Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
25
Þj óðkirkj ufyrirkomulagið er
íslensku þjóðinni farsælast
eftir herra
Pétur Sigurgeirsson
biskup
Kristnir menn eru íbúar tveggja
heima. Þeir lifa í tímabundnum
heimi á jarðríki og jafnframt í eilífu
Guðs ríki. í báðum þessum heimum
hafa þeir skyldum að gegna. Eng-
inn gaf skýrari vitnisburð um þetta
en Kristur er hann sagði: „Gjaldið
þá keisaranum það, sem keisarans
er, og Guði það, sem Guðs er.“
(Matt, 22. 21)
Þó að báðir heimar hafi sérstöðu
tengjast þeir hvor öðrum í því lífi,
sem við lifum, því að sami er skap-
ari beggja. Reglur eða fyrirmæli
um það, hvernig þessir heimar skuli
samtengjast, er ekki hægt að finna
í orðum Jesú. Form og skipulag þar
að lútandi velja kristnir menn sér
á hverjum tíma í þjóðfélagi, sem
þeir lifa í.
Lúther var hugleikið samband
heimanna tveggja. Hann segir:
„Sálin er ekki undir keisara sett.
Hann getur hvorki kennt henni né
leiðbeint, hvorki deytt hana né
lífgað, hvorki leyst hana né bundið,
hvorki dæmt hana né sakfellt,
hvorki haldið henni né sleppt, en
þó hiyti svo að vera, ef hann hefði
vald til að bjóða henni eða setja
henni bönn. Yfirvaldið á að gæta
köliunar sinnar. Presturinn skal
gæta köllunar sinnar. Hver maður
skal þjóna Guði í embætti sínu.
Ekkert starf er öðru fremra. Ekk-
ert er öðrum störfum auðveldara."
Fyrir Guði hefur kristinn maður
ábyrgð á lífi sínu og annarra gagn-
vart samvisku sinni og trú. Hér
nægir að minna á baráttu Lúthers,
er sannfæring hans skyldaði hann
til þess að hlýða Guðs orði, eins og
það orð upplýsti samvisku hans.
Það var Lúther mjög á móti skapi,
að kirkjan gerðist þýlynd við yfir-
völd. Hann benti oft á, að i boðum
kirkjunnar getur reynt á það að
lögum og trúrænum viðhorfum
lendi saman: „Og vér eigum alls
ekki að spyija að, hvort þeir muni
reiðast og draga sverð sín. Því að
fagnaðarerindið á ekki að vægja
neinum, heldur átelja rangindi
hvers manns. Presturinn er settur
til að vera ráðgjafi furstans." (Ro-
land Bainton. Þýð. Guðmundur Óli
Ólafsson: Marteinn Lúther.) Yfir-
valdið og presturinn eiga hvor á
sínu sviði að gæta köllunar sinnar.
Ef yfirvaldið er ekki kristið, er eins-
ætt að skilja ber ríki og kirkju að.
Þar sem yfirvaldið er einlægur
kirkjunnar maður, þá tengjast ríkin
tvö eðlilegum böndum vegna sam-
eiginlegra sjónarmiða. Kirkjan
metur aðstoð ríkisins til þess að
opna almenningi aðgang að blessun
trúarinnar. Enda er þá grundvöllur
kirkjunnar hinn sami og þjóðfélags-
ins og betri grundvöll getur enginn
lagt. Lúther orðaði þetta þannig:
„Ríki Krists táknar þann huga og
það hátterni, sem andi Krists kemur
til leiðar í mönnum, svo að þeir
þurfa þá hvorki lög né sverð."
Frelsi kristins manns byggist á
því, að hann leggur af fúsum vilja
sjálfur á sig skorður frelsisins, boð
þess og bönn. Trúin, samviskan og
þegnskapur sameinast í að gjalda
keisaranum það sem keisarans er
og Guði það sem Guðs er.
Með ákvæðum 62.-64. greinar
stjómarskrárinnar er fengin augljós
viðurkenning íslenska ríkisins á
stöðu kirkjunnar í þjóðfélaginu, að
hún er sjálfstæð stofnun, sem nýtur
verndar og stuðnings ríkisvaldsins.
í stjómarskránni er ekki að finna
sams konar ákvæði um neina aðra
stofnun þjóðfélagsins. Stjómarskip-
unarlög landsins kveða þannig
skýrt á um sambandið milli ríkis
og kirkju, að kirkjan er ekki ríkis-
stofnun í sama mæii og aðrar
ríkisstofnanir, heidur þjóðkirkja,
sem starfar sjálfstætt á grundvelli
kenningar sinnar og hefur eigið
sjálfsforræði í köllunarstarfi sínu.
Ríki og kirkja á íslandi eiga sam-
leið og samvinnu. Það kemur fram
í ákvæði stjómarskrárinnar, sem
rekja má til ársins 1874, þegar fyrst
er fjallað um hin sérstöku málefni
aðist fyrir tveim árum, 104 ára.
Þau eignuðust 5 dætur. Lengst
af voru þau í skjóli dóttur sinnar
Aðalheiðar og manns hennar Stef-
áns Siggeirssonar. Aðalheiður
hefir verið foreldmm sínum mikill
styrkur svo ekki sé fastar að orði
kveðið. Skyldi hún ekki vera eina
konan á landinu sem hefír haldið
upp á þrjú 100 ára afmæli, fyrst
ömmu sinnar, síðan föður og loks
móður sinnar?
Ingibjörg hefir sagt mér margt
frá sinni löngu og farsælu ævi og
í vor sagði hún mér eftirfarandi
draum, sem hana dreymdi fyrir
66 ámm. Sagði hann tvisvar og
skeikaði í engu.
„Það var skömmu fyrir páska
1920, en þá átti ég heima á Kárs-
stöðum í Helgafellssveit, en þar
höfðum við Sigurður Magnússon
eiginmaður minn og dætur búið
frá 1915, að mig dreymir eina
nóttina að mér finnst koma til
mín í baðstofuna ókunnugur
huggulegur og yfirbragðsfallegur
maður, vel vaxinn og { meðallagi
stór. Hann er með pakka í hend-
inni og um leið og hann heilsar
mér kunnuglega segir hann:
„Mikið hefir mér alltaf þótt leiðin-
legt að þú skulir ekki hafa átt
betri kjör að búa við en þú hefir
átt. Ég ætla þó að reyna að.sjá
um að þú fáir betra ljós í baðstof-
una þína,“ (þar var 10 lína lampi
sem hékk í ijáfri baðstofunnar).
Tekur hann svo utan af pakkan-
um, stígur upp á stól og réttir sig
upp í mæni og tekur lampann
niður en setur f hans stað þennan
faliega og verklega 3. álma lampa,
gylltan og skrautiegan. Bar hann
miklu meiri birtu en hinn og var
ég undrandi yfir þessari fallegu
gjöf og birtunni sem kom í bað-
stofuna hjá mér. Síðan fer
maðurinn.
Rétt eftir páska fæ ég pakka.
Það er þá hugvekjubók séra Har-
alds Níelssonar sem um það leyti
vakti mikla athygli og mikið var
lesin. Var ég ekki í vafa um að
þetta væri þýðing draumsins. Sú
sem sendi mér þennan pakka var
vinkona mín Guðrún Þorkelsdóttir
en hún hafði verið hjá okkur hjón-
um um veturinn sem kom til af
því að við höfðum verið saman
þjónustustúlkur fyrir mörgum
árum hjá Sigurði Thoroddsen
verkfræðingi.
Hún hafði kynnst fyrir nokkru
manni sem hún varð hrifin af og
fór það svo að hún varð ófrísk,
en þá var önnur kona komin í
spilið sem svo maðurinn giftist
og er það önnur saga. Þá skrifar
Guðrún mér og biður um að fá
að koma til okkar og ala bamið
þar. Ekki gat ég neitað henni um
þá bón og því kom hún og átti
um veturinn dreng hjá okkur sem
skírður var Ólafur. Viidi Guðrún
jafnvel skilja drenginn eftir hjá
okkur en það var ekki hægt enda
heimili okkar hjóna orðið mann-
margt.
En það verð ég að segja að gjöf-
in frá henni Guðrúnu var mér
mikils virði. Ég stalst til að grípa
hveija stund til að lesa bókina og
næsti sunnudagur fór mikið í lest-
urinn, enda lá við að ég gleymdi
mér, en þessi lestur var mér sönn
lífsuppspretta. Ég hefi alltaf dáð
séra Harald Níelsson og mikið af
honum lært eins og fleiri.“
Árni
Pétur Sigurgeirsson
Hirðisbréf herra Péturs Sig-
urgeirssonar biskups til
presta og safnaða á íslandi,
Kirkjan er öllum opin, birt-
ist í vikunni. Þar er meðal
annars rætt um samband
ríkis og kirkju í kaflanum:
þjónusta ríkisins. Vegna
þeirra umræðna, sem um
það mál hafa orðið undan-
farið eftir fund norrænna
biskupa á sænsku eyjunni
Gotlandi birtir Morgunblað-
ið fyrrgreindan kafla hirðis-
bréfsins hér í heild með
góðfúslegu leyfi biskups.
íslands, þar á meðal þjóðkirkju.
Sérstaða íslensku þjóðkirkjunnar
byggist á því, að um 92% þjóðarinn-
ar tilheyra henni, en um 97% játa
evangelísk-lútherska trú. Á grund-
velli þess er uppbygging þjóðlífsins
sameiginlegt viðfangsefni ríkis og
kirkju. Þó að hér sé um tvo sjálf-
stæða aðila að ræða, sem hvor um
sig hefur sitt sérstaka hlutverk að
vinna eins og orð Jesú um keisar-
ann og Guð gefa til kynna, þá er
mikilvægt að gagnkvæmur stuðn-
ingur og samvinna takist. Það er
köllun kirkjunnar að færa mönnum
Guðs ríki, að líf kirkjunnar „verði
súrdeig, sem sýrir allt þjóðlífíð, öll
heimsins ríki“. (Þórarinn Böðvars-
son, Kirkjublaðið 1894.)
Að framgangi þessarar fyrirætl-
unar miðar vemd og stuðningur
ríkisins við kirkjuna. „Með stuðn-
ingi sínum við kirkjuna er bæði átt
við liðsinni í andlegum og menning-
arlegum málum og svo í fjárhags-
legum efnum. Hið fyrra lýsir sér í
því, að ríkið heldur uppi aka-
demískri kennslu í guðfræði og
mælir svo fyrir, að kristin fræði séu
kennd í ýmsum skólum landsins,
sbr. og stuðning við Lýðskólann í
Skálholti. Þá heldur ríkið uppi
kennslu í kristnum fræðum fyrir
kennara í bamaskólum og öðrum
skólum, þar sem kristin fræði era
kennd. Með helgidagalöggjöfinni
slær ríkið skjaldborg um helgidaga
þjóðkirkjunnar í allríkum mæli.“
(Armann Snævarr: Kirkjuréttur
(handrit).)
Öðra hvora hafa verið uppi um-
ræður um ákvæði stjómarskrárinn-
ar um hlutdeild ríkisins í stuðningi
sínum við þjóðkirkjuna. Gísli
Sveinsson fyrrv. forseti sameinaðs
Alþingis og sýslumaður um langt
skeið iýsti skoðun sinni á þvf máli:
„Samkvæmt stjórnarskánni á ríkis-
valdið að styðja og vemda þjóðkirkj-
una. Það er að skilja: Ríkið,
ríkisheildin á að halda uppi kirkju
og kennidómi alls landsins, nema
stofnuð séu önnur slík félög utan
þjóðkirkjunnar og fái viðurkenn-
ingu.“ (Gísli Sveinsson, tímaritið
Bjarmi 1934.)
Oft er minnst á eignir kirkjunn-
ar. Þar er komið að máli í samskipt-
um ríkis og kirkju, sem á sér langa
sögu og er margslungið. Að ýmsu
leyti er erfitt að ráða fram úr hver
stáða þeirra er í dag. Eigi að síður
er nauðsynlegt að geta gert sér
grein fyrir því, hveijar séu eignir
kirkjunnar, sem ríkið hefur haft
umsjón yfir, og hvemig á þeim
hefur verið haldið. Í árslok 1982
skipaði dóms- og kirkjumálaráð-
herra kirkjueignanefnd, sem var
falið „að gera könnun á því, hveijar
kirkjueignir hafi verið frá fyrri tíð
og til þessa dags, hver staða þeirra
hafi verið að lögum, og hvemig
háttað hafi verið ráðstöfun á þeim.“
Kirkjueignanefnd hefur skilað
fyrri hluta álitsgerðar, sem er mjög
ítarleg. í áliti nefndarinnar segir:
„Hin mikilvægasta niðurstaða
nefndarinnar, sem fram kemur í
þessum hluta álitsgerðarinnar, veit
að eignarréttarlegri stöðu kirkju-
jarðanna nú í dag... Kemur þar
m.a. fram, að jarðeignir, sem kirkj-
ur hafa átt og eigi hafa verið seldar
frá þeim með lögmætri heimild eða
gengið undan þeim með öðram sam-
bærilegum hætti, era enn kirkju-
eignir. Þar er því ekki um ríkiseignir
að ræða, enda þótt á síðari áram
hafi hins vegar gætt nokkurrar til-
hneigingar í þá átt að telja eignir
þessar með ríkisjörðum." (Álitsgerð
kirkjueignanefndar, fyrri hluti
1984.)
Von mín er sú, að könnunin, sem
senn er lokið, leiði til þess, að eign-
ir kirkjunnar geti skapað henni
tekjustofna er hún þarf nauðsyn-
lega á að halda til þess að geta
sómasamlega stutt hina fijálsu
kirkjulegu starfsemi í landinu, skv.
lögum um kristnisjóð, og séð fyrir
fjárþörf við yfirstjóm kirkjunnar
mála og til nauðsynlegra fram-
kvæmda.
Á síðari tímum hefur orðið mikil
aukning á starfsemi þjóðkirkjunnar.
Það hefur valdið meiri og meiri
umsvifum í samskiptum ríkis og
kirkju, sem af hálfú ríkisins er í
umsjá dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins. Jafnframt því, sem ég
þakka ánægjuleg og gagnleg sam-
skipti við kirkjumálaráðherra og
ráðuneyti hans, læt ég í Ijós þá ósk
og von, að tillögur Kirkjuþings um
sérstakt kirkjumálaráðuneyti nái
fram að ganga. Það ráðunejrti færi
og með málefni annarra trúfélaga
í landinu. Undir það ráðuneyti
heyrðu þau mál, er kirkjuna varða,
en dreifðust ekki eins og nú milli
ráðuneyta. Þannig er því háttað á
hinum Norðurlöndunum. í Dan-
mörk var slíkt ráðuneyti stofnað
1916. Á meðan þessi tilhögun nær
eigi fram að ganga, er nauðsyn-
legt, að sá fulltrúi í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu, sem hefur
kirkjumálin með höndum, þurfi ekki
að sinna öðram málaflokkum.
Eftir að sú breyting varð á, að
Kirkjuþing kemur árlega saman til
að fjalla um málefni kirkjunnar, tel
ég sjálfsagt, að mörg þeirra mála,
sem nú era í höndum löggjafar-
valdsins, heyri beint undir Kirkju-
þing.
Á fjárlögum ríkissjóðs fyrir þetta
ár fara 0,43% af heildarútgjöldum
ríkisins til kirkjumála. Þar eru
launagreiðslur til sóknarpresta
stærsti liðurinn, en geta ber þess,
að þeir gegna og ýmsum embættis-
skyldum fyrir ríkið. Kirkjustjómin
þarf að veija umtalsverðum tíma
til þess að standa á verði um að
framlög til kirkjunnar séu í sam-
ræmi við fjárþörf hennar, en þar
vill því miður verða misbrestur á.
Þó met ég drengileg viðbrögð og
stuðning við kirkjuna af hálfu
stjómvalda, þegar á reynir.
Vegna þessara athugasemda vil
ég taka skýrt fram, að þær draga
á engan hátt úr þeirri skoðun
minni, að þjóðkirkjufyrirkomulagið
er íslensku þjóðinni farsælast. Á
meðan allur þorri landsmanna er
þjóðkirkjufólk, era núverandi tengsl
ríkis og kirkju þjóðarheildinni fyrir
bestu. Ég er ekki sama sinnis og
sumir kirkjunnar menn á hinum
Norðurlöndunum, að kirkjuleg
deyfð og sitt hvað, er úrskeiðis fer,
sé kirkjuskipuninni að kenna. Þjóð-
kirkjan hefur ytri sem innri
möguleika til að vera lifandi, starf-
andi kirkja, eins og hver önnur
kirkjudeild, og síst minni tækifæri.
En þau þarf að nota betur.
Þótt ég hafi lagt áherslu á þátt
ríkisins að styðja kirkjuna skv.
ákvæði stjórnarskrárinnar, þá er
víðs flarri mér að draga úr hlut-
deild safnaðanna og kirkjufólksins
við það að leggja fram sinn skerf
til hinnar kirkjulegu starfsemi.
Fijáls framlög sóknarfólks hafa alla
tíð tengst tilbeiðslu og guðsdýrkun.
Það er rétt og tilhlýðilegt að bera
fram gjafir sínar og fómir við guðs-
þjónustur. Og það skiptir ekki máli,
hvort í hiut á þjóðkirkja eða
fríkirkja. Kirkjan er í eðli sínu fóm-
arþjónusta hinna einstöku safnað-
armeðlima, sem á að koma fram í
verki. „Guð elskar glaðan gjafara."
(2. Kor 9:7)
Þar sem ég þekki til í kirkjum
annarra landa, fara messugjörðir
þannig fram, að einn liður messunn-
ar er fómargjöfin. Hún er fram
borin af hveijum sem til messu
kemur. Við munum eftir athygl-
inni, sem Kristur vakti á fómargjöf-
unum í musterinu í Jerúsalem.
„Jesús settist gegnt ijárhirslunni
og horfði á fólkið leggja peninga í
hana. Margir auðmenn lögðu þar
mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og
lét þar tvo smápeninga, eins eyris
virði. Og hann kallaði til sín læri-
sveina sína og sagði við þá:
„Sannlega segi ég yður, þessi fá-
tæka ekkja gaf meira en allir hinir,
er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu
þeir af allsnægtum sínum, en hún
gaf af skorti sínum allt sem hún
átti, alia björg sína.““ (Mark. 12.
41—44.) Hér er það fómin í fram-
laginu, sem Jesús metur mest. Öðru
hvora fara fram almennar safnanir
við anddyri kirkna í sambandi við
messur, þegar um er að ræða sér-
stök málefni til líknar eða hjálpar.
En kirkjur um víða veröld hafa
þátt fómargjafanna sem einn lið
messunnar. Mér hefur komið til
hugar, hvort einhver söfnuður væri
fús til að gera tilraun í þessa átt,
t.d. um ákveðið tlmabil kirkjuárs-
ins. Sjálfur reyndi ég þennan
kirkjusið { helgihaldi á annað ár við
framhaldsnám mitt í Sameinuðu
lúthersku kirkjunni í Ameríku. Ný-
lega var ég við messu í Reykjavík
þar sem staddir vora nokkrir út-
lendingar. Þeir sögðu: „Við viljum
gefa kirkjunni, hver tekur á móti
okkar framlagi?" Fólk, sem venst
þessum kirkjusið, telur hann sjálf-
sagðan í guðsdýrkun sinni.
Eigi má ég skilja svo við fjár-
framlög safnaðarfólks, að ég
minnist ekki á framtak og fómir
við kirkjubyggingar. Sú saga er
sérkafli í safnaðarþjónustu á ís-
landi. Það er mikið ánægjuefni, hve
sumir söfnuðir og einstaklingar
hafa á sig lagt við kirkjubygging-
ar. — Kynni mín af þeim áhuga og
samstarfsvilja hafa minnt mig á
ritningarorðið: „Því hvar sem fjár-
sjóður þinn er, þar mun og hjarta
þitt vera.“ (Matt. 6:21).
Enda þótt söfnuðir hafi getað
komið kirkjum sínum upp án stuðn-
ings hin opinbera, þá er mér Ijóst
að ákvæði stjómarskrárinnar nær
og til þessara framkvæmda. Að því
marki stefnir nýtt framvarp um
kirkjuyggingar, sem afgreitt hefur
verið frá kirkjuþingi og bíður þess
enn að vera lagt fram á Alþingi.
Ríki og kirkja hafa gagnkvæm-
um skyldum að gegna I samstarfi
til heilla fyrir þjóðina. Máltækið
segir, að skynsemin setji lög en
samviskan framfylgi þeim. Ekki
verða þessir eiginleikar þó aðskild-
ir, hvorki við lagasmíði né löghlýðni.
Á þeim sameiginlega granni er
kristin menning og trú borin uppi.
Svo þarf áfram að vera um ókomna
daga. Stuðningur og þjónusta ríkis-
ins er þjóðkirkjunni mikilvæg og
þeirri siðmenningu, sem ríkti hefur
{ landinu í þúsund ár.