Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
ísafjörður:
Tónlistarskólinn
flytur á einn stað
Isafirði.
Tónlistarskólinn á ísafirði er
nú kominn í húsnæði á efstu hæð
Húsmæðraskólans Óskar. Á laug'-
W
\
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Stóran krana og fjölda manna
þurfti til að flytja 5 flygla Tón-
íistarskóla Isafjarðar í kennslu-
húsnæðið í Húsmæðraskólanum
Ósk.
ardag unnu kennarar og velunn-
arar skólans að því að flytja
flyglana á staðinn.
Var fenginn flyglaflutningamað-
ur úr Reykjavík til að stjóma
verkinu, en flytja þurfti 5 hljóðfæri
víðsvegar að úr bænum á þriðju hæð
í húsmæðraskólanum. Hver flygill
er um 400 kg, svo að þama er
ekki um neitt áhlaupaverk að ræða.
Allt gekk þó vel og þegar fréttarit-
ari Morgunblaðsins kom á staðinn
var síðasti flygillinn að hverfa inn
um svaladyr á efstu hæðinni. Innan
dyra stóð skólastjórinn Sigríður
Ragnarsdóttir og stjómaði fram-
kvæmdum. Hún sagði að öll verkleg
kennsla flyttist nú í þetta húsnæði
og væri það til mikilla bóta, því
áður var kennt á mörgum stöðum
úti í bæ. Skólinn tekur til starfa
um 20. september og em flestir
kennarar þeir sömu og á sl. vetri.
Þó hverfur nú Margrét Bóasdóttir
söngvari á braut og vantar enn
kennara í stað hennar.
Aðspurð um byggingu tónlistar-
húss á ísafirði sagði Sigríður að
málið væri nú biðstöðu á meðan
beðið væri ákvörðunar bæjaryflr-
valda, en án stuðnings þeirra væri
ekki útlit fyrir að hægt væri að ljúka
byggingu hússins, en lokið var við
að steypa gmnninn á sl. ári.
Úlfar
Hópur leikara og annars starfsfólks Leikfélags Reykjavíkur sem
inni í vetur.
Morgunbtaðið/Ámi Sæberg
mun leggja hönd á plóginn í starfsem-
Fimm íslensk leikverk
á vetrardagskrá LR
FIMM íslensk verk verða á verk-
efnaskrá Leikfélags Reykjavíkur
í vetur, þar af þijár frumsýning-
ar nýrra verka. Leikfélagið er
nú að hefja vetrarstarfsemina
og getur í janúar nk. haldið upp
á 90 ára afmæli sitt. Að sögn
Stefáns Baldurssonar leikhús-
stjóra LR taka um 40 leikarar,
um helmingur þeirra fastráðinn,
þátt í starfseminni strax í haust
og taldi Stefán, að Leikfélagið
hefði aldrei hafið leikár með jafn
marga leikara á sínum snærum.
Það kom einnig fram í máli Stef-
áns, er hann kynnti blaðamönn-
um verkefnaskrá leikársins, að í
fyrra hefði verið metár hjá LR
hvað varðaði aðsókn, eða 96%
nýting á sætum að meðaltali.
Land míns föður, stríðsárasöng-
leikur þeirra Kjartans Ragnarsson-
ar og Atla Heimis Sveinssonar,
verður tekinn til sýninga á ný í
haust og verður fyrsta sýningin þ.
5. september nk. Sala aðgöngumiða
er hafin, en aðeins verður um tak-
markaðan fjölda sýninga að ræða
nú. Land míns föður var sýnt 140
sinnum í fyrra og er því í röðum
vinsælustu sýninga Leikfélagsins
frá upphafi. Á fjórða tug leikara,
dansara og hljófæraleikara koma
fram í sýningunni.
Þann 18. september verður frum-
sýning á nýju íslensku verki í tilefni
90 ára afmælis LR Upp með tippið
Sólmundur heitir leiksýningin og
eru handrit og leikstjóm í höndum
Guðrúnar Ásmundsdóttur. Verkið
fjallar um upphafsár Leikfélagsins,
meðal persóna eru ýmsir fyrstu leik-
enda félagsins og sýnd verða brot
úr nokkrum vinsælum viðfangsefn-
um frá fyrri árum.
Þá verður í septemberlok hafist
handa við endursýningar á Svart-
fugli, hinni þekktu skáldsögu
Gunnars Gunnarssonar í leikgerð
Bríetar Héðinsdóttur. Næsta verk-
efni verður síðan Vegurinn til
Mekka, nýjasta leikrit
Suður-Afríkumannsins Athol Fug-
ard, hrífandi verk um rétt mann-
eskjunnar til sjálfstæðis, að sögn
leikhússtjórans. Leikstjóri verður
Hallmar Sigurðsson og frumsýning
er áætluð í lok október.
Á 90 ára afmæli Leikfélagsins,
þ. 11. janúar, verður frumsýnt nýtt
leikrit Birgis Sigurðssonar, Dagur
vonar. Leikritið er fjölskyldusaga
og gerist í Reykjavík á sjötta ára-
tugnum. Stefán Baldursson mun
leikstýra og sagði hann að þama
væri um að ræða átakamikið og
nærgöngult leikhúsverk, án efa
sterkasta verk höfundar til þessa.
Lokaverkefnið af þeim sem fast-
ákveðin em á þessu leikári verður
síðan leikrit hins þekkta breska
höfundar Alan Ayekboum,
Óánægjulcórinn. Er þar á ferðinni
margverðlaunað gamanleikrit.
Leikstjóri verður Þorsteinn Gunn-
arsson og frumsýning í mars.
Sala áskriftarkorta að nýju verk-
unum fjómm er hafin og stendur
fram að fyrstu sýningu vetrarins.
Auk þess er upp hefur verið talið
sagði Stefán Baldursson að leik-
félagið hefði fengið vilyrði fyrir
afnotum af gamalli vömskemmu í
Vesturbænum og væri stefnt að því
að sýna þar í vetur leikgerð Kjart-
ans Ragnarssonar á skáldsögum
Einars Kárasonar, Þar sem djöfla-
eyjan rís og Gulleyjunni.
Eins og áður sagði hafa aldrei
jafn margir leikarar hafið störf hjá
LR í upphafi leikárs og nú og em
meðal þeirra tveir, sem fara í fyrsta
sinn inn á svokallaðan árssamning,
þau Guðrún Gísladóttir og Þröstur
Leó Gunnarsson. Þá hefur Sigurður
Hróarsson verið ráðinn leikhúsritari
Leikfélags Reykjavíkur.
jKlæðum og bólstrum)
<gömul húsgögn. Gottfí
-,úrval af áklæðum
BÓLSTRUNi
ÁSGRÍMS,
Bergstaðastræti 2,
Sími 16807.
Siglfirðingar
í sinni fyrstu
veiðiferð
Sijflufiröi.
SIGLFIRÐINGUR er í sinni
fyrstu veiðiferð eftir þær gagn-
geru breytingar sem gerðar voru
á honum.
í gær kom skipið inn til að ná í
umbúðir, og hélt að því búnu strax
út aftur. Eftir 15 daga á veiðum
er Siglfirðingur kominn með 90
tonn af flökum og 20-30 tonn af
heilfrystum fiski. Skipverjar létu
vel af fleyinu. Allt sem gert var til
breytinga hefur reynst ákaflega
vel, og tækin starfa án bilana.
Matthias