Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 7 Arnarflug: 50 starfs- menn end- urráðnir VERIÐ er að ráða um hálft hundrað manna til starfa við millilandaflug Arnarflugs hf. Verður fyrst og fremst ráðið starfsfólk úr röðum núverandi starfsmanna, sem öllum var sagt upp þegar nýir hluthafar gengu inn í félagið og hófu endurskipu- lagningu þess. Uppsagnirnar eiga að koma til framkvæmda um næstu mánaðamót. Þessir fímmtíu eru um það bil þriðjungur núverandi starfsmanna- fjölda Amarflugs hf. Enn hefur ekki verið ákveðið hvað verður um innanlandsflug félagsins en sam- kvæmt fréttatilkynningu frá félag- inu er stefnt að því að úttekt á þeim rekstri ljúki á næstu dögum og verður þá tekin ákvörðun um framhaldið. Stjóm félagsins hefur ákveðið að halda áfram erlendum leigu- flugsverkefnum og að ráða starfs- fólk til þeirra verkefna eftir því sem tilefni er til hveiju sinni. Ekki hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fyrir fyrirtækið. Hugvit ’86: Ráðstefna um áhættufjár- magn á Hótel Esju I tengslum við sýninguna Hug- vit ’86, sem nú stendur yfir í Laugardalshöllinni, verður hald- in ráðstefna um áhættufjármagn á Hótel Esju þann 4. september. Dagskrá ráðstefnunnar er eftir- farandi: 13:15 Albert Guðmundsson, iðn- aðarráðherra, setur ráðstefnuna. 13:30 Ken Hart: Áhættufjár- magn, þróun — árangur. 14:00 Bragi Hannesson: Áhættufjármagn á Islandi. 14:30 Ólafur Davíðsson: Þáttur fyrirtækja í áhættufjármögnun. 15:00 Kaffihlé. 15:20 Sigurður Stefánsson: Ytri skilyrði áhættufjármarkaðar. 15:50 Ame Jöneman: Kynning á starfsemi Nord-Invent. 16:20 Panelumræður, stjómandi Ingjaldur Hannibalsson. 17:00 Ragnar Önundarsson: Uppsöfnun — slit. Fundarstjóri á ráðstefnunni verð- ur Davíð Seheving Thorsteinsson. Þátttökugjald er kr. 500. Agúrkur á útsölu SÖLUFÉLAG garðyrkjumanna á mikið umframmagn af agúrkum. Því hefur verið ákveðið að í dag hefjist agúrkuútsala í Sölufélag- inu. Stendur hún á meðan birgðir endast. Agúrkur kosta nú 30 kr. kg í heildsölu. Þetta er næstum fjórföld verðlækkun frá því fyrr í sumar. Sölufélagið stefnir að því að koma 15-20 tonnum af agúrkum í verð með þessum hætti. Um 16.000 manns hafa séð Heimilið ’86 „ÞETTA gengur mjög vel. Nú þegar hafa um 16.000 manns séð Heimilið ’86 og aðsóknin er mikil,“ sagði Björn Hermannsson fram- kvæmdastjóri sýningarinnar í samtali við Morgunblaðið. „Fólk virðist líka almennt vera ánægt með sýninguna þó að alltaf séu til einhverjir sem kvarta." Á myndinni sjást sýningargestir af yngri kynslóðinni bregða sér á leik í Hoppikastalanum, sem er eitt af því sem Skemmtiland sýningarinnar býður upp á. Kastalinn er fenginn að láni frá Danmörku og verður sendur þangað til baka þegar sýningunni lýkur. r-------- Eru þeir að fá 'ann ■ A-------- Meira úr Laxá á * Asum... Ranghermt var í þætti þessum í gær, að lokatalan úr Laxá á Ásum hefði orðið 1.812 laxar, sú tala var rétt þegar tveir dagar lifðu veiðitímans. Næst síðasta daginn veiddust 6 laxar og síðan var endað „með stæl“, 32 laxar komu á land síðsta daginn og varð sumaraflinn því 1.850 laxar, eða aðeins 4 löxum færri heldur en metveiðisumarið 1978, þegar veiðin í ánni reis hvað hæst síðustu tíu árin. Rúmlega 1.400 úr Hofsá og fleiri stórlaxar... Enn veiðist grimmt í Hofsá þótt mesti krafturinn sé úr göngu og tökum. Aflinn er kominn vel á fimmtánda hundraðið og upp á síðkastið hafa hinir stóru farið að gefa sig aftur eftir nokkurt hlé, enda mun það alkunna, að stórir hængar verða æ ginnkeyptari á agnið eftir því sem nær líður að hrygningu. Þannig veiddist fyrir fáum dögum 23 punda lax, og annar 21 punda nokkrum dögum áður, einnig slatti af 15—18 punda fiskum, en allir hafa þeir verið mjög legnir enda vart við öðru að búast, þegar komið er fram undir september .. . 100 á Snæfoksstöð- um ... Nú hafa veiðst um 100 laxar í Hvítá í Árnessýslu fyrir landi Snæfoksstaða í Grímsnesi, og er það með albesta móti á þeirri ver- stöð. Sérstaklega hefur verið góð veiði þar að undanfömu. Stærstu laxar af þessum veiðislóðum hafa vegið 19 pund og bestu veiðistað- imir að undanfömu verið við svokallaða Skipakletta. A sautjánda hundrað úr Langá ... Langá er komin yfir 1.600 laxa, en erfitt er að fá nákvæmar tölur vegna þess að veiðibækur em nokkrar. Veiðst hefur vel á öllum svæðum og veiði farið batnandi á efri svæðum er dregið hefur úr henni neðar. Mikill lax er í ánni, allt fram á efstu svæði og er ann- að að sjá til efstu svæðanna nú eða í fyrra, aðeins 70 laxar veidd- ust í fyrra, en hátt í 200 fiskar nú og verið að glæðast. mmG» Heimilistæki hf 65% afsláttur Þú færð núna 3 forrit í staðinn fyrir eitt áður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.