Morgunblaðið - 23.08.1986, Page 7
MÖRGIWBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR =23. ÁGÚST 1986
?7
Sala Hótels Hofs nægir ekki
FLUGSÝNING í REYKJAVÍK
Tæknisýningin:
Skoðunarferð
með Magna um
Sundahöfn
í TILEFNI tæknisýningarinnar í
Borgarleikhúsinu, býður Reykjavík-
urhöfn upp á ókeypis skoðunarferð
með hafnarbátnum Magna um
Sundahöfn frá 13 til 20 á sunnudag-
inn. Þeir sem áhuga hafa á sjóferð
þessari mæti við Komhlöðuna.
Stærsta flugsýning í íslandssögunni fer fram laugardaginn
23. ágúst í tilefni 50 ára afmælis Flugmálafélagsins
og flugmálastjórnar. Sýningaratriði hvaðanæva að úr
heiminum.
Dagskrá:
Kl. 13.00 Sýning í skýli 1 við Hótel Loftleiðir opnuð.
Kl. 13.30 Brjóstmynd af Agnari Kofoed Hansen fyrrv. flugmálastjóra af-
hjúpuð í skýli 1.
Kl. 14.00 Flugsýning.
Herir 5 landa sýna; Bandaríkjanna, Bretlands, Hollands,
Þýskalands og Danmerkur, ásamt flugrekstraraðilum, flug-
vélaframleiðendum og einkaaðilum.
MEÐAL S ÝNINGARA TRIÐA:
Hópflug, svifdrekasýning, flug í loftbelg, fallhlífar-
stökk, listflug, módelflug og fleira og fleira . . .
Aðgangseyrir: kr. 200,-
Allir fljúgandi færir og vettlingi valdandi velkomnir.
Flugatriðin gæti þurft að flytja yfir á sunnudag 24. ágúst ef veður verður óhagstætt.
Dagskrá flugdagsins verður útvarpað í svæðisútvarpi Reykjavíkur á FM 90,1 MHz
frá kl. 13.30 - 18.30.
Flugmálafélag íslands
FLUGMÁLASTJÓRN
Húseignin er veðsett fyrir nær 30 milljónir króna
„Framsóknarflokkurinn hefur átt við fjárhagslega erfiðleika að
stríða eftir NT málið og var það því samkomulag í húsbyggingar-
sjóðnum að réttast væri að selja Hótel Hof,“ sagði Finnur Ingóifsson,
gjaldkeri Framsóknarflokksins um ástæður þess að flokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík, ákváðu að selja eign sína við Rauðar-
árstíginn. Hann sagði þó að sala Hótels Hofs nægði ekki til að
greiða að fullu skuldir blaðsins.
Framsóknarflokkurinn átti helm-
inginn í Hótel Hofi, á móti Fram-
sóknarfélögunum, í Reykjavík.
Fengu flokkurinn og Framsóknar-
félögin eignir RKÍ við Skipholt og
Nóatún í skiptum fyrir Hótel Hof,
auk þess sem RKÍ greiðir 37 millj-
ónir króna á milli.
„Við vildum taka á NT málinu
og frekar en að láta blaðið verða
gjaldþrota, sem var hægt þar sem
NT var hlutafélag, ákvað flokkur-
inn að borga skuldimar. Þetta hefur
sett flokknum þröngar skorður og
því var ákveðið að selja Hótel Hof,“
sagði Finnur.
„Framsóknarflokkurinn mun
nota sinn hluta af greiðslunum fyr-
ir Hotel Hof til að greiða skuldir
NT, en það sem fékkst fyrir húsið
dugar ekki til.“ Skuldir NT nema
nú milli 70 og 80 milljónum króna.
Finnur sagði að enn hefðu engar
ákvarðanir verið teknar um hvað
annað bæri að gera til að greiða
skuldir blaðsins að fullu.
Hann sagði að framkvæmda-
stjóm flokksins myndi á næstunni
taka ákvörðun um hvar skrifstofur
flokksins og félaganna yrðu til
húsa, en til greina kæmi að nota
skrifstofur RKl undir starfsemi
þeirra, þar sem í Nóatúni væri fyr-
ir ágætis skrifstofuhúsnæði.
Finnur sagði að hlutur Fram-
sóknarflokksins í Hótel Hofí hefði
verið að fullu veðsettur, en ekki
hlutur félaganna. Samkvæmt veð-
bókarvottorðum, nema skuldir sem
hvíla á húsinu nær 30 milljónum
króna. Finnur sagði að bmnabóta-
mat beggja eignanna og stærð
þeirra hefði verið lagt til_grundvall-
ar upphæðinni sem RKI greiðir á
milli eftir eignaskiptin. Auk þess
keypti RKÍ rétt til að byggja eina
hæð ofan á Hótel Hof.
Nýr kaupfélags-
sljóri hjá KRON
ÓLAFUR Stefán Sveinsson hefur
verið ráðinn kaupfélagsstjóri
Reykjavíkur og nágrennis. Tek-
ur hann við því starfi af Ingólfi
Ólafssyni, sem gegnt hefur því
frá 1963.
Ólafur, sem er 28 ára gamall,
er stúdent frá Verslunarskóianum
og viðskiptafræðingur frá Háskóla
Islands. Hann var kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Hrútfírðinga á ámnum
1981 til ’82, en hefur undanfarið
gegnt starfi framkvæmdastjóra hjá
Agæti. Ólafur Stefán mun taka við
starfí kaupfélagsstjóra um næstu
áramót.
Húsið Rauðarárstígur 18, Hótel Hof, sem Framsóknarflokkurinn
hefur selt Rauða krossi íslands.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháasemlága!
til að greiða skuldir NT