Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 42
42
MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST'1986
áster...
VvA,
.. .að skoða minningabókina
hennar
TM Reg. U5. Pat Otf —aH rtghts teserved
e 1986 Los Angeies Tlmes Syndicate
Með
morgunkaffínu
Ég er of þreytt til að
hátta!
HÖGNIHREKKVÍSI
Hvalkjötsveislan mikla
H.G. skrifar:
„í Velvakanda 13.8. kvarta
„sjónvarpsglápendur" útaf ógeð-
felldum auglýsingamyndum, m.a.
blóðugum iíkamsleifum dýra. Svo
er spurt hvort glápendur megi
kannski eiga von á að sjá framsókn-
arráðherra nagandi hvalspik.
ur. Ráðherra leit semsé á Halldór
borðfélaga sinn nokkuð undirfurðu-
legur eins og hann vildi segja „Einn
fyrir hann Stjána." Halldór glotti
við: „Einn fyrir hann Grínpís,
Steingrímur minn.“
Fylgjum nú fordæmi ráðherra
okkar, étum hval í öll mál meðan
endist, í þágu vísindanna. Á meðan
HvalQall lækkar kann þó svo að
fara að Villilambafjall hækki,
Hvítnautafjall og Baula. Þau lækka
kannski aftur þegar næst þarf að
hagræða vísitölunni."
Merkar greinar um
lífríki og lífshætti
Ónei, ekki urðum við þeirrar
ánægju aðnjótandi. En Þjóðviijinn
bætti úr brýnni þörf, bauð baráttu-
mönnum Hvals hf. og vísindanna í
hvalkjötsveislu með drykkjarföng-
um ríflegum, sem sjálfsagt var. Er
Þjóðviljanum óskað til lukku með
það að vera orðinn okatækur mál-
svari stjómarinnar í hvalaátsmálinu
ásamt fréttamönnum sjónvarps og
útvarps.
Veislustaður var samt ekki nógu
vel valinn. Áhrifameira hefði verið
að ráðherrar okkar, Halldór og
Steingrímur, hefðu fengið sér bita
af hráum hval á sjálfu planinu. En
hrár hvalur er mesta lostæti að
sögn þeirra sem um það báru vitni
í sjónvarpinu. í forgrunni hefði þá
mátt vera mynd af sundurskomu
hvalshræi, svipað því sem sjónvarp
hefur verið svo hugulsamt að sýna
okkur síðustu vikumar.
Enda þótt ráðherrar prísuðu
mjög hvalkjötið í veislu Össurar og
co., þá sýndist svipurinn á
Steingrími ekki sérlega ánægjuleg-
Ásgeir skrifan
„Ég vil þakka Jóni Þ. Árnasyni
fyrir þær merku greinar, sem hann
hefur skrifað í Morgunblaðið mörg
undanfarin ár undir heitinu „Lífríki
og lífshættir". í greinum Jóns fer
saman frumleg hugsun og hnit-
miðuð framsetning. Mér finnst
sérstök ástæða til að benda lesend-
Þóra hafði samband við Velvak-
anda og sagðist hafa verið að vinna
við Ljósafosslaug um verslunar-
mannahelgina. Þá vildi svo illa til
að 6 til 8 ára gamall drengur týndi
úrinu sínu sem hann var með í
um á síðustu grein Jóns, sem birtist
þann 20. þessa mánaðar. í henni
er að finna óvægna lýsingu á sjálfs-
dýrkun og upphafningarþörf
manna, sem m.a. má rekja til Guðs-
trúar. Greinin er í senn ógnvekjandi
og raunsönn lýsing á mannlegu
eðli. Ég þakka Jóni Þ. Ámasyni og
hvet hann til áframhaldandi skrifa."
svartri ól. Úrið fannst ekki fýrr en
hann var farinn en hann hefur ekki
vitjað þess síðan. Biður hún dreng-
inn eða aðstandendur hans að hafa
samband í síma 99-2649.
Úr fannst í Ljósafosslaug
Víkverji skrifar
Mikil breyting hefur orðið á
starfsemi kvikmyndahúsanna
nú á síðustu ámm. Fyrir nokkrum
árum skiptu kvikmyndahúsin á höf-
uðborgarsvæðinu á milli sín stærstu
bandarísku kvikmyndaverunum í
sátt og samlyndi. Það gat síðan
tekið góða kvikmynd tvö til þrjú
ár að berast til landsins og ísland
var þá endastöð kópíunnar sem
hingað barst því kópían er auðvitað
ónýt þegar búið er að texta hana
á íslensku. Með þessu fyrirkomulagi
fengu kvikmyndahúseigendur
myndina fyrir lítið.
Nú eru breyttir tímar. Ekki er
til dæmis óalgengt að sjá auglýsing-
ar í fjölmiðlum hér frá kvikmynda-
húsunum um glænýjar kvikmyndir
áður en byrjað er að sýna þær í
nágrannalöndunum og stundum er
meira að segja auglýst fyrsta frum-
sýning kvikmyndar í Evrópu.
Ymsar ástæður eru fyrir þessari
breytingu — en ætli því verði þó
neitað að breyting á markaðnum
með aukinni samkeppni eigi hér
stærstan hlut að máli. Fjölsala kvik-
myndahús hafa verið að ryðja sér
til rúms og þeim fylgir meiri eftir-
spum, aukin þörf fyrir kvikmyndir.
Myndbandamarkaðurinn hefur líka
knúið kvikmyndahúseigendur til að
vera fyrr á ferðinni með myndir en
áður, því ella eiga þeir það á hættu
að einhver úrvalsmyndin sem þeir
eiga réttinn á, sé komin í almenna
leigu hjá myndbandaleigunum.
Loks verður því varla á móti
mælt að tiltölulega nýr aðili sem
rekur stórt og mikið kvikmyndahús
í nálægð við sum íjölmennustu
hverfi borgarinnar en stendur utan
samtaka kvikmyndahúseigenda,
hefur hleypt talsverðum sam-
keppnisanda í þessa grein og átt á
sinn hátt þátt í því að kvikmyndir
berast nú fyrr til landsins en þær
gerðu.
Hins vegar verður ekki séð áð
kvikmyndahúsum í borginni sé að
fækka af völdum samkeppninnar
nema síður sé. Að vísu orðið eig-
cndaskipti á nokkrum húsanna en
aðrir taka þá við og reka húsin
áfram, þótt rekstrarformið kunni
að vera með eitthveijum öðrum
hætti.
XXX
Ymsar skyldur hvíla á forsvars-
mönnum fyrirtækja og stofn-
ana hér á landi sem annarsstaðar
og þeir verða að koma fram í nafni
embættis síns með ýmsum hætti.
Víkveija er hins vegar til efs að
önnur eins manndómsraun hafi ver-
ið lögð á margan embættismanninn
og sú sem flugmálastjóri mátti tak-
ast á við nú á dögunum — að
stökkva út úr þyrlu sem farþegi í
fallhlíf. í tilefni af flugmáladeginum
er eðlilegt að Pétur Einarsson hafi
átt erfitt með að neita áskoruninni
og hann lét sig hafa það.
Víkveiji getur ekki annað en tek-
ið ofan fyrir flugmálastjóra af þessu
tilefni.
XXX
Ahugamaður um jasstónlist
hafði samband við Víkveija og
vildi lýsa ánægju sinni með að 200
ára afmæli Reykjavíkurborgar
skyldi vera slitið með veglegum
jasshljómleikum. Með því hefði jass-
inum verið sýndur sá sómi sem
honum bæri. Hins vegar hafði hann
á orði að veigamikill misbrestur
hefði orðið á framkvæmd þessara
tónleika, þar eð engum blásara var
gefínn kostur á að koma þar fram.
Jassáhugamaðurinn fullyrti að við
íslendingar ættum mjög frambæri-
lega blásara á sviði jasstónlistarinn-
ar og því skaði að ekki skuli hafa
heyrst tónn frá neinum þeirra á
umræddum tónleikum. „Þótt gítar-
ar og píanó séu í sjálfu sér ágæt
sólóhljóðfæri í jassi, jafnast ekkert
á við góðan saxófónleik. Það er sko
raunveruleg sveifla," sagði þessi
ágæti maður og nefndi nöfn nokk-
urra valinkunnra saxófónleikara
máli sfnu til stuðnings.