Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 33 AKUREYRI Uppskeruhorfur á kartöflum mjög góðar „ÓHÆTT er að segja að kartöfluuppskera hjá kartöflubændum við Eyjafjörð sé vel yfir nieðallagi að magrii til og ef jörð verður laus við næturfrost í u.þ.b. háifan mánuð í viðbót, verða kartöflurnar án efa góðar,“ sagði Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að vegna þurrkanna, sem urðu í sumar, ættu bragðgæði kartaflnanna að vera tryggð. „Þrátt fyrir þessa góðu uppskeru, stefnir allt í að hér við Eyjafjörð myndist a.m.k. kartöfluþúfa þó ekki sé sterkara að orði kveðið. Við höldum þó í þá von að landsmenn vilji borða kartöflur með fjallalömbum og hval svo það hlýtur að saxast á þessar kartöfluþúfur okkar með tíman- um.“ Óvissa ríkir enn um framtíð kart- öfluverksmiðjunnar á Svalbarðs- eyri, en stefnt er að stofnun hlutafélags um rekstur hennar sem í tækju þátt KEA, Ágæti í Reykjavík og kartöflubændur við Eyjafjörð. Hugmyndir eru uppi um að KEA eigi 60% í félaginu, Agæti - sölusamtök matjurtaframleiðenda - eigi 20% og kartöflubændur 20%. Ölafur sagði að kartöflubændur hefðu í auknum mæli snúið sér að ræktun svokallaðs „premier“-kart- öfluafbrigðis, sem teldist mjög gott til framleiðslu svokallaðra franskra kartaflna. Eins og fram hefur kom- ið í fréttum, hafa gjaldþrotaskipti verið auglýst á eignum Kaupfélags Svalbarðseyrar, en skiptaráðanda er heimilt að selja eignir fyrirtækis- ins ef viðunandi tilboð fæst og ef kröfuhafar sætta sig við það. Súkkulaðiverksmiðjan Linda: Tvö tonn af súkku- laði fóru í súginn TVÖ TONN af súkkulaði eyði- lögðust hjá súkkulaðiverksmiðj- unni Lindu hf. á Akureyri um helgina. Að sögn Sigurðar E. Amórsson- ar, framkvæmdastjóra Lindu, komst leki að súkkulaðigeymslu- tanki, sem tekur þrjú tonn, með þeim afleiðingum að það eyðilagðist allt sem í honum var - alls tvö tonn. „Sem betur fer urðu hvorki skemmdir á mannvirkjum né vélum, en auðvitað veldur óhappið töfum á framleiðslunni." Villa í fyrirsögn Slæm villa var á Akureyrarsíðu blaðsins í gær. Þar stóð í undirfyrir- sögn að Verkmenntaskólinn hafi verið settur í síðasta sinn en átti að vera í þriðja sinn. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Sigurður sagðist ekki vita hversu mikið tjónið væri, en í þessum hluta verksmiðjunnar er átsúkkulaði framleitt. „Súkkulaðið er geymt í tankinum við hita svo það tók lang- an tíma að ná svo miklu magni út úr tankinum. Við tókum það ráð að láta súkkulaðið leka úr tankinum í tunnur.“ Sigurður reiknaði með að hefja framleiðsluna aftur í dag. „Við eigum fullt í fangi með að halda í markaðsþörfina, aðallega vegna fólksfæðar, en ég gæti bætt við tíu manns strax í dag ef því væri að skipta. Nú er sumarfólkið að fara frá okkur og eins hefur salan nokkuð aukist í súkkulaðinu og reksturinn heldur að rétta úr kútnum frá því sem verið hefur síðan sælgætisinnflutningur var gefinn frjáls. Við höfum tekið fastari tökum á sölu- og markaðs- málum, en reynt að halda verðinu eins langt niðri og mögulegt er,“ sagði Sigurður. Fyrirbyggjandi ráðgjöf á vinnustöðum: Þjóðhagsleg spurning — segir Magnús Olafsson sjúkra- þjálfari Magnús Ólafsson, sjúkra- þjálfari á Akureyri, rekur fyr- irtæki sem hann kallar „For- vörn“ - og vinnur hann að fyrirbyggjandi ráðgjöf gegn atvinnusjúkdómum. Eitt þeirra fyrirtækja sem hann hefur unn- ið fyrir er frystihúsið Kald- bakur á Grenivík - þar sem starfsfólk gerir ákveðnar æf- ingar tvisvar á dag - eins og greint er frá hér á síðunni. Magnús sagði, í samtali við Morgunblaðið, að sjúkdómar í stoð- og hreyfikerfi líkamans hafi lengi verið tengdir daglegum störfum, ekki síst erfiðum og ein- hliða störfum, til dæmis í ýmis konar iðnaði. „Þessir sjúkdómar eru að öllum líkindum valdir að flestum íjarvcrustundum frá vinnu. Þeir valda minnkuðum af- köstum, þegar fólk er þjakað af vöðvabólgum, bak- eða liðaverkj- um og öðrum þess háttar óþæg- indum. Vanlíðan við störf hefur einnig neikvæð áhrif á andrúms- loft, bæði á vinnustað og heima fyrir, með ófyrirséðum afleiðing- um,“ sagði Magnús. „Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir því hér er mikilvægt mál að ræða. Þetta er hreinlega þjóðhagslegt spursmál," sagði Magnús og nefndi máli sínu til stuðnings tölur frá Danmörku og Noregi. „Samkvæmt opinberum tölum frá Danmörku kosta slit- sjúkdómar ríkið 10 milljarða danskra króna á ári! Og þá eru skaðabætur ekki meðtaldar - að- eins kostnaður við sjálfan sjúk- dóminn. Til samanburðar má geta þess að umferðarslys kosta Dani 5-6 milljarða króna á ári.“ Magn- ús segir álagssjúkdóma aðalorsök ijarveru frá vinnu og helstu orsök ótímabærrar örörku í Noregi. „í krónum kosta þeir þjóðina meira en 10 milljarða norskar á ári, sem er hærri upphæð en tekjuskattur sem kemur inn á sama tíma!“ Magnús Ólafsson sjúkraþjálfari. Ekki sagðist Magnús hafa ná- kvæmar tölur um ástandið hér á landi, en gróft áætlaður kostnaður við slit- og álagssjúkdóma á ís- landi 1986 væri yfír 2 milljarðar króna. „Ég hef á tilfinningunni að það sé að minnsta kosti ekki betur búið að fólki á vinnustöðum hér en í Danmörku - og oft er vinnutími lengri." Það sem felst í „ergónómíu" - eins og Norðurlandabúar kalla þetta fyrirbyggjandi starf - er aðallega að bæta vinnuaðstöðu, en æfíngar starfsfólks á vinnu- stöðum kemur sem hjálp. „Menn hafa alltof mikið hugsað um það hér á Iandi að Iækna sjúkdómana; byggja sjúkrahús og mennta fleiri lækna - en ekkert hefur verið hugsað um forvamarstarfið. Menn hafa verið að streitast við að fá fram meiri afköst - með meira álagi og þar af leiðandi meiri vöðvastreitu. En það er mun betra ef forvamarstarfíð tekst vel, því fólk afkastar mun meiru ef því líður vel,“ sagði Magnús. Magnús hefúr undanfarið éitt og hálft ár unnið að rannsóknar- verkefni fyrir Vinnueftirlit ríkis- ins, bæði á Akureyri og annars staðar á landinu, en hann tekur að sér verkefni út um allt land. Hann býður upp á þjónustu, sem stefnt er gegn atvinnu- og slit- sjúkdómum í stoð- og hreyfíkerfi fólks. í því felst m.a. að gerð er úttekt á vinnustað m.t.t. sjúk- dóma og bent á úrbætur. Haldnir eru fræðslufundir og þá býður Magnús upp á það að taka svip- myndir af vinnustað upp á myndband og nota síðan sem kennslumynd fyrir starfsfólk í vinnutækni og vinnubröðgum. Að hans sögn er það tvímælalaust besta kennsluaðferð í vinnutækni sem völ er á nú - að fólk geti skoðað sjálft sig og eigin vinnu- brögð, með ábendingum fagfólks. Þá býður hann upp á sérstaklega samdar æfingar með hljómlist - eins og það sem notað er hjá Kaldbak á Grenivík. Heyfengur með albesta móti „HEYFENGUR er með albesta móti hér við Eyjafjörð og reikna ég með að bændur hafi ekki eina einustu lirakta tuggu í hlöðum sínum,“ sagði Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar. Hinsvegar sagði hann að hey- magnið væri í tæpu meðallagi vegna þurrka er urðu í júlímánuði. „Bændur slógu tiltölulega snemma fyrri sláttinn og hugðust fá góða endursprettu í seinni slætti, en hún varð minni en menn vonuðust til vegna þurrkanna. Engin hætta er þó að heyfengur sé ekki ríflegur því undanfarin ár hefur hey verið selt til annarra héraða, þar sem oft vill verða heybrestur. Þá hefur bú- stofni hér á svæðinu fækkað til muna og hafa þá nágrannabændur heyjað á þeim svæðum,“ sagði Ólaf- ur. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Innrömmun Tómasar Hverfisgötu 43, s. 18288. Veröbréf og víxlar í umboðssölu. Fyrirgreiösluskrif- stofan, fasteignasala og verð- bréfasala, Hafnarstræti 20, nýja húsið við Lækjargötu 9. S. 16223. Tilkynning frá félaginu Anglía Enskutalæfingar félagsins byrja aftur sem hér segir: Böm laugardaginn 20. septem- ber kl. 10.15. Síðastl kennslu- dagur 29. nóv. Kennslan fer fram í bakhúsinu við Amtmannsstíg 2. Fullorðnir þriðjudaginn 23. september kl. 20.00 að Aragötu 14. Siðasti kennsludagur 25. nóv. Innritun fyrir fulloröna og börn veröur að Amtmannsstig 2. mið- vikudaginn 3. sept milli kl. 17.00 og 19.00. Síminn er 12371. Stjórn Angliu ' FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 5.-7. sept.: 1) Snæfellsnes — Árbókarferð. Ekið um sunnan- og norðanvert Snæfellsnes. Kjöríð tækifæri að kynnast í raun þeim svæðum, sem Árbók 1986 fjallar um. Gönguferð fyrir þá sem vilja um Dökkólfsdal meðfram Baulár- vallavatni og Selvallavatni að Berserkjahrauni. Gist i svefn- pokaplássi. Fararstjóri: Einar Haukur Kristjánsson. 2) Landmannalaugar — Eldgjá. Dagsferð til Eldgjár aö Ófæru- fossi. Gist í sæluhúsi F.l. í Laugum. Heitur pollur. Hitaveita í sæluhúsinu. 3) Þórsmörk. Gist f Skagfjörðs- skála f Langadal. Gönguferðir um Mörkina. Upplýsingar og tarmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag islands. UTIVISTARFERÐIR Helgarferðir 5.-7. sept. a. Þórsmörk — Goðaland. Góð gisting í Útivistarskálanum Bás- um. Haustlitimir eru að byrja. Gönguferöir. Fararstjóri: Bjarki Haröarson. b. Haustferð til fjalla. Gist f húsi í Jökulheimum. Farið verður um nágrenni Jökutheima t.d. Heljargjá, Hraunvötn og Veiöi- vötn. Fararstjóri: Egill Einars- son. Uppl. og farm. á skrifst. Gróf- inni 1, sfmar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist, feröafélag. Heimilisiönaöarskolmn Innritun er hafin á námskeið vetrarins Vefnaöur f. byrjendur 8. sept. Tréskurður 8. sept. Prjóntækni 8. sept. Myndvefnaður 9. sept. Baldýring 18. sept. Fatasaumstækni 1. okt. Þjóðbúningasaumur 3. okt. Leðursmiöi 4. okt. Vefnaðarfræði 6. okt. Tauþrykk 7. okt. Brugðin bönd 8. okt. Vefnaðurf. börn 11. okt. Knipl 11. okt. Tuskubrúðugerð 13. okt. Bótasaumur 13. okt. Sokka- og vettlingaprjón 6. nóv. Ath. Hjá Heimilisiðnaðarskólan- um er hámarksfjöldi nemenda á námskeiöi 6-10 og vel menntað- ir kennarar í öllum greinum. Nemendur fá námið viöurkennt viða i öðrum skólum sem þátt á list- og verkamenntabrautum. Innritun aö Laufásvegi 2, II hæö. Kennslugjald greiöist við inn- ritun. Greiðslukortaviðskipti. Upplýsingar i sima 17800. Samkoma í Grensáskrikju i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Systir Phanuela, leiðtogi Maríusystranna á Norð- urlöndum. Allir hjartanlega velkomnir. Nefndin. Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld, miðvikudag kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.