Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
37
Afmæliskveðja:
--------- ••
Grímur Ogmunds-
son Syðri-Reykjum
Einar Benediktsson skáld orti um
guma stórra sæva og stranda. Víst
er um það, að Grímur Ögmundsson
á Syðri-Reykjum í Biskupstungum,
sem verður áttræður í dag, er eng-
inn meðalmaður, sem ekki endilega
hefur haft það fyrir vana sinn að
binda bagga sína sömu hnútum og
samferðamennimir. Ekki hefur það
þó kostað alvarlegar útistöður, því
þó að sumum þyki Grímur vera
ráðríkur á stundum, er hann fljótur
að sættast, og grunnt er á gaman-
seminni og hjartahlýjunni, einkum
þegar yngri kynslóðin á í hlut.
A þessum tímamótum hvarflar
hugur margra heim að Syðri-
Reykjum til bóndans og athafna-
mannsins, sem vissulega man
tímana tvenna og hefur ekki aðeins
séð tæknibyltingu aldarinnar heldur
tekið þátt í henni og flýtt fyrir fram-
förum í sinni heimabyggð. Glöggur
maður hefur sagt, að ef atvikin
hefðu ekki hagað því þannig, að
Grímur fæddist í sveit í stað þétt-
býlis, þar sem meiri möguleikar eru
til menntunar, hefði áreiðanlega
Iegið fyrir honum að verða verk-
fræðingur. Sjálfsagt er það rétt
mat. Bæði er það, að Grímur er
glöggur á tölur og alla útreikninga
og hefur jafnframt gott lag á verk-
legum framkvæmdum. Það kom vel
í Ijós, þegar hann stóð fyrir hita-
veituframkvæmdum í Biskupstung-
um og víðar upp úr 1930. Sjálfur
hefur Grímur gaman af að segja
frá því, þegar landsfrægir sérfræð-
ingar úr Reykjavík dæmdu hverinn
á Syðri-Reykjum úr leik og töldu
fráleitt að hann yrði virkjaður, en
þessu var hann ósammála og béisl-
aði hverinn með þeim árangri, að
hann hefur hitað upp hús og híbýli
á Syðri-Reykjum í meira en 50 ár,
öllum þar, bændum og búaliði, svo
og landsetum Gríms í sumarbú-
staðabyggðinni, til ómældrar
ánægju og gleði.
Grímur er fæddur á Syðri-Reykj-
um 3. september 1906, en foreldrar
hans voru Ögmundur Guðmundsson
frá Bergsstöðum í Biskupstungum
og kona hans, Ragnheiður
Grímsdóttir frá Vatnsenda í Vill-
ingaholtshreppi. Börn þeirra urðu 5
talsins og eru öll á lífi, nema elzti
sonurinn, Guðmundur, sem lézt fyr-
ir aldur fram. Hin eru Kristín,
Grímur, Magnús og Sigríður.
Grímur vann á búi foreldra sinna
til tvítugsaldurs, en fór þá á vertíð
til Grindavíkur og var síðan tvær
vertíðir í Vestmannaeyjum. Þar
lenti hann í þeirri lífsreynslu að
vera á bát, sem fórst undir Land-
eyjasandi. Drukknuðu tveir af
áhöfninni, en sex björguðust eftir
nokkra hrakninga.
Haustið 1928 hélt Grímur til
náms að Laugarvatnsskóla. Þá var
skólastjóri þar séra Jakob Lárusson,
prestur í Holti undir EyjaQöllum.
Leizt honum vel á piltinn og beitti
sér fyrir því, að hann var kosinn
ráðsmaður heimavistar af nemend-
um, en starfið var fólgið í því að
sjá um alla aðdrætti fyrir skólann
og annast bókhald. Þegar Bjami
Bjamason kom að skólanum næsta
haust og gerðist skólastjóri samdist
svo um milli þeirra, að Grímur
gegndi ráðsmannsstöðunni áfram
eftir að námi hans lauk, og var
hann á Laugarvatni til ársins 1936,
að hann fluttist aftur að Syðri-
Reylq'um og tók við búi foreldra
sinna.
Dvölin á Laugarvatni var góður
og lærdómsríkur skóli fyrir Grím.
Auk hins hefðbundna ráðsmanns-
starfs, tók hann að sér ýmsar
hitalagnir á staðnum, en Laugar-
vatn var meðal fyrstu staða á
íslandi, þar sem hitaveitur voru
lagðar.
Á Laugarvatni kynntist Grímur
ýmsum merkum mönnum þess
tíma. Mest mat hann Jónas Jónsson
frá Hriflu, sem oft hafði viðkomu
þar. Tókust góð kynni með þeim
og leiddu til þess, að Grimur styrkt-
ist í framsóknartrú sinni. En fyrst
og fremst var hann eldheitur Jónas-
ar-maður, og féll þungt, þegar til
átaka kom í Framsóknarflokknum,
sem urðu til þess að Jónas hvarf
úr forystusveit flokksins. Raunar
hefur Grímur alltaf metið meira
menn en flokka. Þannig hreifst
hann síðar af Ingólfi Jónssyni frá
Hellu og taldi hann merkasta at-
hafnamann síns tíma, sem beitti sér
fyrir miklum framförum í kjördæmi
sínu, Suðurlandi.
Að Laugarvatnsdvölinni lokinni
hélt Grímur aftur heim að Syðri-
Reykjum og hóf fljótlega byggingu
nýs íbúðarhúss, auk annarra fram-
kvæmda á jörðinni. Á sínum
búskaparárum byggði Grímur síðan
myndarleg fjárhús og fjós og rækt-
aði tún á hinni stóru jörð, sem liggur
að Brúará að vestan og skilur að
Biskupstungur og Laugarvatns-
hrepp. Mesta athygli aðkomumanna
á Syðri-Reykjum vekja þó gróður-
húsin, sem Grímur og aðrir garð-
yrkjubændur hafa byggt þar.
Áhuga Gríms og þekkingu á vélum
og tækjum er viðbrugðið, og allar
tækninýjungar í landbúnaði voru
nýttar á Syðri-Reykjum svo að
segja jafnóðum og þær bárust til
landsins. Sömuleiðis hefur hann
sjálfur beitt sér fyrir nýjungum.
Þannig útbjó hann sérstakt hita-
kerfi í hlöðu til að þurrka hey með
þeim hætti, að heitu lofti var blásið
í gegn í sérstaklega gerðum ofnum.
Kom það sér vel á óþurrkaárum.
í landi Syðri-Reykja er risin
myndarleg sumarbústaðabyggð
fyrir forgöngu Gríms. Ekki þótti
öllum mikil skynsemi eða forsjá
ráða ferðinni þar, en síðar hafa
aðrir fylgt í kjölfarið, og nú er svo
komið, að í Biskupstungum er að
finna einhver vinsælustu sumar-
bústaðalönd á Suðurlandi, enda er
mikil náttúrufegurð á þessum slóð-
um. Hefur Grímur góð samskipti
við sumarbústaðaeigendur í landi
Syðri-Reykja og hefur jafnan verið
boðinn og búinn til að aðstoða þá
við ýmiss konar framkvæmdir.
Grímur steig gæfuspor er hann
giftist konu sinni, Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur frá Bíldsfelli í Grafn-
ingi, árið 1939. Þau eignuðust einn
son, Grétar, sem nú er bóndi á
Syðri-Reykjum, giftur Láru Jakobs-
dóttur.
Grímur Ögmundsson fylgist
grannt með þjóðfélagsumræðunni
og hefur sínar skoðanir á mönnum
og málefnum, sem hann lætur óhik-
að í ljós, án tillits til þess, hvort
þær falla í góðan jarðveg eða ekki.
Það er hans háttur, og líkar ekki
öllum alltaf. Hefur hann skrifað
töluvert í blöð og tímarit. Grímur
hefur verið ólatur við að ferðast um
ævina, bæði innan héraðs og utan
og til annarra landa. Hann hefur
þar af leiðandi hitt marga á lífsleið-
inni og margir eru þeir, sem
kannast við bóndann á Syðri-
Reykjum. í seinni tíð hafa fætur
bilað og því erfiðara að komast
milli staða. Ekki aftrar það þó hon-
um að öllu leyti og enn er hann á
faraldsfæti.
Ég og fjölskylda min höfum ver-
ið þeirrar ánægju aðnjótandi að
kynnast Grími og fjölskyldu hans.
Á þessum tímamótum sendum við
Grími og Ingibjörgu og öðrum í fjöl-
skyldunni á Syðri-Reykjum ham-
ingjuóskir með von um, að
afmælisbamið megi njóta ævi-
kvöldsins á heimaslóðum i nálægð
fagurra fjalla og gróinna túna, sem
setja svip sinn á Syðri-Reyki.
Þess má geta, að afmælisbamið
verður að heiman í dag.
Alfreð Þorsteinsson
Grímur Ögmundsson, bóndi á
Syðri-Reykjum í Biskupstungum,
verður áttræður í dag, fæddur 3.
september 1906. Hann er sonur
hjónanna Ögmundar Guðmunds-
sonar frá Bergsstöðum og konu
hans Ragnheiðar Grímsdóttur frá
Syðri-Reykjum. Þau hjón hófu bú-
skap sinn á Bergsstöðum árið 1899,
en fluttust árið 1906 að Syðri-
Reykjum, sem síðar varð eignaijörð
þeirra. Böm þeirra urðu fimm tals-
ins.
Grímur Ögmundsson fæddist á
Syðri-Reykjum og hefur dvalið þar
ailan sinn aldur, oft við ströng störf
og stórar framkvæmdir. í bijósti
hans hafa kviknað bjartar vonir og
honum hefur á lífsferlinum tekist
að láta margar þeirra rætast glæsi-
lega. Þar hefur hæfni hans til hinna
margvíslegustu starfa stuðlað að
velgengninni. Hann hefur verið svo
margt í senn: bóndi, tré- og járn-
smiður, pípulagningamaður og ekki
má gleyma manni viðskiptanna.
Hvar sem hann kemur og hvert sem
hann fer em viðskiptin ævinlega
ofarlega í huga hans. Síkvikur hug-
urinn vakir yfir öllum möguleikum.
Blóðborin athyglisgáfan lætur ekk-
ert framhjá sér fara og hvetur hann
til þátttöku hveija stund, mannlífið
allt er hans vettvangur.
Yngri áram sínum varði Grímur
til náms og iðju. Hann var í hópi
fyrstu nemenda Laugarvatnsskóla
árið 1928 og síðar hóf hann búskap
þar, leigði hálfa jörðina og bústofn-
inn 1935—1936, þá settist hann að
á föðurarfleifð sinni, Syðri-Reykj-
um, tók við búsforráðum og hefur
búið þar allar götur síðan.
Árið 1939 kvæntist hann Ingi-
björgu Guðmundsdóttúr Þorvalds-
sonar bónda á Bíldsfelli í Grafningi
og konu hans Guðríðar Finnboga-
dóttur. Þar fékk Grímur mannkos-
takonu frá rómuðu myndarheimili.
Þau eignuðust einn son, Grétar
Bíldfells, sem nú hefur tekið við
búsforráðum úr hendi föður síns
og situr jörðina. Grétar 'er kvæntur
ísfirskri konu, Lára Jakobsdóttur,
og eiga þau fjögur böm, hið mesta
myndarfólk.
Grímur er víðkunnur maður og
vel kynntur hvar sem hann fer.
Hann er maður hins sérstæða per-
sónuleika, fróðleiksfús og athugull
og örastar era sviftingarnar í lífí
hans, þegar verkefnin hrannast upp
framundan. Þá gýs upp atorkan og
athafnasemin og hann verður ekki
maður einhamur. Búskap sinn hefur
hann alla tíð rekið af mikilli rausn
og framsýni, sem sést best á því
að byggingar hans yfir gripi og
vélar hafa verið með því besta og
fullkomnasta, sem sést hefur í sveit-
um landsins. Hann hefur alla tíð
verið kröfuharður, en hæstu kröf-
umar hefur hann gert til sjálfs sín.
Snyrtimennska er honum eðlislæg
og hefur ásamt hagsýninni ævin-
lega ráðið ferðinni. Hann hefur
byggt á traustum granni Qölþættr-
ar reynslu áratuganna, reynslu
þekkingar og hagleiks.
Á Syðri-Reykjum er geysilega
stór og aflmikill vatns- og gufu-
hver. Árið 1927 veittu þeir
Ögmundur bóndi og synir hans hita
úr hvemum í bæinn. Trúlegt er að
þá hafi ekki mörg hús á íslandi
verið kynt með jarðhita. En það var
ekki fyrr en síðar að Grímur virkj-
aði þennan orkumikla hver. Þá
höfðu um langt skeið ýmsir verk-
menntaðir menn velt fyrir sér
virkjunarleiðum, en án árangurs og
orðið frá að hverfa. Hyggjuvit og
þrautseigja íslenska bóndans kom
þá til og Grímur leysti vandann á
einfaldan og snjallan hátt. Síðan
hafa risið mörg og stór gróðurhús
á Syðri-Reykjum. Grími óx ekki í
augum vandinn enda hefur hann
ekki ekið undan á hæli frá erfíðleik-
unum, hvorki þá né síðar.
Um langt skeið fór Grímur um
nærliggjandi byggðir og lagði hita-
lagnir í hús bænda og í meira en
fjóra áratugi annaðist hann lagnir
og viðhalda allra vatnslagna við
Héraðsskólann á Laugarvatni.
Bjami Bjamason skólastjóri á
Laugarvatni, sem var gagnmerkur
maður og reis mjög upp úr sinni
samtíð á Qölmörgum sviðum, þekkti
Grím manna best, hafði kynnst
honum fyrst sem nemanda við Hér-
aðsskóiann, en síðar sem bónda og
hagleiksmanni. Bjarni sagði um
Grím, að hinir góðu kostir hans og
hæfíleikar yrðu til þess að það yrði
ævinlega að telja hann meðal þeirra
manna, sem byggðu og þróuðu
Laugarvatn sem skólasetur. Þar
talaði maður, sem kunni manna
best að meta manndóm og hæfi-
leika.
En maðurinn Grímur Ögmunds-
son hefur verið mörgum ráðgáta.
Margslungin persónan hefur vafist
fyrir mönnum. Þar blandast svo
einstaklega saman gaman og al-
vara. Ör hugurinn er sívakandi og
alvaran jafnframt djúp og íhyglin,
glettnisyrði á vöram og gáskablik
í augum. Og þessi spaki maður
kann svo sannarlega að njóta hins'
glaða og góða í lífinu og þá má
ekki gleyma gleði hans og nautn
af góðum hangikjötsbita eða hóf-
samlega fylltu glasi af góðu víni!
En Grímur Ogmundsson hefur
ekki staðið einn í amstri dægranna.
Þar hefur verið við hlið hans hinn
trausti föranautur. Annáluð rausn
Reykjaheimilisins hefur ekki hvað
síst mætt á herðum konu hans,
Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Myndarskapur hennar í húsfreyju-
sæti á Syðri-Reykjum er alkunnur
og ekki síst þeim, sem rausnaj y
hennar og gestrisni hafa notið. Á
sinn hljóðláta en hlýja máta, hefur
hún í gegnum áratugina, staðið við
hlið manns síns í stóra sem smáu.
Þar hefur hún hvorttveggja búið
að sínum góðu kostum og arfi
æskuáranna úr föðurhúsum.
Það hefur verið hamingja þessara
ágætu hjóna að þrátt fyrir ólíka
skaphöfn hefur samstaða þeirra
verið mikil. Sameiginlega hafa þau
breytt hinu gamla býli í nýtísku
fyrirtæki — ef svo mætti segja.
Hugur og hönd hafa þar í samheldu
átaki lyft Grettistaki, og þau hafa
reist sér óbrotgjaman minnisvarða
kjarkmikilla athafna með orku
þeirra sem geta og vilja. Það hefur
aukið gleði þeirra og orðið þeim til
örvunar, að einkasonurinn, Grétar,
hefur ævinlega stutt þau með ráð-
um og dáð og situr nú jörðina;
verðugur arftaki foreldra sinna með
hina ágætustu konu, Láru Jakobs-
dóttur, sér við hlið. Þéir feðgar
hafa borið gæfu til þess gegnum
tíðina að leggja sameiginlega hönd
á plóginn og uppskorið vel. Þannig
hefur uppbygging þessarar glæsi-
legu hlunnindajarðar haldið áfram.
Kynni mín við fjölskylduna á*
Syðri-Reykjum hafa staðið í 31 ár
og aldrei hefur borið þar skugga
á. Vil ég nú þakka alla þá tryggð
og vináttu við mig og mitt fólk á
þessari löngu leið. Grímur og Ingi-
björg era hinir traustu stofnar, þau
era hin íslenska arfleifð, dugmikið
bændafólk, sem ætíð hefur horft
með djörfung fram á veginn og
hefur byggt á eigin manndómi og
atorku. Megi þeim endast lengi enn
athvarfið í eigin ranni.
Grími áma ég heilla og alls hins
besta á þessum tímamótum.
Haraldur Teitsson
Húsavík:
Fengur leigður til Kópaskers
Húsavík.
Þróunarlýálparskipið Feng-
ur hefur verið leigt Útgerðar-
félagi Norður-Þingeyinga í 2
mánuði til rækjuveiða fyrir
verksmiðjuna Sæblik á Kópa-
skeri. Skipið kom til Húsavíkur
á miðvikudag og var strax far-
ið að útbúa það á veiðar.
Við skipið hitti ég skipstjórann
Eirík Sigurðssön og spurði hann
hversvegna skipið hefði verið
leigt. Hann sagði að það kæmi
til af því að skipið væri á milli
verkefna, það hefði lokið því verk-
efni, sem það var f á Grænhöfða-
eyjum og biði eftir því að næsta
verkefni væri skipulagt. Þess
vegna hefði það verið leigt til
Kópaskers í 2 mánuði til að byrja
með, en möguleiki væri á fram-
lengingu.
Eiríkur sagðist ekki vita hvem-
ig skipið myndi reynast við
rækjuveiðar, taldi það þó vera
sæmilegt, en mætti vera betra.
Það væri útbúið til svo margvís-
legra veiða, allt frá sjóstöng til
nótaveiða og væri sæmilegt til
þeirra veiða, en ekki veralega
gott á neinu ákveðnu eins og það
væri í dag, það háir hvað öðra.
Áhöfnin á skipinu verður 5
manns, flestir frá Kópaskeri og
vonaðist Eiríkur skipstjóri til að
þeir kæmust til veiða á föstudag.
Þeir myndu síðan hugsanlega
vera 4—5 dag á veiðum, það færi
eftir fískiríi. Rækjan þyldi 5 daga
um borð. Skipið gæti tekið um
20 tonn af rækju ísaðri í kassa.
Það er von heimamanna á
Kópaskeri að Fengur hleypi fjöri
í atvinnulífið, því lengi era þeir
búnir að reyna að fá keýpt skip,
en það hefur ekki enn tekist,
þannig að Fengur er stór fengur
fyrir þá á Kópaskeri, a.m.k. í bráð.
Þ.E.