Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
Minning:
Guðrún Guðlaugs
dóttir, Ingólfi
Fædd 1. apríl 1911
Dáin 11. ágúst 1986
Hún Gunna frænka er dáin.
Grétar bróðir flutti mér fréttina.
Eg vissi að hún var mikið veik,
aðeins spurning um nokkra daga,
en samt... hjá mér var sumar og
sól, lífið svo sterkt og dauðinn svo
fjarri. Hún Gunna frænka var dáin.
Mér þótti vænt um Gunnu
frænku. Við áttum ekki skap sam-
an, þegar bæði höfðu meiningu.
Fyrir mér var hún ímynd Snæfríðar
íslandssólar holdi klædd. Hún var
reyrinn sem bognar, en brotnar ei.
„Er hún loks dáin,“ sagði ég við
Grétar bróðir. Ég drúpti höfði, sorg-
in tók við en jafn snögglega kom
gleðin: „Nú eru þau saman á ný
Gunna og Olafur. Hann er búinn
að bíða lengi og einhvern veginn
hafði ég á tilfinningunni að hún
hafi verið búin að bíða lengi líka.“
Ólafur og Gunna voru mínir aðr-
ir foreldrar. . . Ekkert fólk var
betra að sækja heim. Þau voru ráða-
góð með eindæmum. Ég man eitt
sinn er ég var ungur að árum að
ég varð undir í útistöðum. Ég hljóp
heim til Gunnu frænku og sagði
farir mínar ekki sléttar. Hún horfði
á mig nokkra stund og sagði svo
fast og ákveðið: „Það skiptir ekki
máli hversu oft þú ert sleginn niður
heldur hvað þú ert fljótur að standa
upp aftur.“
Engin orð hafa orðið mér meira
leiðarljós.
Guð blessi minningu Gunnu
frænku, hún var góð manneskja.
Guðl. Bergmann
Ástkær móðursystir er látin.
Gunna í Ingólfi eins og hún var
alltaf kölluð er persónugervingur
alls þess besta, sem ég þekki. Góð-
vildin, umhyggjan og yndislegt
viðmót, ásamt uppörvandi afstöðu
til alls og allra, voru hennar líf.
Enginn fór hnugginn af hennar
fundi.
Gunna bjó einnig yfir frábærri
kímnigáfu, geislandi hlátur hennar
bar vott um engiltæra lífsgleði, sem
ekkert fékk haggað. Mörg uppgefin
sál fékk kraft á hennar fundi. Fyr-
ir mér var hún sem ljós gæskunnar
inn í tvísýna veröld, eðallunduð,
hugrökk, næm og traust.
Þau börn, sem auðnan hefur
fært ástríka foreldra, ömmu og afa
eru á gæfunnar vegi. Móðuramma
mín og mamma Gunnu var einasta
foreldraforeldri mitt, sem ég fékk
nokkru sinni að kynnast. Við slíkar
aðstæður auk föðurmissis verður
móðurhlutverkið ennþá mikilvæg-
ara og skyldfólk og vinir koma í
auknum mæli inn í myndina. Amma
var yndisleg og einstök og dætur
hennar fengu það besta frá henni.
Gunna var elsta systirin og við
lát ömmu kom hún þegar í hennar
stað. Leiða öll systrabömin til gæfu
og hamingju. Ekkert minna. Mörg-
um okkar tók hún strax á móti við
fæðingu, sum okkar fól hún algóð-
um Guði með tárin í augunum.
Alltaf var Gunna þar í fjölskyld-
unni, sem mest á reið. Hún blundaði
aldrei á verðinum.
Síminn hringdi. Gunnu hafði
dreymt eitthvað um nóttina. Var
vitað hvemig þessum eða hinum
leið. Afmælisdagur. Pakki frá
Gunnu. Systur og mágar, systra-
böm og makar, bamabörn og
bamabamaböm, kunningjar og vin-
ir. Allir nutu þessarar stórkostlegu
vemdar. Sjálfsagt þekkja þetta all-
ir, fjölskyldur eiga svona verndar-
dýrlinga. En fyrir þá sem njóta
þess er þetta einstakt, persónulegt
og elskulegt, — gefur lífínu gildi.
Gunna eignaðist aldrei böm sjálf
og hún var ákaflega fínleg kona. í
rauninni var hún veikburða að sjá,
enda hafði hún marga hildina háð
við sjúkdóma. Á yngri ámm þótti
hún með fegurstu konum og bar
það alltaf með sér. Hún hafði gam-
an af því að skemmta sér og gat
vafíð ólíklegasta fólki um fíngur sér
á hinn undursamlegasta hátt. Ofsa-
menn urðu sem lömb í hennar
viðurvist, enda heyrði ég hana bók-
staflega aldrei segja styggðaryrði
um nokkum mann. Fyrir mér var
hún Auður djúpúðga, Bergþóra og
Snæfríður íslandssól í einni per-
sónu.
Gunna eða Jóna Guðrún Guð-
laugsdóttir var fædd í Hvammi á
Landi 1. apríl 1911, elsta dóttir
hjónanna Guðríðar Eyjólfsdóttur og
Guðlaugs Þórðarsonar frá Króktúni
á Landi. Sama ár fluttist hún með
foreldrum sínum að Götu í Holtum,
þar sem Guðlaugur stundaði
kennslu með búskapnum. í Land-
sveitinni var hann annálaður fjall-
og vatnamaður. í Götu fæddust
systur hennar tvær næsta ár,
Guðný og Guðríður, tvíburar. For-
eldrar bændahöfðingjans Siguijóns
Sigurðssonar í Rafholti tóku Guðríði
í fóstur fýrsta árið og hefur Sigur-
jón oft minnst þeirrar heimsóknar
með gleði við mig.
Ári seinna fluttist Gunna með
fjölskyldu sinni að Vatnsnesi í
Grímsnesi, þar sem þau bjuggu til
ársins 1925, þegar þau keyptu
Tryggvaskála á Selfossi. í Vatns-
nesi fæddust tvær dætur í viðbót
árið 1918, Guðbjörg og Bryndís,
einnig tvíburar.
uuu Guðlaugur var þekktur for-
söngvari í kirkjum úr Landsveitinni
og Holtunum og nú gerðist hann
einnig organisti í Mosfells- og
Klausturhólakirkjum í Grímsnesinu.
Sat í hreppsnefnd, var umboðsmað-
ur Brunabótafélagsins og fyrsti
formaður Ungmennasambandsins
Skarphéðins, sem hann stofnaði
m.a. með vini sínum Skúla Gunn-
laugssyni frá Kiðabergi, stórbónda
f Bræðratungu í Biskupstungum.
Tryggvaskáli var keyptur árið
1925, sem áður segir, og skömmu
síðar byggir Guðlaugur húsið Ing-
ólf, sem nú er Eyrarvegur á Sel-
fossi. Einnig reisir hann stóra salinn
við Skálann.
Nokkrum árum síðar skall heims-
kreppan yfír með öllum sínum
voðaþunga. Allur rekstur var í járn-
um og margir misstu allt sitt,
þóttust reyndar hólpnir að hafa of-
an í sig og sína. Þetta voru erfíð ár
í Tryggvaskála, þótt Guðlaugur
stundaði alltaf búskap með hótel-
rekstrinum. Greiðasala datt niður,
kostgangaramir gátu ekki borgað
og aðeins útsjónarsemin og nýtnin
til bjargar. „Þið eigið að leysa hnút-
ana, ekki skera á þá,“ sagði
Guðlaugur við unga sveitunga sína
af Landinu í heimsókn í Tryggva-
skála, sem lá á að leysa einhver
snæri utan af böggum. Þetta er
ennþá fleygt fyrir austan, en dæt-
urnar ungu námu lífssannindin.
í Tryggvaskála voru mörg vin-
áttuböndin hnýtt. Örþreytt fólk kom
af Hellisheiði og þáði viðurgjöming,
og bændur á leið í kaupstaðarferð
gistu. Vegagerðarmenn höfðu að-
setur þar og Póstur og sími voru
með aðstöðu í húsinu. Efnt var til
dansleikja um helgar, sem fólk sótti
víða að, og sumir áttu næstum sitt
annað heimili í Skálanum. Höfð-
ingja bar að garði, tigna, fræga en
misjafna eins og gengur. Þeirra
vinsælu var lengi minnst. Geir
Zoéga vegamálastjóri og Eiríkur
Einarsson, alþingismaður frá Hæli,
voru meðal þeirra.
Árið 1939 dó Guðlaugur og
Guðríður tók alfarið við rekstri
Skálans með dætmm sínum. Gunna
og systumar stóðu sig eins og hetj-
ur og nú máttu hendur aldeilis
standa fram úr ermum, því heims-
styijöldin síðari brast á og landið
fylltist allt af hermönnum.
Systumar giftust nú hver af ann-
arri og stofnuðu heimili. Gunna
kynntist lífsfömnaut sínum, Ólafí
Kristmundssyni laganema frá Kol-
beinsá í Hrútafírði. Foreldrar hans
vom Kristmundur Jónsson, kaup-
félagsstjóri á Borðeyri og síðar
stjómarráðsfulltrúi í Reykjavík, og
kona hans, Sigríður Ólafsdóttir frá
Kolbeinsá.
Ólafur hafði hrakist frá námi
vegna hinnar ægilegu veiki, berkl-
anna. Eftir að hafa verið höggvinn,
eins og það var kallað, þrisvar,
náði hann þeirri heilsu að geta
starfað hjá skólabróður sínum, öðl-
ingnum Páli Hallgrímssyni sýslu-
manni Ámesinga, sem fulltrúi á
sýsluskrifstofunni á Selfossi.
Heimilin taka nú ailan tíma systr-
anna, Skálinn er seldur 1942 og
1948 deyr Guðríður. Gunna og Ólaf-
ur setja nú heimili sitt í Ingólfí.
Systrabömunum fjölgar og allir
eignast annað heimili hjá Gunnu.
Eftir að Skálinn var seldur vann
Gunna alltaf úti. í Kaupfélagi Ár-
nesinga, Selfossbíó, mötuneytinu
við Búrfell, á Þingvöllum og í mötu-
neyti Gagnfræðaskóla Selfoss. í
rauninni féll henni aldrei verk úr
hendi.
Árið 1968 dó Ólafur eftir lang-
vinn veikindi, þar sem Gunna stóð
við hlið hans til hinstu stundar.
Heimilishaldið breyttist hjá Gunnu.
Systir hennar Guðbjörg hafði búið
lengi hjá henni með syni sína tvo,
Magnús og Guðlaug Ægi Magnús-
syni. Þeir höfðu verið við nám í
Reykjavík on fluttust nú aftur aust-
ur með fjölskyldur sínar. Síðustu
árin bjó Gunna svo á Öldmnar-
heimili Selfoss _að Grænumörk.
Gunna og Ólafur höfðu mikil
áhrif á öll þau ungmenni, sem þeim
tengdust. Þótt þeim yrði ekki sjálf-
um barna auðið áttu öll systrabörn-
in sitt annað heimili hjá þeim.
Sérstaklega var þeim annt um
menntun þeirra og allan andlegan
Minning:
Margeir Sigurðsson
frá Flatatungu
Fæddur 2. nóvember 1906
Dáinn 7. ágúst 1986
í dag verður jarðsettur frá Hvals-
neskirkju Margeir Sigurðsson.
Margeir var fæddur að Flatatungu
í Akrahreppi í Skagafírði. Foreldrar
hans vom Sigurður Guðmundsson
og Ingibjörg Jónsdóttir sem bjuggu
nær alla sína tíð á Sauðárkróki og
vann faðir hans þar sem verkamað-
ur.
Margeir fór 16 ára gamall á sína
fyrstu vertíð til Vestmannaeyja og
í 15 vertíðir stundaði hann sjó frá
Vestmannaeyjum. En á sumrin var
hann á síldveiðum. Árið 1930 gekk
hann að eiga eftirlifandi konu sínu
Elínóru Þórðardóttur frá Reykjavík.
Þau munu hafa kynnst á vertíð í
Vestmannaeyjum. Þau eignuðust 9
böm og eru átta þeirra á lífí öll
uppkomin, en einn son, Sigurð,
misstu þau fyrir nokkmm ámm.
Þau hjón bjuggu á Sauðárkrók
allt til ársins 1944: Eins og annarra
erfiðismanna hefur lífsbaráttan ver-
ið hörð og erfið — vetrarvertíðir í
Eyjum og Grindavík, síld á sumrin
og veran á heimilinu hjá fjölskyld-
unni því lítil. Þó vann Margeir á
haustin við fláningu í sláturhúsinu
á Sauðárkróki.
Árið 1944 fluttist §ölskyldan til
Sandgerðis. í Sandgerði varð Mar-
geir fljótlega yfirbræðslumaður hjá
Miðnes hf. Ég kynntist Margeiri á
Alþýðusambandsþingum endur fyr-
ir löngu. Þetta var ákaflega Ijúfur
maður í allri umgengni, hugsjóna-
maður og ákaflega einlægur
verkalýðssinni. Manni leið vel í ná-
vist hans. Ég held að Margeir hafi
ekki gegnt neinum trúnaðarstörfum
í verkalýðsfélögum þegar hann var
á Sauðárkrók, enda fjarri heimili
sínu megin hluta ársins. En þegar
Verkalýðs- og sjómannafélag Mið-
nesshrepps var stofnað í núverandi
mynd 1949 var hann kosinn í fyrstu
stjóm þess. Ég held að hann hafi
verið samfellt í stjóm þess þar til
hann fluttist til Reykjavíkur 1965.
Hann gegndj öllum störfum í verka-
lýðsfélaginu, hann var meðstjóm-
andi, ritari og varaformaður
félagsins og formaður þess á árun-
um 1961-1963.
Margeir Sigurðsson var hægui'
maður og yfírlætislaus, góðlyndur
ogjafnlyndurog vinsæll af vinnufé-
lögum sínum.
Stjórnarstörf í verkalýðsfélagi í
litlu þorpi, þar sem vinnudagur er
langur og strangur geta verið ákaf-
lega slítandi og þreytandi.: Það
hefur alltaf þurft hugsjónamenn til
að Ieggja á sig slík ólaunuð störf
eftir langan vinnudag með stóra
fjölskyldu, en slíkur maður var
Margeir. Hann var í öllum samn-
inganefndum félagsins og öllu hinu
daglega amstri, sem hvorki skapa
fræjgð né frama.
Árið 1962, þegar hann var for-
maður félagsins, fór félagið í mál
út af túlkun á kjarasamningum
síldarsjómanna. Flestum á óvart
vann félag Margeirs þetta mál.
Þetta þýddi að tekjur síldarsjó-
manna í Sandgerði jukust um 3
milljónir króna þetta ár. Eftir að
þetta litla félag hafði unnið þennan
sigur komu stærri og öflugri félög
og náðu þessum bættu kjörum fyr-
ir sjómenn. Þessi forysta Margeirs
sýndi að maðurinn var harðgreind-
ur, fylginn sér og mjög ályktunar-
hæfur. Þó Margeir væri hæglátur
hélt hann ákaflega fast og vel á
málum og hefur án efa oft lent í
hörðum útistöðum við atvinnurek-
endur staðarins.
Verkafólk í Sandgerði á þessum
hógværa manni ákaflega margt að
þakka. 1965 flytst hann til
Reykjavíkur og stundaði hér ýmis
verkamannastörf og um tíma hús-
vörslu. Þá gekk hann í Dagsbrún
og sat fyrir Dagsbrún a.m.k. eitt
Alþýðusambandsþing. Og hann sat
í trúnaðarráði félagsins. Á þessum
tíma sköpuðust á milli okkar sterk
vináttubönd, hann var einn af þess-
um mönnum sem maður leitaði svo
oft álits og ráða hjá. Hann var svo
þroska. Ósjaldan var hringt og
spurt hvemig hefði gengið á þessu
eða hinu prófinu eða hvort fjár-
hagurinn væri ekki í það tæpasta.
Ólafur hafði verið frábær náms-
maður, dux og semidux í sínum
bekk og Inspector Scholae var hann
eitt árið í Menntaskólanum á Akur-
eyri. Hann unni æðri menntun,
fagurfræði, skáldskap, sagnfræði
og þó sérstaklega íslandssögunni.
Sjálfur var hann óþreytandi fræðari
og hafði alltaf tíma fyrir unga vini,
sem langaði að ræða málin. Sjálf-
sagt hefur hann oft fundið fyrir
undirrituðum, sem var síspyrjandi,
en aldrei var lát á þolinmæðinni.
Sérstaklega var kært á milli föður
míns og hans enda stutt úr Stranda-
sýslu í Norðurárdalinn.
Selfossbær umbreyttist algjör-
lega í lífí Gunnu. Nýfermd fluttist
hún í pláss, sem taldi 5 hús. Selfoss-
bæina tvo, Landsbankann, Sigtún
°g Tryggvaskála. Nú er Selfossbær
glæsilegur kaupstaður, höfuðborg
Suðurlands með fjögur þúsund íbúa.
Þessari þróun tengdist Gunna enn
frekar því hún þekkti alla í hinu
vaxandi þorpi og sérstaklega var
náin vinátta á milli allra gömlu fjöl-
skyldnanna á Selfossi.
Mörg mál bar á góma og flest
stóru málin á Selfossi voru nánast
fjölskyldumál Gunnu. Bryndís systir
hennar giftist Grími E. Thoraren-
sen, elsta syni Egils Thorarensen,
kaupfélagsstjóra Kaupfélags Ár-
nesinga. Mjólkurbú Flóamanna,
Kaupfélag Ámesinga ásamt upp-
byggingunni í Þorlákshöfn vom allt
mál, sem Egjll barðist fyrir, og
brann ekki síst á þeim, sem næst
honum stóðu. Grímur var t.d. inn-
kaupastjóri Kaupfélagsins og síðar
kaupfélagsstjóri. Einnig var Egill í
stjóm Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík og Osta- og smjörsölunn-
ar en ótrúlega stutt er í það, að
afurðir þessara fyrirtækja voru
engin hversdagsvara í Reykjavík.
Þessi holla fæða á vissulega sinn
þátt í vexti og viðgangi höfuð-
borgarinnar. Menn geta líka rétt
ímyndað sér Selfoss án þessara
öflugu fyrirtækja eða byggðaþróun
á Suðurlandi yfirleitt án þeirra.
Gunna var ákaflega opin fyrir
allri umræðu, hvort sem það vom
þjóðmál almennt eða hrein fagur-
fræði, listir og vísindi. Pabbi hennar
var mikill sjálfstæðismaður í pólitík
og setti sig aldrei úr færi að ræða
stjómmál við gesti sína í Tryggva-
skála. Sérstakt yndi hafði hann af
að ræða þetta við frændur sína og
vini úr Rangárþingi og heyrðist þá
oft vel til manna, því bændur og
bændasynir em fylgnir sér, en hart
var gengið eftir að þeir játuðust
sjálfstæðisstefnunni.
Mamma Gunnu, Guðríður, var
elst barna Eyjólfs Guðmundssonar
einlægur og falslaus, en jafnframt
vitur.
Fyrir nokkrum arum lenti hann
í bifreiðaslysi og náði aldrei heilsu
eftir það. Síðustu árin vom honum
þjáningarfull og oft erfið.
Ég hef oft veitt því athygli að
sjómenn og þeir sem dvelja lang-
dvölum frá heimilum sínum verða
mjög oft ástríkir heimilisfeður.
Margeir lét sér ákaflega annt um
konu sína og níu böm þeirra hjóna.
Nú eru bamabörn þeirra orðin 27
og fædd em mörg barnabarnabörn.
í dag verður hann jarðsettur frá
Hvalneskirkju. Útför hans fer fram
kl. 2.
Sandgerði var honum jafnan
kær. I dag kveðjum við þennan
erfiðisvinnumann — foreldrar hans
voru fátækt erfiðisvinnufólk, kom-
ungur fór hann í sjóróðra til
Vestmannaeyja og allt það erfiði
og strit sem hann þurfti að leggja
á sig er ómælt. En hann átti góða
konu og níu böm, sem hann unni
og lagði allt á sig fyrir. Barátta
hans í verkalýðshreyfingunni var
barátta fyrir meira réttlæti og betra
mannlífi.
Eftirlifandi konu hans og börnum
þeirra öllum óska ég blessunar og
að þau fái að njóta í lífinu starfa
föður síns.
Fari Margeir Sigurðsson vel, það
var gott að eiga hann að vini.
Guðm. J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar.