Morgunblaðið - 23.08.1986, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
Hvaða bækur eigum við að lesa
í sumarleyfinu?
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
Paul McGuire: A Funeral in
Eden
Harper & Row
Á örlítilii hitabeltiseyju, Katai,
hefur sezt að innan um innfædda
eyjarskeggja furðu marglitur hóp-
ur fólks af ýmsum þjóðemum.
Fæstir segja á sér meiri deili en
nauðsynlegt er og það er ekki
víst, að það litla sem frá er sagt
sé satt. Yfíreyjunniríkir súltaninn
George sem er afkomandi Buc-
hanans fyrsta, sem sló eign sinni
á eyjuna fyrir nokkrum áratugum.
Umferð til Kaitai er í lágmarki,
súltaninn lætur sjá um að ná í
matföng og annað sem nauðsyn-
legt er, annars lifa menn á loftinu
og leginum. Þama er Alice
Murray, læknir, einn helzti sögu-
maðurinn. Af hvetju hún hefur
leitað til Kaitai kemur ekki málinu
við kannski af hugsjón, kannski
af einhveijum öðmm ástæðum.
Og hið sama gildir um hina Evr-
ópubúana. En einn góðan veður-
dag er kyrrðin í þessari
gerviparadís rofin, bátur siglir að
landi og þar er kominn Goulbum
nokkur. Kannski er hann frægur
rithöfundur og ætlar að skrifa um
frumstætt og eftirsóknarvert lífíð
á þessari sælueyju. Kannski heitir
hann bara Smith og er svika-
hrappur. Líklega vakir eitthvað
meira en lítið fyrir honum og það
ekki jákvætt. Lítið samfélag þess-
ara „flóttamanna" kemst í
uppnám, en af hveiju skyldi það
vera?
Meistaralega ofín saga hjá höf-
undi og ágætis niðurstöður gera
bókina ánægjulega aflestrar.
Alice Adams: Superíor Woraen
Útg. Pan Books 1984
Það er töluvert í tízku nú um
stundir, að höfundur taki sig til
og skrifí kvennabækur; ekki í
venjulegum skilningi þó. Heldur
er þá oftast sagt frá fjómm til
fímm stúlkum, sem kynnast á
unga aldri, oftast í skóla og síðan
rakin þroskaferill þeirra og
tengslin innbyrðis og við aðra.
Hvemig þeim famast og reynt
að leita eftir skýringum á því, af
hvetju það fór svona fyrir þessari
en ekki hinni og hvaða lán lék
við eina meðan mæðan var að
sliga næstu. Sumar þessara bóka
hafa verið ágætur afþreyingar-
lestur og nokkrar gert gott betur.
Hér segir frá fímm vinkonum,
sem kynnast í skóla árið 1943.
Vinátta þeirra lifír af íjóra ára-
tugi, þegar heimsstyijöldin seinni
stendur yfír liggja leiðir þeirra
saman. Svo kemur til kalda
stríðið, kynlífsbylting, eiturlyf,
Víetnamstríðið. I upphafí virðist
sem hverri sé mörkuð braut. En
auðvitað fer það allt á annan veg.
Höfundur Alice Adams mun
vera fædd í Virginíu og hlaut
menntun í Radcliffe, en þar hefur
hún söguna. Hún hefur skrifað
fjórar skáldsögur og sent frá sér
tvö smásagnabindi.
í þessari bók segir frá Megan,
sem er viðkvæm og gáfuð, allt
virðist liggja opið fyrir henni og
framtíðin bíður eftir henni með
öndina í hálsinum. Lavinia sem
er einkum falleg og rík og ill-
gjöm, en sem betur fer á hún þó
til sínar skárri hliðar, að minnsta
kosti ef það hentar hennir. Einum
of einhliða hvimleið persóna
fannst mér. Svo er Cathy blíðlynd
og trúuð og siðprúð, Peg stór og
brussuleg, en leynir á sér og fam-
ast líklega betur en við búumst
við í upphafí. Og loks er það Ja-
net sem er af gyðingaættum og
býr við togstreituna milli ástar
og frama, sem virðist ekki geta
farið saman.
Þótt bókin sé fulllangorð og
ítarleg má hafa af henni nokkra
afþreyingu.
Anne Tyler: Dínner at the
Homesick Restaurant
Útg. Penguin 1985
Anne Tyler er mörgum lesend-
um kunn. Frægasta bók hennar
er sennilega The Accidental Tour-
ist sem kom út fyrir tweimur
ámm eða svo. Sú bók vann til
verðlauna og seldist vítt og breitt.
Hennar hefur verið getið hér í
blaðinu.
Nú hef ég ekki lesið þá bók,
en Dinner at the Homesick Rest-
aurant, þótti mér býsna kröftug
bók. Sagt er frá konunni Pearl,
sem verður fyrir því með þtjú
böm í bemsku að maðurinn sting-
ur af og sézt ekki meir. Beizkja
hennar og bræði vegna hlutskiptis
síns er ótvíræð og höfundur lýsir
því býsna vel. Það er ekki síður
forvitnilegt hvemig síðan er snúið
sér að því að lýsa bömunum þrem-
ur, fyrirmyndardreng og auga-
steininum Ezra, dótturinni Jenny
og vandræðagripnum Cody. Og
alveg sérstaklega fróðlegt hversu
ólíkt viðhorf þeirra er til bemsk-
unnar og upplifanir þeirra á sömu
atburðum og móðirin hefur áður
dregið upp, harla ólíkar.
Eg get ekki tekið undir það sem
ég las á kápu að bókin sé meist-
arastykki, í henni em of margar
brotalamir í uppbyggingunni. En
hún er verulega áhrifarík og skil-
ur eftir vangaveltur og heilabrot
og það í sjálfu sér er ekki svo lítið.
'Siie is ,i«iuh.Wllt*,<hib/Jii.t uniws.wrth brrnnlarriu'- .iml fcw
ijuill ju*R djppnl on uni páiv in ai nl iivi («ihi siaI in ir.met Útfacur
...Nhf is.i mimlrí fu) »nUT - J«ilm ijsman! in TheSttr Tutn •>
Georges Simenon: The Stain
on the Snow
Útg. Penguin
Sögur Georges Simenon em
yfirleitt taldar sakamálasögur og
má til sanns vegar færa að hinar
frægu Maigret-bækur séu það.
Samt hefur Simenon algera sér-
stöðu hvað þetta snertir. Því að
sönnu nær er að kalla bækur hans
sálfræðilega úttekt, sem höfundur
hefur lag á að klæða í búning
skemmtisögu. í sögum Simenons
em vissulega oftast framdir glæp-
ir eða voðaverk af einhveiju tagi.
En í hans bókum þýðir hvorki
mér né öðmm að gægjast aftast:
málið er aldrei hver drýgði glæp-
inn. Höfundur leitar dýpra og
venjulega skiptir það í sjálfu sér
engu höfuðmáli hver var að verki
heldur hvers vegna.
Simenon er mikill mannþekkj-
ari og honum tekst að koma efni
í öllum sínum bókum til skila á
listrænan en ákaflega aðgengileg-
an og einfaldan hátt. Því er
hreinasta unun að lesa bækur
hans og persónusköpun hans,
hvort sem er Friedmair, aðalper-
sóna þessarar bókar, eða Maigret
lögregluforingi, eða aðrar aðal-
persónur bóka hans, er eftirminni-
leg og fjölbreytileg. Umfram allt
sönn, að mínum dómi.
Tvær sýningar
Myndiist
Valtýr Pétursson
í Nýlistasafninu standa nú yfír
tvær sýningar. Það em Tumi
Magnússon og Ráðhildur Inga-
dóttir, sem sýna, og em 26 verk
á sýningu Tuma, en 15 á sýningu
Ráðhildar. í heild er þetta nokkuð
forvitnileg sýning. Tumi hefúr
sýnt nokkuð mikið að undanfömu
og er á sífelldu iði, ef svo mætti
segja. Hann leitar fyrir sér í ýms-
ar áttir og heldur nokkuð þvert á
vindinn, eins og þeir segja á sjón-
um. Hann mun vera nýkominn frá
löngu námi í Hollandi, og til gam-
ans má geta þess að bróðir hans
Magnús sýndi þama á sama stað
næstur á undan þeim tveim sem
nú sýna og enn má geta þess að
þeir Tumi em synir Magnúsar
Pálssonar, framúrstefnumanns í
myndlist. Það má því segja í þessu
tilfelli að eplin falli ekki langt frá
eikinni. Ráðhildur hefur aftur á
móti verið við nám í Bretlandi,
ekki langt frá London, og hefur
allt önnur viðhorf og bregzt
öðmvísi við myndlistinni en þeir
sem gist hafa Holland.
Báðar þessar sýningar em vel
þess virði að þeim sé gaumur
gefínn. Tumi hefur breyzt mikið
síðan hann hélt sýningu með
tveim öðmm á Kjarvalsstöðum
ekki fyrir löngu. Hann reynir
margt, bæði f lit og formi, og það
er eins og hann höggvi á báða
bóga af mikilli ákefð. Honum ligg-
ur auðsjáanlega nokkuð mikið á
hjarta og það leynir sér ekki að
hann hefur hæfíleika, sem að vísu
em nokkuð mikið á flökti enn sem
komið er, en hann á tvímælalaust
að geta náð árangri þegar sjóinn
fer að kyrra umhverfís hann. Það
er listrænt átak í flestum þessara
verka Tuma, og hann getur verið
ánægður með núverandi árangur.
Ráðhildur Ingadóttir á þama
15 myndir, og heita þær allar
sama nafninu: TRÉ, akrýlmyndir
á pappír og masonít. Þar sem
þetta er í fyrsta skipti sem Ráð-
hildur kemur fram á sjónarsviðið
sem myndlistarmaður má hún
sannarlega vera ánægð með hug-
ljúfar myndir sínar. Þær em bæði
hógværar í list og formi og það
innilegar, að engum dettur neitt
annað í hug en að þær lifi eigin
lffi í sinni eigin umgjörð og séu
heimur útaf fyrir sig. Þessi verk
Ráðhildar em með því þýðasta
sem ég hef séð innan veggja Ný-
listasafnsins fyrr og síðar. Eg
skal ekki fjölyrða um þessar tvær
sýningar, en langar þó til að segja
í lokin, að hér em tveir gerólíkir
ungir listamenn á ferð, og bæði
mega vel við una hvemig ástatt
er í myndgerð þeirra.
Sýning Helgu Egilsdóttur
Fyrir nokkmm dögum var
opnuð í Hlaðvarpanum sýning á
myndlist eftir óþekkta og upp-
rennandi myndlistarkonu, Helgu
Egilsdóttur. Ekki man ég eftir
að hafa séð verk eftir hana áður
hér á sýningum, hvorki á sam-
sýningum né heldur í einkageir-
anum, ef svo mætti að orði
kveða. Þessi unga kona vekur
þegar eftirtekt með þessari
fyrstu sýningu sinni. Annars er
orðinn svo mikill fjöldi, sem
stundar hér myndlist, að erfítt
getur reynzt að fóta sig á nöfn-
um, hvað þá að muna verk allra
þeirra, sem kallaðir em. En það
er önnur saga og verður ekki
rakin hér. Helga Egilsdóttir mun
hafa stundað nám í listgrein sinni
bæði fyrir vestan og austan haf,
og það sést við fyrstu sýn og
kynni af þeim tíu verkum, er hún
sýnir á þessari sýningu sinni, að
hún hefur fengið góða undir-
stöðuþjálfun, sem hefur orðið
henni notadtjúg það sem af er
ferli hennar.
Hér er um frumraun að ræða
hjá Helgu, og það fer ekki milli
mála að hún er að nokkm bytj-
andi í faginu, en hæfíleikar
hennar blasa við og virðast lofa
góðu. Þó voga ég mér ekki að
gerast spámaður um framhaldið,
þar sem oft vill bregða til beggja
vona, hvað þroska og þróun lista-
fólks snertir, en eitt er víst, að
hér gæti farið vel, ef vindar
reyndust hagstæðir.
Verk Helgu em nokkuð fyrir-
ferðarmikil að flatarmáli og
myndbygging hennar virðist í
góðu samræmi við það. Voldugar
fígúrur, sem teygja sig um flöt-
inn, skapa spennu, sem gæðir
sum þessara verka einkennilegu
seiðmagni, sem hefur klassískan
uppruna, og kemur sú tilfínning
ágætlega í ljós í litameðferð og
teikningu Helgu. Hún er svolítið
rómantísk á köflum, og það er
sterk ljóðræn æð í flestum þess-
ara verka; allt er þetta unnið á
akademíska vísu, og því gætir
þama stundum svolítils stirð-
leika. Liturinn á það til að verða
nokkuð þungur í brúnum tónum,
sem eiga uppmna sinn í hinu
klassíska málverki.
Einhvem veginn kom þessi
sýning mér á óvart. Það er langt
síðan sézt hafa hér á sýningu
ungs listamanns þessi mynd-
rænu fyrirbæri, sem eiga svo
sterkar rætur í fortíðinni. Og það
fer ekki framhjá neinum, að sú
þjálfun, sem Helga Egilsdóttir
hefur fengið, er ekki gripin úr
lausu lofti.
Þessi sýning lofar að mínum
dómi meiru en venjulegt er um
fyrstu sýningar ungra manna,
og ég óska listakonunni til ham-
ingju með ágæta bytjun.