Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 9 FerÖist um Á SuAurlandi eru margar helstu perlur íslenskrar náttúru og víAfrægir sögustaAir. Hvar sem þú ferð er stutt í næsta veitinga- og gisti- stað, hótel, sumarhús, farfuglaheimili eða tjald- stæði. Öll önnur ferðaþjónusta við hæfi hvers og eins. Ferðamálasamtók Suðurlands BILEIGENDUR — sjálfsþjónusta Við bjóðum ykkur góða aðstöðu til að þvo bíl og vél með tœkjum sérstaklega gerðum fyrir bflaþvott. ★ Engin þvottaaðferð fer betur með lakkið. ★ Sérstök þvottaefni, heitt og kalt vatn og bón. ★ Mjög auðvelt, einfalt og fljótlegt. ★ Opið alla daga. ★ Kraftmikil ryksuga. Þvi ekki að reyna. • Það kostar frá kr. 140.- Bílaþvottastöðin Lfl.11^1 Tl á mótum Kleppsvegar og Hoitavegs. Bladburóarfólk óskast! AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Laugarásvegur 1-37 Kársnesbraut 2-56 Gnoðarvogur 44-88 SVÆÐISUTVARP REYKJAVIKUR OG NAGRENNIS íþrælakistu Kastrós Armando Valladares var látinn laus úr fang- elsi á Kúbu árið 1982 og hafði þá setið inni í rúm tuttugu ár. Lausn sína átti hann að þakka ýms- um menntamönnum og stjómmálamönnum á Vesturlöndum, sem beittu stjóm Fidels Kastró þrýstingi, en Valladares hafði vakið athygli í hinum frjálsa heimi þegar ljóð hans, sem smyglað var úr fangelsinu, vom birt þar. Valladares var um tvítugt þegar hann var handtekinn og sök hans var sú ein að þóknast ekki hinum nýju vald- höfum á Kúbu eftir valdarán kommúnista eins og áður hefur verið rakið ýtarlega hér í blað- inu. Yfirvöld spunnu upp ótrúlegustu ákærur gegn honum m.a. um lu-yðju- verk og það er vert að muna eftir þvi að þegar Valiadares var loks lát- inn laus fyrir fjórum árum vom þessar álygar endurteknar í málgagni Kúbustjómar á íslandi, Þjóðvifjanum. Bók Valladares hefur komið út i Frakklandi, Bretlandi og Banda- rikjunum (en á ensku nefnist hún Against All Hope) og hefur vakið feiknarlega athygli. Hef- ur ritdómurum sérstak- lega orðið tíðrætt um það hversu mildum höndum fjölmiðlar á Vesturlönd- um hafa farið um stjóm- arfarið á Kúbu og hversu tregir þeir hafa verið tii að trúa sögum um pynt- ingar og hvers kyns harðræði sem pólitískir fangar þar sæta. Lýsingar Valladares á aðbúnaðinum í hinum pólitísku fangelsum Kastrós em sannarlega hrollvekjandi. Hann seg- ir ekki aðeins sögur um beinar misþyrmingar heldur einnig af „læknis- fræðilegum tilraunum" til að ganga úr skugga ÖJLi Ritskoðun í Ungveijalandi Innan skamms verður þess minnst að liðin em þijátíu ár frá því Sovét- stjómin og leppar hennar bældu niður til- raun Ungveija til að koma á lýðræði og létta af sér oki kommúnism- ans. Margt hefur að sönnu breyst í Ungveija- landi á þessum þijátiu árum en ástæða er til að hreyfa efasemdum við fréttum þaðan þess efnis að Ungveijar búi við mun betri kjör og meira frelsi en aðrar austur-evrópu- þjóðir undir kommún- istastjóra. Í þessu sambandi er vert að vekja atliygli á frétt, sem birtist í Lund- únablaðinu The Times fyrir nokkrum dögum. I’ar var skýrt frá því að ungversk stjómvöld hefðu sett öll verk rit- höfundarius og leik- skáldsins Istvans Csurka á bannlista eftír að rit- gerðasafn eftir hann var gefið út í Bandarikjun- um. Ritgerðir hans vom taldar bijóta gegn hags- munum þjóðarinnar og skekkja „rétta“ mynd af ungversku þjóðlifi. Hin „rétta mynd“ og „hags- munir þjóðarinnar" er sjálfsögðu aðeins tíl í opinberum reglugerðum og samþykktum komm- únistaflokksins og hver sá sem fer út af þeirri línu feUur í ónáð og á jafnvel fangelsisvist yfir höfði sér. Breska blaðið skýrir jafnframt frá því að ung- versk stjómvöld hafi nú nýverið stöðvað útgáfu menningartímaritsins Tiszatáj. Em ritstjórar þess sakaðir um að hafa brugðist „lýðræðislegum skyldum" sínum. Astæð- an mun vera sú að þeir birtu ljóð eftir Gaspar Nagy sem vikið var úr stjóm ungversku rit- höf undasamtakanna árið 1984 og rithöfundinn Sandor Csoori sem átt hefur í útistöðum við stjómvöld. Vitnisburðurfrá Kúbu í Staksteinum í dag er fjallað um nýútkomn- ar endurminningar kúbanska skáldsins Armandos Valladares, en lýsingar hans á aðbúnaði pólitískra fanga á Kúbu hafa vakið mikla athygli. Þá er einnig vikið að ástand- inu í öðru kommúnistaríki, Ungverjalandi. um áhrif hungurs á mannslikamann. Hann segir frá einangrun fanga og hvers kyns svívinlingum sem þeir þurfa að þola, m.a. þegar hellt er yfir þá saur og þvagi og þeir neyddir til að leggja sér tíl munns pöddur og meindýr. Valladares segir líka frá því, hvemig ættingj- ar hinna pólitísku fanga vom þvingaðir til að reyna að te(ja þeim hug- hvarf og fá þá til að hverfa frá „villu síns veg- ar“ í pólitiskum efnum. Margir kusu að beygja sig fyrir þeim þrýstingi en Valladares lét sig ekki, en sótti styrk í Ijóð- in sem hann samdi, ást á konu er heimsótti hann í fangelsið og giftist hon- um síðar og ekki síst trúna á Guð. Ljóðin sem Valladares ortí vöktu sem fyrr segir athygli á honum og það er kannski þeim fyrst og fremst að þakka að hann getur nú um fijálst höfuð strokið. Þeir em ekki eins heppnir samfangar hans á Kúbu sem skipta hundruðum og engin (jóð yrkja. Þeir verða að sætta sig við hið ömur- lega hlutskiptí sem Valladares bjó við í meira en tvo áratugi. Kastró einræðisherra á sat um hríð í fangelsi á Kúbu. Það var á dögum forvera hans Batísta. Þá skrifaði Kastró fræg bréf úr fangelsinu og lýsingar hans em heldur betur af öðm tagi en þær sem Valladares birtir. Árið 1955 skrifaði Kastró þannig úr fangaklefa sinum: „Nú er komið að kvöldverðinum. Ég fæ spagetti og smokkfisk, ítalskt súkkulaði er í ábætí ásamt nýlöguðu kaffi og að lokum H. Uppmann No 4 [vindilj. Ofundarðu mig ekki?“ Hinir pólitisku fangar Kastrós myndu vafalaust svara játandi. Armando Valladares með konu sinni. Stærsta flugsýning sem haldin hefur verið hérlendis hefst á Reykjavi'kurflug- velli laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00. Útvarpað verður frá sýningunni og hefst bein útsending kl. 13.30 og stendur til til kl. 18.30 á FNI 90^1. Þeir sem hug hafa á að fylgjast með sýningunni geta komið sér fyrir þar sem vel sér yfir flugvöllinn, haft með sér ferðatæki, horft á sýningaratriðin, hlustað á lýsingar, létta tónlist, viðtöl við framámenn í fluginu og við ofur- hugana sem leika listir sínar í loftinu, á FM 90.1. Meðal sýningaratriða verða hópflug, svifdrekasýning, flug í loftbelg, fall- hlífarstökk, listflug, módelflug og flugsveitir herja (5 landa sýna. Það verður líf í loftinu yfir Reykjavík á laug- ardaginn og þá er bara að liorfa til himins og hlusta á FM 90.1. RIKISUTVARPIÐ SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS EFSTALEITI 1 108 REYKJAVÍK SÍMI: 6-88-188. AUGLÝSINGAR: LESNAR AUGLÝSINGAR 2-22-74 LEIKNAR - 68-75-11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.