Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
3
Mikil rækjuveiði
hjá Vestfjarðabátum
ísafirði.
MJÖG GíÓÐ úthafsrækjuveiði hefur verið í sumar á miðum Vest-
fjarðabáta. Að sögn Arnar Kristinssonar hjá Niðursuðuverksmiðj-
unni á ísafirði hefur aflinn verið jafn og góður síðan bátarnir
komust á veiðslóðina í kantinum norður af Homi. Þar lá ís yfir
fram eftir sumri, en er nú horfinn. Á meðan var aðallega veitt
á Kolbeinseyjarsvæðinu, en þar var afli tregari eða um 6—7 lestir
á bát eftir 5—7 daga veiðiferð. Út af Horainu hafa þeir verið að
fá 15—17 tonn í svipað löngum túrum.
Tveir bátar hafa farið á veiði-
svæðið við Langanes, þar hefur
einnig verið góður afli, en rækjan
þar mjög smá eða niður í 390 stk.
í kíló á meðan vestursvæðið hefur
gefið 140 stk. í kg sem er mjög
g ott.
Yfírleitt hefur verið unnið í öll-
um rækjuverksmiðjum á ísafírði,
10 tíma á dag í allt sumar og auk
þess hafa verið unnar aukavaktir
og stundum um helgar. Þannig
var t.d. unnið alla verslunar-
mannahelgina í Rækjuverksmiðj-
unni Vinaminni.
Nú nýlega byrjaði Rækjuverk-
smiðjan hf. að pilla rússarækju. Á
meðan verður unnið á vöktum
alian sólarhringinn og er jafnvel
reiknað með að það verði gert
fram eftir hausti. Útlit er fyrir
að engar rækjuveiðar verði í Isa-
fjarðardjúpi í haust og hugleiða
því menn að halda stærri bátunum
og togurunum úti til rækjuveiða
í vetur. Nóg kvenfólk er til vinnu,
en erfiðlegar hefur gengið að ráða
karlmenn til starfa. Theódór
Nordquist hjá O.N. Olsen hf. tók
í sama streng. Hann sagði að
greinilega væri miklu meiri rækja
nú en í fyrra, þrátt fyrir meiri
sókn. Hann lagði áherslu á að
aðgæslu væri þörf áður en kæmi
til ofveiði.
Rækjuverksmiðjumar reyna nú
í vaxandi mæli að fá stóm togar-
ana til veiða, t.d. aflaði togarinn
Ásþór frá Granda hf. í Reykjavík
fyrir O.N. Olsen hf. í vor og eru
vonir bundnar við áframhaldandi
samstarf. Þá landaði Bergey VE
og Runólfur SH hjá Rækjuverk-
smiðjunni og von er á Vest-
mannaey í haust. Auk þess er
Hafþór og fleiri togarar nú á
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Mikil atvinna fylgir rækjuveiðunum. Á myndini sem tekin var í
ísafjarðarhöfn er verið að landa úr rækjubát auk þess sem unn-
ið er að veiðarfæraviðgerðum og annarri þjónustu við stóran flota
rækjubáta.
rækjuveiðum. öllu afskipað nánast vikulega á
Þeim bar saman um að gott erlenda markaði.
verð væri á rækjunni núna og er Úlfar
Dagskrá íslenska sjónvarpsf élagsins í burðarliðnum:
Kvikmyndir á
hverju kvöldi
— útsendingar frá 17.30—01.00 daglega
ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið byrjar útsendingar í lok september og
er undirbúningur að því I fullum gangi. Flest starfsfólk hefur verið
ráðið og drög að dagskránni liggja fyrir.
„Dagskráin er í grófum dráttum
þannig að útsendingar hefjast á
virkum dögum klukkan 17.30 á
bamaefni, síðan verður spennuþátt-
ur, þá fréttir, síðan aðalframhalds-
þátturinn og síðan teiknimynd,"
sagði Jón Óttar Ragnarsson í sam-
tali við Morgunblaðið. „Klukkan
21.00-01.00 verður síðan brengluð
útsending, það er að segja eingöngu
fyrir okkar áskrifendur og verður
dagskráin samsett af framhalds-
þáttum, nýlegum kvikmyndum og
sjónvarpsmyndum sem ekki hafa
verið sýndar hér. Um helgar standa
þessar útsendingar til 01.30 auk
þess sem bamaefni verður sýnt fyr-
ir áskrifendur á laugardögum og
sunnudögum frá 8.00-11.00.
Þetta er það sem við byrjum á.
Dagskrárstjóri okkar, Jónas R.
Jónsson, velur efnið að mestu leyti
Ný símstöð
í Kef lavík
JÓN A. Skúlason, póst- og síma-
málastjóri tók fyrstu
skóflustungu nýs póst- og
símstöðvarhúss í Keflavík föstu-
daginn 15. ágúst sl.
Húsið mun rísa á mörkum
Keflavíkur og Njarðvíkur. Heildar-
stærð þess að flatarmáli verður 851
fermetri. Samið hefur verið við
lægstbjóðanda um byggingu húss-
ins, Svein og Þórhall sf. í Keflavík.
Tilboð þeirra hljóðaði upp á rúmar
18 milljónir króna.
©
INNLENT
og höfum við lagt mikla vinnu í
dagskrárgerðina. Auðvelt hefur
verið að fá gott sjónvarpsefni, enda
óplægður akur. Efnið er aðallega
bandarískt og breskt en við leggjum
okkur sérstaklega fram við að fá
einnig efni frá öðmm menningar-
svæðum.
Fréttimar eru eina efnið sem við
vinnum en önnur innlend þáttagerð
verður framanaf eingöngu með
styrkjum frá utanaðkomandi aðilum
og erum við opnir fyrir öllum hug-
myndum í þá átt. Fyrirtæki fá þama
tækifæri að vinna í þessum miðli
og gera eitthvað skapandi. Reynsl-
an mun skera úr um hversu þrótt-
mikill þessi hluti verður en við
höfum fundið mikinn áhuga hjá
fyrirtækjum að taka þátt í inn-
lendri þáttagerð. Þá höfum við
einnig áform um samstarf við er-
lenda aðila, sjónvarpsstöðvar og
kvikmyndaver, við framleiðslu á
menningarefni byggðu á íslenskum
efnivið og kvikmyndað hér. Nátt-
úrulífsmyndir, heimildarmyndir og
jafnvel leiknar myndir. Við höfum
hvorki reynslu né bolmagn enn sem
komið er til að gera á eigin spýtur
almennilegar kvikmyndir og sjáum
þetta sem stökkpall til að geta gert
þetta á eigin vegum síðar og teljum
svona samstarf einu leiðina til að
ýta úr vör þessum dýrasta þætti í
dagskrárgerðinni.
Undirbúningur hjá okkur hefur
gengið eftir áætlun og er að koma
á þetta heildarmynd. Tæknihliðina,
allt frá þýðingum upp í útsending-
ar, mun íslenska myndverið sjá um,
en þar er Ragnar Guðmundsson
framkvæmdastjóri og er það aðeins
brot af starfsemi þess fyritækis sem
sér um textun, Qölföldun á mynd-
böndum og margt fleira. Yfir
markaðsdeildinni, sem sér um aug-
lýsingar, áskrift og útvegun
styrktaraðila, verður Sighvatur
Blöndahl,. núverandi blaðafulltrúi
Amarflugs. Fréttamenn verða
ráðnir síðast og standa viðræður
yfír en flest skrifstofufólk og tækni-
fólk erum við komnir með.“
HEKLU-BILASALURINN
er opinn író kl. 13 til 17
laugardag og sunnudag 23. ■ 24. ágúst
PAR GEFUR AÐ LÍTA FARARTÆKI FRAMTÍÐARINNAR
UNDRABÍLINN FRÁ MITSUBISHI
MP-90X
Feröamáti íramtídariimar:
□ Leiösagnarkeríi tengi gervitungli
□ Stjórnkeríi sem tekur miö aí öllum umhveríisþáttum
□ Útlitshönnun sem minnir á geimíar^
NOTADLR BÍLAR:
Bflasalan BJALLAN veröur opin á sama tima
TÖLVUVÆDD BÍLAVTÐSKJPTI
HEKIA HF
Laugavegi 170-172 Simi 695500