Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 27

Morgunblaðið - 23.08.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐy LAUGARDAGUR 23. ÁGÖST 1986 I 27 AKUREYRI Verðlaun fyrir garða Morgunbladid/Hjörtur Gíslason Aðalheiður Þorleifsdóttir í garði sínum á Eyrarvegi 2, sem hún hefur ræktað í 40 ár. „Hlakka til vorsins eins og börnin jólanna „MÉR þykir jafnvænt um allar plöntumar mínar og ég hlakka til vorsins eins og börain jóianna. Hlakka til að sjá gróðurinn gægjast upp úr jörðinni, lifna og dafna. Það hefur verið mér ein mesta viðurkenningin fyrir garðyrkjustörfin," sagði Aðal- heiður Þorleifsdóttir á Eyrarvegi 2, í samtali við Morgunblaðið. Aðalheiður fékk viðurkenningu frá Garðyrkjufélagi Akureyrar fyrir vel gerðan og fallegan garð. Aðalheiður sagðist aldrei hafa talið plöntumar í garðinum, en þær væru einhverjir tugir. Verst þætti sér að hafa misst fjórar mjög fallegar plöntur í vetur. Hins vegar hefði fólkið hennar átalið hana nokkuð fyrir að halda ekki yfírlit yfir plöntumar, en það væri annað sem sæti fyrir hjá henni. „Ég hef dundað við þetta í ein 40 ár, mest ein, því maðurinn minn var ekkert fyrir þetta stúss. Það felst mikil vinna í þessu ef það á að vera sæmilega gert og þetta er einhver erfiðasta vinna sem ég hef fengist við og -hef þó komið víða við um dagana," sagði Aðalheiður. „Vinna er ánægjunn- ar virði og garðræktin hefur gefið mér mikið, ekki sízt eftir að ég varð ein. Ég hef fengið mikla lífsfyllingu úr garðræktinni, hún er ánægja mín og yndi. Mér þyk- ir því vænt um viðurkenninguna, en finnst ég alltaf hafa fengið næga viðurkenningu frá fólki sem hingað hefur komið til að skoða garðinn. Það kemur hingað bláó- kunnugt fólk, bara til að skoða og útlendingar hafa verið mjög hrifnir af garðinum. Ég man til dæmis eftir þýzkum hjónum sem komu hér í fyrra og vom mjög hrifin af sporasóleyjunum og tóku af þeim margar myndir. Að sjá garðinn standa í fullum blóma og fegurð hefur verið mér mikil við- urkenning ekki sízt þegar ein- hverjir aðrir hafa getað notið hans með mér,“ sagði Aðalheiður. Hjónin Auður Þórhallsdóttir og að Hamragerði 10. Guðmann í garði sínum „Ekkert erfitt sem er ánægjulegt“ HJÓNIN Auður Þórhallsdóttir og ísak Guðmann fengu viður- kenningu fyrir garð sinn að Hamragerði 10, en þau hafa ræktað hann af kostgæfni síðan þau fluttu inn í hús sitt árið 1957. í garðinum er mikill tijágróður og fjölmargar plöntur svo og ræktarlegt, matjurtahorn og gróðurhús með tómötum og fleiru. „Okkur er ekki kunnugt um fjölda plantna í garðinum, enda skiptir hann ekki mestu máli, hins vegar erum við auðvitað veik fyr- ir ýmsum sjaldgæfum og fallegum plöntum," sögðu þau Auður og Isak í samtali við Morgunblaðið. „Við erum héma með gróðurhús, þar sem við ræktum sumarblómin sjálf og erum auk þess með ýms- an annan gróður. Þetta er aðalá- hugamálið, kemur í staðinn fyrir lax og silung hjá sumum öðrum og góð afþreying frá daglegu amstri. Það er mikil og góð af- slöppun að fást við þetta og hefur veitt okkur verulega ánægju. Við fluttum hingað 1957 og fórum strax í lóðina, um leið og húsið var orðið íbúðarhæft. Við keypt- um lóðina af mjólkursamlagingu og þá var skipulagið öðruvísi en nú. Lóðin sem við fengum var svo stækkuð nokkrum árum síðar og það var kærkomin viðbót þó mörgum þætti garðurinn þá vera orðinn anzi stór, ætli hann sé ekki 1.200 til 1.400 fermetrar. Við höfum hirt garðinn vel og viðurkenningin er bara viðbót við ánægjuna. Við ræktum svo tals- vert af nytjajurtum, bæði hér og annars staðar, erum með græn- meti og jarðarber til dæmis og hér er gott að vera með gróður- hús. Við höfum líka sett upp skjólveggi, sem hafa gefið mjög góða raun. Okkur finnst fólk almennt hafa mikinn áhuga á garðrækt hér og víða eru mjög fallegir og vel hirt- ir garðar. Þetta hefur aukizt með árunum og því eigum við kannski ekki rétt á viðurkenningu umfram aðra, þó við séum þakklát fyrir hana. Hún er viss umbun fyrir erfiðið, en í raun og veru er ekk- ert erfitt, sem er ánægjulegt,“ sögðu þau Auður og ísak. Einangrunarstöð fyrir refi fyrirhuguð í Hrísey SAMBAND loðdýraræktenda hefur sent sveitastjóra Hríseyjar beiðni um að fá að setja upp ein- angrunarstöð fyrir refi í eynni. Að sögn Guðjóns Björnssonar, sveitarstjóra, kemur stöðin vel til greina í Hrísey og hefur sveit- arstjórain óskað eftir viðræðum við sambandið varðandi stöðina. Jón R. Björnsson hjá Sambandi loðdýraræktenda sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin væri að rækta upp fleiri litblendinga en nú væru til á Islandi enda eru þeir miklu verðmeiri en eingöngu blá- og silfurrefir, sem eru meginuppi- staðan í ræktuninni hér enn sem komið er. „Við höfum fulian hug á því að koma upp einangrunarstöð- inni strax í haust til að fá inn fleiri litbrigði og auka þar með fram- leiðsluna. Norðmenn og Finnar eru hvað stærstir í refaræktinni og fengu þeir í vetur tvöfalt hærra verð á litblendingunum sínum en við á okkar blárefsskinnum á upp- Góð berjatíð BERJASPRETTA er víðast hvar nokkuð góð í nágrenni Akur- eyrar og er fólk þegar farið að fara í berjamó. Tvö þekkt beija- svæði hafa nú verið opnuð. Svæðið við Kóngsstaði í Skíðadal verður opnað í dag og skógræktar- reiturinn á mótum Hörgárdals og Öxnadals hefur einnig verið opnað- ur. Að sögn umsjónarmanna þessara svæða hafa berin sprottið þokkalega, en á Kóngsstöðum er mest um aðalbláber en bláber í Hörgárdalnum. Umsjónarmennimir telja hæpið að bíða lengur með beijatínsluna, þar sem alltaf sé hætta á því að þau skemmist í næturfrostum, þegar líður að hausti. boðum í Kaupmannahöfn auk þess sem þeir fengu 15-20% hærra verð fyrir sín blárefsskinn en við.“ Jón sagði að byrjað hefði verið á sæðingum sl. vetur hér á landi og þ. á m. sæddar blárefalæður með silfurrefasæði og þá hefði fengist blendingur sem kallaðist „Blue UPPI ERU hugmyndir um hita- veitu fyrir Aðaldal og hluta Kinnar í Suður-Þingeyjarsýslu og er nú verið að vinna áætlanir þar um. Endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en með haustinu að sögn Dags Jóhannes- sonar oddvita Aðaldælahrepps. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 50 milljónum króna í hitaveitufram- kvæmdir á þessu svæði sem um ræðir og eru á milli 40—60 bæir inni í myndinni. „Við emm búnir að fá vilyrði Hitaveitu Húsavíkur fyrir sölu á vatni frá Hveravöllum. Þaðan rennur vatnið sjálfkrafa og því enginn dælukostnaður fyrir hendi Ef af veitunni verður mun fyrirtækið verða rekið sem sjálf- stætt fyrirtæki en í byijun yrði það íjármagnað að mestum hluta með innlendum og erlendum lánum.“ Borhola er nú hjá Hafralæk og gefur hún af sér 7 sekúndulítra og er hitaveita þaðan leidd í bæði Hafralækjarskóla og Félagsheimilið Ýdali. Dagur sagði að hugsanlega yrði áhætta að bora þar aðra holu þar sem slíkt gæti bmgðið til beggja vona. Frost". Nú em u.þ.b. 700 slíkir hvolpar til af þeim 95.000" refa- hvolpum sem til em í landinu og fékkst í fyrravetur milli 3 og 4.000 | krónur fyrir skinnið. Þá gengu blá- refsskinnin á 1.400 krónur og silfurrefsskinnin á 5 til 6.000 krón- ' Dagur sagði að mikill áhugi væri meðal sveitunga fyrir hitaveitu- framkvæmdum. Þó væri ekki reiknað með neinum spamaði frá því sem nú væri, heldur auknum þægindum eingöngu. Markaður í Reistarárrétt í DAG, laugardag, verður hald- inn útimarkaður í Reistarárrétt við Dalvíkurveg. Markaðurinn hefst klukkan 13 og lýkur honum klukkan 17. Það eru ungmenna- félögin í Möðruvallasókn og Skriðuhreppi sem að markaðn- um standa, en um kvöldið verður svokallaður körfudansleikur að Melum i Hörgárdal. Þangað er karlmönnum ætlað að koma með drykkjarföng í körfum sinum, en kvenfólki meðlæti. Vörur á markaðnum verða af ýmsu tagi, svo sem blóm, bækur, matvörur, búsáhöld og jafnvel dráttarvélar. Veitingar verða seldar á staðnum, skemmtiatriði verða og hlutavelta. ur. Reiknum ekki með sparnaði 4 heldur auknum þægindum — segir Dagnr Jóhannesson oddiviti um hug- myndir um hitaveitu í Aðaldal og hluta Kinnar Flestar vegaframkvæmdir unnar samkvæmt útboði ALLNOKKUÐ er um vegagerð á vegum Vegagerðar ríkisins í Norðurlandskjördæmi eystra um þessar mundir. Bæði er þar um að ræða uppbyggingu vega og lagningu bundins slitlags auk brúargerðar. Flest verkin hafa verið boðin út og er það stærsta gerð vegar yfir Leiruraar við Akureyri, en vegurinn yfir þær verður opnaður 20. desember næstkomandi, standist allar áætl- anir. Norðurverki á Akureyri hefur nú verið boðið að ganga til samninga um byggingu vegar að Leirubrú að vestan, en fyrirtækið átti lægsta tilboðið í þá vegargerð, um 90% af kostnaðaráætlun. Vegurinn á að vera tilbúinn til umferðar þann 20. desember, en bundið slitlag verður lagt á hann síðar. Leirubrú á að vera lokið fyrir þann tíma, en Norð- urverk byggir hana líka. Með þessu verður lokið gerð framtíðarvegar milli Akureyrar og Fnjóskadals og verður vegurinn um Leirumar og Víkurskarð jafnlangur gamla veg- inum, sem lá innar, bæði yfir Eyjafjarðará og Vaðlaheiðina. Suðurverk frá Hvolsvelli vinnur nú að uppbyggingu 5,8 kílómetra langs vegarkafla frá Svalbarðs- strönd að Miðvík og verður slitlag lagt á hann á næsta ári. Verktakinn er á áætlun og á að skila verkinu þann 15. september. Þá er Ýtan sf. á Akureyri að byggja upp vegar- spotta, 4,5 kílómetra langan, á Grenivíkurvegi, frá vegamótum Norðurlandsvegar að Auðbrúargerð og á því verki að vera lokið 1. októ- ber. 3,5 kílómetra vegarkafli frá Raufarhöfn að Hóli er í byggingu ásamt brú á Deildará. Nokkur seinkun hefur orðið á því verki, sem átti að vera lokið 15. ágúst síðastlið- inn. Lokið er vegagerð á Eyjafjarð- arbraut vestari og ýmsum smærri verkefnum er lokið. Vegimir að Árskógssandi, Hauganesi og Hjalt- eyri hafa verið styrktir og lagðir bundnu slitlagi og sömuleiðis flug- vallarvegurinn í Aðaldal. Alls ' verður bundið slitlag lagt á.um 25 kílómetra á vegum í umdæminu. Af brúargerð má nefna Leirubrú, sem verður 135 metra löng og er í byggingu, tvær smábrýr á fjall- vegum yfir Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum, en sú síðar- nefnda fellur að hluta til undir umdæmið á Austurlandi. Minni brýmar em byggðar af Vegagerð- inni. 6 milljónir í tekjur af einni ráðstefnu ENDANLEGT uppgjör vegna norrænu fiskimálaráðstefnunnar, sem haldin var hér á Akureyri, liggur enn ekki fyrir, en Ijóst er að hún hefur verið veruleg tekjulind fyrir ýmis fyrirtæki i bænum og ná- grenni hans. Ætla má, að ráðstefnan hafi fært að minnsta kosti um 6 milljónir króna til ýmissa fyrirtækja. Ráðstefnugestir vom í allt um 300 með mökum og öðmm fylgi- fiskum. Flestir gistu á hótelum í þijár til fjórar nætur og varlega áætlað getur hótelkostnaður talizt um 10.000 krónur á hvem einstakl- ing. Auk þess bætist svo við matur á hótelum og veitingahúsum, akstur ýmis konar og veitingar í Mývatns- sveit. Ráðstefnugestir hafa því líklega hver um sig að minnsta kosti eytt um 10.000 krónum í mat og drykk. Gist var á Hótel KEA, Hótel Akureyri, Hótel ISddu, Hótel Stefaníu, gistiheimilinu Ási og Hót- el Varðborg. Matur var snæddur á KEA, í Sjallanum, Alþýðuhúsinu og í hótel Reynihlið. Ráðstefna þessi er ein sú stærsta, sem haldin hefur verið á Akureyri og vom ráðstefnugestir jrfirleitt mjög ánægðir með viðurgjöming að sögn stjómenda ráðstefnunnar. Það er því ljóst að ráðstefnuhald getur fært bænum vemlegar tekj- ur, sem dreifast víða, en þess verður að gæta, að framkvæmd ráðstefn- anna sé til sóma. Að öðmm kosti getur framhaldið orðið endasleppt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.