Morgunblaðið - 23.08.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986
45
• Verðlaunahafar f Coca Cola-golfmótinu á Nesvelli sem fram fór um síðustu helgi. Morgunbiaðið/Börkur
Coca Cola-golfmótið á Nesvelli:
Sveinbjörn Björnsson
setti nýtt vallarmet
Handknattleikur:
ÍBV keppir
í Svíþjóð
Handknattleikslið ÍBV, sem
leikur í 2. deild í vetur, fer í œf-
inga- og keppnisferð til Sviþjóðar
á sunnudaginn. Liðið mun dvelja
ytra í hálfan mánuð og leika tólf
leiki við sænsk félagslið.
í hópnum verða 17 leikmenn.
Liðið mun keppa og æfa í Stokk-
hólmi og Borlange, vinabæ
Vestmannaeyja í Svíþjóð, og síðan
taka þátt í fjögurra liða móti á
Gotlandi ásamt sænskum 1. og
2. deildarliðum.
Mikill áhugi er hjá handknatt-
leiksmönnum ÍBV, en eins og fram
hefur komið, sameinuðust Þór og
Týr undir merki ÍBV að loknu
síðasta keppnistímabili. Æfingar
hófust um miðjan júní, en í ágúst
hefur verið æft tvisvar á dag alla
daga nema sunnudaga. Hefur æf-
ingasókn verið mjög góð og er
mikill hugur í mönnum að standa
sig vel í vetur.
Leikmennirnir fjármögnuðu
Svíþjóðarferðina með því að ann-
ast gæslu í Herjólfsdal á þjóöhátíð-
inni. ÍBV vinnur nú að því að koma
á veglegu móti í Eyjum í septem-
ber með þátttöku liða úr 1. deild.
Verða vegleg verðlaun í boði á
mótinu, sem Eyjamenn stefna á
að verði árlegt stórmót í hand-
knattleik.
Þjálfari ÍBV er Eyjólfur Braga-
son.
í GÆR hófst á Laugarvatni, Knatt-
spyrnuskóli KSÍ þar sem saman
eru komnir 24 efnílegustu knatt-
spymumenn landsins sem fæddir
eru árið 1972.
Er skólinn hugsaður sem fyrsti
undirbúningur drengjalandsliös
1987. í vetur munu síðan bætast
Eldri flokkur:
ÍA sigraði
SKAGAMENN sigruðu Víking,
4:0, í úrslitakeppni eldriflokks í
knattspyrnu á Akranesi á fimmtu-
dagskvöld. Matthías Hallgríms-
son, Jón Gunnlaugsson, Karl
Þórðarson og Steinn Helgason
skoruðu mörk ÍA. Skagamönnum
nægir jafntefli f síðasta leiknum
gegn KR til að tryggja sér íslands-
meistaratitilinn f þessum flokki.
Laugardagur:
1. deild karla:
Kaplakrikavöllur FH—Þór A. 14.00
Vestmannaeyjavöllur ÍBV—Fram 14.00
2. deild karia:
Laugardalsvöllur Vikingur R,—Völsungur 14.00
Borgarnesvöllur Skallagrímur—KS 14.00
Selfossvöllur Selfoss—KA 14.00
ísafjaröarvöllur fBÍ—Þróttur R. 14.00
Njarðvíkurvöllur Njarðvik—Einherji 14.00
2. deild kvenna A:
Grundarfjarðarv. Grundarfj,—Stokkseyri 14.00
3. deild karta A:
Kópavogsvöllur ÍK—Ármann 14.00
Grindavíkurvöllur Grindavik—Stjarnan 14.00
3. delld karla B:
Ólafsfjarðarvöllur Leiftur—Leiknir F. 14.00
Eskifjarðarvöllur Austri E.—Magni 14.00
Reyöarfjarðarvöllur Valur Rf.—Reynir Á. 14.00
Sauðárkróksvöllur Tindastóll—Þróttur N. 14.00
ALLS tóku 94 þátttakendur þátt
f Coca Cola-golfmótinu hjá goif-
klúbbi Ness um síðustu helgi, en
mót þetta er elsta opna golf-
mótið hérlendis. Óhætt er að
segja að miklar sviftingar hafi
í hópinn piltar sem fæddir eru 1.
ágúst og síðar.
Kennarar skólans eru Lárus
Loftsson, Sigfried Held og Guðni
Kjartansson, þjálfarar KSL Einnig
munu nokkrir 4. flokks þjálfarar
taka þátt í kennslunni. Dómari,
læknir og matvælafræðingur munu
heimsækja skólann og flytja erindi.
Samtíma skólanum munu
drengja- og unglingalandsliðin •
dvelja á Laugarvatni við æfingar,
hálfa viku hvort lið. Munu liðin hitt-
ast fyrir austan á þriðjudeginum
26. ágúst og leika æfingarleik áður
en drengjaliðið heldur heim.
Þann dag verður því rjóminn úr
Islenskri unglingaknattspymu
saman kominn á Laugarvatni og
því kjörið tækifæri fyrir þá sem
láta sér annt um unglingaknatt-
spyrnuna í landinu að koma og
fylgjast með því sem er að gerast.
Unglingaþjálfarar eru velkomnir
alla dagana til að fylgjast með og
jafnvel að taka þátt í starfinu.
4. deild karla:
Úrslit. Sigurv. A-riðils—Sigurv. D-riðils
Úrslit. Sigurv. B-riðils—Sigurv. C-riðils
Úrslit. Sigurv. E-riðils—Sigurv. F-riðils
Landsleikur kvenna:
ísland — Sviss
Sunnudagur:
1. deild karla:
Laugardalsvöllur KR—ÍBK 16.00
2. deild kvenna:
KA-völlur KA—Grindavík 14.00
ÍR-völlur ÍR—Skallagrímur 14.00
ísafjaröarvöllur ÍBÍ—-Fram 4l 6.00
3. deild karia A:
Akranesvöllur HV—Reynir S. 14.00
Mánudagur:
1. deild karla:
Akranesvöllur ÍA—UBK 19.00
verið og sáust bæði lægri tölur á
Nesvellinum eftir breytingarnar í
sumar og öðrum fannst erfitt að
sætta sig við skorið sem þeir
fengu á holunum 36.
Á laugardaginn var sól og ein-
staklega gott veður en á sunnu-
daginn gekk á með skúrum og var
það í samræmi við spilamennsk-
una. Eftir bráðabana þriggja
manna stóð Jónas Kristjánsson,
GR, uppi sem sigurvegari, Svein-
björn Björnsson, GK, varð í öðru
sæti og Ómar Kristjánsson, GR,
varð þriðji, allir léku þeir á 153
höggum.
Fyrri daginn lék Sveinbjörn
Björnsson á 69 höggum, sem er
nýtt vallarmet.
Lúðvík Georgsson, GR, varð í
ÞEGAR er farið að ræða um hvar
halda skuli úrslitakeppni Heims-
meistarakeppninnar í knatt-
Norðurlönd
standa í
stórþjóðum
í vikunni sem nú er að líða hafa
verið leiknir nokkrir vináttulands-
leikir í Evrópu og meðal annars
hafa mótherjar okkar í Evrópu-
keppninni verið að leika.
I Finnlandi léku Austur-Þjóðverj-
ar og heimamenn lögðu þá að
velli með einu marki gegn engu
og var markið skorað í síðari hálf-
leik.
Rúmenar höfðu tvö mörk yfir í
leikhléi í leik þeirra við Norðmenn
í Osló en varamaðurinn Arne Lar-
sen Oekland skoraði tvívegis í
síðari hálfleik og þar með náðu
frændur vorir jöfnu gegn Rúmen-
um.
í Svíþjóð léku Svíar og Sovét-
menn en þeir síðarnefndu leika
gegn okkur í Evrópukeppninni.
Leiknum lyktaði með markalausu
jafntefli og þóttu Svíar leika þenn-
an leik mjög vel.
fyrsta sæti með forgjöf, lék á 133
höggum nettó. Guðmundur Hjör-
leifsson, GK, varð annar á 134
höggum og Ómar Kristjánsson,
GR, varð þriðji á 135.
Sérstök verðlaun voru veitt fyrir
að vera næstir holu og hlutu Gunn-
laugur Jóhannsson, NK, Lúðvík
Georgsson, GR og Karl Hólm, GK,
þau. Lengstu teighögg á 2. braut
áttu Rúnar Gíslason, GR og Gunn-
laugur Jóhannsson, NK.
Tvær konur tóku þátt í mótinu
og fengu þær sérstök verðlaun
fyrir lengstu teighögg á 2. braut,
þær skiptu þeim bróðurlega á milli
sín, Kristín Þorvaldsdóttir, GK og
Kristine Eide, NK.
Mótið fór hið besta fram undir
stjórn þeirra Óttós Péturssonar
og Jafets Sigurðssonar.
spymu árið 2002 og hefur Joao
Havelange, forseti alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, sagt, að
Kína komi sterklega til greina.
Til þessa hefur úrslitakeppnin
farið til skiptis fram í Evrópu og
Ameríku, en útbreiðsla knattspyrn-
unnar hefur veriö mjög hröð
undanfarin ár í Afriku og Asíu og
hafa þjóðir í þessum álfum lýst
yfir áhuga á að halda úrslitakeppn-
ina.
Magnús Ingi
til Noregs
MAGNÚS Ingi Stefánsson fyrr-
verandi markvörður HK í hand-
knattleik mun ■ vetur leika í marki
norska 1. deildarliðsins Stabek
en Magnús verður við nám f Osló
næstu tvö árin og ætlar að leika
með liðinu á meðan.
Magnús stóð sig mjög vel í
markinu í fyrra hjá HK og unglinga-
landsliðinu skipuðu leikmönnum
undir 21 árs og að auki hefur hann
verið í hópi okkar bestu kylfinga
undanfarin ár. Hann hélt utan á
mánudaginn.
-hkj.
Unglingaknattspyrna:
Unglingar æfa
á Laugarvatni
Knattspyrna helgarinnar
Nú fara lokin að nálgast á íslandsmótinu f knattspyrnu. Heil umferð
verður í 1. og 2. deild karla um þessa helgi. Einnig fer að draga til
úrslita í 3. deild og í 4. deild karla verður úrslitakeppninni haldið áfram.
v-; HM í knattspyrnu:
Verðurkeppnin
í Kína árið 2002?
Öldunga-
meistara-
mót FRÍ
MEISTARAMÓT íslands f
frjálsíþróttum öldunga (konur
30 ára og eldri, kariar 35 ára
og eldri) verður haldið á frjálsí-
þróttavellinum í Laugardal
helgina 30.-31. ágúst og hefst
kl. 14.00 báða dagana.
Keppt verður í öllum venju-
legum meistaramótsgreinum
sem næg þátttaka fæst í
(minnst 3 skráðir fyrirfram) og
höfð hliðsjón af tímaseðli
Meistaramóts íslands. Þátt-
taka tilkynnist í síðasta lagi
miðvikudagskvöldið 27. ágúst
til öldungaráðsmanna (Hösk-
uldar s. 667141/25088, Kjart-
ans s. 52848/52046, Ólafs S.
75292/26133) eða til skrifstofu
FRÍ (s. 83386/83686).
Handbolta-
skóli Fram
og Hummel
Handknattleiksdeild Fram
og Hummei á íslandi munu
gangast fyrír handboltaskóla
dagana 25.-29. ágúst næst-
komandi. Skólinn verður á
íþróttasvæði FRAM við Safa-
mýri og verður bæði úti og
inni. Námskeiðið er ætlað
bæði stúlkum og drengjum
undir 15 ára aldri.
Skólastjóri skólans verður fv.
danski landsliðsmaðurinn Per
Skaarup en kennarar með hon-
um verða þau Guðríður Guð-
jónsdóttir og Bjöm Eiríksson,
en þau eru bæði íþróttakennar-
ar og vanir handboltaþjálfarar.
Ýmsir góðir gestir munu
heimsækja skólann, s.s. lands-
iiðsmenn karla og kvenna svo
og leikmenn 1. deildar liðanna.
Þá verður einnig grillveisla og
fleira gert til skemmtunar.
Skírteini frá skólanum gildir
sem 15% afsláttarmiði á
íþróttavörum frá Hummelbúð-
inni Ármúla 38, Reykjavík. Fólki
er bent á sérlega góðar stræt-
isvagnasamgöngur við hverfið.
Innritun fer fram í Fram-heimil-
inu viö Safamýri í dag og
sunnudag, milli kl. 11.00 og
13.00 og 16.00 og 17.00 og á
sama tíma í símum 34792 og
35033.
Einnig er hægt að skrá sig
kl. 9.00 á mánudag á sama
stað.
Badminton-
skóli BSÍ
DAGANA 24.-28. ágúst verður
badmintonskóli BSÍ haldinn í
TBR-húsinu við Gnoðavog.
Leiðbeinandi verður Fred de
Jong, einn af bestu badmin-
tonþjálfurum í Evrópu. Honum
til aðstoðar verður Jóhann
Kjartansson unglingalands-
liðsþjálfari íslands.
íslands-
mót fatlaðra
UM HELGINA fer fram á Kópa-
vogsvelli íslandsmeistaramót
íþróttasambands fatlaðra í
frjálsum íþróttum utanhúss.
Keppendur á mótinu eru um
100 talsins frá 5 aðildarfélögum
íþróttasambands fatlaðra.
Mótið hófst í gærkvöldi og
verður framhaldið laugardag
inn 23. ágúst kl. 10.
f
<
r*“*
i:
♦