlisfræði. Skólinn er
einsetinn og öll vinnuaðstaða fyrir kennara
og nemendur er mjög góð.
Upplýsingar gefur Sigurður E. Þorkelsson
skólastjóri í síma 92-2597 og Ingvar Guð-
mundsson yfirkennari í síma 92-1602.
Skóiastjóri.
Barnagæsla og/eða
heimilisaðstoð
1. Garðabær.
Starfsmaður óskast til aðstoðar á heimili hjá
fimm manna fjölskyldu er býr í Garðabæ.
Starfið felst í umönnun tveggja barna, 6 og
8 ára, taka á móti þeim er þau koma heim
úr skóla, gefa þeim hádegismat og annast
létt heimilisstörf. Leitað er að traustum og
barngóðum starfsmanni og æskilegt er að
umsækjendur séu eldri en 40 ára. Vinnutími
er frá kl. 12-17 eða 18. Aðstaða er mjög
góð, bæði úti og inni. Laun eru samkomu-
lag. Ráðning er frá 1. september nk.
2. Reykjavík
Starfsmaður óskast til að gæta barna hjá
fjögurra manna fjölskyldu sem býr í góðu
hverfi nálægt miðborg Reykjavíkur. Um er
að ræða viðveru vegna tveggja drengja, 3
og 6 ára. Ræstingar eru undanskildar.
Áhersla er lögð á að viðkomandi hafi bílpróf
og ánægju af að umgangast börn. Vinnutími
er frá kl. 13-17. Öll aðstaða er mjög góð og
laun eru samkomulag. Þyrfti að geta hafið
störf um miðjan september.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á
skrifstofunni frá kl 9-15.
Alleysinga- og ráðnmgaþjónusta
Lidsauki hti
Skóldvórdustig' la — W1 Reyk/avik — Simi 621355
Starfskraftur
óskast
Viljum ráða bifvélavirkja, vanan viðgerðum á
vinnuvélum og stærri ökutækjum.
Upplýsingar gefur Jens í símum 94-3266 og
94-3070.
Steiniðjan hf.,
ísafirði.
Garðabær
Fóstra
óskast á Leikskólann Bæjarból í 50% starf.
Upplýsingar hjá forstöðukonu í síma 656470
eftir hádegi.
Félagsmálaráð.
Vantar stúlkur
Óskum eftir að ráða stúlkur í hálft starf.
Upplýsingar á staðnum.
Kjörval,
Mosfellssveit.
Framtíðarstarf
Við leitum að góðum manni til starfa á
pappírslager okkar. Mikil vinna og kaupið
gott fyrir réttan mann. Umsækjendur hafi
samband við okkur kl. 16.00-18.00 næstu
daga.
Prentrmidjan ODDI hf
Höfðabakka 7 • Reykjavík
Yfirmaður
myndbandadeildar
Háskólabíó óskar eftir að ráða starfsmann í
myndbandadeild Háskólabíós.
Um er að ræða lifandi og sjálfstætt starf,
þar sem starfið er m.a. fólgið í eftirfarandi:
- Umsjón með útgáfu myndbanda á vegum
Háskólabíós
- Skipulagningu útgáfu og sölu
- Að vera tengiliður Háskólabíós við mynd-
bandaleigur
- Sölu á myndböndum í samvinnu við annan
starfsmann
- Umsjón og eftirliti með innheimtu.
Starfið krefst þess að viðkomandi starfsmað-
ur geti starfað sjálfstætt, hafi góða fram-
komu og reynslu í sölustörfum.
Þeir sem áhuga kunna að hafa á þessu eru
beðnir að senda inn umsóknir með upplýs-
ingum um aldur, menntun, fyrri störf og
annað sem máli skiptir fyrir 22. ágúst nk. til
skrifstofu Háskólabíós.
Háskólabíó,
Hagatorg,
107 Reykjavík.
Banki
Verzlunarbankinn óskar eftir að ráða starfs-
fólk sem fyrst bæði í aðalbanka og útibú.
Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna
bankanna.
Umsóknarfrestur er til 29. ágúst nk. og skal
umsóknum skilað til starfsmannastjóra sem
gefur allar nánari upplýsingar.
UŒZLUNflRBflNKI ÍSIANDS Hf
REYKJALUNDUR
Hjúkrunarfræðingar
óskast
Viljum ráða hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og
aðstoðarfólk til starfa sem fyrst. Um er að
ræða heilsdagsstörf og hlutastörf.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
666200.
Reykjalundur,
endurhæfingarmiðstöð.
Góð laun
Fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi, svo sem
útgáfu, innflutning, verslun og fleira bráð-
vantar harðduglegan starfsmann til að sinna
ýmsum verkefnum. Greiðum hæfum starfs-
manni góð laun.
Umsóknum með nauðsynlegum upplýsingum
sé skilað til augldeildar Mbl. merktum:
„Góð laun — 512“ fyrir kl. 18.00 þriðjudaginn
19. ágúst 1986.
Sjúkraþjálfarar
Endurhæfingarstöð N.L.F.Í, Hveragerði
óskar að ráða sjúkraþjálfara sem fyrst.
Stór æfingasalur með nýjustu Masolett-
æfingatækjum.
Góð laun. Húsnæði og fæði á staðnum.
Upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 99-4201.
Framkvæmdastjóri
Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Vestfjörð-
um óska að ráða framkvæmdastjóra.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrit-
uðum fyrir 25. þ.m.
EndurskoÓunar-
mióstöóin hf.
N.Manscher
Höföabakki 9
Pósthólf 10094
130 REYKJAVÍK
Sölumaður
Óskum eftir að ráða sölumann til starfa við
sölu á notuðum bílum í bílasölu okkar. —
P.S. bílasölunni að Skeifunni 15. Starfið felst
aðallega í:
1. Uppl. um notaða bíla í gegn um síma.
2. Móttöku viðskiptavina og sölu í sýningar-
sal.
3. Frágangi pappíra vegna seldra bíla.
4. Að veita uppl. um nýja bíla.
Vinnutími er frá kl. 9.00-19.00 mánudaga til
föstudaga og að hluta til á laugardögum frá
kl. 13.00-18.00.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu sem sölu-
maður, hafa kurteisa, trausta og aðlaðandi
framkomu. Viðkomandi þarf einnig að vera
reglusamur, stundvís og áreiðanlegur.
í boði eru góð laun fyrir hæfan starfsmann.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendi inn
umsóknir á skrifstofu okkar fyrir föstudaginn
22. ágúst merktar: „Sölumaður (notaðir
bílar)". Uppl. verða ekki gefnar í síma.
TOYOTA
.9* jjg. s/
Nýbýlavegi 8,
200 Kópavogi.
TOYOTA
Nýbýlavegi 8,
200 Kópavogi.
Aðstoðarmaður
Óskum eftir að ráða aðstoðarmann til starfa
í söludeild notaðra bíla.
Starfið felst aðallega í:
1. Umskráningum á bílum.
2. Þrifum á bílum.
Vinnutími er mánudaga til föstudaga frá kl.
9.00-19.00 og að hluta til á laugardögum.
Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og
hafa kurteisa og þægilega framkomu. Við-
komandi þarf einnig að vera reglusamur,
stundvís og áreiðanlegur.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendi inn
umsóknir á skrifstofu okkar fyrir föstudaginn
22. ágúst merktar: „Aðstoðarmaður". Uppl.
verða ekki gefnar í síma.