Morgunblaðið - 23.08.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
19
Horfur a að Sæ-
dýrasafnið verði
gert upp í haust
SÆDÝRASAFNIÐ í Hafnarfirði hefur átt í miklum rekstrarerfiðleik-
um undanfarin ár. Talið er að það myndi kosta kosta upp undir 100
milljónir að gera það að sómasamlegu dýrasafni og segir Sverrir
Hermannsson menntamálaráðherra að svo miklir fjármunir séu ekki
til í það. Hörður Zophoniasson stjórnarformaður safnsins segir þvi
að allar horfur séu á að safninu verði lokað í haust og það gert upp.
Menntamálaráðherra skipaði 28.
febrúar í vetur nefnd til að gera
úttekt á Sædýrasafninu og tillögur
um framtíðarrekstur þess. Nauð-
ungaruppboði á safninu sem átti að
fara fram 27. maí sl. var frestað til
13. september og fé útvegað til
reksturs safnsins í sumar. 2 milljón-
ir fengust úr uppgjöri sjóðakerfis
sjávarútvegsins fyrir milligöngu
ríkisins, og nokkur styrkur frá
Hafnarfjarðarbæ og Grindvíking-
um.
Nefndin sem skilaði áliti 11. júlí
sl. klofnaði í afstöðu sinni til máls-
ins. Meirihluti nefndarinnar, sem
skipaður er Kristínu Halldórsdóttur
alþingismanni, Jóni Gauta Jónssyni
bæjarstjóra og Herði Zophonías-
syni, lagði til að ríkið og sveitarfélög
í Reykjaneskjördæmi yfírtækju
safnið og rækju það áfram, en
minnihluti nefndarinnar, sem skip-
aður er Erlendi Kristjánssyni úr
menntamálaráðuneytinu og Snorra
Olsen úr fjármálaráðuneytinu, lagði
til að stjóm safnsins yrði eftirlátið
að sjá fyrir ráði þess, þar sem ekki
væri fysilegt fyrir ríkissjóð að yfir-
taka skuldir safnsins.
Skuldir safnsins námu um síðustu
áramót tæpum 28 milljónum króna
og em nær allt skammtímaskuldir.
Nefndin telur skuldimar þó van-
metnar um 5 til 6 milljónir króna.
Eignir em bókfærðar á tæpar 48
milljónir króna. Þaraf er hvalalaug
og dæluskúr metin á tæpar 27 millj-
ónir. Syningargripir safnsins em
metnir á innan við 600 þús. krónur.
Þetta er uppfært stofnverð eigna,
en segir ekkert til um söluverð
þeirra í dag. Áhugi hefur komið
fram á því að nýta aðstöðuna til
laxeldis.
Nefndin áætlaði kostnað af nauð-
synlegum endurbótum ef ætti að
reka safnið áfram á bilinu 6 til 8
milljónir, en ef ætti að byggja safn-
ið upp að nýju, sem físka- og
dýrasafn áætlaði nefndin lágmarks-
kostnað af því um 50 milljónir
króna, sem myndi dreifast á 3 til 5
ár. Nefndin áætlaði að ef reka ætti
safnið í núverandi mynd áfram yrði
að greiða með því 5 til 7 milljónir
á ári, nema hvalasala hæfíst aftur,
sem ekki vom taldar góðar horfur
á, vegna andstöðu friðunarmanna
erlendis. Þá tapaði Sædýrasafnið
nýverið máli gegn bandarískum
umboðsaðila sínum, sem það reyndi
að rifta samningi við. Hafði safnið
af því töluverðan kostnað, og heldur
umboðsaðilinn forkaupsrétti á hvöl-
um áfram, nema þeim sem nú em
í safninu.
Sala á háhyrningum var mesta
tekjulind safnsins og komu allt að
3/< teknanna frá henni. Safnið hefur
setið uppi með tvo hvali frá því í
nóvember 1984, sem það hefur ekki
getað losnað við. Kostar 2.500-
3.000 krónur á dag að fóðra þá en
söluverðmæti hvers um sig við eðli-
legar aðstæður er á bilinu 4,4 til
5,2 milljónir króna.
Morgunblaðið spurði Sverri Her-
mannsson menntamálaráðherra um
framtíð safnsins. Hann kvaðst ekki
hafa mátt vera að því sökum anna
að sinna því máli, en hann myndi
taka á því innan skamms, tveggja
vikna éða svo, þar sem ljóst væri
að það yrði að hrökkva eða stökkva
í þessu efni áður en langt um liði.
Ljóst væri að þær fjárhæðir sem
meirihluti nefndarinnar ræddi um
væru ekki til ráðstöfunar. Sagðist
hann engu þora að spá um fram-
vindu málsins, en ljóst væri að
lífsnauðsynlegt væri fyrir íslend-
inga að eiga gott dýrasafn, einkum
sjávardýrasafn. Kvaðst hann hafa
heyrt um hugmyndir hjá Reykjavík-
urborg um dýrasafn í Laugardal,
en ekki vissi hann hver yrði fram-
vinda þess máls.
Hörður Zophoníasson stjórnarfor-
maður safnsins sagði í samtali við
blaðið að vegna dræmra undirtekta
ríkis og sveitarfélaga yrði rekstrin-
um að öllum líkindum hætt í haust,
og safnið gert upp. Sagði hann að
verið væri að athuga með sölu há-
hyrninganna. Ef safnið verður gert
upp verður flestum dýrunum lógað,
en reynt verður að selja sæljónin
og bjarndýrin. Þá væru menn að
reyna að semja um frestun nauð-
ungaruppboðsins sem vera á 13.
september, en sú krafa er upp á
aðeins hálfa milljón króna, meðan
fjármál safnsins yrðu gerð upp.
Sagði hann að þeir Jón Gunnarsson
framkvæmdastjóri safnsins hefðu
persónulega gengið í ábyrgð fyrir
töluverðum fjárhæðum.
Ericsson fundar
með íslenskum
viðskiptavinum
Á fimmtudag lauk þriggja
daga fundi sænska fjarskiptafyr-
irlækisins Ericsson með íslensk-
um viðskiptavinum sínum, þar
sem fjallað var um fjarskipti
fram til aldamóta. Fundinn sóttu
um 160 manns.
í tengslum við fundinn sýndi fyr-
irtækið nýjustu framleiðslu sína
m.a. ljósþræði til fjarskipta og
skerm sem ætlað er að taka á móti
sendingum frá Tele-X gervihnettin-
um þegar hann kemst í gagnið.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Háhyrningarnir tveir í Sædýrasafninu fóðraðir. Þeir hafa verið þar frá því í nóvember 1984, án þess
að hafi tekist að selja þá, en sala á háhyrningum var aðaltekjulind safnsins.
ENSKA
ÞÝSKA
SPÆNSKA
FRANSKA
ÍTALSKA
ÍSLENSKA
Knskuskólinn: Evrépuskólinn:
Kvöldnámskeið Þýska
Hefst Spænska
1.-2. scptcmber, Franska
7 vikur. ítalska
Dagkennsla íslenska
Hefst 8.-9. sept., Hefst 1.-2. scpt,
7 vikur. 7 vikur.
Túngötu
Viðskiptaskólinn
Viðskipta-
enska
Tækni-
cnska
Bréfritun
Utflutnings-
enska
Skrifstofu-
enska
Hefst 10.-11,
sept.