Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 20

Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 Tjernobyl í Biblíunní? JAFNT giiðleysingjar sem trúaðir í Sovétríkjunum lesa nú texta úr úkraínskri þýð- ingu Opinberunarbókar Jóhannesar. Þar er orðið „tjernobyl“ að finna. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu og fréttin hefur einnig birst í enska dagblaðinu Daily Telegr- aph. „Tjernobyl" er ekki aðeins staðurinn þar sem bilað kjam- orkuver myndaði eitruð geisla- ský er fóru um víða veröld. Orðið er einnig notað í Opin- bemnarbók Jóhannesar, 8. kafla, 10. og 11. versi, sem hljóða svo í íslensku Biblíunni: „Þriðji engillinn básúnaði. Þá féll stór stjama af himni, logandi sem blys og hún féll ofan á þriðjung fljótanna og á lindir vatnanna. Nafn stjöm- unnar er Remma („tjemobyl" á úkraínsku). Þriðjungur vatn- anna varð að remmu og margir menn biðu.bana af vötnunum, af því að þau vom beisk orðin.“ — Mér þykir þetta mjög áhugavert þrátt fyrir að túlkun- in sé ef til vill ekki hárrétt, segir Michael Harry í Álaborg, en kona hans, Svetlana, er ættuð frá Kiev, nálægt Tjerno- byl. Remma („malurt" í dönsku biblíunni, „wormwood“ í ensk- um þýðingum), er beiskur ávöxtur, sem áður fyrr var not- aður til að gera drykk af í sveitum Rússlands. Áður en kjamorkuverið var byggt við fljótið Dnjepr óx þar mikið af malurt og var nafn versins dregið af því. Rússneska og úkraínska em skyld mál, þó í mörgu séu þau ólík. Því er nú vinsæl iðja trú- leysingja og trúaðra í Rússlandi að fletta upp í úkraínskum orðabókum og sannreyna að „tjemobyl" þýði malurt á úkraínsku. „Orðrómur breiðist með ótrúlegum hraða um Sovétríkin og þannig hefur þessi upp- götvun fregnast um allt landið, hún hefur aukið áhyggjur sov- éskra yfirvalda vegna aukinnar vitneskju um slysið í kjamorku- verinu í Tjemobyl," segir í New York Times. MOsoAY.mrn. tm Uiernoöyi mms Hussians to Bible Kjarnorkuveríð ( Chernobyl. Myndin var tekin nokkrum dögum eftir slysið. Kjarnorkuslysið í Chemobyl: Geislavirkni gæti enn- þá átt eftir að aukast — 6.500 gætu dáið fyrr en ella vegna slyssins New York, AP. GEISLAVIRKNI frá kjanorkuverinu í Chemobyl í Sov- étríkjunum dreifðist yfir stærra svæði en í fyrstu var búist við og gæti ennþá átt eftir að aukast vegna geislavirkra agna sem era á sveimi í andrúmsloftinu. Þá er talið að allt að 6.500 manns geti dáið fyrr en ella vegna mengunar frá kjarnorkuverinu. Dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu í gær og hefur þessar upplýsingar úr sovéskri skýrslu, sem rædd verður á fundi Alþjóða kjamorkumálastofnunar- innar í Vín á mánudaginn kemur. í skýrslunni kemur enn fremur fram að gert er ráð fyrir áframhaldandi mengun fisks, grænmetis og bygg- inga á svæði sem nemur tugum kílómetra frá verinu. Eftir kjanorkuslysið var fólk flutt burt á 2.600 ferkílómetra svæði í kringum verksmiðjuna. Unnið er að þvl að flytja burt efsta jarðlagið á hluta þessa svæðis og verður það grafíð niður vegna mengunar. Þá verður að hreinsa byggingar vegna geislavirkni og þar sem vatnið sem notað er til hreinsunarinnar verður geislavirkt, verður að flytja burt jarðlagið í kringum byggingamar. 31 maður hefur látið lífið til þessa vegna slyssins í Chemobyl og hundruð hafa veikst. í skýrslunni kemur fram að 3,5% af geislavirku efni í kjamakljúfnum komst út í andrúmsloftið og segir dagblaðið að það sé meiri geislavirkni en varð vegna kjamorkusprenginganna í Japan í seinni heimsstyijöldinni. í skýrslunni segir að 15 dögum eftir slysið hafi geislavirknin á 60 kíló- metra svæði umhverfis kjamakljúf- inn verið 500 sinnum meiri en eðlilegt er. Benedikt Gröndal sendiherra um lokaftind Stokkhólmsráðstefnumian Líkur á samkomu- lagi hafa aukist hefur gengið á ýmsu og má þar segja að ástandið milli stórveldanna hafi endurspeglast á hveijum tíma. Síðustu vikur hefur samband milli risaveldanna farið batnandi og er áætlað að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hittist um það leyti sem Stokk- hólmsráðstefnunni lýkur, eftir u.þ.b. einn mánuð. Þetta hefur kom- ið fram í því að hér hafa verið mjög batnandi horfur á þvf að samkomu- lag næðist og samkomulagsvilji hefur farið vaxandi undanfamar vikur, bæði Vesturveldanna, Var- sjárbandalagsrfkjanna og að sjálf- sögðu hlutlausu ríkjanna. Ráðstefnan hefur í þetta tvö og hálfa ár starfað í lotum, oft í tvo til þijá mánuði í senn en svo eru hlé á milli. Fyrir nokkrum dögum hófst síðasta lotan, en í lotunni þar á undan, fyrir sex til átta vikum, var þegar ljóst að árangur var mjög batnandi og kom það m.a. fram í því, að fulltrúar Atlantshafsbanda- lagsins létu í Ijós vilja til að gera í tilefni af þvi að nú er að hefjast síðasta fundalota á Stokk- hólmsráðstefnunni um takmörkun vígbúnaðar í Evrópu, leitaði Morgunblaðið álits Benedikts Gröndal, sendiherra og fulltrúa ís- lands á ráðstefnunni, á því sem þar er og hefur verið að gerast. Fer frásögn sendiherrans hér á eftir. Fyrir rúmum áratug var hreyfing til slökunar í Evrópu og má segja að hún hafí náð hæst í svokölluðu Helsinkisamkomulagi sem gert var og undirskrifað af Geir Hallgríms- syni fyrir okkar hönd í Helsinki árið 1975. Samkvæmt þessu sam- komulagi byijuðu þjóðir Evrópu að draga úr spennu og tortryggni með því að tilkynna hver annarri um heræfingar og reyna þannig að skapa festu í samskiptum þjóða. Síðan hafa verið haldnar margvís- legar ráðstefnur um ýmsa þætti Helsinkihreyfingarinnar, sem köll- uð er, en Stokkhólmsráðstefnan, sem fjallar um öryggismál og hvemig unnt sé að auka traust á milli þjóða og um leið öryggi í álf- unni er hvað viðamest. Þetta er talinn vera mjög góður grundvöllur undir afvopnun. Stokkhólmsráðstefnan hófst í janúar 1984 og komu þá utanríkis- ráðherrar nær allra 35 þátttökuríkj- anna hingað til Stokkhólms. Þessi þátttökuríki eru öll ríki í Evrópu, stór og smá, nema Albanía og þar að auki Bandaríkin og Kanada í Norður-Ameríku. Fyrst í stað hafði Stokkhólmsráðstefnan verulega þýðingu því þá var sambúð stórveld- anna stirð og hafði slitnað upp úr ýmsum viðræðum svo að þessi brú þótti vera mikils virði. Síðan hefur gengið á ýmsu. Batnandi horfur á samkomulagí Á ráðstefnunni eru Qöldamargir, bæði sendiherrar, sem eru fulltrúar utanríkisráðuneyta og hemaðarsér- fræðingar, vegna umfjöllunar um hernaðarmál. Það hefur verið unnið mikið í þessum málum, um árangur ýmsar samningalegar tilslakanir, sem gætu stuðlað að farsælu sam- komulagi. Það mátti heyra nokkuð af því sama frá ríkjum Varsjár- bandalagsins og að sjálfsögðu vinna hlutlausu ríkin mjög að því að reyna að miðla málum og stuðla að því að árangur náist. Það sem um er að ræða á þess- ari ráðstefnu er að gera mun öflugri ráðstafanir til þess að þjóðimar veiti hver annarri upplýsingar um heræfingar, herflutninga og aðrar hemaðarlegar aðgerðir sem þær hafa í frammi. Einnig er samkvæmt samþykkt sem gerð var á fundi í Madrid ákveðið að nú skuli þessar ráðstafanir vera stjómmálalega bindandi. í fyrsta lagi þarf að semja um hvaða aðgerðir, heræfingar eða slíkt, skuli vera skylt að tilkynna. í Helsinki 1975 var ákveðið að mörkin skyldu vera heræfingar sem 25.000 menn eða fleiri taka þátt í. Nú er ætlunin að tilkynningaskyld- an nái til mun fámennari æfinga og hafa Sovétmenn lagt til að mið- að yrði við 18.000 manns, en NATO-ríkin vilja hafa mörkin 6.000. Þessu mun blandast ýmis- legt, t.d. fiöldi og gerð tækja sem herliðið notar, skipulagning o.fl. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem verið er að semja um síðustu 4 vik- umar og em menn bjartsýnir á að takast muni samkomulag sem væntanlega gæti orðið um 10.000 manns. Þá hafa mörkin verið færð verulega langt niður. Benedikt Gröndal, sendiherra. Gagnkvæmt eftirlit naudsynlegt í öðm lagi er það mjög veigamik- ið atriði að það verði gagnkvæmt eftirlit með því að allar þessar sam- þykktir verði haldnar. Hingað til hafa Sovétríkin verið ákaflega andvíg þvf að samþykkja eftirlit annarra þjóða, hafa yfirleitt hafnað því og kallað slíkt skipulegar njósn- ir. Hins vegar hafa Vesturveldin á þessari ráðstefnu og á öðmm af- vopnunarráðstefnum í Evrópu lagt á það ríka áherslu, að lítið þýddi að samþykkja nokkuð ef ekki væri hægt að ganga úr skugga um það af báðum aðilum að samþykktir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.