Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 + ÍÞRÓTTIR UNGLINGA ’*:***?%$'' ■ ■+' ‘‘ ■. + á4- +:*ií'■ ■ ■ +1+ f.:£■ K:,'. V*t u «-í4' >"■<$"■ Morgunblaöið/Einar Falur • Sigurdur Elvar sést hér bruna upp hægri kantinn en það gerði hann ósjaldan í úrslitaleiknum sem og öðrum leikjum mótsins. „Þetta er Víkingur“ - hrópaði ánægður Víkingsaðdáandi á úrslitaleik Víkings og ÍR á Hi-C-Skagamótinu EKKERT lið kom meira á óvart á Hi-C mótinu á Akanesi en lið ÍR. Það keppti um 3-4 sæti B- liða og til úrslita í keppni A-liða. í keppni A-liða mættu þeir Vikingi í úrslitum. Fljótlega varð Ijóst í úrslitaleik A-liða að Víkingarnir voru mun sterkari en ÍR-ingarnir. ífyrri hálf- leik fór Víkingurinn, Þorbjörn Atli, á kostum, hann skoraði fyrsta mark leiksins með laglegu og föstu skoti af stuttu færi efst í markhornið fjær. Skömmu seinna braust hann upp kantinn, lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og renndi síðan boltanum út á Þröst Helgason sem átti ekki í vandræðum með að skora. Þorbjörn skoraði síðan 3 mark Víkinga og var nú útlitið oröið dökkt hjá ÍR. • Kristján Jónsson Breiðholtsstrákarnir voru þó ekki alveg á því að gefast upp og Ólafur Sigurjónsson náði að skora þeirra fyrsta mark af harð- fylgi og laga stöðuna í 3:1. Þröstur Helgason sá síðan til þess að Víkingar héldu þriggja stiga forskoti þegar hann fékk boltann frír fyrir framan ÍR- markið og skoraði af öryggi. Ólaf- ur ÍR-ingur svaraði strax fyrir lið sitt, hann lék laglega á markvörð Víkings, renndi boltanum í netið og hleypti þar með aftur spennu í leikinn. Rétt fyrir leikhlé kom síðan 5. Víkingsmarkið, boltinn gekk hratt milli manna alveg inn í markeig ÍR og það var Sigurður Elvar Sigurðsson sem rak enda- hnútinn á þessa fallegu sókn með marki. „Þetta er Víkingur," hrópaði ánægður Víkingsáhang- andi þegar þetta mark leit dagsins Ijós til að tryggja að það færi ekki framhjá neinum hvaða lið væri með þessa knattspyrnu- sýningu. Síðari hálfleikur var síðan al- gjörlega eign Víkinga. Þeir bættu við 4 mörkum án þess að ÍR tækist að svara. Þar voru að verki framlínumennirnir snjöllu hjá Víking, Sigurður Elvar og Þorbjörn Atli, sem gerðu sitthvor tvö mörkin. Leiknum lauk því með stórsigri Víkings 9:2. Þrátt fyrir að ÍR tapaði þessum úrslitaleik með miklum mun var frammistaða þeirra á mótinu mjög góð og kom skemmtilega á óvart. Margir ÍR-inganna verða áfram í 6. flokk á næsta ári og eru þeir til alls líklegir næsta sumar. Bestir þeirra í þessum leik voru markvörðurinn, Ólafur Þ. Gunnarsson, sem varði oft á tíðum stórglæsilega og bjargaði liði sínu frá stærra tapi, og Ölaf- ur Sigurjónsson, sem er harð- fylginn og duglegur framherji. Víkingarnir hafa sýnt það í sumar að þeir eru í allra fremstu röð 6. flokks-liða og spilar lið þeirra mjög skemmtilega knatt- spyrnu. í úrslitaleiknum áttu allir Víkingarnir góðan leik og var hvergi veikan hlekk að finna, en Þorbjörn Atli átti stjörnuleik. Úrslit á Hi-C- Skagamóti ÚRSLIT á Hi-C-móti. A-riöill: ÍBKa-UKBa 1-10 ÍBKa —Vikingura 0-5 (BKa-ÍAb 3-2 ÍBK a — Bolungarvík b 12-0 ÍBKa-ÍRb 6-1 ÍBK a — Vikingur c 8-1 ÍBKa-ÍRc 4-1 UBKa —Víkingura 3-6 UBKa-ÍAb 5-0 UBK a — Bolungarvik b 14-0 UBKa-ÍRb 9-2 UBK a — Víkingur c 3-0 UBKa-ÍRc 11-0 Víkingur a — ÍA b 3-1 Víkingur a — Bolungarvík b 11-0 Víkingura — ÍR b 7—1 Víkingur a — Víkingur c 14-1 Víkingura — ÍRc 10-2 ÍA b — Bolungarvík b 9—0 (Ab-ÍRb 5-0 ÍAb —Vikingurc 1 (Ab-ÍRc 6-0 Bolungarvík b — ÍR b 0-4 Bolungarvík b — Víkingur c 2-2 Bolungarvík b — ÍR c 1—1 ÍR b — ÍR c 1—1 Víkingur c — ÍR c 1-3 B-riðill: ÍBKb-UBKb 0-8 ÍBK b —Víkingurb 0-2 ÍBKb-lAa 0-4 ÍBK b — Bolungarvik a 3-3 ÍBKb-ÍRa 0-5 ÍBK b — Skallagrimur 3-3 ÍBKb-lAc 4-0 UBK b —Víkingur b 6-0 UBK b — ÍA a 2—1 UBK b — Bolungarvík a 5-1 UBKb-ÍRa 2-3 UBK b — Skallagrímur 10-0 UK b — ÍA c 8-0 Víkingur b — ÍA a 1—7 Vikingur b — Bolungarvik 2-2 Vikingur b — ÍR a 1-4 Víkingur b — Skallagrimur 7-1 Víkingur b — ÍA c 1-0 ÍA a — Bolungarvík a 6-1 ÍAa — ÍR a 1-0 ÍAa — Skallagrimur 11-2 ÍA a — í A c 5-0 Boluhgarvík — ÍR a 0-6 Bolungarvík — Skallagrímur 1-0 Bolungarvík — ÍA c 5-2 ÍA a — Skallagrimur 4-0 ÍRa-ÍAc 12-0 Skallagrímur — ÍA c 1-3 Úrslitaleikir Hí-C Skagamót A-lið: 3.-4. sæti ÍAa-UBKa 1-4 1.—2. sæti VÍKa-ÍRa 9-2 B-lið: 3.-4. sæti VÍKb-ÍRb 1-0 1.—2. sæti UBK b — ÍA b 1-3 C-lið: ÍA c — Vík c 3-0 ÍRc-ÍAd 1-2 Til úrslita léku ÍA c og ÍA d og fóru leikar þannig að IA c sigraöi IA d með 4 mörkum gegn 1. rður A-liða: W Atti ekki von á því að leika í marki ' iC U „Ég varð roslega hissa þegar hann sagði nafnið mitt,“ sagði Kristján Jónsson, Bolungarvík, aðspurður um hvernig honum varð við þegar hann heyrði til- kynnt að hann hefði verið valinn besti markvörður A-liða á Hi-C mótinu. Útnefningin hefur e.t.v ekki komið Kristjáni hvað minnst á óvart vegna þess að upphaflega átti hann alls ekki að spila stöðu markvarðar á þessu móti. „Markmaðurinn okkar meiddist og ég var látinn í markið af þvi að ég æfði mark í fyrra. Kannski fer ég bara að æfa mark aftur það eru allavega allir að segja mér það,“ sagði Kristján um til- drög þess að hann tók stöðu markvarðar á mótinu. Að sögn Kristjáns eru flestir strákar á hans reki á Bolung- arvík í fótbolta en einnig er mikill skiðaáhugi þar. Ekki gat Kristján neitað því að hann væri spenntur að koma herm með markmannsviðurkenning- una „Pabbi og mamma verða örugglega hissa og fegin,“ sagði hann og vippaði sér uppí rútuna sem flutti hann heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.