Morgunblaðið - 03.09.1986, Page 4

Morgunblaðið - 03.09.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 Borgarráð: Minnihlutaf lokkum bent á að líta í eigin barm DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri svaraði fyrirspum minnihlutaflokk- anna vegna kvikmyndar Hrafns Gunnlaugssonar „Reykjavik - Reykjavík“ á fundi borgarráðs í gær. I svari borgarstjóra segir: „Vegna sameiginlegrar fyrirspurn- ar minnihlutaflokkanna, sem er 23. liður í fundargerð borgarráðs frá 26. ágúst sl., er eftirfarandi tekið fram: I borgarráði eru og hafa ver- ið lagðar fram fyrirspumir til borgarstjóra, en ekki einstakra stjómmálaflokka. Slíkar spurningar hafa fram til þessa verið bornar fram í fullri alvöru og teknar þess vegna alvarlega og veruleg vinna af borgaryfirvalda hálfu í það lögð að gera svörin sem best úr garði og koma þeim sem fyrst á framfæri. Vegna þessarar „fyrirspumar" hlýtur að rísa upp sú spurning, hvort fulltrúar minnihlutaflokkanna æski eftir breytingu í þeim efnum. Vegna efnis spurningarinnar skal þó að þessu sinni tekið fram, að vilji fyrirspyijendur spytja þann eða þá stjómmálaflokka, sem ákváðu gerð þessarar myndar, hver skyldi gera hana og undir hvaða formerkj- um hún skyldi gerð, þá er þeim bent á, að Kvennaframboðinu und- anskildu, að líta í eigin barm. Kvennaframboðinu er sérstaklega bent á að líta í barma sessunauta sinna." Atli Heimir semur óperu fyrir sjónvarp ATLA HEIMI Sveinssyni hefur verið falið af norrænum sjónvarps- stöðvum, „Nordvision“, að semja óperu sem ætluð verður til flutnings í sjónvarpi. Tónlistarstjórar sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum hittust á fundi í vor og var þar meðal annars rædd sú hugmynd að kvik- mynda Silkitrommuna eftir Atla Heimi, en þegar þessir tónlistarstjór- ar hittust á fundi i Salzburg fyrir skömmu var ákveðið að fela tónskáldinu samningu nýs verks. Pétur Guðfínnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þama yrði algjörlega um samnorræna framkvæmd að ræða, til dæmis yrði Ieikstjórinn frá Finnlandi, danska sinfóníuhljómsveitin yrði látin sjá um flutning tónlistarinnar og upptökustjórinn yrði sænskur. Þá sagði Pétur að hugmyndin væri sú að láta óperuna ijalla um þjóð- legt og íslenskt efni og yrðu söngvarar í henni að líkindum allir íslenskir. Gert er ráð fyrir að samningu óperunnar verði lokið fyrir mitt næsta ár og að þá verði hafíst handa við að æfa hana og kvikmynda. Greiningarstöðin í Kjarvalshúsi: Stolnu tækin komin til skila „TÆKIN eru öll komin hingað aftur“, sagði Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður greiningar- og ráðgjafarstöð var rikisins fyrir fatlaða. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á laugardag var stolið myndbandstæki, myndbandstöku- vél og skuggamyndavél frá grein- ingarstöðinni í Kjarvalshúsi á Seltjamamesi. Var talið að tælq'un- um hefði verið stolið um verslunar- mannahelgina, en starfsmenn uppgötvuðu þjófnaðinn 20. ágúst, þegar þeir komu úr sumarleyfum. „Eftir að fréttin birtist í Morgun- blaðinu hafði maður nokkur samband við mig,“ sagði Stefán. „Hann hafði keypt eitt tækjanna í góðri trú, en eftir að hann hafði talað við mig reyndist lögreglunni létt að upplýsa málið. Tækin eru nú komin hingað aftur og við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með það að málið skyldi leysast svo farsæl- lega. Þessi tæki eru notuð við greiningu og mat á bömum og eiga eftir að koma sér vel þegar meta á framfarir bamanna,“ sagði Stefán. Rétt er að taka það fram að það var ekki Lionsklúbbur Seitjamar- ness sem færði greiningarstöðinni tækin að gjöf eins og mishermt var í blaðinu á laugardag. Tækin eru gjöf frá Lionsklúbbnum Tý. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Róbert Amfinnsson heilsar Ragnari Arnalds, alþingismanni og höfundi leikritsins „Uppreisn á ísafirði“. Ragnar Arnalds höfundur Uppreisnar á Isafirði „Hélt því leyndu aðallega til að losna við blaðamenn,“ segir höfundur ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir í þessum mánuði nýtt leikrit, sem fjallar um Skúlamálin svokölluðu rétt fyrir aldamót, og ber heit- ið Uppreisn á ísafírði. Mikil leynd hvíldi í fyrstu yfir nafni höfundar leikritsins, en það kom fáum viðstöddum á óvart í gær, þegar upplýst var að höfundurinn er alþingismaðurinn Ragn- ar Arnalds. „Fyrst enginn vissi í fyrstu hver höfundurinn var, fannst mér ekkert liggja á því að gera það kunnugt," sagði Ragnar, þegar hann var spurður hvers vegna svona mikil leynd hefði hvílt yfir höfundinum. „Ég gerði það nú aðallega til að losna við ykkur, blaðamennina," bætti hann við. Upphaflega var ráðgert að halda nafíileyndinni þar til frumsýning færi fram, en Gísli Alfreðsson, Þjóðleikshússtjóri, sagði að kvis- ast hefði út hver höfundurinn væri, svo ákveðið hefði verið að gera leyndarmálið opinbert nú. Þetta er fyrsta leikritið sem Ragnar semur í fullri lengd, en þó hefur hann áður fengist við ýmis ritstörf. „Ég fékkst smávegis við þetta í menntaskóla og þá helst smá- sagnagerð, en hef verið önnum kafínn við allt önnur málefni til að geta sinnt þessu að ráði hingað til,“ sagði hann. „Ég er nú gamall vinur ieik- hússins; var uppalinn í Laugar- nesskólanum þar sem þeir voru duglegir við að sýna leikrit. Ég komst meira að segja á senuna í Þjóðleikhúsinu, þegar ég lék smá- hlutverk í leikriti Dávlðs Stefáns- sonar, Landið gieymda á sínum tíma.“ Rúmlega 40 leikarar fara með hlutverk í Uppreisninni á ísafírði, en Ragnar sagði að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir töluvert fleirum. „Ég skrifaði fyrri hluta leikrits- ins 1983 og síðari hlutann ári seinna. Ég endurskrifaði það svo í fyrra og fækkaði þá persónum úr 60 í rúmlega 40,“ sagði Ragn- ar. Um kveikjuna að viðfangsefni leikritsins, sagðist Ragnar hafa verið að svipast um eftir söguefni í nokkum tíma og haft augastað á Skúlamálunum um hríð. Byggir leikritið nokkuð á bók Jóns Guðnasonar um Skúla Thorodd- sen og sagðist Ragnar einnig hafa lesið bókina Eld í æðum eftir Þorstein Thorarensen. „Leikritið hefst í Kaupmanna- höfn 1892 og er þar dregin upp svipmynd af veröldinni í þá daga og gerist þátturinn við hirð Krist- jáns IX. Því næst er brugðið upp mynd af Reykjavík á þeim tíma sem Landshöfðingi undirbýr mals- höfðun á hendur Skúla. Svo er leikritið flutt á ísafjörð, þar sem helstu persónur eru kynntar, t.d. þau Skúli og Theodóra Thorodd- sen, Sr. Sigurður Stefánsson í Vigur og Þorvaldur læknir." Ragnar sagði að hlutverk Lár- usar Bjamasonar, sem Lands- höfðingi sendi til Isafjarðar til að rannsaka mál Skúla, væri einna stærst og væm átök þeirra Lárus- ar og Skúla yfirgnæfandi í leikrit- inu. Þrátt fyrir sögulegan bakgrunn leikritisins, sagði Ragnar að sleg- ið væri á létta strengi inn á milli og ekki væri hægt að telja leikrit- ið mjög þungt í vöfum. Ekki sagðist alþingismaðurinn alveg ætla að gefa stjómmál upp á bátinn fyrir ritstörf, en þegar hann var spurður hvort framhaldi yrði á skriftim hans, svaraði hann ákveðið: „Alveg áreiðanlega." Hóladómkirkja: Nauðsynlegt að hefja gagngerar endurbætur — segir Þorsteinn Gunnarsson arkitekt sem vinnur að rannsókn á ástandi kirkjunnar HÓLADÓMKIRKJA er í niðurníðslu, veggir og loft skemmd, burðargrind forkirkjunnar fúin og gólfið sigið að hluta. Þor- steinn Gunnarsson arkitekt, sem kannaði ástand kirkjunnar í síðustu viku, telur nauðsynlegt að hefja gagngerar endurbætur á kirkjunni. Þorsteinn vinnur nú að rann- sókn á ástandi kirkjunnar, að beiðni þjóðminjavarðar, í sam- vinnu við Ríkarð Kristjánsson verkfræðing. I samtali við blaða- mann sagði Þorsteinn að áður en endurbætur geta hafíst verði að kanna eldri úttektir á kirkjunni. í áranna rás hafa verið gerðar ýmsar breytingar á byggingunni og skemmdir lagfærðar. Taldi Þorsteinn margt benda til þess að röngjeða skaðleg efni hafí ver- ið notuð titviðgerða. -Þau eigi sinn þátt í því hvemig ástand kirkjunn- ar er. Hóladómkirkja var vígð árið 1763. Um 1880 voru gerðar veigamiklar breytingar á kirkj- unni, og mikið af innviðum selt eða fargað. Þjóðminjasafnið fékk hana til umsjónar árið 1920. Var hún þá færð til upprunalegs horfs. í kirkjunni er mjög kröftug burð- argrind sem hefur staðist tímans tönn að mestu. Þakið hefúr lekið, en enginn fúi er sjáanlegur í því. iV Morgunblaðið/Helgi Bj. Hluti af burðargrind forkirkj- unnar. Raufarnar í klukkna- turninum hafa hleypt veðri og vindum inn. í tréverkinu eru sjáanlegar mijklar fúaskemmd- ir. '* ■ Gifsloftið í Hóladómkirkju er eitt það elsta sinnar tegundar á íslandi. Þorsteinn sagði að loftið væri mjög ilia farið. í því eru sprunguskemmdir af raka og þakleka. Hinsvegar hefur raki komist í loft- ið, sem er húðað gifsi, og er það mjög illa farið. Einnig hefur lekið í gegnum raufar á klukkutumi og fúaskemmdir sjást í burðar- grind forkirkjunnar. Fyrir framan kórinn er mikill legsteinn felldur í gólfíð. Er þar áberandi sigdæld. Þá em útveggir kirkjunnar illa spmngnir. Þeir vom upprunalega úr íslenskum steini, rauðum að lit. Síðar vom þeir pússaðir upp og hvíttaðir, og virðist múrhúðin hafa skemmt út frá sér. Þorsteinn taldi ítarlegri rannsókn á ástandi veggjanna nauðsynlega. Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur sagði að til viðgerða á kirkjunni hefði verið veitt nokkm fé í ár. Unnið er að lagfæringum á altar- istöflunni í Þjóðminjasafninu, kirkjan verður máluð og unnið að minniháttar viðgerðum. Þegar Þorsteinn og Ríkarður ljúka rann- sókn sinni verður íjárveitinga- nefnd krafín um fé svo ráðast megi í viðgerðir á næsta ári. Þór benti á að Hóladómkirkja hefur verið gerð að biskupssetri og flyst vígslubiskup þangað í haust. „Hóladómkirkja er mikil gersemi. Þar erú merkustu minjar sem við eigum í nokkurri kirkju. Við þurf- um nauðsynlega að gera hana boðlega," sagði Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.