Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 21

Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986. 21 Hmar raunverulegn ástæður efnahags- þvingana gegn Suður-Afríku: „Vanþekking heims- ins, illgirni, græðgi, vantraust og hræsni“ — segir P.F. Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku Jóhannesarborg, Suður-Afríku, AP. DESMOND Tutu, biskup og frið- arverðlaunahafi Nóbels, sagði i gær að fulltrúar ríkisstjómar- innar reyndu að gera hann að sektarlambi og ábyrgan fyrir vandamálum Suður-Afríku til þess að vinna sér vinsældir með- al hvítra kjósenda. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar á suður- afríska þinginu skorsði á rikis- stjórnina að segja af sér, þar sem Veður víða um heim Lægst Hœst Akureyri 12 rigning Amsterdam 13 19 skýjað Aþena 20 35 heiðskirt Barcelona 29 mistur Berlín vantar Brussel 7 20 skýjað Chicago 15 26 skýjað Dublin 8 16 rigning Feneyjar 26 heiðskirt Frankfurt 13 20 skýjað Genf 10 25 heiðskírt Helsinki 13 16 rigning Hong Kong 26 30 heiðskírt Jerúsalem 17 29 heiðskirt Kaupmannah. 10 17 rigning LasPalmas 29 heiðskirt Lissabon 15 29 heiðskírt London 14 20 heiðskfrt Los Angeles 21 34 heiðskírt Lúxemborg 16 rigning Malaga 28 heiðskfrt Mallorca 33 heiðskírt Miami 26 31 skýjað Montreal 16 25 skýjað Moskva 11 18 rigning NewYork 17 19 skýjað Osló 7 17 skýjað Paris vantar Peking vantar Reykjavík 11 skúrir Ríó de Janeiro vantar hún gerði sér ekki grein fyrir að forsenda afnáms kynþátta- stefnunnar væri víðtækar breyt- ingar á félagslegum, efnahags- legum og stjóramálalegum þáttum í þjóðfélaginu. Tutu, sem kom aftur til Suður- Afriku á fímmtudag eftir ferðalag um Japan, Kína og Jamaica, endur- tók áskoranir sínar um að Suður- Afrika yrði beitt eftiahagsþvingun- um. Sagðist hann ekki óttast að verða lögsóttur fyrir föðurlands- svik, en ýmsir hafa að undanfömu látið hafa eftir sér hótanir þess efn- is, þeirra á meðal Pietie du Plessis, ráðherra verkalýðsmála. „Vanþekking heimsins, illgimi, græðgi, vantraust og hræsni," eru hinar raunvemlegu ástæður fyrir efnahagsþvingunum gegn Suður- Afriku, að því er P.F. Botha, forsæt- isráðherra Suður-Afríku lét hafa eftir sér í gær. Forseti írans; Hótar árásum á olíustöðvar við Persaf lóa Nicosia, AP. FORSETI írans, Ali Khameinei, gaf í skyn í gær að hugsanlegt væri að her landsins gerði árásir á olíuvinnslustöðvar nágranna- ríkja íraks. Ástæðan væri sú að íranar vildu hefna fyrir árásir íraka á olíuskip í Persaflóa. Khameini sagði að notuðu íranar þá hemaðartækni, sem þeir hefðu yfír að ráða, gæti það leitt til þess að olíuframleiðsla við Persaflóa minnkaði vemlega. Hann gerði ekki nánar grein fyrir orðum sínum. íranskir ráðamenn hafa á síðustu vikum ítrekað varað stjómir ríkja, eins og Saudi-Arabíu og Kuweit, við að halda áfram að styðja írak í Persaflóastríðinu. væra haldnar. Nú álít ég það nokk- uð víst að tilkynningaskyldu verði látin fylgja sú skylda, að bjóða eftir- litsmönnum frá öðmm þjóðum að fylgjast með heræfíngum og öðm slíku. Það er bara spuming um framkvæmdaratriði á því sviði. Síðan em uppi þær hugmyndir að ef gmnur vaknar um að ríki brjóti þessa samþykkt, megi önnur ríki krefjast eftirlitsferðar til þess að athuga hvort um brot sé að ræða. Þetta er náttúrlega stórt skref. Það sem nú hefur gerst er að Sovétrík- in hafa gengist inn á slíkt eftirlit, þau ætla sér að taka þvi, að aðrar þátttökuþjóðir fái rétt til að krefj- ast þess að fá að senda eftirlitsmenn til Sovétríkjanna til að líta eftir því hvort eitt eða annað er að gerast sem ekki er í samræmi við alla þessa samninga. Það sem gerðist og hefur vakið nokkra athygli í fjöl- miðlum í byijun þessarar fundalotu var að aðalfulltrúi Sovétríkjanna, Oleg Grinevski, flutti ræðu og sagði alveg afdráttarlaust að Sovétmenn vildu að svona kerfí yrði komið á. Ekki er því að neita að með því hafa verið stigin mjög veigamikil skref til þess að gera samkomulag mögulegt. Vegná þess að Vestur- veldin, sérstaklega Bandaríkin, hafa verið mjög treg til að gera samninga ef ekki má á neinn hátt ganga úr skugga um að þeim sé fylgt- Aðalfulltrúi Bandaríkjamanna, Robert L. Barry, flutti líka ræðu og skýrði frá ýmsu sem Vesturveld- in em tilbúin að gera til að ganga til móts við aðra um samkomulag sem er ekki síður athyglisvert en það sem Rússinn hafði fram að færa. Þó hér sé um að ræða merk- an atburð ef þetta gerist allt á næstu 4 vikum eða í lok ráðstefn- unnar, þá má ekki gleyma því, að það á enn eftir að semja um fram- kvæmdina og það getur orðið ýmislegt í veginum á þeirri leið sem gæti dregið úr gildi málsins t.d. í sambandi við eftirlit, ef ekki yrði leyft að skoða svokölluð lokuð svæði. Þau munu nú vera býsna mörg í Sovétríkjunum og fleira er það sem ákveða þarf í sambandi við beina framkvæmd, en sem sagt meginatriðið hefur náð samþykki og það verður að teljast merkur atburður. Um einstök atriði og texta þessa samkomulags verður fjallað næstu 4 vikur. Þessi ráðstefna hefur alger tímamörk í lok september vegna þess að í byijun nóvember hefst í Vínarborg stór ráðstefna um mál- efni Helsinkihreyfingarinnar og koma þar saman þræðir frá öðmm ráðstefnum sem haldnar hafa verið í Ottawa í Kanada, í Búdapest í Ungveijalandi, í Bem í Sviss og svo hér í Stokkhólmi. Hinar ráðstefn- umar hafa að vísu allar endað án árangurs, svo það mun hressa upp á þessa mynd ef Stokkhólmsráð- stefnan getur skilað vemlegum árangri í sínum málum með hertum ráðstöfunum, sem gerðar em með gagnkvæmu samkomulagi 35 ríkja til að vekja traust og draga úr tor- tryggni sem ávallt á mikla sök á því ef til vopnaðra átaka kemur milli þjóða. Viðræðum Sovétmanna og ísraels mótmælt Margir Israelsmenn mótmæltu því að ríkisstjórn þeirra ætti í samningaviðræðum við Sovétrikin um endurnýjun sijórnmálasambands milli land- anna. Nokkrir þeirra hlekkjuðu sig saman í miðborg Jerúsalem í mótmælaskyni og lokuðu AP/Sfmamynd þannig mikilvægum gatnamótum í borginni. Konan heldur á mótmælaspjaldi, þar sem sam- semdarmerki er sett á milli Helsinkiviðræðn- anna og samningsins sem gerður var í Miinchen árið 1938. Eddy Shah sigri hrósandi með fyrsta eintakið af „Today“. Nú hefur hann gefist upp og látið fjölþjóðafyrirtækinu Lonrho eftir útgáfuna. Bretland: Shah hættir útgáfu „Today“ London, AP. Fjölþjóðafyrirtækið Lonhro hefur yfirtekið rekstur breska dagblaðsins Today, sem var i eigu útgefandans þekkta, Eddy Shah. Hann hefur nú fest kaup á nokkrum smáblöðum sem gefin eru út í norðurhluta Englands. Það vakti mikla athygli þegar Eddy Shah hóf rekstur Today þann 4. mars síðastliðinn. Blaðið var hið fyrsta sem unnið var með aðstoð töivutækninnar í Bretlandi. Aðeins þremur mánuðum síðar bjargaði fjölþjóðafyrirtækið Lonhro blaðinu frá gjaldþroti. Fyrirtækið lagði fram 23 milljónir punda og eignað- ist með því móti 35% í dagblaðinu. Eddy Shah vakti fyrst athygli árið 1983 þegar hann lenti í hat- rammri deilu við stéttarfélag breskra prentara og fór með sigur af hólmi. Pilla fyrir karlmenn? Woods Hole, Massachusetta, AP. VÍSINDAMENN hafa uppgötvað lyf sem gerir sæði óvirkt. Segja þeir að þessi uppgötvun geti leitt til þess að framleidd verði getn- aðarvarnarpilla fyrir karlmenn. Vísindamennimir segja að hið nýja lyf taki öðmm fram, sem reynd hafa verið í því skyni að framleiða getnaðarvamarpillur fyrir karl- menn. í sumar hafa farið fram rann- sóknir á skelfíski í Woods Hole og reyndist hið nýja lyf koma í veg fyrir ftjóvgun eggja þeirra. Sæði skelfíska og manna er mjög áþekkt og því þykir skelfískur sérlega hent- ugur til rannsókna á sæði og eðli frjóvgunar. GENGI GJALDMIÐLA Lundúnum, AP. BANDARÍKJADALUR féll gegn öllum helstu gjaldmiðlum Evr- ópu í gær nema breska pundinu. Dalurinn hækkaði gegn yeninu í Japan, kostaði 153,40 yen, en kostaði á fimmtudag 153,03 yen. Breska pundið féll aðeins, kost- aði 1,4925 dali við lokun gjald- eyrismarkaða, en kostaði á fimmtudag 1,4970. Gengi annarra gjaldmiðla gagn- vart dal var sem hér segir. Dalurinn kostaði 2,0410 vestur-þýsk mörk (2,0480), 1,6450 svissneska franka (1,6485), 6,6800 franska franka (6,7095), 2,3025 hollensk gyllini (2,3080), 1.408,00 ítalskar lírar (1.413,00) og 1,3915 kanadíska dali (1,3915).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.