Morgunblaðið - 03.09.1986, Page 28

Morgunblaðið - 03.09.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Línur skýrast í Rainbow-málinu Deilan vegna sjóflutninga fyrir varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli hefur nú staðið í rúm tvö ár án þess að nokkur niðurstaða sé í sjónmáli. Eins og kunnugt er stundar banda- ríska skipafélagið Rainbow Navigation þessa flutninga í skjóli bandarískra iaga frá 1904, sem mæla fyrir um forgang bandarískra skipa á flutningum fyrir bandaríska herinn. íslensk skip sáu alfarið um þessa flutn- inga á árunuum 1967 til 1984. Síðan Rainbow krafðist þeirra með vísan til einokunarlaganna hefur verið efnt til fjölda funda milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um málið, meðal annars hafa utanríkisráðherrar þjóðanna rætt það oftar en einu sinni. Enginn árangur hefur þó náðst. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft oftar en einu sinni, að rétta svarið af okkar hálfu væri að setja lög hér á landi, sem tryggðu framgang kröfu íslenskra stjómvalda í málinu: að skipafélög Jjjóðanna sitji við sama borð. A meðan Banda- ríkjamenn hafa látið í veðri vaka, að unnið væri að lausn málsins, hefur ekki þótt tíma- bært að grípa til lagasetningar hér á landi og svara þannig í sömu mynt. Nú eru greinilega að verða þáttaskil að þessu leyti. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir því, að gerist ekkert í Rain- bow-málinu á næstu vikum verði að setja lög hér á landi, sem hindri að þessir flutningar njóti vemdar bandarískra einokunar- laga. Tilefni þess að Þorsteinn Pálsson lét þessi orð falla var útvarpsþáttur í Bandaríkjunum, þar sem þau rök bandarískra skipafélaga vom endurtekin, að einokunarlögin frá 1904 væru kaupskipaflotanum nauðsynlegt skjól og hann væri ómissandi hluti þess viðbúnaðar, sem óhjá- kvæmilegur er til að gæta öryggishagsmuna Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra. Á síðasta ári greiddi flutninga- deild bandaríska sjóhersins skipafélögum um 80 milljarða íslenskra króna í farmgjöld. Sjó- herinn vill lækka þessa fjárhæð með því að leyfa erlendum skipafélögum að bjóða í flutn- ingana. Talsmenn bandaríska kaupskipaflotans, sem er ósam- keppnisfær á heimsmarkaði vegna þess hve illa hann er rek- inn og hve mikillar opinberrar verndar hann nýtur, mega ekki til þess hugsa að missa þennan spón úr aski sínum. Þeir herja því á þingmenn sér til verndar; og nú eru kosningar í nánd í Bandaríkjunum eins og svo oft áður; ef látið yrði undan kröfum Islendinga yrði opnuð gátt, sem ógerlegt yrði að loka. Kveinstaf- ir af þessu tagi frá þeim, sem reka fyrirtæki sín á kostnað skattgreiðenda, koma engum á óvart. íslenskir stjórnmálamenn, sem taka á hveijum degi á móti óskum um opinbera fyrir- greiðslu í einni eða annarri mynd, ættu auðveldlega að geta sett sig í spor starfsbræðranna í Bandaríkjunum, Hér eru skipa- félög ekki á opinberu framfæri, á hinn bóginn eiga þau rök jafnt við hér á landi og í Bandaríkjun- um, að með tilliti til öryggis- hagsmuna þjóðarinnar er nauðsynlegt að viðhalda öflug- um kaupskipaflota. Á þetta hefur verið minnt hvað eftir annað hér á þessum stað, þegar rætt hefur verið um Rainbow- málið. Með hliðsjón af því, að Bandaríkjamenn hafa skuld- bundið sig til að tryggja vamir og öryggi íslensku þjóðarinnar með sérstökum samningi, sem gerður er á grundvelli þátttöku þjóðanna í Atlantshafsbanda- laginu, er fráleitt að bandarísk einokunarlög reki fleyg í þetta samstarf með þeim hætti, sem hér er lýst. í ræðu, sem Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, hélt í upphafi ráðstefnu með kjörræðismönnum íslands, vék hann að Rainbow-málinu með þessum orðum: „íslensk stjórn- völd hafa haldið því fram að einokun í þessum flutningum sé úrelt fyrirkomulag. Bandaríkja- menn hafa marglýst vilja sínum til að finna lausn sem íslending- ar geti sætt sig við. Brýnt er að staðið verði við þau fyrirheit svo samskipti ríkjanna bíði ekki frekara tjón en orðið er af þessu máli.“ Ástæða er til að harma það, að mál skuli hafa þróast á þann veg, að formaður Sjálfstæðis- flokksins sjái þann kost vænstan að draga skýrari línu í Rain- bow-deilunni með því að hóta gagnaðgerðum af hálfu Alþing- is. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND MAGNÚSSON Þing SUF í Eyjafirði: Ungir framsókn- armenn sækja í sig veðrið UNGIR framsóknarmenn koma bjartsýnir og í sóknarhug af 21. sambandsþingi sínu, sem haldið var í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði um síðustu helgi. Þeir eru staðráðnir í því, að reyna að breyta „nei- kvæðri ímynd flokksins í fjölmiðlum“, eins og það er orðað, og gera hann aðlaðandi og nútímalegan. Þeir telja, að breytt skipulag flokks- ins, stórbætt áróðurstækni og nýjar málefnaáherslur séu forsendur þess að flokknum takist að styrkja sig í sessi á ný. Ennfrcmur þurfi að koma til endurnýjun hluta af þingliði flokksins og örugg þing- sæti konum og ungu fólki til handa. Reynsla er fyrir því, að ungliða- samtök stjómmálaflokkanna eru yfirleitt róttækari og afdráttarlaus- ari í stefnumörkun sinni en flokk- amir sjálfir. Af þeim sökum hafa ályktanir þeirra ekki sama vægi og t.a.m. ályktanir landsfúnda flokk- anna. Samþykktir SUF-þingsins ber hins vegar að skoða af fullri alvöru. Heita má að þær spegli í grófum dráttum sjónarmið Steingríms Hermannssonar, flokks- formanns, enda sat hann þingið og fékk tillögum breytt, sem hann gat ekki sætt sig við. Segja má, að Steingrímur styðji leynt og ljóst þá uppreisn gegn hluta af núverandi þingflokki framsóknarmanna, sem SUF hefur forystu um. f stjóm- málaályktun SUF-þingsins er hvatt til þess, að flokkurinn endumýi „að hluta þinglið sitt“ og kalli fram „ungt og baráttuglatt fólk til þeirr- ar kosningabaráttu sem framundan er“. Steingrímur hefur í blaðavið- tölum tekið undir nauðsyn þess, að endurnýjun verði í þingflokknum, þótt hann hafi ekki nafngreint opin- berlega hverja hann vill losna við. Það hafa ungir framsóknarmenn yfirleitt heldur ekki gert og líklega eru þeir ekki einhuga um það, hverj- ir ættu helst „að íjúka". Meðal þeirra sem oft em nefndir í því sambandi em Alexander Stefáns- son, Ingvar Gíslason, Jón Helgason, Ólafur Þ. Þórðarson, Páll Péturs- son, Stefán Valgeirsson og Þórar- inn Sigutjónsson. Aftur á móti em menn eins og Halldór Ásgrímsson, Guðmundur Bjamason, Jón Krist- jánsson, Stefán Guðmundsson og ef til vill Davíð Aðalsteinsson taldir ömggir í sessi. Það er athyglisvert, að í ræðu á SUF-þinginu á föstudag taldi Steingrímur Hermannsson ákvörðun Ingvars Gíslasonar að draga sig í hlé afleiðingu af hvatn- ingu frá SUF. Ingvar sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið, að hann tæki þessa ákvörðun vegna þeirra tímamóta að hann væri orð- inn sextugur og hefði setið á Alþingi í aldarfjórðung. Stefnan góð, en ekki skipulag og ímynd Það var ríkjandi viðhorf í umræð- unum á þinginu, að í rauninni væri stefna Framsóknarflokksins góð og ástæða til hreykni yfir árangri „framsóknaráratugarins", sérstak- lega hvað byggðastefnu varðaði. „Okkur hefur tekist vel upp, en tapað fylgi á því,“ sagði t.d. Helgi Pétursson, blaðafirlltrúi Sambands- ins. í svipaðan streng tók Magnús Bjamfreðsson í erindi, sem hann flutti á þinginu. Ástæðuna til þessa töldu menn ranga ímynd flokksins í fjölmiðlum og stirt skipulag efasemdir um byggðastefnuna og hálfvelgja í að fylgja henni eftir, sem ráða miklu um það að fólk missir traust á flokknum. í sam- ræmi við þetta segir í stjórnmála- ályktun þingsins: „Framsóknar- flokkurinn móti nýja stefnu, sem stuðli að eflingu byggðar og jöfnun- ar búsetuskilyrða í landinu. Valdið og fjármagnið verði fært heim í byggðarlögin í ríkari mæli.“ í þessu viðfangi er hins vegar á það að líta, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sat SUF-þingið allan tima flokksstarfsins. Sú mynd sem al- menningur hefði af flokknum væri mynd gamaldags flokks, flokks hentistefnu og þröngra sérhags- muna bænda og annars dreifbýlis- fólks. Að hluta töldu menn þetta stafa af því að þinglið flokksins væri óheppilega samsett, þ.e. í þing- flokkinn vantaði ungt fólk og konur, og eins að forystumenn flokksins væru ekki nógu atkvæðamiklir í fjölmiðlum. í því sambandi var bent á, að þeir væru ekki nógu duglegir að kveðja sér hljóðs og skýra þau stefnuatriði flokksins, sem mættu mótbyr, eða lýsa skoðun á þeim málefnum, sem hæst bæri í „um- ræðunni" hverju sinni. I þessum umræðum var mjög vitnað í niðurstöður skoðanakönn- unar, sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir SUF í vor og birtar voru í fyrsta sinn á þinginu, en þar kemur fram, að um 71% aðspurðra telja rétt að stuðla að sem jöfnustum búsetuskilyrðum um allt land, jafnvel þótt það kosti aukin þjóðarútgjöld. Þetta sýnir, sögðu menn, að við eigum að halda byggðastefnunni fram ótrauðir. Það er hún, sem hefur gert Framsóknar- flokkinn sterkan, og líklega eru það að menn leggja mismunandi skiln- ing í hugtakið byggðastefna og það er alls ekki víst, að með Jöfnum búsetuskilyrðum um allt land“ eigi viðmælendur Félagsvísindastofnun- ar við þá leið, sem Framsóknar- flokkurinn hefur farið. Eins er vert að gefa því gaum, að „aukin þjóðar- útgjöld" merkir kannski ekki það sama og „hærri skattar" í hugum fólks. Spuming Félagsvísindastofn- unar er m.ö.o. svo opin, að hæpið er að draga víðtækar ályktanir af svörunum, hvað þá að gera þau að grundvelli nýrrar sóknar í þjóð- málabaráttunni. Miðjuflokkur? Magnús Bjamfreðsson hélt því fram í erindi sínu, að Framsóknar- flokkurinn væri miðjuflokkur og meirihluti þjóðarinnar aðhylltist miðjustefnu. Ingvar Gíslason, al- þingismaður, skilgreindi Framsókn- arflokkinn á sama hátt. Þessum orðum var ekki mótmælt, þótt líklega séu margir í flokknum sem fremur kjósa að kenna sig við vinstri stefnu eða „félagshyggju" eins og nú er í tísku. í stjómmála- ályktun SUF er öllum leiðum haldið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.