Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
Baldur nemur
land á Kili
Lionsfélagar hafa komið upp gróðurvin á öræfum
UM MEIRA en tuttugu ára skeið hafa félagar í Lionsklúbbnum
Baldri í Rcykjavík lagt stund á landgræðslu á friðaðri land-
spildu á Kili. Árið 1962 úthlutaði Landgræðsla rikisins, með
samþykki Biskupstungnahrepps, klúbbnum um 700 hektara
landsvæði i Svartártorfum við Hvítárvatn. Nokkrum árum
seinna hóf Lionsklúbburinn Freyr einnig ræktun á svæði norð-
an við spildu Baldursmanna. Gróður var sáralítill fyrir á öllu
svæðinu en landið er hluti af afréttum Biskupstungnabænda
og í meira en 400 metra hæð yfir sjávarmál. Landgræðslan
útvegaði Ijónunum grasfræ og áburð og fyrstu árin var sáð
úr flugvél Landgræðslunnar. Einniggirti Landgræðslan landið
fyrir ágangi sauðfjár og lauk því starfi árið 1966.
Sumarið 1965 var farin fyrsta
svonefnda „Qölskylduferðin" í Bald-
urshaga, eins og spildan var nú
nefnd. Nokkrir tugir klúbbfélaga,
ásamt eiginkonum og börnum,
dvöldust þarna í tjaldbúðum í tvo
daga, sáðu grasfræi og dreifðu
áburði. Slík ferð hefur síðan verið
farin á næstum hveiju sumri og
fullorðnir þátttakendur oftast verið
20-30, en bamaQöldi mjög misjafn.
Auk þess hafa einstakir félagar far-
ið fleiri ferðir á sumrin til að hlúa
að gróðrinum.
Landnám í
Baldurshaga
Þetta sama ár var ákveðið að
landgræðsla skyldi sett á oddinn í
starfi Baldurs og jafnframt reynt
að hafa áhrif á önnur félagasamtök
og einstaklinga í sömu átt. Hafín
var sala á áburði og grasfræi í plast-
fötum („Græðum landið") og tóku
bensínstöðvar að sér sölu á fotunum
án þóknunar. Sá áhugi er þetta
framtak vakti, átti mikinn þátt í
stofnun samtakanna Landvemdar
sem hafa yfírtekið mikinn hluta af
því starfi sem Baldur hóf.
Aðbúnaður í Baldurshaga batnaði
stig af stigi. 1971 var vinnuskáli,
sem notaður hafði verið í
Straumsvík, fluttur þangað af mikl-
um dugnaði. 1978 og næstu ár var
skálinn, sem hlotið hafði nafnið
Breiðablik, stækkaður og endur-
bættur, reist var náðhús og 1981
byggðu nokkrir félagar sér þrjá
svefnskála sem þeir hafa ánafnað
klúbbnum eftir sinn dag.
Fyrir skömmu ákváðu Baldurs-
félagar að tími væri kominn til að
fagna afrakstrinum af nær aldar-
fjórðungsstarfí uppi á öræfum og
jafnframt kynna hann umheiminum.
Var ákveðið að bregða sér í dags-
ferð upp í Baldurshaga og nota um
leið tækifærið til að minnast við
hátíðlega athöfn látinna frumkvöðla
klúbbsins. Blaðamanni og ljósmynd-
ara frá Morgunblaðinu var boðið að
slást í hópinn, sem í voru nær 40
manns, og í kjölfar rútunnar kom
jeppi myndatökumanna sem Bald-
ursfélagar höfðu ráðið til að festa
ferðina á myndband. Síðar er ætlun-
in að bjóða Lionsklúbbum heima og
erlendis snælduna til sýninga.
Minnismerki
ofbeitarinnar
Ekið var sem leið liggur austur
á bóginn undir röggsamri og bráð-
skemmtilegri fararstjóm Finnboga
Eyjólfssonar, blaðafulltrúa hjá
Heklu hf., en hann reyndist hafsjór
af margvíslegum fróðleik. Staldrað
var við á Þingvöllum, við Geysi og
Gullfoss, en síðan haldið norður með
Hvítá, yfír Sandá og Gtjótá, sem
báðar reyndust að þessu sinni vera
vatnslitlar og sakleysislegar, og alla
leið upp á Bláfellsháls. Viðbrigðin
voru mikil að koma úr blómlegum
Biskupstungunum upp á örfoka
sandöldumar þar sem síðustu stráin
beijast örvæntingarfullri baráttu við
uppblásturinn. Rofabörðin, sums
staðar nokkurra metra þykk, em
skelfileg minnismerki ofbeitarinnar
sem enn heldur áfram að veita nátt-
úm landsins svöðusár.
Á Bláfellshálsi var stansað til að
ferðafóikið gæti bætt steini í vörð-
una víðfrægu en með því tryggir
fólk sér gott ferðaveður. Enginn
sveikst um enda hélst blíðskapar-
veður allan daginn.
Áfram var ekið eftir grýttum
slóðanum, stundum í fyrsta gír, með
stórkostlega fjallasýn til allra átta,
stórbrotnasta í vestri, þar sem Jarl-
hettur bar dimmbláar við skínandi
fannbreiður Langjökuls. Loks birtist
brúin yfír Hvítá og áfangastaðurinn,
Séð heim að skálamim í Baldurshaga. igalfell í baksýn. ^mymlan: Einar Falur
Dr. Sturla mælir hæð víðisins,
þar sem hann er einna grósku-
legastur.
indi eins ljóðsins, eftir dr. Sturlu,
svohljóðandi:
„Við þennan stað var tekin tryggð
tiðum þó að blési.
Áður var hér blómleg byggð
og bær í Hvítámesi."
Til skýringar skal þess getið að
fundist hafa leifar gamallar byggð-
ar í Hvítámesi.
Eftirfarandi vísa dr. Sturlu Frið-
Samfelldur gróður innan girðingar. í baksýn eru Kerlingarfjöll.
Svartártorfur, hinum megin við ána.
Lionsmenn hafa ræktað upp á að
giska 200 hektara á afgirta svæðinu
en auk þess hefur verið sáð úr flug-
vél á álíka mikið land, einkum næst
brúnni, og mátti þar sjá rákir af
rauðum túnvingli en ekki verulega
grænku. Þegar lengra var haldið
eftir vegarslóðanum gaf hins vegar
á að líta; á hægri hönd stórgrýtt
örfokaland þar sem varla brá fyrir
lambagrasþúfu, hinum megin slóð-
ans var girðing og handan hennar
hvanngræn jörð, þar sem víða sáust
breiður af víði sem reyndist allt að
einn metri að hæð. Ótrúleg um-
skipti hafa þama orðið fyrir elju og
þolinmæði fólks sem uppsker ekki
önnur laun fyrir starfið en
ánægjuna.
„Við þennan stað var tekin
tryggð“
Fyrir utan skálann Breiðablik
biðu þrír Baldursfélagar úr svo-
nefndri grasanefnd klúbbsins en sú
nefnd hefur yfirumsjón með Bald-
urshaga. Þeir höfðu farið upp eftir
daginn áður til að búa í haginn fyr-
ir gestina og báru nú fram ágætar
veitingar. Skálinn er mjög vistlegur
og hefur aðalstofan oft verið vett-
vangur fjörugrar kvöldvöku. Á
veggjum vom myndir og innramm-
aður kveðskapur og var upphafser-
RIDDARASPORI
Delphinium cultorum
Úrvals riddarasporar á sýningu. Þeir hafa greinilega ekki lent úti
í kuldanum
Loksins hefur Blómi vikunnar
borist þáttur frá kaupstað úti á
landi, — frá Húsavík. Þar stendur
garðyrkja með miklum blóma og
í kaupstaðnum er starfandi Qöl-
menn deild innan GI. Þau þama
norður við Dumbshaf láta sig ekki
muna um að rækta rósir í stómm
stíl og hávaxnir riddarasporar era
eftirlætisplöntur margra norður
þar.
Fá em þau blóm í görðum er
vekja meiri athygli síðsumars en
RIDDARASPORARNIR. Bæði
vegna hæðar sinnar og tíguleika,
en algengt er að þeir séu um
tveggja metra háir og þar yfír,
og ekki sfður vegna sinna himin-
bláu blóma í mörgum mismunandi
dökkum litum. Fleiri litaafbrigði
em til, bæði bleik og hvít, en þeir
bláu em algengastir.
Af þekktum litaafbrigðum má
nefna Blue Nile, sem er sterkblár
með hvítu auga, Betty Hay er ljós-
blár með hvítu auga og Swan
Lake hvítur með svörtu auga. Af
lágvaxnari afbrigðum (75-90 sm)
VIKUNNAR
17
Umsjón:
Ágústa Björnsdóttir
má nefna Blue Tit, sem er dökk-
blár með svörtu auga, og Dwarf
Snowwhite-hvítur með gulu auga.
Nú gefur það augaleið að svo
hávöxnum plöntum er hætt við
að fjúka um koll þó að plantað sé
á skjólsælum stöðum.svo nauðsyn
er á uppbindingu. í Lystigarði
Akureyrar sá ég góða lausn á
því. Vom þar kringlóttar grindur
með rimlum í að ofan, á þrem
fótum og var þeim stungið niður
yfir plöntumar svo sem í 60—70
sm hæð frá jörðu og uxu plöntum-
ar upp í gegnum rimlana. Grind-
umar vom smíðaðar úr grönnu
steypustyrktaijámi og lakkaðar
grænar svo þær litu mjög vel út
og hurfu að mestu í gróðurinn.
Hugsa ég að þeir sem kæmu sér
upp svona grindum þyrftu ekki
að hafa áhyggjur af því að horfa
á riddarasporana sína leggjast á
hliðina þó eitthvað blási.
Fjölgun riddaraspora er mjög
auðveld bæði með skiptingu á
vorin og og einnig með fræsán-
ingu. Fræið spírar vel og er fljótt
að koma upp. Ekki hafa ung-
plöntumar reynst viðkvæmar, hér
hafa þær lifað úti fyrsta veturinn,
óvarðar, og blómstrað strax
næsta sumar. Talsvert er riddara-
sporinn matfrekur og launar vel
fyrir áburð og vatn.
Eitt er það í veðurfarinu hér
sem getur sett hann út af sporinu
með blómgun, en það em vorkuld-
ar og hret. Koma þá stundum
eyður í blómklasana eins og hret-
in em mörg, eða þá að þeir verða
miklu styttri en ella, langur ber
leggur upp að klasanum. Það
slæma sumar 1979, „sumarið sem
aidrei kom“, kom hann með bera
leggi með ekki einum einasta
blómhnappi á, en allt lifði hann
af og síðan hefur hann glatt mig.
á hveiju sumri með sínum báu
blómum.
Svanlaug Björnsdóttir,
Húsavík.