Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
Skáksamband Islands:
Sala Reykjavíkur-
gnllmerkis til styrkt-
ar ólympíuliðinu
í TILEFNI af þátttöku íslands í
ólympíuskákmótinu í Dubai 14.
nóvember næstkomandi, hefur
Bárður Jóhannsson grdlsmiður
boðið Skáksambandi Islands að
njóta ágóða af sölu gullmerkis,
sem hann hefir unnið í tilefni 200
ára afmælis Reykjavíkurborgar.
Skáksamband Islands hefir til-
kynnt þátttöku sína í óiympíuskák-
*' mótinu og verður lið íslands
væntanlega hið sterkasta, sem tek-
ið hefur þátt í ólympíuskákmótinu
til þessa, en liðið skipa stórmeistar-
amir Helgi Ólafsson, Jóhann
Hjartarson, Jón L. Amason, Mar-
geir Pétursson og Guðmundur
Siguijónsson ásamt alþjóðlega
meistaranum Karli Þorsteins.
Fjáröflun er nú að hefjast hjá
Skáksambandinu vegna þátttök-
unnar á mótinu. Gefíð verður út
sérstakt Ólympíublað og leitað
verður til einstaklinga og fyrir-
tækja, sem stutt hafa skákhreyfíng-
una í áranna rás. Fyrsta skrefíð í
þessari söfnun er sala Reykjavík-
. urgullmerkisins. Hér er um að ræða
emélerað 14 karata gullmerki og
verða einungis framleidd 500 stykki
af því. Verð merkisins er 4.800
krónur og annast Skáksambandið
dreifíngu þess. Merkið er til sýnis
í versluninni Björk í Bankastræti.
Bárður Jóhannsson hefur áður
stutt við bakið á Skáksambandi
Morgunbladiö/Júlíus
Bárður Jóhannsson (t.v.) og Þráinn Guðmundsson með gullmerki
Reykjavíkur, sem selt er til að fjármagna þátttöku íslands í ólympíu-
skákmótinu.
Einungis 500 eintök verða seld
af gullmerkinu.
íslands, en á árinu 1972 færði hann
félaginu miklar tekjur með sláttu
minnispeninga um einvígi þeirra
Fischers og Spasskys. „Við hefðum
farið á hausinn, ef Bárðar hefði
ekki notið við,“ sagði Þráinn Guð-
mundsson forseti Skáksambands-
ins.
Nú þegar hafa verið seld um 50
merki og hlaut Davíð Oddsson borg-
arstjóri það fyrsta. „Það er von
okkar, að sem flestir bregðist hér
vel við og slái tvær flugur í einu
höggi með því að kaupa þetta fal-
lega merki, sem væntanlega verður
safngi’ipur, _ og styrkja um leið
Ólympíulið Islands í skák og skák-
hreyfínguna,“ sagði Þrínn Guð-
mundsson að endingu.
„Svikamyllan“ í Bíóhöllinni
BÍÓHÖLLIN hefurnú hafíð sýning-
ar á spennumyndinni „Svikamyll-
an“ eða „Raw Deai“, eins og hún
nefnist á frummálinu. Myndin er
frá Bandaríkjunum, glæný og leik-
stjóri er John Irving, sem m.a. hefur
áður leikstýit myndinni „Dogs of
War“. í aðalhlutverki er kraftajöt-
uninn Arnold Schwarzenegger og
leikur hann fyrrum starfsmann
FBI, alríkislögreglunnar banda-
rísku, sem komist hefur upp á kant
Blómasala Hjálp-
rædishersins
FYRSTI blómasöludagur
Hjálpræðishersins er í dag,
en hermenn Hjálpræðishers-
ins hafa um árabil selt
blómamerki í september til
styrktar starfi sínu og munu
gera það nú dagana 3. til 5.
september.
Agóðinn af sölu merkjanna
rennur til styrktar vetrarstarfs
Hjálpræðishersins, einkum
meðal bama og unglinga. I
frétt frá Hjálpræðishemum
segir að á undanfomum ámm
hafí sölufólki verið ágætlega
tekið og merkin selst vel. Von-
ast Hjálpræðisherinn til þess
að svo verði einnig í ár.
Arnold Schwarzenegger í hlut-
verki sínu í „Svikamyllunni“.
við kerfíð, en er fenginn til aðstoð-
ar við að ráða niðurlögum sérlega
harðskeyttra bófa í Ohieago, gegn
loforði um að endurheimta sitt fyrra
starf. Berst viðureignin víða og að
sjálfsögðu kemur að tilþrifamiklu
lokauppgjöri.
Framleiðandi „Svikamyllunnar"
er Martha Schumacher og leikarar
í helstu hlutverkum, auk Schwarz-
éneggers, eru Kathryn Harrold,
Darren McGavin, Sam Wanamaker,
Paul Shenar, Steven Hill og Ed
Lauter.
þróttafélögin Ösp og Björk keppa hér í boccia.
.■%, *»*'
Sólheimaleikarnir:
íþróttafélagið Ösp
vann flest verðlaun
Reynir Pétur Ingvarsson og Guðjón Sigmundsson, framkvæmda-
stjóri, tala hér við rás 2 í beinni útsendingu. Reynir Pétur var
hinn hressasti og sagðist að sjálfsögðu ætla að ganga lengsta
hringinn, 24 km.
DAGANA 29. til 31. ágúst
síðastliðinn voru lialdnir Sól-
heimaleikarnir að Sólheimum í
Grímsnesi. Þessir leikar voru
stórviðburður i félagslífi fatl-
aðra hér á landi og áttust þar
við okkar fremstu menn í
íþróttum fatlaðra í dag. Alls
tóku 130 íþróttamenn, víðsveg-
ar að af landinu, þátt i leikun-
um.
Við setningu leikanna afhenti
Sigurður Magnússon, formaður
Iþróttasambands Islands, Iþrótta-
félaginu Gný fána ÍSÍ og Reyni
Pétri Ingvarssyni, göngugarpi,
styttu af göngumanni. Fjórir
trompetleikarar úr Lúðrasveit
verkalýðsins léku síðan lag samið
Reyni Pétri til heiðurs á Akur-
eyri, er hann kom þar við á
íslandsgöngu sinni. Reynir Pétur
setti loks Ieikana fonnlega.
Á fyrsta keppnisdegi Sólheima-
leikanna var keppt í boecia,
borðtennis og sundi.
Átta keppendur vom í borð-
tennis og sex félög tóku þátt í
boccia- og sundkeppnunum. Það
var íþróttafélagið Ösp úr
Reykjavík sem hlaut flesta vinn-
inga á mótinu og hlaut að verð-
launum veglegan bikar,
Ægishjálminn, gefínn af Lions-
klúbbnum Ægi, en hann gaf öll
verðlaun 'a leikunum. Um kvöldié
var síðan haldinn dansleikur og
mikil flugeldasýning, sem Hjálp-
arsveit skáta í Hveragerði sá um.
Á sunnudeginum voru göngur
5 km, 10 km, 15 km og 24 km
og tóku um 200 manns þátt í
þeim. Allir sem tóku þátt í
göngunum fengu viðurkenningar-
skjal. Þátttökugjald í göngunum
var 500 krónur og fara allar tekj-
ur í byggingu íþróttaleikhússins,
sem nú fer senn að verða lokið.
Þegar er búið að taka hluta
íþróttaleikhússins í notkun en enn
er miklu verki ólokið og fjáröflun
í fullum gangi.
Leikunum lauk með Stuð-
mannaballi um sunnudagskvöldið.
„Miðað við allan þann undir-
búning sem lagður var í þetta
gekk þetta mjög vel,“ sagði Guð-
jón Sigmundsson framkvæmda-
stjóri Sólheimaleikanna í samtali
við Morgunblaðið. „Það sem vakti
fyrir okkur, sem stóðum að þessu,
var að allir þeir sem tækju þátt
í leikunum færu ánægðir í burtu
að þeim loknum. Eg held að það
hafí tekist þrátt fyrir mjög leiðin-
legt veður. Rigningin reyndi
endanlega á samheldni starfs-
fólkins og skipulagið í kringum
þetta. Við förum héðan með verð-
mætt veganesti og verðum mun
betur í stakk búin til að taka á
svipuðum verkefnum seinna meir.
Þetta voru mjög ánægjulegir leik-
ar og við viljum þakka þeim
aðilum sem hafa sýnt okkur þá
velvild að aðstoða okkur eða
styrkja við framkvæmd þeirra."
íþróttaleikhúsið á Sólheimum í Grímsnesi.
Tónleikar í Norræna húsinu
Tónlistarmaðurinn Hörður
Torfason mun halda tónleika
í Norræna húsinu á fimmtu-
daginn og hefjast þeir kl.
20:30.
Hörður er búsettur erlendis og
kemur til landsins gagngert til
að halda tónleikana, en hann
hélt afmælistónleika í Austur-
bæjarbíói á sama degi í fyrra.
Hörður er talinn meðal frum-
kvöðla í ljóða- og vísnasöng
hérlendis, en fyrsta hljómplatan
með tónlist af þessu tagi kom
út árið 1971.
Forsala aðgöngumiða verður í
bókaverslun Lárusar Blöndal, en
miðar verða einnig seldir í Nor-
ræna húsinu fyrir tónleikana.