Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 g§|—a*ag nns ^ \ »h ,í s IPÍIII Öræfajökull og Hvannadalshnúkur. Myndin er tekin frá Skaftafellsheiði. Af Sjónarskeri eru margar vænlegar gönguleiðir. Þeir sem fengið hafa nóg halda niður af skerinu vestan megin, en þá þarf ekki að fara sömu leið til baka. Leiðin liggur framhjá Skaftafells- bænum, sem vert er að líta á. Hinir, sem víðar vilja fara, eiga margra kosta völ. Sé ætlunin að dvelja í Skaftafelli, t.d. tvo daga, er ekki úr vegi að skipta dvölinni í jafnmarga áfanga. Pyrri dagur- inn fer þá í skoðunarferð á Skaftafellsheiði, en sá seinni í ferð um Morsárdal. Kristínartindar eru vinsælir þeim sem þrek hafa til minnihátt- ar Qallgöngu. Þangað er nokkuð langur gangur, en tindamir eru hins vegar auðkleifír og losa rétt þúsund metra. Þaðan er gífurlega víðsýnt og útsýni á Vatnajökul og Öræfajökul, svo ekki sé talað um skriðjöklana, er aldeilis stórkost- legt. Það er drjúgt dagsverk að fara á Kristínartinda, en sú ganga borgar sig margfalt. Bakaleiðin er svo mjög létt enda undan fæti. Næsti dagur nýtist svo til allur í göngu um Morsárdal. Ýmist má halda upp á Sjónarsker og þaðan yfír heiðina vestur í Mors- árdal, eða ganga með jaðri Skaftafellsheiðar inn í Morsárdal. Afangastaður: Svo hávaxinn og gróskumikill getur birkiskógurinn í Skafta- felli orðið. eftir Sigurð Signrðarson I skjóli jökla, austan Skeiðarár- sands, handan fljóts og aura, er þjóðgarðurinn Skaftafell. Þjóð- garðurinn er geysistór og innan hans er marga merkisstaði að fínna, Morsárdal, Morsáijökul, Bæjarstaðaskóg, Kjós, Svarta- foss, Skaftafellsjökul, jarðhita, birkiskóga og heiðar. Hér á eftir verður stuttlega Qallað um þessa staði. í Skaftafelli er þjóðbraut, hvort heldur komið er úr austri eða vestri. Ekki vantar mjög mikið upp á að þjóðvegurinn frá Reykjavík í Skaftafell sé allur lagður bundnu slitlagi. Um sex klukkustunda akstur er í Skafta- fell úr Reykjavík. Þangað eru daglegar ferðir áætlunarbíla, og skammt frá, á Fagurhólsmýri, er flugvöllur. Sé komið úr vestri er íjallasýn ákaflega tilkomumikil allt frá Mýrdalsjökli. í góðu skyggni blasa þá við Öræfajökull og Hvanna- dalshnúkur, sem rís upp í 2.119 m hæð, hæst allra ijalla á ís- landi. Eftir því sem komið er nær breytist landslagið uns komið er á hinn víða Skeiðarársand, þar sem ógnarvöllur er til allra átta, í jökul, fjöll og haf. Þá sést Skafta- fellsheiði, gróðurmikil og föngu- leg. Víst er að þar er hlíðin fögur og vildi enginn brottu fara sem kemur þangað á annað borð. Svo hlýlegt og notalegt er í Skafta- felli að ferðamenn skjóta nánast rótum þar, koma aftur og aftur og fá aldrei nóg. Enda er einna mest ásókn ferðamanna í Skafta- fell af öllum ferðamannastöðum landsins. Þjóðgarðurinn er svo stór, að hann getur vel tekið við mun fleira fólki. Það vekur fljótlega athygli ferðamannsins hversu haganlega tjaldsvæðinu í Skaftafelli er fyrir- komið. Á aurunum fyrir neðan heiðina hefur stórt land verið ræktað upp og þar er tjaldsvæðið. í jaðri þess er þjónustumiðstöð, verslun Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga og bústaður landvarða Náttúruverndarráðs. Þama er fullkomin baðaðstaða, snyrtiað- staða og veitingasala. Öræfajökuli. Þessi mynd er tekin af Mýrdalssandi með miklum aðdrætti. Gönguleiðir Um flölmargar gönguieiðir er að velja um þjóðgarðinn, sumar hveijar vel merktar og víða eru göngustígarnir greinilegir. Nú er það svo, að sumir dvelja ekki lengi í Skaftafelli, ýmissa hluta vegna, þá er ekki úr vegi að benda þeim á þá staði helsta, sem þeir ættu að skoða. Svartifoss er nánast einkenni Skaftafells. Hann er efst í Bæjar- gili og þangað er um hálftíma gangur frá tjaldsvæðinu. Fossinn er ekki mjög vatnsmikill, en þó snotur þar sem hann fellur fram af hárri brún, í óbrotinni bunu. Annars er það umhverfi fossins sem mest heillar, dökkleitt, reglu- legt og fagurt stuðlaberg, sem myndar litla hvelfingu. Vart er hægt að hugsa sér annan stað á íslandi þar sem fleiri ljósmyndir hafa verið teknar, svo vinsæl fyr- irmynd er fossinn. Frá Svartafossi er skammt upp á Sjónarsker, en þaðan er stórfal- legt útsýni á Skaftafellsfjöl, Kristínartinda ogjöklana, þar sem þeir hlykkjast út frá Vatnajökli, alsettir rákum og' sprunguip. Svartifoss í Skaftafelli. Myndin er tekin snemma vors. Skaftafell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.