Morgunblaðið - 23.08.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 23.08.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÖST198G Pakistan: Fámennar mótmæla- aðgerðir Islamabad, AP. STJÓRN Pakistans gaf í gær út yfirlýsingu, þar sem segir að mótmælaaðgerðirnar, sem staðið hafa í landinu með hléum síðustu niu daga, hafi gjörsamlega mistekist. Mótmæli voru skipulögð í gær, en mjög fáir tóku þátt í þeim. Markmið stjómarandstæðinga var að bola forseta landsins, Zia Ul-Haq frá völdum, en verulega hefur dregið úr þátttöku almenn- ings í mótmælaaðgerðunum. Um tíu þúsund manns söfnuðust þó saman til að mótmæla stefnu stjómarinnar í borginni Lahore, sem er í austurhluta landsins. Samt dró ekki til frekari tíðinda. 27 manns hafa látið lífíð í óeirðum í Pakistan síðan 14. ágúst og a.m.k. fímm þúsund stjómarandstæðingar hafa verið teknir höndum vegna mótmæla- aðgerðanna. Listflug Listflugsveit ítalska flughersins sýnir kúnstir sínar á flugsýn- ingu í Kaliforníu. Sveitin er í sýningarferð um Bandaríkin. Hún hafði viðdvöl á íslandi á ferðinni vestur um haf og staldrar einnig við og hefur hér næturdvöl í bakaleiðinni. Sri Lanka: Minni líkur á vopnahléi Colombo, Sri Lanka, AP. TALSMAÐUR stjómarhersins á Sri Lanka sagðist i gær draga í efa að herskáum tamílum væri alvara með vopnahiéstillögu þeirra, þar sem skæraliðar hefðu aukið heraaðaraðgerðir sínar að undanförnu. Stjóm Sri Lanka hefur ekki enn svarað tillögu fimm skæruliðahreyf- inga tamfla opinberlega, en hún var lögð fram á fimmtudag og gerir ráð fyrir eins mánaða vopnahléi. Tals- maður hersins sagði að skæruliðar hefðu hert árásir sínar meðan á friðarviðræðum stjómarinnar og hófsamra tamfla stóðu. Hann bætti því við að skæruliðar hefðu gert sex harðar árásir á mannvirki á síðustu tveimur vikum. Nokkrir skærulið- anna hefðu verið teknir höndum, og hefðu þeir greint frá því að þeim hefði verið fyrirskipað að gera fleiri árásir til að reyna að spilla fyrir friðarviðræðunum. Leiðtogar skæruliða hafa for- dæmt friðarviðræðumar á þeirri forsendu að þær geti komið i veg fyrir að tamflar nái því ætlunar- verki sínu að stofna sjálfstætt ríki á eyjunni. Hófsamir og herskáir tamíiar gerðu samkomulag við stjómina um vopnahlé í fyrra. Vopnhléið stóð þó stutt vegna þess að samningsaðilar sökuðu hveijir aðra um að hafa brotið samkomulagið. Bandaríkin: Flug'véiar sem ekki sjást í ratsjám Washington, AP. BANDARISKA daghlaðið The Washington Post skýrði frá því í gær að flugher Bandarikjanna gerði nú tilraunir með „huliðsorr- ustuvélar“, sem eru þeim kosti búnar að þær koma ekki fram á ratsjám. Smíði slíkra sprengjuflugvéla hefur verið á almannavit- orði, en flugherinn hefur ávallt neitað tilvist orrustuvéla með þessum eiginleika. Blaðið sagði að flugherinn hefði látið smíða 50 tilraunavélar af þess- ari gerð og færi æfíngaflug fram að næturlagi frá herflugvelli í vest- urhluta Nevada. Talsmaður vamar- máiaráðuneytisins sagðist ekkert vilja segja um fregnir blaðsins. Að sögn blaðsins er nær ógjöm- ingur að verða vélarinnar var á ratsjám, en smíði sprengjuvélarinn- ar var einmitt gagnrýnd á sínum tíma, þar sem hún þótti ekki nógu „ósýnileg". Að sögn heimildarmanna blaðs- ins hefur vélin verið feykidýr í hönnun og keypti því Flugherinn aðeins 50 vélar í stað þeirra hundr- að, sem í ráði var að framleiða. Kostnaður vegna vélanna er af sumum talinn vera orðinn um 7 milljarðar dala eða jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna. Einn íri lét lífið og tveir særðust Beirút, AP. EINN íri lét lífið og tveir aðr- ir særðust í sprengingu i Beirút í gær, en þeir voru í friðargæslusveitum Samein- uðu þjóðanna i LÍbanon. íramir voru á gangi á götu í Beirút þegar sprengja sprakk þar skammt frá. Onnur sprengja sprakk í flölbýlishúsi í borginni og varð eldur þar laus. Þrír íbúar hússins særðust í sprengingunni. Breskt herskip á Möltu Floti litilla báta fylgir breska herskipinu Brazen inn í höfnina í Valletta á Möltu og fögnuðu Möltubúar skipinu innilega. Sjö ár eru siðan breski sjóherinn yfirgaf eyjuna vegna deilu um greiðslur af breskum herstöðvum þar. Berlín: Stríðsglæpa- maður ákærður Barist um síðustu brauðmolana í Súdan Berlln, AP. 78 ára gamall maður, sem sat í fangabúðum nazista í Austurríki, kom í gær fyrir rétt í Vestur-Berlín, þar sem hann var ákærður fyrir að hafa orðið valdur að dauða 20 samfanga á árun- um 1941-42. Otto Heinemann viðurkenndi að hafa barið tvo samfanga sfna til óbóta, en neitaði öðrum sakar- giftum. Saksóknari sagði að fangaverð- ir í Gusen-fangabúðunum hefðu falið Heinemann að hjálpa þeim við að hafa eftirlit með samföng- um sínum og bæri hann ábyrgð á því að 20 þeirra hefðu verið myrt- ir. Heinemann sagði við upphaí réttarhaldanna að fráleitt væri að rannsaka mál hans nú þar sem 50 ár væru liðin síðan hann var í fangabúðunum. Búist er við því að 60 manns muni bera vitni gegn honum við réttarhöldin. - sendinefnd Rauða krossins innlyksa í borginni Wau ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur fréttaritara Morgunblaðaina. Þjóðfrelsisher Súdan, SPLA, hótaði, föstudaginn 15. ágúst siðast- liðinn, að skjóta niður allar flugvélar sem flygju yfir landsvæði sem hann hefur á sinu valdi í suðurhluta Súdan. Alþjóðaráð Rauða kross- ins hafði hafið hjálparflug með matvæli frá Entebbe í Úganda til borgarinnar Wau í suðvesturhluta landsins daginn áður, en hætti fluginu strax þegar hótunin var gefin. Ríkisflugfélagið, Sudan Airli- nes, skellti skollaeyrum við hótuninni og hélt áfram áætlunarflugi sínu milli Khartoum, höfuðborgar Súdan, og Malakal í suðaustur- hluta landsins. Afleiðingin varð sú að 60 manns, 57 farþegar og 3 í áhöfn, létu lífið þegar skæruliðahreyfingin skaut Fokker Friend- ship-farþegavél flugfélagsins niður með SAM-7 flugskeyti skammt fyrir norðan Malakal á laugardag. Flug hefur nú stöðvast en skæru- liðar höfðu áður hindrað bifreiða- og skipaflutninga til þéttbýliskjama svæðisins. Mikill fæðuskortur er á svæðinu og ógemingur að koma matvælum til tveggja milljóna manna sem hungursneyð ógnar vegna samgönguleysis. Ástandið í fátækrahverfum borgarinnar Wau er talið sérstaklega slæmt. Þar er sama og ekkert ætilegt til handa 130.000 manns. Samkvæmt frétt- um hefur komið til skotbardaga um síðustu matarbirgðimar bæði í Wau og Malakal. Vopnaflutningar í áætlunarflugi? Borgarastyijöldin í Suður-Súdan hefur staðið í þijú ár og kostar ríkið rúmar 40 milljónir ísl. króna á dag. Þjóðfrelsisherinn berst fyrir afnámi „sharia" lagabókstafs múhameðs- trúarmanna og krefst sjálfsstjómar svæðisins. íbúar þess em flestir kristnir en íbúar Norður-Súdan eru múhameðstrúar. John Garang, leið- togi skæruliðahreyfíngarinnar, segir að þjóðfrelsisherinn hafí 90% suðurhluta landsins á sínu valdi. Talið er að 12.000 skæruliðar séu í hreyfingunni. Hún nýtur stuðnings ríkisstjómar Eþíópíu og sovésk vopn, eins og SÁM-flugskeyti, ber- ast þaðan. SPLA berst gegn stjóm- arher Súdan en hann hefur þéttbýliskjama suðurhluta landsins enn á valdi sínu. SPLA skaut farþegavélina niður til að sýna að hreyfingunni er al- vara þegar hún bannar flug yfír landsvæði sem eru á hennar valdi. Talsmenn hennar segja að flug- samgöngur séu bannaðar af því að stjómarherinn hafí notað áætlunar- og líknarflug til að smygla vopnum og hersveitum til Suður-Súdan. Þeir fullyrða að Al-Mahdi, forsætis- ráðherra, hafi samið um stuðning líbýskra hersveita við stjómarher- inn þegar hann heimsótti Trípólí fyrir rúmri viku. Forsætisráðher- rann sagði þá að hermál hefðu ekki verið á dagskrá. En talsmenn SPLA minna á að líbýskar herflugvélar réðust á skæruliðasveitir í suður Súdan í vor og dagblað í Khartoum greindi nýlega frá líbýskum her- sveitum í vesturhluta landsins. Kornið kemst ekki á leiðarenda Ekki er vitað hvað þjóðfrelsis- herinn ætlast nú fyrir. Serge Cacciá, talsmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins í Genf, sagði að hjálparstofnunin væri í stöðugu sambandi bæði við stjómvöld í Khartoum og SPLA og myndi hefja flug um leið og báðir aðilar veita leyfí. Stofnunin ætlaði að flytja 1.300 tonn af vistum til Wau í lofti en gat aðeins flutt 44 tonn áður en flugi var hætt. Níu manna sendi- nefnd Rauða krossins er innlyksa í Wau. „Fólkið okkar hefur nóg að borða, það er aðeins í fátækrahverf- um borganna sem hungursneyðin ógnar íbúunum enn sem komið er,“ sagði Caccia í samtali við Morgun- blaðið. Hjálpar- og endurreisnarsamtök SPLA hafa boðist til að taka við starfi alþjóðalíknarstofnana og koma matvælum á hungursvæðin. Caccia sagði að slíkt kæmi ekki til greina. „Það er meginregla Rauða krossins að veita sjálfur sína aðstoð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.