Morgunblaðið - 23.08.1986, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
>
J
' y
t
Evrópumeistaramótið í Stuttqart:
Austur-þýzkar og sovézkar
konur verða atkvæðamiklar
í SVO gott sam hverri grein kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsí-
þróttum í Stuttgart koma austur-þýskar og sovéskar konur við sögu.
Og það er ekki svo undarlegt, þessar þjóðir hafa um árabil boriA
höfuð og herðar yfir keppniskonur annarra þjóða.
Á Heimsmeistarmótinu í Hels-
inki 1983 hlutu Austur-Þjóðverjar
15 verðlaun í kvennakeppninni,
Sovétrikin 12 og önnur lönd 21.
Þessi upptalning segir meira en
mörg orð.
100 m (10,81 sek)
Austur-þýsku stúlkurnar, Marli-
es Göhr og Marita Koch, hafa átt
viö meiösli aö stríöa í sumar og
óvíst, hvort þær veröi meö. Landi
þeirra, Heike Drechsler heimsmet-
hafi í langstökki er efst á afreka-
skrá í ár í Evrópu meö tímann
10,91 sek. Hún veröur að teljast
sigurstranglegust taki hún á annaö
borö þátt í þessari aukagrein sinni.
Önnur austur-þýsk stúlka Silke
Gladisch, kemur örugglega til með
að vinna til verðlauna í sprett-
hlaupunum, sem eru sérgrein
hennar. Þriöja austur-þýska stúlk-
an er svo Evrópumeistari unglinga
frá í fyrra, Kerstin Behrendt að
nafni. Hún þykir mikið efni. Pólverj-
ar eru líka skyndilega orðnir sterkir
aftur í spretthlaupum kvenna. T.d.
þær nöfnur Ewa Kasprzyk og E.
Pisiewicz. Sovésku stúlkurnar Irina
Sljussar, Marina Shirova og Elvira
Barbasjina veröa einnig meö í bar-
áttunni um verðlaunin. Mótshald-
arar munu tefla fram Heidi Gaugel,
knárri hlaupakonu.
EM '82: Marlies Göhr, A-Þýskal.
11,01 sek.
200 m (21,71 sek)
Heike Drechsler er langefst á
afrekaskrá með tímann 21,71 sek
(heimsmetsjöfnun), en óvíst er
hvort hún keppir í þessari grein,
þar sem hún hefur öðrum hnöpp-
um að hneppa. Aö öðru leyti vísast
til umsagnar um 100 m hlaupiö.
EM ’82: Bárbel Wöckel. A- Þý-
skal. 22,04 sek
400 m (47,60 sek)
í fjarveru Maritu Koch opnast
möguleikar til gullverðlauna fyrir
sovéskar stúlkur, Olga Vladykina
og Maria Pinigina. Einnig er Tat-
iana Kocembova, Tékkóslóvakíu,
líkleg til afreka. Austur-þýsku kon-
urnar, Petra Múller, Dagmar
Rubsam-Neubauer og Kirsten
Emmelmann veröa aö sjálfsögöu
ekki langt undan. Bestar í Vestur-
Evrópu eru Kathy Cook Bretlandi
og sænska stúlkan Ann-Louise
Skoglund, sem er betur þekkt sem
grindahlaupari.
EM '82: Marita Koch, A-Þýskal.
48,15 sek
800 m (1:53,28 mín)
í fyrra voru Doina Melinte, Rúm-
eníu og tékkneski heimsmethaf-
inn, Jarmíla Kratochvilova, bestar.
Nú er Melinte efst á afrekaskrá
með 1:56,20 mín en Kratochvilova
hefur átt erfitt uppdráttar vegna
meiðsla, en síðustu fréttir herma,
að hún stefni ótrauð að því að
komast á mótið í Stuttgart.
Því er spáð hér að baráttan um
gullverölaunin veröi á milli Melinte
og Sigrun Wodars (Ludwigs?) A-
Þýskal. Sigrun sigraði leikandi létt
í 800 m á Evrópumeistaramótinu
innanhúss í vetur. Landi hennar,
Christine Wachtel, er líka mjög góð
á þessari vegalengd. Sovétmenn
verða einnig með geysisterkt trío.
Breiddin hjá þeim í millivegalengd-
unum er mikil og nægir að nefna
nöfn eins og Kirjukhina, Olizar-
enko, Agletdinova, Ulmasova,
Gurina og Samolenko.
EM '82: Olga Minljeva, Sovót.
1:55,41 mfn
1500 m (3:52,47 mín)
Hin 36 ára gamla Maricica Puica
Rúmeníu hefur sennilega aldrei
verið betri en einmitt nú. I þessari
grein fær hún þó mikla keppni frá
Zolu Budd, sem keppir fyrir Bret-
land, landa sínum D. Melinte og
sovésku stúlkunum.
EM '82: Olga Dvirna, Sovét.
3:57,80 mfn
3000 m (8:22,62 mín)
Margar þær sömu koma til
greina sem verðlaunahafar í 3000
m hlaupi og 1500. Fyrir utan Zolu
Budd, rúmensku stúlkurnar og
þær sovésku, sem þegar hafa ver-
ið nefndar, koma einnig til sögunn-
ar, Uimasova og Kazankina Sovét.
Ingrid Kristiansen Noregi, Wendy
Sly, Bretlandi, Cornelia Búrki,
Sviss, og Brigitte Kraus, V-Þýskal.
Þótt Kristiansen sé heimsmethafi
í 5000 og 10000 m hlaupi, skortir
hana hraða og endasprett í 3000
m hlaupi á við margar þær fyrr-
nefndu. Hún gæti samt blandað
éer í baráttuna um verðlaunasæt-
in, ef taktíkin í úrslitahlaupinu
hentar henni.
Einn íslendingur verður hér
meðal keppenda Ragnheiður Ól-
afsd. íslandsmet hennar frá í vor
er 9:09,81 mín
EM '82: Svetlana Ulmasova, Sov-
ét. 8:30,28 mfn
10000 m
(30:13,74 mín)
Ný keppnisgrein. Hér ætti Ingrid
Kristiansen, Noregi, að vera örugg
með gullið. Hún bætti nýlega eigið
heimsmet um hvorki meira né
minna en 46 sek hljóp á 30:13,74
mín, tími sem margur karlmaður-
inn öfundar hana af. Aurora
Gunha, Portúgal, er líkleg til að
hreppa silfrið, en ekki má gleyma
sovésku konunum Svetlönu
Guskova og Olgu Bondarenko. Þá
gætu Wendy Sly, Bretl. og Ines
Bibernell, A-Þýskal. komið á óvart.
Maraþonhlaup (2.21:
06,0 klst. besti tími)
Grete Waitz, Noregi er sigur-
stranglegust. Á pappírnum eru
eftirtaldar stúlkur líklegastar til að
vera í næstu sætum, Rosa Mota,
Portúgal, Katrin Dörre, A-Þýskal.,
Raisa Smechnova, Sovét. Carla
Beurskens, Hollandi og Charlotte
Teske, V-Þýskalandi.
EM ’82: Rosa Mota, Portúgal
2.36:03,94 klst.
100mgrind
(12,29 sek)
Cornelia Oschkenat, A-Þýskal.
er mikil keppniskona og góður
grindahlaupari, en hvort það dugir
henni til sigurs er ekki víst, því að
kominn er fram á sjónarsviðið
mjög góður grindahlaupari frá
Búlgaríu, Jordanka Donkova að
nafni. Hún setti heimsmet í þess-
ari grein á móti í Köln fyrir nokkrum
dögum og verður að teljast sigur-
stranglegri en Oschkenat í Stutt-
gart. Annars eru mjög margar
jafnar að getu í þessari grein. Fyr-
ir utan Oschkenat frá A-Þýska-
landi, má nefna Kerstin Knabe og
9 Norska hlaupadrottningin Ingrid Kristiansen er sigurstranglegri
en nokkur annar keppandi á Evrópumeistaramétinu f Stuttgart. Hún
hefur ákveðið að keppa aðeins f 10 km hlaupinu enda þótt hún gæti
allt eins unnið 3 km einnig.
Bettine Jahn. Ginka Zagortjeva
kemur frá Búlgaríu ásamt Donkova
og Vera Animova og Natalja Grig-
orjeva frá Sovét.
EM '82: Lucyna Kalek, Póll. 12,45
sek
400 m grind
(53,56 sek)
Einnig austur-evrópsk grein.
Austur-Þjóðverjar og Sovétmenn
þar fremstir í flokki. Þeirra fremst
Sabine Busch A-Þýskal. Aðrir
líklegir kandidatar Marina Step-
anova og Margarita Khromova,
Sovét. og Cornelia Feuerbach og
Ellen Fiedler A-Þýskal.
Helga Halldórsdóttir er skráð
hér til leiks. Hún er einn besti
grindahlaupari Noröurlanda. ís-
landsmet hennar er 57,61 sek,
sett í vor.
EM '82: Ann-Louise Skoglund
Svíþjóð 54,58 sek
4x100 m boðhlaup
(41,37 sek)
Enn ein austur-þýsk grein. Þá
koma Sovétríkin, Pólland, Bretland
og Búlgaría.
V-Þýskaland og Frakkland verða
skrefi á eftir.
EM '82: A-Þýskaland, 42,19 sek
4x400 m boðhlaup
(3:15,92 mín)
A-Þýskaland og Sovétríkin
verða í tveimur fyrstu sætunum.
Síðan koma V-Þýskaland, Pólland,
Bretland, Tékkóslóvakía og jafnvel
Búlgaría.
EM '82: A-Þýskaland, 3:19,05 mfn
Hástökk (2,08 m)
Hér má bóka búlgörsku stúlk-
unni, Stefku Kostadinova sigur.
Heimsmet hennar er 2,08 m.
Næstbest er Olga Turtsjak Sovét.
með 2,01 m. í næstu sætum verða
a-þýskar og sovéskar konur, ef að
líkum lætur (Andrea Bienias,
Gabriele Gunz og Larissa Kosit-
syna).
EM >82: Ulrike Meyfarth, V-
Þýskal. 2,02 m
Langstökk (7,45 m)
Miklar framfarir hafa orðið að
undanförnu í langstökki kvenna
eins og í þrístökki karla. Nú er það
að verða daglegt brauð aö heyra
getið um 7 m stökk á mótum er-
lendis.
Heimsmethafinn, Heike Drech-
sler, ætti að vera nokkuð viss með
gullverðlaunin. Um silfur- og
bronsverðlaunin verður áreiðan-
lega geysihörð keppni milli Galinu
Tjistiakova, Irinu Valjukevitsj, Je-
lenu Belevskaja Sovétríkjunum og
Helgu Radtke A-Þýskalandi. Gamli
heimsmethafinn frá Rúmeníu, Va-
leria lonescu, gæti líka velgt
fyrrnefndum konum undir uggum.
EM '82: Valiria lonescu, Rúmenfu
6,79 m
Kúluvarp (22,53 m)
Þetta hefur alla tíð verið austur-
evrópsk grein og vissulega verða
sterkir keppendur þaðan í Stutt-
gart eins og endranær á Evrópu-
mótum. Samt sem áöur getur svo
farið að vestur-evrópsk kona
hampi gullverðlaununum að þessu
sinni. Hér er átt við Olympíu-
meistarann frá Los Angeles,
Claudiu Losch frá V-Þýskal. Helsti
keppinautur hennar er sovéski
heimsmethafinn, Natalia Lisov-
skaja. Von Austur-Þjóðverja er
Ines Múller og Tékkar setja traust
sitt á gömlu kempuna, Helenu Fib-
ingerova.
EM '82: llona Slupianek, A-
Þýskal. 21,59 m
Kringlukast (74,56 m)
Tékkneski heimsmethafinn,
Zdenka Silhava, er í keppnisbanni
vegna lyfjanotkunar. Þá kemur
keppnin sem fyrr til með að standa
á milli Austur-Þjóðverja og Sovét-
manna. Búlgarir og Rúmenar eiga
einnig sterkar konur. Til að nefna
einhver nöfn skal geta um Diönu
Sachse og Irinu Meszynski frá
Austur-Þýskalandi, Galinu Jerm-
akova frá Sovét. og Tsvetönku
Khristova frá Búlgaríu.
EM '82: Tsvetanka Khristova,
Búlgaría 68,34 m.
Spjótkast (75,40 m)
Loksins er komið að grein sem
Vestur-Evrópubúar geta látið til sín
taka með einni mikilvægri undan-
tekningu þó. Heimsmethafinn,
Petra Felke frá A-Þýskalandi, er
langöruggust keppenda og nokkuð
vís með gullið.
Bresku stúlkurnar, Fatima Whit-
bread og Tessa Sanderson, eru
báðar í fremstu röð svo og Norður-
landabúarnir, Tiina Lillak frá Finn-
landi - fyrrum heimsmethafi - og
Trine Solberg Noregi. Allar þessar
stúlkur eiga möguleika i keppninni
um verðlaunin. Sama má segja um
Beate Peters, V-Þýskalandi. Júgó-
slavar eiga líka einn kornungan
spjótkastara á heimsmælikvarða,
Danica Zivanov að nafni.
Við íslendingar eigum keppanda
hér skráðan eins og í karlaspjót-
inu, írisi Grönfeldt Islandsmethafa
(59,10 m)
EM '82: Anna Verouli, Grikk-
landi, 70,02 m.
Sjöþraut (7.148 stig)
Enn og aftur Austur-Þjóðverjar
og Sovétmenn - Sibylle Thiele,
Anke Behmer, Sabine Paetz, Na-
talia Sjubenkova - allar hafa þær
náð frábærum árangri 6.500 stig-
um eða meira. Vestur-Þjóðverjar
eiga Sabine Braun (6.418 stig).
Heimavöllurinn kemur henni
kannski til góða, þótt róðurinn
verði þungur.
EM '82: Ramona Neubert, A-
Þýskal. 6.622 stig.
10km kappganga
(44:32,0 mín)
Ný keppnisgrein. Sovétmenn
eiga heimsmetið í þessari grein,
sett um miðjan ágúst. Þannig að
líklegt má telja að Sovétríkin verði
sterkust í þessari grein. Alla vega
ætti það ekki að koma neinum á
óvart.
Guðmundur Víðir Gunnlaugsson