Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 57 Unnið að varanlegri gatnagerð á Hverf isgötu um 1923. Ljósm. Karl Nilscn/Kópia Ljósmyndasafnið. mynd fylgi. Eins og oft vill verða með menn sem standa samtíð sinni framar, þá var Frímanni hér fálega tekið, og sigldi hann því utan árið 1895, vonsvikinn maður. En einu hafði hann þó áorkað, og það var að koma umræð- ur um rafmagnsmál hér á stað, svo um munaði. Næsta áratug og ríflega það var mikið deilt um hver væri heppilegasta leiðin sem við Reykvíkingar gætum farið í okkar raforkumálum. Fyrsta skrefíð í átt til raf- væðingar tóku Reykvíkingar með byggingu gasstöðvar 1909—1910. Frá gasstöðinni á þriðja hundrað ljósum, og segir sagan að sumum hafi þá fundist bjart sem á degi. En þótt gasið mæitist vel fyrir þá vissu menn að hér var aðeins um áfangasigur að ræða, og framtíðin bæri í skauti sér rafvæðingu bæj- arins. Og ekki leið á löngu þar til uppi voru háværar raddir um virkjun inn við Elliðaár. Hófst nú sjö ára málþóf sem endaði með því að bæjarstjóm samþykkti byggingu Elliðaárvirkjunar, í árslok 1919. Allt að 100 manns unnu við virkjunarframkvæmdir inn við Eiliðaár 1920, og Gullborinn í Vatns- mýrinni. Bor þessi var upphaf lega not- aður til að leita að vatni og er menn þóttust við það verða varir við gull, greip um sig mikið æði í Reykiavík, og ríkti hér sannköll- uð Klondike- stemmning um tíma. Ljósm. Magnús Ólafsson/Kópia Ljósmyndasafniö. Haf nargerðin haf- in. Járnbrautin á Grandagarði 1913. Ljósm. Magnús Ólafsson/Kópía Ljósmyndasafnið. Reykjavíkurhöfn hefur æ síðan verið lífæð höfuðstað- arins og miðstöð stórs kaupskipaflota, og tæplega verður lengur um það deilt að höfnin á stærstan þátt í örum og glæsilegum upp- gangi Reykjavíkurborgar á þessari öld. Gasstöðin og- Elliðaárvirkjun Hugmyndin um virkjun Þeir sem unnu að gr jótnámi til haf n- argerðarinnar úr Öskjuhlíð. Myndin er tekin í Ösk juhlíð um 1915. Ljósm. Magnús Ólafsson/Kópia Ljósmyndasafniö. Elliðaáa er oft rakin til Frímanns Amgrímssonar, Vestur-íslendings sem ytra hafði starfað hjá General Electric Co., en hann kom til Reykjavíkur í tvígang til að vinna þessari merku hug- við Hlemm var gasið leitt til bæjarbúa í pípum, en ekki leið á löngu þar til flest heim- ili í bænum höfðu tekið gasið í sína þjónustu. Þann 1. sept- ember 1910 var svo bærinn lýstur upp í fyrsta sinn með Dieselvaltari við gatnagerðí Reykjavík upp úr 1920. Ljósm. Karl Nilscn/Kópia Ljósmyndasafnið. náðist þá að ljúka við virkj- unina að mestu leyti, og þann 27. júní 1921 opnaði Kristján X. virkjunina formlega. EU- iðaárstöðin var síðan eina raforkustöð Reykvíkinga þar til Ljósafossstöðin í Soginu tóktilstarfa 1937. Að lokum ber og að geta þess að auk fyrrgreindra stórframkvæmda þá blómstraði gatnagerð á þess- um árum hér í bænum. Með útfærslu byggðar litu nú nýjar götu dagsins ljós eins og Bárugata, Ránargata, Öldugata auk Ægisgötu, og aðrar tóku að byggjast fyrir alvöru svo sem Lindargata, Njálsgata, Klapparstígur og Grettisgata. Húsum fór fjölgandi við Tjarnargötu, og þá var bætt við ýmsar eldri götur svo sem Hverfísgötu (neðst) og Ingólfsstræti. Þá voru gerðar gagngerar end- urbætur á flestum götum gamla miðbæjarins og nutu menn þar gufuvaltarans Bríetar í ríkum mæli. Viðtal: ívar Gissurarson Heimildaskrá: Lúðvík Kristjánsson: Úr bæ í borg — Endurminningar Knud Zimsen, Rvík 1952. Vilhjálm- ur Þ. Gíslason: Reykjavtk fyrr og nú, Rvík 1948. Ágúst Jósefsson: Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, Rvík 1959.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.