Morgunblaðið - 23.08.1986, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
Hitt og
þetta
Hinn góðkunni útvarpsmaður
Jónas Jónasson er með dálít-
ið sérstakan þátt nú á fimmtudags-
kvöldum á rás 1 er hann nefnir Eg
man. í þætti þessum flettir Jónas
í lífsbókinni og vefur þar saman
gömlum og nýjum minningabrotum
eins og honum einum er lagið. Svo
tengjast brotin saman af Ijúfri tón-
list. Hvergi bregst Jónasi bogalistin
í þessum þáttum enda tilfínningin
fyrir íslenskri tungu einstök og
músíksmekkurinn góður. I síðasta
þætti hóf Jónas máls í ríki bemsk-
unnar í Skerjafirði þar sem hinn
ójarðneski boli í túni Reynistaðar-
höfuðbólsins fnæsti og svo flutti
snáðinn með pabba og mömmu
uppá Hringbraut í námunda við
meistara Þórberg, en hvergi var
mjólkin drekkandi nema af Reyni-
staðarbúi og því heldur lítill drengur
með brúsa inní Skerjafjörð en þá
er komið stríð og á leiðinni til baka
sér hann í gegnum gaddavír hvar
stríðsflugvél nálgast af flugbraut-
inni en skyndilega er þar bara
eidstólpi og þar sér drengurinn
dauðann fyrsta sinni. Nú en fyrr
en varir er lesandinn floginn á
vængjum frásagnarinnar til svört-
ustu Afríku og þaðan til draugabæj-
ar á Grænlandi þar sem stríðsmenn
er höfðu misst geðheilsuna í heims-
styijöldinni voru vistaðir í eina tíð
og áfram flýgur hlustandinn. Eins
og ég sagði hér áðan er þáttur Jón-
asar á rás 1 og ég held raunar að
það sé gersamlega vonlaust að færa
hann yfir á rás 2 því blessaðar
auglýsingamar myndu hreinlega
rista Pegasus á hoi. Nú en úr því
ég er farinn að tala um fljúgandi
furðudýr þá vil ég nota tækifærið
og senda henni Kolbrúnu Halldórs-
dóttur á rás 2 loftbelgskveðjur —
skemmtileg flugferð hjá Kolbrúnu
í morgunþættinum í gær.
Sýnishorn
Fjölmiðlaskríbentinn hefir lengi
dreymt um að kynna nánar fyrir
lesendum hina tæknilegu hlið dag-
skrárgerðarinnar. Draumar skulu
rætast og í því skyni að gefa lesend-
um hugmynd um forvinnu hinna
beinu útsendinga á rás 2 leitaði ég
til eins af dagskrárgerðarmönnum
rásarinnar, Andreu Guðmundsdótt-
ur, er stjómar notalegum tónlistar-
þætti á miðvikudagskvöldum er hún
nefnir Hitt og þetta. Andrea léði
mér góðfúslega verklýsingu þáttar-
ins og get ég upplýst að hún fylgdi
býsna nákvæmlega textanum þó
eitt lag félli að vísu úr vegna tíma-
skorts en hér birtist sum sé upphaf
verklýsingarinnar og vona ég að
menn geti áttað sig á forminu.
ÚTVARP / SJÓNVARP
Flugdagnrinn
Svæðisútvarp Reykjavíkur
og nágrennis sendir út alla
dagskrá flugsýningarinnar
frá kl. 13.30 til kl. 18.30.
Þar verður lýst hveiju
atriði, rætt við fulltrúa
þeirra sem standa að atrið-
unum, veittar upplýsingar
frá Umferðardeild lögregl-
unnar um akstursleiðir og
umferð, talað við framá-
menn í flugi og leikin
tónlist á milli atriða. Einnig
verður rætt við gesti á sýn-
ingunni.
Þannig er ætlunin að
gera hlustendum kleift að
koma sér fyrir þar sem
þeir geta séð flugsýning-
una vel og fylgst síðan með
rás atburða í útvarpi.
Verði flugdagumn í dag
ætlar Sverrir Gauti Diego,
umsjónarmaður útsending-
Allt lagt
undir
^■■H Bíómynd sjón-
00 40 varpsins í kvöld
"" er bandarísk,
frá árinu 1974. Hún fjallar
um tvo fjárhættuspilara
sem leiknir eru af þeim
Elliott Gould og George
Segal. Þrátt fyrir að þeir
hafi mjög ólík viðhorf til
spilamennskunnar taka
þeir að spila saman.
í fyrstu blæs ekki byr-
lega fyrir þeim félögunum
en svo tekur gæfuhjólið að
arinnar, að fá að vera með
innskot í þáttinn Við rás-
markið sem er á dagskrá
rásar 2 kl. 14.
Á morgun verður síðan
á rás eitt þáttur sem ber
heitið Flug í 50 ár. Hann
hefst kl. 13.30. Stjómandi
er Árni Gunnarsson.
Þar verður íjallað um
sögu flugsins og leikin við-
töl af segulböndum við
framámenn í flugi fyrr og
síðar. Einnig verður hring-
borðsumræða með þátt-
töku nokkurra af þeim sem
vinna mikið að flugmálum.
Sigurður Helgason og Gunnar Huseby.
Þeir gerðu garðinn frægan:
Rætt við Gunnar Huseby
snúast þeim í vil. Þeir verða
sífellt borubrattari og
ákveða Ioks að skora á
heimsmeistarann í póker.
Auk George Segal og
Elliott Gould fara þær
Gwen Welles og Ann
Prentiss með stór hlutverk.
Leikstjóri er Robert Alt-
man, þýðandi Ragna
Ragnars.
Kvikmyndahandbókin
okkar er alveg þokkalega
ánægð með þessa mynd og
gefur henni tvær stjömur
af §órum mögulegum.
■■■■ í dag er á dag-
"I 703 skrá rásar 2
A • þáttur sem
nefnist Þeir gerðu garðinn
frægan. Þar ræðir Sigurð-
ur Helgason við Gunnar
Huseby, en einmitt í dag
eru liðin 40 ár síðan Gunn-
ar setti Evrópumet í
kúluvarpi í Osló.
Rokktónleikar
í Montreux
■■■■ í kvöld ætlar
9Q25 sjónvarpið að
"O sýna síðari hlut-
ann af rokktónleikum sem
fram fóm í Montreux í
vor. í kvöld koma fram 14
hljómsveitir, þær Status
Quo, sem við sjáum á með-
fýlgjandi mynd, Bonnie
Tyler, Colonel Abrams,
A-ha, Elvis Costello, Art
of Noise, O.M.D., Qutfield,
Frankie Goes to Holly-
wood, Inxs, Chris Rea,
Paul Hardcastle, Wax og
Eurythmics.
Sögusióðir í Þýskalandi
■■■■ í þættinum
-| /»30 Söguslóðir í
Þýskalandi á rás
eitt í dag segir Arthúr
Björgvin Bollason frá einni
þekktustu listamannaný-
lendu í Þýskalandi,
Schwabing í Miinchen. Þar
hafa ýmsir þekktir menn
dvalið við störf og skriftir,
svo sem Rainer Maria
Rilke, Heinrich Heine og
Berthold Brecht.
Lýst verður hinu sér-
stæða h'fi sem íbúar hverf-
isins lifðu á fyrstu
áratugum aldarinnar. Þar
nutu konur meira frjáls-
ræðis en víðast og einkum
voru þær konur í hávegum
hafðar sem höfðu til að
bera fegurð, gáfur og
djarfleik.
UTVARP
LAUGARDAGUR
23. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
7.30 Morgunglettur
Létt tónlist.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Fréttir á ensku
8.35 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna.
8.45 Nú er sumar
Hildur Hermóðsdóttir hefur
ofan af fyrir ungum hlust-
endum.
9.00 Fréttir. Tílkynningar.
Tónleikar.
9.20 Óskalög sjúklinga
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.
10.25 Morguntónleikar
a. Rómarisa i Des-dúr op.
29 nr. 9 eftir Jean Sibelius.
Ervin Laszlo leikur á píanó.
b. Þættir úr ballettsvítunni
„Napoli" eftir Paulli og
Helsted.
Tvívolí-konserthljómsveitin
leikur; Ole-Henrik Dahl
stjórnar.
11.00 Frá útlöndum
Þáttur um erlend málefni í
umsjá Páls Heiöars Jóns-
sonar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
Af stað
Björn M. Björgvinsson sér
um umferðarþátt.
13.50 Sinna
Listir og menningarmál
líðandi stundar. Umsjón:
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
og Þorgeir Ólafsson.
15.00 Miðdegistónleikar
Sinfóniskur konsert frir
píanó og hljómsveit eftir
Wilhelm Furtwángler. Sin-
fóníuhljómsveit austurriska
útvarpsins leikur; Lothar
Zagrosek stjórnar. Einleikari
á píanó: Paul
Badura-Skoda.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
16.30 Söguslóöir í Þýskalandi
Listamannahverfið
Schwabing í Múnchen.
Umsjón: Arthúr Björgvin
Bollason. Lesari: Guðrún
Þorsteinsdóttir.
17.00 iþróttafréttir.
17.03 Barnaútvarpið
Umsjón: Kristin Helgadóttir
og Sigurlaug M. Jónasdóttir.
17.40 Frá tónleikum i Nor-
ræna húsinu 29. april sl.
Stefan Bojsten leikur á
pianó Tokkötu og Adagio
eftir Hans Eklund, Mazurka
í a-moll og Vals í e-moll eft-
ir Frédéric Chopin.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Hljóð úr horni
Umsjón: Stefán Jökulsson.
20.00 Sagan: „Sonur elds og
isa" eftir Johannes Hegg-
land. Gréta Sigfúsdóttir
þýddi. Baldvin Halldórsson
les (3).
20.30 Harmonikkuþáttur
Umsjón: Bjarni Marteins-
son.
21.00 Frá íslandsferö John
Coles sumarið 1881
Þriðji þáttur. Tómas Einars-
son tók saman. Lesari með
honum: Baldur Sveinsson.
21.40 Islensk einsöngslög
Þuriður Baldursdóttir syng-
ur lög eftir Stefán Ágúst
Kristjánsson, Jóhann Ó.
Haraldsson, Birgi Helgason
og Ragnar Helgason. Krist-
inn Örn Kristinsson leikur á
píanó.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.20 Laugardagsvaka
Þáttur í umsjá Sigmars B.
Haukssonar.
23.30 Danslög
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar. Um-
sjón: Jón Örn Marinósson.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl
3.00.
LAUGARDAGUR
23. ágúst
10.00 Morgunþáttur
i umsjá Kristjáns Sigurjóns-
sonar.
12.00 Hlé.
14.00 Viö rásmarkið
Þáttur um tónlist, íþróttir og
sitthvað fleira. Umsjón: Sig-
SJÓNVARP
16.00 Flugdagur á fimmtugs-
afmæli.
Bein útsending frá hluta
flugsýningar á Reykjavikur-
flugvelli sem er liður í
afmælishátíöahöldum
ýmissa aðila i íslenskum
flugmálum. Sýningin er háð
veöri, og þvi hugsanlegt að
henni verði frestaö. Um-
sjónarmaður Ómar Ragn-
arsson.
Hlé um kl. 17.00.
17.30 Iþróttir. Umsjónarmað-
ur Bjarni Felixson.
19.20 Ævintýri frá ýmsum
löndum.
(Storybook International). 6.
Sorgir Pi Karis. Myndaflokk-
ur fyrir börn. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Sögumaður Edda Þórarins-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
LAUGARDAGUR
23. ágúst
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.35 Fyrirmyndarfaöir.
(The Cosby Show). Fjórt-
ándi þáttur. Bandarískur
gamanmyndaflokkur i 24
þáttum. Aðalhlutverk: Bill
Cosby og Phylicia Ayers-
Allen. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson.
21.00 Vinarstrengjakvartettinn
á Listahátið.
Frá tónleikum Vínar-
strengjakvartettsins i Gamla
bíói þann 15. júní sl. Fluttur
verður strengjakvartett eftir
Schubert, Dauðinn og stúlk-
an. Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
22.40 Allt lagt undir.
(California Split). Bandarisk
bíómynd frá árinu 1974.
Leikstjóri Robert Altman.
Aðalhlutverk George Segal,
Elliott Gould, Gwen Welles
og Ann Prentiss. Tveir fjár-
hættuspilarar með ólík
viðhorf til spilamennskunn-
ar gerast félagar i spilasöl-
unum. í fyrstu hafa þeir ekki
heppnina með sér en loks
tekur gæfuhjóliö aö snúast
þeim i vil. Þýðandi Ragna
Ragnars.
23.25 Rokktónleikar i Montre-
ux vorið 1986 — Annar
hluti. I þessum þætti koma
eftirtaldir fram: Status Quo,
Bonnie Tyler, Colonel
Abrams, A-ha, Elvis Cost-
ello, Art of Noise, O.M.D.,
Outfield, Frankie Goes to
Hollywood, Inxs, Chris Rea,
Paul Hardcastle, Wax og
Eurythmics.
00.35 Dagskrárlok.
urður Sverrisson ásamt
íþróttafréttamönnunum
Ingólfi Hannessyni og
Samúel Erni Erlingssyni.
16.00 Listapopp
i umsjá Gunnars Salvars-
sonar.
17.00 íþróttafréttir
17.03 Þeir gerðu garðinn
frægan
Siguröur Helgason ræöir viö
Gunnar Huseby.
18.00 Hlé
20.00 F.M.
Þáttur um þungarokk i um-
sjá Finnboga Marinóssonar.
21.60 Milli stríða
Jón Gröndal kynnir dægur-
lög frá árunum 1920-
1940.
22.00 Framhaldsleikrit: „Eyja i
hafinu" eftir Jóhannes Helga
Leikstjóri: Þorsteinn Gunn
arsson. Annar þáttur.
„Ströndin." (Endurtekinn frá
sunnudegi, þá á rás eitt.)
22.45 Svifflugur
Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson
24.00 Á næturvakt
meö Jónatan Garöarssyni.
03.00 Dagskrárlok.
SYÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
- FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.