Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
V öruskiptaj öf nuður:
vanda fiskvinnslunnar:
Hagstæður um 415
milljónir kr. í júlí
V ÖRU SKIPTAJÖFNUÐURINN við útlönd var hagstæður
um 415 millj. kr. í júlímánuði sl. Fluttar voru út vörur
fyrir 4.045 millj. kr. en inn fyrir 3.629 millj. kr. fob. Á
fyrstu sjö mánuðum ársins hafa verið fluttar út vörur
fyrir 25.225 millj. kr. en inn fyrir 21.992 millj. kr. fob.
Vöruskiptajöfnuðurinn var því hagstæður um 3.232
miilj. kr. á tímabilinu.
I frétt frá Hagstofu Islands segir
jafnframt að verðmæti vöruutflutn-
ingsins hafi verið 13% hærra á föstu
gengi en á sama tíma í fyrra. Sjáv-
arafurðir voru röskir þrír fjórðu
hlutar alls útflutnings og voru 14%
meiri en á sama tíma í fyrra. Ut-
flutningur á áli var 10% meiri en í
fyrra og útflutningur kísiljáms var
27% meiri en á sama tíma í fyrra,
reiknað á föstu gengi. Þá var út-
flutningsverðmæti annarrai vöru
3% meira en í fyrra.
Vínútsalan:
Verðmæti vöruinnflutningsins
fyrstu sjö mánuði ársins var 1%
minna en á sama tíma í fyrra, reikn-
að á föstu gengi og skiptir miklu
að vöruinnflutningur álverksmiðj-
unnar var minni en í fyrra.
Verðmæti innflutnings til stóriðju,
innflutnings skipa og flugvéla svo
og olíuinnflutnings fyrstu sjö mán-
uði ársins, var samtals 32% minna
en í fyrra, reiknað á föstu gengi.
Þessir innflutningsliðir eru jafnan
breytilegir frá einu ári til annars,
en séu þeir frátaldir reynist annar
innflutningur vera um 10% meiri
en í fyrra.
Reykvíkingar ------------------
keyptu mest Ríkisstjórnin vegna
MorgunblaoiO/Fétur Johnson
Prinsinn hafði stuttan stanz
KARL Bretaprins hafði 20 mínútna viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli í gærdag. Þota prinsins
lenti laust eftir klukkan 13. Prinsinn hafnaði boði um kaffi en fór þess í stað í stutta göngu-
ferð um vallarsvæðið. Hann var á leið til Boston og Chicago í Bandaríkjunum.
ÚTSALA Áfengis- og tóbaks-
verzlunar ríkisins á léttum vínum
fór vel af stað í gær, að sögn
Þórs Oddgeirssonar hjá ÁTVR.
Til dæmis seldist megnið af léttu
vínunum sem voru á boðstólum
í útibúinu við Lindargötu hér í
Reykjavík, en eitthvað mun þó
vera eftir af kampavínum, og
örlítið magn af öðrum tegundum.
Utsalan var einnig í öllum útibú-
um ÁTVR úti á landi, að útibúinu
á Akureyri undanskildu, en þar var
salan ekki með sama hraða og hér
í Reykjavík. Þór sagði þó að tals-
vert hefði saxast á þær birgðir sem
á boðstólunum voru úti á landi.
Þessar víntegundir verða á boðstól-
um í útibúunum, þar til þær eru
uppseldar, eða að þær verða kallað-
ar inn til ÁTVR á nýjan leik.
Vínútsalan í fuilum gangi í Lind-
argötuverzluninni í gær.
Heimilar Byggðastofnun erlenda
lántöku að upphæð 300 milljónir
Til endurlána til fyrirtækja sem eru með erfiða lausafjárstöðu en réttu megin við núllið
TILLAGA Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra þess efnis
að ríkisstjórnin heimili Byggðastofnun á lánsfjárlögum 1987 erlenda
lántöku að upphæð 300 miiljónir króna, sem endurlánaðar verði fisk-
vinnslufyrirtækjum með erfiða lausafjárstöðu, var samþykkt á
ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Forsætisráðherra segist gera sér
vonir um þessar aðgerðir verði til þess að rétta af rekstur 15 til
16 fiskvinnslufyrirtækja í Iandinu, þó að ennþá sé vafamál hver
afdrif þeirra fiskvinnslufyrirtækja verða, sem í hvað verstri stöðu
eru, eða með mjög neikvæða eiginfjárstöðu.
„Það er mat Byggðastofnunar á lánsfjáráætlun 1987 heimild til
stjórnin beita sér fyrir því að heimild
til lántöku verði veitt á lánsfjáráætl-
un þessa árs.“
Forsætisráðherra sagði jafn-
framt að nokkur fiskvinnslufyrir-
tæki hefðu verið flokkuð í
svokallaðan fyrsta flokk, en það
væru fyrirtæki sem ættu við minni-
háttar greiðsluvanda að stríða.
Viðskiptabankarnir og Byggða-
stofnun hefðu tekið að sér að sér
að leysa vanda þeirra með skuld-
breytingu og þess háttar, án þess
að til annarrar fyrirgi-eiðslu kæmi.
að þessi fyrirgreiðsla, ásamt skuld-
breytingu ríkisbankanna, muni fara
langleiðina með að rétta af rekstur
þeirra fyrirtækja, sem enn eru réttu
megin við strikið," sagði forsætis-
ráðherra í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær. Hann sagði
jafnframt að frekari viðræður
þyrftu að eiga sér stað við eigendur
þeirra fyrirtækja sem enn verr
væru stödd, en vissulega væri til
þess ætlast að einhvetjir fjármunir
kæmu þeim einnig til góða af þess-
um 300 milljónum króna.
Tillaga forsætisráðherra er svo-
hljóðandi: „Ríkisstjómin mun beita
sér fyrir því að Byggðastofnun fái
að taka að láni allt að 300 milljón-
ir króna, eða jafnvirði þess í erlendri
mynt. Fé þetta skal endurlánað
fískvinnslufyrirtækjum í því skyni
að bæta lausafjárstöðu þeirra, eða
endurlánað eigendum flskvinnslu-
fyrirtækja til aukningar á eigin fé
fyrirtækjanna.
Þar sem fjárhagsvandi margra
fiskvinnslufyrirtækja er nú mikill
beinir ríkisstjómin því til Seðla-
banka íslands að hann hlutist nú
þegar til um að útvega Byggða-
stofnun þann hluta af lánsfénu sem
hún þarf í þessu skyni á árinu 1986.
Fé þetta mun endurgreitt Seðla-
bankanum 1987, enda mun ríkis-
Hjólbarði sprakk á Arnarflugsþotu:
Flugsljórinn nauð-
hemlaði í flugtaki
HJÓLBARÐI sprakk á Arnar-
flugsþotu í flugtaki á flugvellin-
um í Jedda í gær. Flugstjórinn
gat hætt við flugtak og þegar
hann nauðhemlaði vélinni fór
loft af öllum hjólbörðunum, tíu
talsins. Tvær bremsur eyðilögð-
ust í átökunum. í þotunni voru
Öll ákærðu voru sýknuð
að fullu í útvarpsmálínu
249 pílagrímar á leið til síns
heima í Alsír. Gengu farþegar
og áhöfn heil frá borði. Við frum-
skoðun flugvirkja á þotunni kom
ekkert athugavert í ljós.
Þotan er af DC-8-gerð, og ber
skrásetningarnúmerið TF-ISA. í
áhöfn hennar eru fjórir íslendingar.
Að sögn Ómars Olafssonar, flug-
rekstrarstjóra, sinna fimm þotur
pflagn'mafluginu. Ein þeirra er
varavél og hefur hlaupið í skarðið
þegar þota hefur bilað eða þarfnast
skoðunar. Pílagrímafluginu lýkur
9. september og bjóst Ómar ekki
við því að truflun hlytist af þessu
óhappi.
SAKADÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær tíumenningana sem ákærð-
ir voru fyrir að hafa haft forgöngu um að starfsmenn Ríkisútvarpsins
stöðvuðu með ólögmætum hætti útsendingar hljóðvarps mánudaginn
1. október 1984 og hófu ekki útsendingar sjónvarps þá um kvöidið.
Það voru forsvarsmenn „Frétta-
útvarpsins" og Félags fijálshyggju-
manna sem kærðu starfsmenn
Ríkisútvarpsins fyrir ætlað brot
gegn 176. grein almennra hegning-
arlaga með því að leggja niður
vinnu og stöðva útsendingar á veg-
um Ríkisútvarpsins. Ríkissaksókn-
ari ritaði rannsóknarlögreglustjóra
bréf hinn 9. október 1984, þar sem
honum var falið að hefjast handa
um opinbera rannsókn á sakarefn-
um. Skyldi rannsókn m.a. beinast
að því hveijar voru orsakir þess að
útsendingar Ríkisútvarjisins stöðv-
uðust 1. október, hveijir stöðvuðu
þær og að frumkvæði hverra, hveij-
ir hafi lagt niður vinnu og hvað
hafí farið milli þeirra einstaklinga
er réðu stöðvun og útvarpsstjóra
áður en, um leið og eftir að útsend-
ingar voru stöðvaðar.
í svari útvarpsstjóra við fyrir-
spurnum rannsóknarlögreglu kom
fram að hann hefði hvorki rétt né
skyldu til að sitja fundi hagsmuna-
samtaka starfsmanna. Sé því
forganga á fundum þeirra honum
ókunn. Þá segir útvarpsstjóri að
starfsfólk á neyðarvakt hafl
umyrðalaust og óáreitt tekið til
starfa þegar í stað er útsendingar
hættu. I bréfum starfsmanna til
útvarpsstjóra kom fram, að þeir
legðu niður vinnu vegna þess að
þeir hafi ekki séð sér fært að sinna
störfum sínum þar eð laun þeirra
höfðu ekki verið greidd hinn 1.
október.
í niðurstöðum Sakadóms Reykja-
víkur segir að ákærðu hafi fullyrt
að þau hafi viljað knýja á um
greiðslur starfslauna, sem ógoldin
voru og að þeirra mati fallin í ein-
daga. Asetningur þeirra hafl ekki
beinst að því að raska útvarps-
rekstri og þau hafí ekki unnið spjöll
á tækniútbúnaði Ríkisútvarpsins.
Þá hafí þau ekki reynt að koma í
veg fyrir að aðrir, sem ekki lögðu
niður vinnu, gætu starfrækt útvarp-
ið. Ekkert hafi komið fram því til
styrktar að ákærð hafl haft for-
göngu um að starfsemi útvarjisins
stöðvaðist. Þess hafi ekki verið far-
ið á leit við þau að þau hæfu störf
að nýju og öryggisvakt starfsfólks
hafl verið hjá Ríkisútvarjiinu allan
tímann. Taldi dómari því að ekki
yrði talið að ákærð, sem fæst unnu
við beinar útsendingar, hafi með
því verknaðar- eða aðgerðarleysi
sínu að sitja heima brotið refsiá-
kvæði 176. greinar almennra
hegningarlaga, en í henni er skil-
yrði refsiábyrgðar að truflun sé
valdið með ólögmætum verknaði.
Dómari taldi því að sýkna bæri
ákærðu af öllum kröfum ákæru-
valds í málinu og dæma ríkissjóð
til að greiða sakarkostnað, þar með
talin málsvarnarlaun Páls Arnórs
Pálssonar, hæstaréttarlögmanns,
skipaðs vetjanda' ákærðu.
Ármann Kristinsson, sakadóm-
ari, kvað upp dóminn. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun hjá ríkissak-
sóknara um það hvort dóminum
verður áfrýjað til Hæstaréttar af
hálfu ákæmvaldsins.
Háskólabíó:
Ókeypis að-
gangur stúdenta
afnuminn
STÚDENTUM við Háskóla ís-
lands verður ekki lengur veittur
ókeypis aðgangur að kvikmynda-
sýningum Háskólabíós, sam-
kvæmt ákvörðun stjórnar
Háskólabíós er gekk í gildi 30.
ágúst sl.
„Ástæðan fyrir þessu er sú, að
stjórnin tók þessa ákvörðun. Við
ræðum ekki stjómarfundi í dag-
blöðum," sagði Friðbert Pálsson,
forstjóri Háskólabíós, er Morgun-
blaðið innti hann eftir ástæðum
þess að þessi áragömlu réttindi
stúdenta hafa nú verið afnumin.