Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 19 Varnargarðar við Skeiðará. Til skamms tíma var göngubrú yfir Morsá, en hana tók af í mikl- um vantavöxtum fyrir tveimur eða þremur árum. Ætlunin er að koma upp nýrri göngubrú, en það hefur tafíst vegna fjárskorts í Náttúru- verndarráði. Þarna við gamla brúarstæðið eru krossgötur. Annars vegar er hægt að vaða ána og halda yfir í Bæjarstaðaskóg. I Vestragili eru heitar laugar. Skógurinn er ekki stór, en birkið er mjög fal- legt. Skammt er þaðan í upptök Skeiðarár, sem kemur undan horni Skeiðarárjökuls við Jökul- fell. Frá Bæjarstaðaskógi má halda áfram inn í Kjós, sem er ákaflega tilkomumikill dalur, með afbrigðum litfagur, enda er aðal- bergtegundin líparít. Þarna fyrir ofan eru Skaftafellsfjöll. Á þau er frekar fáfarið en þess virði að skoða, en það er vart hægt nema eiga næturdvöl í Kjósinni, eða á þeim slóðum. Sjónarsker, Sjónarnípu, Skerhól, Gimbludal, um Vesturheiði og austurhluta heiðarinnar. Til að ferðamaðurinn fái sem gleggstar upplýsingar er honum bent á að hafa samband við landverði Þjóð- garðsins, sem eru fúsir að veita alla þá aðstoð sem þeir geta. Náttúrufar Náttúrufar í Skaftafelli er mjög fjölbreytilegt, bæði gróðurfars- lega séð og jarðfræðilega. Talið er að um 210 tegundir blóm- plantna og. byrkninga vaxi í þjóðgarðinum. Mikið er um fugla og skordýr. Landslag á þessum slóðum ber mikið svipmót eldsumbrota og rofs, þá einkum jökulrofs. Sand- amir eru að sjálfsögðu framburð- ur jökulfljóta. Efnið er líklega svarf sem komið er úr fjöllum undir jöklinum og utan hans, eftir að skriðjöklarnir voru búnir að Gamla brúin yfir Morsá. Þrátt fyrir að hún væri traustbyggð sópað- ist hún á brott í miklum vatnavöxtum. Undir brúnni má sjá kross- göturnar sem getið er um í greininni. Hins vegar var hægt að halda frá áðumefndum krossgötum inn að Morsáijökli, þar sem hann steypist niður um hundrað metra ofan í Morsárdal. Lítið jökullón er fyrir framan Morsáijökul. Að sumarlagi má af og til heyra mikl- ar dranur, þegar hrynur úr jökulstálinu. Frá Morsáijökli má síðan fara inn í Kjós og þaðan í Bæjarstaða- skóg, og er þá hringleiðin full- komnuð. Hér hefur verið fjallað í stóram dráttum um tvær gönguleiðir. Fleiri gönguleiðir má finna í þjóð- garðinum. Raunar era víða göngustígar og sums staðar vegvísar. Hægt er að finna fleiri en eina og fleiri en tvær göngu- leiðir um Skaftafellsheiði, t.d. á nudda sér utan í þau, sí og æ um þúsundir ára. Bergtegundirnar era margar og ber sumstaðar á líparíti í marg- víslegum litum. Fjöllin era mörg hver sem næst ókleif og í öllu þessu hrikalega landslagi og virð- ist sem hulinn vættur hafí verndað Skaftafellsheiði fyrir hinum blindu náttúraöflum. Vonandi verður svo um ókomna framtíð, íslenskum og útlendum ferðamönnum til ánægju og yndisauka. Höfundur starfar sem lausráðinn blaðaniaður og hefur skrifað und- anfarin tvö ár um innlend ferða- mál í Morgunblaðið. Hann var stofnandi ogfyrsti ritstjóri tíma- ritsins Áfanga. Ji §1 jrt í> illM LU NÝTT SÍMANÚMER ■Éffiftt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.