Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 14

Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. AGUST 1986 Undarlegt verkfall hiá Air France ^ Flug Gunnar Þorsteinsson Ekki alls fyrir löngu fóru flugmenn, flugfreyjur og flugaf- greiðslufólk hjá Air France í sólarhringsverkfall til að mótmæla úthlutun áætlunarflugleyfa til annarra franskra flugfélaga. Það er óneitanlega undarlegt að boða verkfall hjá sínum vinnuveit- anda til að mótmæla réttindum til handa öðrum fyrirtækjum. En skýringin er eflaust sú, að Air France er ríkisflugfélag og stolt Frakka i flugmálum. Vegna þessa sérstæða verkfalls lagðist allt Evrópuflug félagsins niður svo og nær allt flug til ann- arra heimsálfa. Astæðan fyrir verkfallinu var sú, að skömmu áður hafði leigu- flugfélagið Minerve, sem er í einkaeign, fengið leyfí til áætlun- arflugs milli Frakklands og Antilleseyja í V-Indíum. I Frakk- landi og víðar var litið á þessa leyfisveitingu sem stórt skref í átt að auknu frelsi í frönskum flugmálum. Ekki bætti það úr skák, í augum starfsmanna Air France, að Point Air leiguflug- félagið fékk um líkt leyti áætlun- arflugleyfi á einni smáleið. Eru Air France starfsmenn mjög óánægðir með að leiguflugfélög- unum skuli hafa verið gefin leyfi til að keppa í áætlunarflugi við sjálft ríkisflugfélagið og telja þeir leiguflugfélögin vera í aðstöðu til að bjóða verulega lægri fargjöld. Stjórnendur Air France reyndu að fá stéttarfélögin til að hætta við verkfallið sem þeir lýstu sem algerlega ótímabæru. Sem von er hafa starfsmenn Air France áhyggjur af eigin framtíð og at- vinnuöryggi því félagið hefur lengi verið verndað gegn sam- keppni í áætlunarfluginu. Þessi harkalegu viðbrögð starfsmanna Air France þykja benda til þess, að það verði ekki auðvelt verk hjá frönskum stjóm- völdum að innleiða aukið frelsi í flugmálum. Því má búast við að þróun í frjálsræðisátt verði hæg. Samskipti Air France við starfs- fólk sitt eru nokkuð góð en þrátt fyrir það hyggst fyrirtækið ekki styðja sitt fólk og mótmæla ftjáls- ari flugmálastefnu ríkisstjómar- innar. Air France var þjóðnýtt árið 1946 og er nú eitt stærsta flug- félag heims á alþjóðaleiðum. Starfsmenn félagsins um þessar mundir eru um 24.500 talsins og rekur það um 120 flugvélar. Stærstar em risaþotur af gerðinni Boeing 747 en þær minnstu Fok- ker F-27 skrúfuþotur. Ekki má gleyma flaggskipum Air France flugflotans, Concord, hljóðfráu þotunum. Auk þessara véla eru 29 nýjar í pöntun hjá Boeing og Airbus flugvélasmiðjunum. Minerve og Point Air leiguflug- félögin eru dvergar miðað við Air France, ef svo má að orði kom- ast. Minerve er 11 ára gamalt félag með um 250 starfsmenn og sex þotur í rekstri, íjórar af ýms- um DC-8 gerðum og tvær Caravelle. Point Air er aðeins 5 ára með 50 starfsmenn. A sínum snærum hefur félagið nú tvær þotur, eina DC-8 og eina Boeing 720. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu flugmála í Frakklandi á næstu misserum og þeirri glímu sem sjómvöld verða líklega að há við ýmsa sterka andstöðuhópa, m.a. starfsfólk Air France. Þær hafa sennilega ekki tekið fram nýju einkennisbúningana sína þessar þijár flugfreyjur hjá Air France daginn sem þær fóru i sólarhringsverkfall, ásamt öðrum lykilstarfshópum félagsins. Þar sem Concord, hljóðfráa þotan, er flaggskip Air France þyk- ir ekki annað við hæfi en að heimsþekkt tiskuhús saumi einkenn- isfatnaðinn á starfsfólk Concord-deildarinnar. Þær stöllur á myndinni skarta nýjum búningi frá Nina Ricci sem var tekinn í notkun í ársbyijun. Fyrstu sex mánuði ársins lentu flugvélar stærri flugrekenda í 47 óhöppum án þess að þau hefðu dauðaslys í för með sér. Eitt þess- ara óhappa henti Fokker vél Flugleiða, Árfara, á Reykjavíkurflugvelli. Þá slasaðist enginn af þeim 45 sem um borð voru, svo sem kunnugt er. Flugslys í heiminum fyrstu sex mánuði 1986: 340 létu lífið í 12 slysum Fyrstu sex mánuði ársins hafa 340 manns látið lífið i 12 flug- slysum. Auk þess hafa 47 óhöpp átt sér stað á sama tímabili án þess að í þeim hafi orðið dauðaslys. Þessar upplýsingar koma fram í árlegri samantekt breska nugtímaritsins Flight Internat- ional um flugslys og óhöpp véla stærri flugrekstraraðila. Mannskæð flugslys eru flokkuð þannig: Þijú í áætlunarflugi með farþega, eitt í leiguflugi með far- þega, tvö f flugi án farþega og 6 í flugi landshluta- og svæðisflug- félaga. Ohöppin 47 skiftast á eftirfarandi hátt: 36 í áætlunar- flugi með farþega, 11 í flugi án farþega og ekkert óhapp varð í leiguflugi. Flight International greinir ekki frá fjölda óhappa hjá landshluta- og svæðaflugfélögun- um. Tveir atburðir sem Flight Int- emational flokkar undir flugrán og hryðjuverk urðu fyrstu sex mánuði ársins. í apríl sprakk sprengja um borð í þotu TWA félagsins í aðflugi að Aþenuflug- velli og í maí sprakk sprengja um borð í Air Lanka þotu á Colombo- flugvelli á Sri Lanka. I þessum sprengingum létu 20 lífíð en þau dauðsföll eru ekki talin með þeim 340 sem urðu í flugslysunum sjálfum. Alvarlegasta flugslysið varð í Mexíkó í apríl þegar Boeing 727 vél mexíkanska ríkisflugfélagsins, Mexicana, hrapaði til jarðar. Allir um borð, 181, létust. Um orsök þessa slyss segir Flight Intcrnat- ional að sannað þyki að eldur hafi komið upp í vélinni á flugi. Við eldsvoðann veiktist burðar- grind þotunnar sem skall til jarðar með áðumefndum afleiðingum. Talið er að eldurinn hafí kviknað í vinstra hjólahúsi vegna yfirhita í bremsukerfí. I akstri á jörðu, skömmu áður en slysið varð, þurfti þotan óvenjumikið hreyfil- afl auk þess sem flugtakið var lengra en eðlilegt var miðað við Dauðaslys Jan.—júlí í flugi 1977-1986 Fjöldi látinna Fjöldi slysa (allir flokkar) 1986 340 12 1985 913 21 1984 134 12 1983 156 14 1982 538 17 1981 175 13 1980 638 20 1979 599 29 1978 637 36 1977 1 1034 21 1) Þetta ár rákust saman tvœr Boeing 747 risaþotur á Tenerife-flugveUi. Það er mesta flugslys sögunnar. aðstæður. Ef þetta slys er undanskilið, þá er Qöldi látinna svipaður og slysin jafn mörg og fyrri hluta árs 1984, en þá létu fæstir lífið í flugslysum á síðastliðnum ára- tug. Eitt óhappanna 47, í samantekt Flight InternationaI sem ekki hafði í för með sér dauða fólks varð hér á landi. Þetta er óhappið sem henti Fokker vél Flugleiða, Árfara, þegar hætt var við flugtak með þeim afleiðingum að vélin rann fram af flugbrautinni í Skeijafirði og stöðvaðist á Suður- götunni. Eins og kunnugt er slasaðist enginn af þeim 45 sem um borð voru. Boeing þota númer 5000 Nú í ágústmánuði lýkur smíði 5000-þotunnar hjá Boeing flug- vélasmiðjunum. Þotan númer 5000 er tveggja hreyfla Boeing 737-300 og fer hún til hollenska flugfélagsins KLM. Boeing er lang stærsti far- þegaþotuframleiðandi í heimi og kemst ekkert annað fyrirtæki með tæmar þar sem Boeing hefur hælana. Fyrsta Boeing farþega- þotan, B 707, var tekin í notkun árið 1958 og í kjölfarið komu síðan ýmsar gerðir og stærðir Boeing-þotna, eins og alkunna er. Þær eru B 727 eins og Flugleiðir nota í Evrópu- og leiguflugi, B 737 eins og Arnarflug notar í áætlunarflugi sínu, B 747 risaþot- an, og fyrir fáum árum hófst smíði nýjustu vélanna B 757 og B 767. Á myndinni sjást starfsmenn Boeing setja stélið á 5000. Boeing-þotuna fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.