Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 2
2____________________
Reykjavíkurmaraþonið:
MORGUNBLAJÐIÐ, LÁUGARDAGUR 23. ÁGÓST 1986
Eyðublöð
á ensku
„Vorum að spara prent-
kostnað,“ segir Úrval
KEPPENDUR í Reykjavíkur-
maraþoninu fengu send í pósti
staðfestmgareyðublöð um þátt-
tökuna frá ferðaskrifstofunni
Úrvali. Staðfestingareyðublöðin
voru á ensku og umslagið einnig.
„Ég trúði ekki mínum eigin aug-
um þegar ég fékk þetta bréf,“
sagði einn keppenda, sem vakti
athygli Morgunblaðsins á þessu.
Hjá ferðaskrifstofunni Úrval
fengust þær upplýsingar að það
sem hér væri um að ræða væri stað-
festingareyðublað sem sýna ætti á
laugardaginn. Þar sem hér væri um
númeruð eyðublöð að ræða hafi
verið hentugra að þau væru á einu
tungumáli í stað þess að áætla
fjölda íslendinga og útlendinga í
prentuninni og henda e.t.v. fjölda
blaða. Með þessu væri verið að
spara prentunarkostnað. Talsmaður
ferðaskrifstofunnar vildi hins vegar
láta þess getið, að allar upplýsingar
væru prentaðar á íslensku.
Skógarhlíð:
Ekið á pilt
EKIÐ var á unglingspilt í Skóg-
arhlíð í Reykjavik í gær og
brotnaði hann á vinstri fæti.
Pilturinn var að fara yfir Skóg-
arhlíð frá Flugvallarvegi þegar
óhappið varð. Nokkrar bifreiðir sem
komu norður Skógarhlíð og ætluðu
að beygja inn Flugvailarveg voru
kyrrstæðar en er pilturinn hljóp
yfir Skógarhlíð bar að bifreið sem
ók utan við þær kyrrstæðu. Öku-
maður bifreiðarinnar kom ekki
auga á piltinn fyrr en of seint og
náði ekki að stöðva bifreiðina í tíma.
Skall pilturinn á hægra framhomi
bifreiðarinnar og skrámaðist og
marðist nokkuð, auk þess sem hann
fótbrotnaði, sem áður sagði.
Loftbelgsferðinnl lýkur á þaki stórhýsis O. Johnson og Kaaber. Loftbelgsfararair David og Kolbrún tóku saman belginn og nutu
þar aðstoðar Friðriks Pálssonar, forseta Flugmálafélags íslands, t.v. Morgunbiaðið/Loftur Atgeimon
Loftbelgur lenti óvænt á húsþaki
„ÞETTA var skrítin tilfinning, mér fannst
ég vera Phileas Fogg,“ sagði Kolbrún
Halldórsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá
rás 2, sem í gær fór með loftbelg yfir
Reykjavik og lýsti ferðinni í beinni útsend-
ingu. Flugferðin endaði óvænt á þaki
fyrirtækisins O. Johnsen og Kaaber við
Sætún án þess þó að nokkura sakaði.
Starfsfólk fyrirtækisins fékk upplýsingar
um lendinguna úr útvarpinu.
Kolbrún sagði að hugmyndin að þessari
loftferð hefði vaknað fyrir nokkru, þegar vit-
að var að loftbelgurinn kæmi hingað til lands
í tengslum við flugsýninguna. „Það er alltaf
gaman að geta sent út frá óvenjulegum stöð-
um og þvf fengum við heimild til að fara í
þessa ferð," sagði Kolbrún. „Við rétt kom-
umst fyrir þaraa tvö, ég og tæknimaðurinn
Halldór Gestsson, ásamt David Smith, sem
stjómaði loftfarinu.
Þetta gerist allt ákaflega hægt,“ sagði
Kolbrún er hún var spurð hvemig tilfinning
það væri að ferðast um í Ioftbelg. „Belgurinn
svífur hægt upp í loftið og líður svo áfram í
rólegheitunum, enda var eiginlega alveg logn
á meðan á ferðinni stóð. Þetta er svo mjúkt
og þýtt og alveg makalaust. Þegar ég spurði
David hvað hann sæi svona spennandi við
þetta þá svaraði hann strax, án þess að hugsa
sig um: „Friðinn og rólegheitin," og það er í
rauninni besta lýsingin á þessu. Maður bara
svífur um í háloftunum, enginn mótor, ekkert
rafinagn, ekkert vesen og í rauninni ekkert
sem getur farið úrskeiðis. Það er alveg ótrú-
leg öryggistilfinning sem fylgir þessu," sagði
Kolbrún.
„Það sem er erfíðast við loftbelginn er lend-
ingin. Og sjálfsagt hefði þessi lending þama
á þakinu hjá O. Johnson og Kaaber ekki geng-
ið svona vel nema af því að David er greinilega
mjög klár. Það kom í ljós í þessari lendingu.
Loftbelgurinn er alveg háður vindátt hvað
varðar stefnu og við fóram upp í von og óvon
um vindátt. Við fóram fyrst í 1000 feta hæð
og þar var alveg stilla og við hreyfðumst
ekkert. Þá lækkuðum við okkur í 500 til 600
fet og þar var gola af suð-vestri þannig að
við svifum frá flugvellinum í norð-austur yfir
borgina.
Þetta var svolítið tvísýnt á tfmabili og
David vildi lenda áður en okkur bæri yfir
Kollafjörðinn. Þegar við voram yfir Snorra-
brautinni kom hann auga á túnið við Höfða
og ætlaði að lenda þar. En stefnan varð aldr-
ei nákvæmlega á Höfða og þá kom portið á
bak við Heimilistæki til greina sem lendingar-
staður. En þar var einhver rafmagnsvír í
loftinu, sem við urðum að lyfta okkur yfir
og þá voram við komin alveg að húsinu.
David vippaði körfunni léttilega upp á þakið
og starfsfólk var þá komið út á þakið og hélt
í körfuna á meðan við príluðum út. Þetta
gekk allt eins og í sögu og þetta var bara
eins og að Ienda á dúnsæng," sagði Kolbrún.
Stjómarfundi Norræna verkaiýðssambandsins lokið:
Samskipti verkalýðs-
hreyfingar við stjórnvöld
— var eitt helsta umræðuefnið á fundinum
Moi
unblaðið/Þorkell
Hjalti Sigurðsson bæjarstjóraarfulltrúi kveður forseta íslands Vigdísi
Finnbogadóttur á Hólmhálsi i gær. (f.v.) Skúli Sigurðsson, Jón Ingi
Einarsson og Guðmundur Svavarsson bæjarstjórnarfulltrúar horfa á.
FORYSTUMENN heildarsam-
taka launþega á Norðurlöndum,
sem mynda Norræna verkalýðs-
sambandið (Nordens FacUiga
Samorganisation), hafa verið á
fundum hérlendis undanfarna
Eskifjörður:
Af mælishátíðinni lýkur í kvöld
Forseti íslands hélt heim á leið í gær
Eskifirði, frá blaðamanni Morgnnblaðsins Benedikt Stefánssyni
OPINBERRI heimsókn forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur til
Eskifjarðar lauk í gærdag. Bæjarstjóra Eskifjarðar og framkvæmda-
stjóri afmælishátiðarinar kvöddu forseta á Hólmahálsi og óskuðu
henni góðrar ferðar.
Dagurinn hófst með því að for-
seti sótti helgistund í Eskiíjarðar-
kirkju. Sóknarpresturinn, Davíð
Baldursson, prédikaði og kirkjukór-
inn söng. Kirkjan var fullsetin
bæjarbúum og gestum.
Eftir messuna heimsótti forseti
steinasafn hjónanna Sigurborgar
Einarsdóttur og Sörens Sörensson-
ar. Safnið geymir hundrað fágætra
steintegunda. Þau hjónin hafa safn-
að steinum í rúman áratug aðallega
á Austurlandi, en einnig í Þingeyj-
arsýslu og víðar. Steinamir era
margir skomir og slípaðir svo lita-
dýrð þeirra komi betur í ljós. „Það
hlýtur að vera stórkostlegt að bera
þessa steina heim af fjöllum, kljúfa
þá og sjá dýrðina ljúkast upp,“ sagði
frú Vigdís við Sigurborgu sem
fylgdi henni um safnið. Að endingu
leysti Sigurborg forsetann út með
veglegri gjöf, stóram bergkristalli.
Eftir heimsóknina í steinasaftiið
snæddi forsetinn óformlegan há-
degisverð með forráðamönnum
bæjarins. Um kl. 15 kvaddi forset-
inn EskiQörð og gestgjafa sína við
Völuleiði sem gömul hjátrú segir
að vemdi bæinn. Hélt hún síðan á
Egilsstaðaflugvöll. Afmælishátíð
kaupstaðarins lýkur formlega í
kvöld með dansleik í Valhöll.
daga. Þeir halda flestir heimleið-
is í dag en í gær fóru þeir í
skoðunarferð um Reykjanes og
til Vestmannaeyja.
Sljómarfundur í NFS var haldinn
í Reykjavík á fimmtudaginn og vora
þar mættir allir æðstu forystumenn
alþýðusambandanna og samtaka
opinberra starfsmanna á Norður-
löndum.
Að sögn Ásmundar Stefánsson-
ar, forseta ASÍ, sem á sæti í stjóm
NFS ásamt Kristjáni Thorlacius,
formanni BSRB, var mestum tíma
stjómarfundarins varið til að fjalla
um launa- og kjaramál og sam-
skipti launþegasamtakanna við
stjómvöld í hveiju landi fyrir sig.
Þá var og farið yfir drög að
skýrslu, sem unnin er í samstarfi
við véstur-þýska alþýðusambandið
um ástand í efnahags- og atvinnu-
málum í Evrópu, fjallað um
samskipti við heildarsamtök laun-
þega í öðram löndum, um starf
Alþjóða vinnumálastofnunarinnar,
friðarmál, væntanlegan fund Norð-
urlandaráðs í Helsingar og ferða-
mál. Einnig var fjallað um ástandið
í Suður-Afríku en fyrirhugað er að
seint í haust fari nokkrir fulltrúar
úr stjóm NFS þangað suðureftir.
Innan vébanda norræna verka-
lýðssambandsins era rúmlega sex
milljónir manna.
Eimskipafélag- íslands:
Thor Ó. Thors
í stjórn
Thor Ó. Thors var fyrir skömmu
kjörinn í stjóm Eimskipafélags ís-
lands hf. í stað Thors R. Thors sem
lézt fyrr á þessu ári. í samþykktum
Eimskipafélagsins eru ákvæði þess
efnis að verði sæti I stjóminni autt
milli aðalfunda kjósi stjómin annan
mann í það sæti, „ef henni þykir
þess þörf og er þá kjörtími hans til
næsta aðaifundar,“ eins og segir í
samþykktunum. Sá aðalfundur kýs
síðan nýjan stjómarmann og lýkur
hann kjörtímabili þess er hann er
kjörinn fyrir.