Morgunblaðið - 23.08.1986, Síða 1
STOFNAÐ 1913
187. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Svifið í loftbelg
LOFTBELGUR sveif yfir Reykjavík í gærmorgun og var útvarp- 1 lenti drekanum heilu og höldnu á Ánnannsvellinuin við Sigtún.
að beint úr honum á rás 2. Ferðin fékk nokkuð óvæntan endi, I Á bls. 2 er sagt frá loftbelgsferðinni en á bls. 4 er sagt frá
því belgurinn lenti á þaki stórhýsis O. Johnson og Kaaber við I dagskrá flugdagsins, sem er í dag, og Lesbókin I dag er að mestu
Sætún. Þessi mynd var tekin af belgnum úr vélknúnum svifdreka I helguð 50 ára afmæli Flugmálafélagsins, sem haldið er hátíðlegt
en skömmu síðar bilaði vél drekans en Kári Guðbjörnsson flugmaður I um þessar mundir.
Norska utanríkismálastofnunin:
Kína — Sovét:
Átöká
landa-
mærum
Moskvu, Tókýó, AP.
TALSMAÐUR sovéska utanríkis-
ráðuneytisins staðfesti í gær á
óbeinan hátt þá frétt í japönsku
dagblaði að í fyrra mánuði hefðu
sovéskir hermenn skotið til bana
kinverskan landamæravörð.
Sagði hann að „nú væri allt með
kyrrum kjöruni" á landamærun-
um.
Japanska blaðið Yomiuri Shimb-
un skýrði frá því f fyrradag og bar
fyrir sig kínverska heimildarmenn,
að 12. júlí sl. hefðu 13 sovéskir
hermenn skotið úr Iaunsátri á þrjá
kínverska landamæraverði og tvo
óbreytta borgara sem voru við
landamæraeftirlit í Yili Kazakh-
fylki í Kína. Felldu sovésku her-
mennimir einn kínversku landa-
mæravarðanna, særðu annan og
tóku höndum báða óbreyttu borgar-
ana.
Gennady Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði aðeins þegar hann var inntur
eftir þessarí frétt að „nú væri kyrrt
orðið á landamærum ríkjanna".
Miklar
árásir á
Wau-borg
Aukin hemaðarupp-
bygging á Kolaskaga
Óslé, AP.
EKKERT lát er á hernaðarupp-
byggingu Sovétmanna á Kola-
skaga sem liggur að Finnlandi
og Noregi. Eru þeir nú að koma
þar upp nýrri stöð fyrir kafbáta
af gerðinni Typhoon en þeir eru
búnir kjarnorkuvopnum. Kem-
ur þetta fram í skýrslu frá
Norsku utanríkismálastofnun-
inni.
I skýrslunni segja sérfræðingar
Norsku utanríkismálastofnunar-
innar, Norðmaðurinn Johnny
Skorve og Finninn Tomas Ries, að
myndir teknar úr Landsat-gervi-
hnettinum „staðfesti nýlegar
vangaveltur“ um að ný stöð fyrir
Typhoon-kafbáta, sem eru þeir
stærstu í heimi, væri í byggingu á
Kolaskaga. Af myndunum má auk
þess ráða að hluti stöðvarinnar sé
grafínn inn í berg og að margar
eldflaugastöðvar séu til vamar.
Af Landsat-myndunum sést
einnig nýr og mjög stór flugvöllur
á suðurhluta Kolaskaga. Eru flug-
brautimar 4.600 metra iangar og
þykir það benda til að þær séu
ætlaðar nýjum, langfleygum
sprengjuflugvélum af gerðinni
Blackjack en þær geta flogið
heimsálfa í milli.
Norska utanríkismálastofnunin
var stofiiuð árið 1959 og vinnur
að sjálfstæðum athugunum á utan-
ríkis- og öryggismálum, þróunar-
aðstoð og alþjóðlegum efnahags-
málum.
Sovésk sprengjuþota af gerðinni
Blackjack.
Nairohi, Kenya, AP.
UPPREISNARMENN í Suður-
Súdan skýrðu frá því í gjær að
þeir hefðu þá í annað sinn beitt
fallbyssum og öðrum stórskota-
liðsvopnum gegn borginni Wau.
Útvarpsstöð uppreisnarmanna í
Suður-Súdan sagði í gær að gerð
hefði verið hörð hríð að borginni
Wau og mikið tjón orðið á hergögn-
um stjómarhersins og mannvirkj-
um. Sendinefnd frá Alþjóða Rauða
krossinum er nú í Wau sem er mið-
stöð hjálparstarfsins í Suður-Súdan
og kemst ekki frá borginni vegna
hemaðarins.
Þær upplýsingar fengust í gær
hjá íslenska Rauða krossinum að
Sigríður Guðmundsdóttir hjúkr-
unarkona sem er í Súdan á hans
vegum væri nú stödd f borginni E1
Fasher um mitt vestanvert landið
og utan átakasvæðanna.
Sjá grein Önnu Bjarnadóttur
„Barist um síðustu brauðmol-
ana í Súdan“ á bls.22.
Afvopnunarráðstefnan í Stokkhólmi:
Deilt um „lokuðu“ svæðin
Stokkhólmi, AP.
PÓLSKA sendinefndin á afvopn-
unarráðstefnunni í Stokkhólmi
lagði í gær fram málamiðlunartil-
lögu um eftirlit með heræfingum
og hefur hún fengið dræmar und-
irtektir. Varsjárbandalagsríkin
vilja ekki samþykkja eftirlit á
„lokuðum" svæðum og er hætt við
að samkomulag geti strandað á
þvi.
Fulltrúar vestrænna þjóða kváð-
ust mundu skoða pólsku tillöguna
„gaumgæfilega" en haft er eftir ein-
um vestrænu fulltrúanna að tiilagan
sé aðeins ein tillagan enn „til að
hindra eftirlit með heræfingum en
ekki auðvelda það“. Tillaga Pólveija
er um að tilkynnt verði um heræfíng-
ar sem 18.000 hermenn eða fleiri
taka þátt í og að heimilt verði að
fylgjast með sumum þeirra en ekki
öllum.
Annað sem kann að koma í veg
fyrir samkomulag um þetta efni er
hin svokölluðu „lokuðu svæði" en
þau eru mjög víðáttumikil í Sov-
étríkjunum og Austur-Evrópu. Allt
að tveimur þriðjungum Austur-
Þýskalands eru t.d. „lokaðir" í þess-
um skiiningi og þessi svæði vilja
Varsjárbandalagsríkin undanskilja
eftirliti. Fulltrúar vestrænna þjóða
segja að ef lokuðu svæðin verði ekki
verulega skert séu hugmyndir um
raunverulegt eftirlit út í bláinn.
Afvopnunarráðstefnan í Stokk-
hólmi hófst í janúar árið 1984 og
lýkur eftir tæpar fimm vikur.
Sjá frásögn Benedikts Grön-
dals, sendiherra í Svíþjóð, af
Stokkhólmsráðstefnunni á bls.
20.