Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 ísafjörður: Tónlistarskólinn flytur á einn stað Isafirði. Tónlistarskólinn á ísafirði er nú kominn í húsnæði á efstu hæð Húsmæðraskólans Óskar. Á laug'- W \ Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Stóran krana og fjölda manna þurfti til að flytja 5 flygla Tón- íistarskóla Isafjarðar í kennslu- húsnæðið í Húsmæðraskólanum Ósk. ardag unnu kennarar og velunn- arar skólans að því að flytja flyglana á staðinn. Var fenginn flyglaflutningamað- ur úr Reykjavík til að stjóma verkinu, en flytja þurfti 5 hljóðfæri víðsvegar að úr bænum á þriðju hæð í húsmæðraskólanum. Hver flygill er um 400 kg, svo að þama er ekki um neitt áhlaupaverk að ræða. Allt gekk þó vel og þegar fréttarit- ari Morgunblaðsins kom á staðinn var síðasti flygillinn að hverfa inn um svaladyr á efstu hæðinni. Innan dyra stóð skólastjórinn Sigríður Ragnarsdóttir og stjómaði fram- kvæmdum. Hún sagði að öll verkleg kennsla flyttist nú í þetta húsnæði og væri það til mikilla bóta, því áður var kennt á mörgum stöðum úti í bæ. Skólinn tekur til starfa um 20. september og em flestir kennarar þeir sömu og á sl. vetri. Þó hverfur nú Margrét Bóasdóttir söngvari á braut og vantar enn kennara í stað hennar. Aðspurð um byggingu tónlistar- húss á ísafirði sagði Sigríður að málið væri nú biðstöðu á meðan beðið væri ákvörðunar bæjaryflr- valda, en án stuðnings þeirra væri ekki útlit fyrir að hægt væri að ljúka byggingu hússins, en lokið var við að steypa gmnninn á sl. ári. Úlfar Hópur leikara og annars starfsfólks Leikfélags Reykjavíkur sem inni í vetur. Morgunbtaðið/Ámi Sæberg mun leggja hönd á plóginn í starfsem- Fimm íslensk leikverk á vetrardagskrá LR FIMM íslensk verk verða á verk- efnaskrá Leikfélags Reykjavíkur í vetur, þar af þijár frumsýning- ar nýrra verka. Leikfélagið er nú að hefja vetrarstarfsemina og getur í janúar nk. haldið upp á 90 ára afmæli sitt. Að sögn Stefáns Baldurssonar leikhús- stjóra LR taka um 40 leikarar, um helmingur þeirra fastráðinn, þátt í starfseminni strax í haust og taldi Stefán, að Leikfélagið hefði aldrei hafið leikár með jafn marga leikara á sínum snærum. Það kom einnig fram í máli Stef- áns, er hann kynnti blaðamönn- um verkefnaskrá leikársins, að í fyrra hefði verið metár hjá LR hvað varðaði aðsókn, eða 96% nýting á sætum að meðaltali. Land míns föður, stríðsárasöng- leikur þeirra Kjartans Ragnarsson- ar og Atla Heimis Sveinssonar, verður tekinn til sýninga á ný í haust og verður fyrsta sýningin þ. 5. september nk. Sala aðgöngumiða er hafin, en aðeins verður um tak- markaðan fjölda sýninga að ræða nú. Land míns föður var sýnt 140 sinnum í fyrra og er því í röðum vinsælustu sýninga Leikfélagsins frá upphafi. Á fjórða tug leikara, dansara og hljófæraleikara koma fram í sýningunni. Þann 18. september verður frum- sýning á nýju íslensku verki í tilefni 90 ára afmælis LR Upp með tippið Sólmundur heitir leiksýningin og eru handrit og leikstjóm í höndum Guðrúnar Ásmundsdóttur. Verkið fjallar um upphafsár Leikfélagsins, meðal persóna eru ýmsir fyrstu leik- enda félagsins og sýnd verða brot úr nokkrum vinsælum viðfangsefn- um frá fyrri árum. Þá verður í septemberlok hafist handa við endursýningar á Svart- fugli, hinni þekktu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur. Næsta verk- efni verður síðan Vegurinn til Mekka, nýjasta leikrit Suður-Afríkumannsins Athol Fug- ard, hrífandi verk um rétt mann- eskjunnar til sjálfstæðis, að sögn leikhússtjórans. Leikstjóri verður Hallmar Sigurðsson og frumsýning er áætluð í lok október. Á 90 ára afmæli Leikfélagsins, þ. 11. janúar, verður frumsýnt nýtt leikrit Birgis Sigurðssonar, Dagur vonar. Leikritið er fjölskyldusaga og gerist í Reykjavík á sjötta ára- tugnum. Stefán Baldursson mun leikstýra og sagði hann að þama væri um að ræða átakamikið og nærgöngult leikhúsverk, án efa sterkasta verk höfundar til þessa. Lokaverkefnið af þeim sem fast- ákveðin em á þessu leikári verður síðan leikrit hins þekkta breska höfundar Alan Ayekboum, Óánægjulcórinn. Er þar á ferðinni margverðlaunað gamanleikrit. Leikstjóri verður Þorsteinn Gunn- arsson og frumsýning í mars. Sala áskriftarkorta að nýju verk- unum fjómm er hafin og stendur fram að fyrstu sýningu vetrarins. Auk þess er upp hefur verið talið sagði Stefán Baldursson að leik- félagið hefði fengið vilyrði fyrir afnotum af gamalli vömskemmu í Vesturbænum og væri stefnt að því að sýna þar í vetur leikgerð Kjart- ans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonar, Þar sem djöfla- eyjan rís og Gulleyjunni. Eins og áður sagði hafa aldrei jafn margir leikarar hafið störf hjá LR í upphafi leikárs og nú og em meðal þeirra tveir, sem fara í fyrsta sinn inn á svokallaðan árssamning, þau Guðrún Gísladóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Þá hefur Sigurður Hróarsson verið ráðinn leikhúsritari Leikfélags Reykjavíkur. jKlæðum og bólstrum) <gömul húsgögn. Gottfí -,úrval af áklæðum BÓLSTRUNi ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807. Siglfirðingar í sinni fyrstu veiðiferð Sijflufiröi. SIGLFIRÐINGUR er í sinni fyrstu veiðiferð eftir þær gagn- geru breytingar sem gerðar voru á honum. í gær kom skipið inn til að ná í umbúðir, og hélt að því búnu strax út aftur. Eftir 15 daga á veiðum er Siglfirðingur kominn með 90 tonn af flökum og 20-30 tonn af heilfrystum fiski. Skipverjar létu vel af fleyinu. Allt sem gert var til breytinga hefur reynst ákaflega vel, og tækin starfa án bilana. Matthias
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.