Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 61
MOEGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. AGUST 1986 61 Morgunblaöið/Einar Falur • Þorbjöm Atli og Elmar Sæmundsson í Víkingsgöllunum sínum. ' Vorum kannski dálítið líklegir - sögðu Víkingarnir Þorbjörn Atli og Elmar Sæmundsson eftir að hafa verið útnefndir bestu varnar- og sóknarmenn UPPSKERA Víkings á Hi-C- mótinu var mjög góð auk þess aö vinna keppni A-liða, lenda i 3. sætið í keppni B-liða voru tveir Víkingar valdir besti sókn- armaður A-liða og besti varnar- maður B-liða. Þetta voru þeir Þorbjörn Atli Sveinsson sóknar- maður og Elmar Sæmundsson varnarmaður. „Okkur er búið að ganga vel í sumar við unnum líka A-liðs keppni Pollamótsins þannig að kanski erum við með besta liðið á landinu," sögðu félagarnir. „Þetta er búið að vera gott mót en það var ekki raðað nógu vel í riðla margir leikirnir urðu alltof ójafnir. Það er líka alltaf skemmti- legra að taka þátt í mótum úti á landi en í bænurn," bættu þeir við. Þorbjörn og Elmar sögðu að þeir hefðu stefnt að góðum árangri á mótinu og fyrir það hefði veriö æft daglega, „en við bjuggumst nú ekki við að verða valdir bestu menn, höfðum kannski dálitlar líkur en vorum ekki 100% vissir," sögðu þeir dálítið feimnir. Glæsimörk Freys gerðu útslagið í úrsiitaleik B-liða á Hi-C- mótinu á Akranesi mættu heimamenn Breiðabliki. All- margir áhorfendur voru mættir til að horfa á þennan leik, flest- ir á bandi heimamanna, og urðu þeir vitni að spennandi viður- eign. Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik og var mikil barátta um að ná tökum á miðjunni. Skagamenn náðu for- ystunni um miðbik fyrri hálfleiks með marki Arnþórs Ásgeirsson- ar, sending barst fyrir markið þar sem Arnþór var fyrir og átti ekki í vandræðum með að renna bolt- anum í netið. Eftir markið sóttu Skagastrákarnir mikið án þess þó að bæta við marki fyrir leikhlé. Blikarnir komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og ætluðu greini- lega ekki að láta heimamennina vaða yfir sig. Þeir sóttu mjög fyrstu mínútur hálfleiksins og á 5. mínútu hans jafnaði Hreiðar Þ. Jónsson ieikinn þegar hann þrumaði knettinum uppí þaknet Skagamarksins. Um 5 mínútum fyrir leikslok var dæmd aukaspyrna á varnar- mann UBK rétt fyrir utan vítateig Blikanna. Freyr Bjarnason fram- kvæmdi spyrnuna og sendi knöttinn rakleitt í skeytin. Glæsi- legt mark hjá Frey. Skömmu seinna gerði Freyr síðan endan- lega út um leikinn þegar hann skoraöi 3 mark ÍA með skoti langt utan af velli sem sveif yfir mark- vörð UBK og í netið. Lokatölur þessa leiks urðu því 3:1 ÍA í vil og fögnuðu heimamenn mjög í leikslok. Hi-C-Skagamótið: Vel heppnað - fyrir strákana sem léku fótbolta frá morgni til kvölds Foreldrafélag 6. flokks íþróttabandalags Akraness gekkst fyrir knattspyrnumóti fyrir þann aldursflokk dag- anna 8.—10. ágúst síðastlið- inn. Pollarnir úr félögunum 7 sem sendu lið til mótsins létu ekki rok og rigningu á sig fá og spiluðu fótbolta alla dag- ana þrjá frá morgni til kvölds. Þegar ekki var verið að spila fótbolta var annaðhvort farið á bíósýningu, kvöldvöku, skoð- unarferð eða bara verið uppí skóla þar sem aðkomuliðin gistu og spilað við hina strák- ana í liðinu. Svo er nú líka alltaf gaman að reyna aðeins á kraftana í léttum áflogum. Fasteigna- og skipasala Vesturlands gaf glæsilega bik- ara til mótsins auk þess sem liðsmenn þriggja efstu liða í keppni A- og B-liða fengu verð- launapeninga. Allir þátttak- endur á mótinu fengu viðurkenningaskjöl til minja um þátttökuna. Það voru því ánægðir guttar sem kvöddu Akranes sunnudaginn 10. ágúst eftir að hafa verið í fót- boltaveislu í 3 sólarhringa. Helgarmót vantar fyrir 5. flokk í SUMAR hefur umsjónarmaður ungtingasíðu veitt því athygli hve mörg og skemmtileg mót eru haldin fyrir 6. flokk pilta i knattspyrnu. Knattspyrnufélög á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni hafa skipulagt glæsileg mót þar sem ekki er einunggis spilaður fótbolti held- ur er gífurleg dagskrá önnur í tenglsum við þessi mót. Þessu ber að fagna. Hinu er ekki að leyna að mér finnst nóg komið og nú ætti ekki að setja fleiri mót á fyrir þennan aldur en þegar eru komin heldur er tilvalið og nauðsynlegt að ein- hver félög og þá helst á lands- byggðinni skipuleggi mót sem þessi fyrir 5. flokk. I þeim flokki eru líka ungir knattspyrnumenn sem myndu geisla af ánægju við þátttöku í móti sem þessu. Morgunblaðiö/ViP Heimamennirnir Hallur Þór og Helgi Dan. „Bókaðir íþetta“ Skagamennirnir Heigi Dan Steinsson og Hallur Þór Sig- urðsson höfðu rika ástæðu til að vera ánægðir með uppskeru Hi-C-mótsins því Helgi var val- inn besti markvörður B-liða og Hallur besti varnarmaður A- liða. Blaðamaður truflaði þá þegar þeir voru að hreinsa íþrótta- svæðið eftir mótið ásamt félög- um sínum og spurði þá hvort þessi verðlaun hefðu komið þeim á óvart. „Já, við bjuggumst alls ekki við þessu. Strákarnir í liðinu voru búnir að segja að við værum bókaðir í þetta en við trúðum því nú ekki.“ Helgi á ekki langt að sækja markmannshæfileika því afi hans, Helgi B. Daníelsson, var landsliðsmarkmaður hér á árum áður og spurði ég Helga hvort afi hans hefði sagt honum eitt- hvað til. „Já, afi segir mér stundum til í markinu en þó meira í golfi sem við spilum oft saman," upplýsti hann. Það er ekki ónýtt að eiga svona afa. Morgunblaöiö/VIP • „Taka þetta svo strákar". Helgi Dan markvörður B-liðs Skag- ans hvetur samspilara sína. Hann er greinilega ákveðinn í að standa sig og hefur allan nauðsynlegan markmannsútbúnað. Reynsluleysið háði okkur í fyrstu leikjunum - sagði Halldór S. Sigurðsson Skallagrími „ÞETTA er fyrsta mótið sem við tökum þátt í í sumar og þetta er búið að vera æðislega skemmtilegt," sagði Halidór Steinar Sigurðsson, Skallagrími, þegar hann var tek- inn tali á Hi-C mótinu. Halldór sagði að vegna lítillar keppnisreynslu hefði þeim ekki gengið nógu vel í fyrri hluta móts- ins en það hefði lagast þegar líða tók á mótið. „Við erum eina liðið í Borgarfirði og getum því ekki keppt mjög mikið en kannski gætum við keppt oftar við Skag- ann, það er ekkert langt hingað," sagði Halldór um möguleika þess að fá fleiri leiki. Fyrir utan fótbolta fóru strák- arnir í skoðunarferðir, haldnar voru kvöldvökur þar sem farið var í allskonar leiki, skemmtiatriði sýnd o.fl. og þótti Halldóri greini- lega mikið til koma. • Halldór S. Sigurðsson Hef æft vel - sagði Grétar Már Sigurðsson besti sóknarmaður B-liða Grétar Már Sigurðsson UBK var valinn besti sóknarmaður B-iiða á Hi-C mótinu og var hann vel að þeirri útnefningu kominn því hann er geysilega skemmtiíegur keppnismaður. „Ég hef æft vel í sumar og líka verið í knattspyrnuskóla," sagði Grétar um undirbúning sinn fyrir mótið. Grétar var ánægður með 2. sætið í mótinu en gat þó ekki neitað því að það hefði nú ekki verið verra að lenda í því fyrsta. Eins og aðra unga knattspyrnumenn dreymir Grét- ar um að feta í fótspor Ásgeirs Sigurvinssonar og gerast at- vinnumaður og ekki væri nú verra ef hann fengi að keppa meö Liv- erpool. • Grétar Már Sigurðsson V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.