Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 38

Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 VÉLA-TENGI 7 1 2 Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvaö mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar Vesturgötu 16, sími 13280 Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! SYMA-SYSTEM SYMA — SYSTEM Við sérsmíðum Verslun- ar- og skrifstofuinnrétt- ingar úr vönduðum og fallegum álprófílum frá SYMA. Einnig önnumst við sérsmíðar á sturtu- klefum og ýmsum hlutum úr plastplötum. ÁL OG PLASThf RJ Ármúla 22 - Pósthólf 8832 Simi 688866 - 128 Reykjavik 4 Sterl og snoturt BORÐ OG 4 STÓLAR 5.990, Góð og ódýr lausn Útborgun kr. 2.000,- Rest á 2 greiöslum p húsgagnahöllin i:'T. ;-T.;.'.'l BÍLDSHÖFÐA20 - 112REYKJAVÍK - 91-681199og681410 *• AF ERLENDUM VETTVANGI eftir TONY CATTERALL Aðgerðir í Bonn til að fækka flóttamönnum Stjóm Vestur-Þýzkalands ákvað á fundi sínuni í lok ágústmánað- ar aðgerðir sem hún vonast til að stöðvi þann mikla flóttamanna- straum sem legið hefur til landsins að undanförnu. Fæstar þessara aðgerða komast þó í framkvæmd fyrr en að loknum fundi sem Helmut Kohl kanslari hefur boðað til 25. þessa mánaðar þar sem mættir verða forsætisráðherrar allra 11 sam- bandsríkja Vestur-Þýzkalands. Afyrstu átta mánuðum þessa árs hafa rúmlega 60 þúsund flóttamenn, aðallega frá vanþró- aðri ríkjum, sótt um hæli í landinu, og yfirvöld óttast að fjöldi um- sókna verði kominn yfir 100.000 í árslok. Frá árinu 1949 hafa alls um 670.000 manns sótt um hæli í Vestur-Þýzkalandi, en af þeim flölda er aðeins viðurkennt að 64.000 manns hafí leitað hælis sem pólitískir flóttamenn. Sam- kvæmt lögum er pólitískum flótta- mönnum tryggt hæli í landinu. Flesta hina mætti flokka undir „efnahagslega flóttamenn" — menn sem „aðeins vilja afla sér betri lífsskilyrða í auðugu landi". Eitt helzta vopnið sem vestur- þýzk yfirvöld ætla að beita gegn flóttamannastraumnum er hert krafa um að ferðamenn sem koma til landsins hafi vegabréfsáritanir, ekki sízt þeir sem koma til lands- ins aðeins til að eiga þar stutta viðdvöl. Hefur starfsmönnum ut- anríkisþjónustunnar erlendis verið skipað að hafa hömlur á veitingu vegabréfsáritana. Þeir sem ekki geta sannfært sendifulltrúana um að þeir séu beittir pólitískum of- sóknum í heimalöndum sínum fái ekki áritun nema öruggt megi teljast að þeir ætli að snúa heim og er. Báðir stjómarandstöðu- flokkarnir og minni stjórnarflokk- urinn, FDP eða Frjálsi demókrata- flokkurinn, hafa vísað á bug þessum breytingartillögum hægri armsins. Einnig hefur stærsta flokksdeildin í flokki Kohls sjálfs, Kristilega demókratasambandinu, eða CDU, neitað að fallast á breytingamar. Þótt fulltrúar FDP geti fallizt á aðgerðirnar sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, hafa þeir einnig lagt fram eigin tillögur til lausnar vandans. Hans Engelhard dóms- málaráðherra, einn þriggja ráðherra FDP, telur að vandinn liggi aðallega í því hve langan tíma tekur að afgreiða umsóknir um hæli — um eitt ár að jafnaði, en getur dregizt upp í fímm ár með áfrýjunum gegnum dóms- kerflð. Vill hann stytta afgreiðslu- tímann niður í þrjá mánuði, sem fæli í sér að fjölga þyrfti til muna starfsfólki flóttamannastofnunar ríkisins í borginni Zimdorf í Bæj- aralandi. Sem stendur bíða 130.000 flóttamenn úrskurðar flótta- mannastofnunarinnar, 88.500 þeirra í Zimdorf, hinum hefur verið neitað um hæli og bíða þeir niðurstöðu dómstóla í áfrýjunar- máium. litið svo á að hér sé um að ræða fómardýr stjórnmálakerfis sem svipti alla frelsinu, og þessi skil- greining var opinberlega staðfest árið 1966 á ráðstefnu sem allir innanríkisráðherrar sambands- ríkjanna sátu með innanríkisráð- herra landsins. Nú hefur Engelhard hinsvegar bent á að margir, sérstaklega Pólveijarnir, komi aðeins í þeim tilgangi að vinna nógu lengi í Vestur-Þýzkalandi til að geta keypt sér heimilistæki og annan vaming áður en þeir snúa fúslega heim á ný. Þetta ætti ekki að leyfa lengur, segir hann. Þeim sem neitað er um hæli ber að vísa taf- arlaust úr landi. Margir íhaldssinnaðir stjóm- málamenn hafa hneykslast á þessum tillögum dómsmálaráð- herrans, sem dagblöð telja þó á rökum reistar. Sú regla að veita borgurum annarra ríkja sem „svifta íbúana frelsi" einhveija vernd geti allt eins átt við flesta umsækjendur frá vanþróaðri ríkjum. Margir þeirra, að sögn vinstrisinnaða dagblaðsins Frank- furter Rundschau, eru jafnvel í enn meiri persónulegri hættu en íbúar ríkja Austur-Evrópu vegna borgarastyijalda eða hungurs- neyða. Blaðið segir að framlag Engel- hards ráðherra til deilunnar sýni hve lítil áhrif lög eða ákvæði stjómarskrárinnar hafí á „kaldan raunveruleika" flóttamanna- vandamálsins. Hægri armurinn hefur hinsveg- ar ekki alveg gefið upp á bátinn Tyrkir hafa í tugþúsundatali flust til Vestur-Þýzkalands í leit að betra llfi. á ný eftir heimsókn til Vestur- Þýzkalands. Einnig er ætlunin að beita fiug- félög fjárhagslegum refsiaðgerð- um ef þau flytja farþega til Vestur-Þýzkalands sem ekki bera tilskilin skilríki. Hægri armur stjómarliðsins virðist hafa sætt sig við að sú lausn sem þessi hóp- ur hefur barizt fyrir, það er breyting á þeirri grein stjórnar- skrár landsins sem segir að þeir sem beittir em pólitískum ofsókn- um skuli hljóta pólitískt hæli í Vestur-Þýzkalandi, fáist alls ekki samþykkt, í það minnsta ekki eins Þessi mál hafa nú leitt til mik- ils ágreinings um eina helgustu allra heilagra kúa í flóttamanna- stefnu landsins: hvað eigi að gera við íbúa Austur-Evrópuríkjanna sem sækja um hæli í Vestur- Þýzkalandi. Rúmlega 60% þeirra svonefndu „de facto“ flóttamanna — það er flóttamanna sem ekki er viður- kennt að hafi orðið fyrir pólitísk- um ofsóknum, en þó ekki verið vísað úr landi — komu frá Aust- ur-Evrópu, þar af 100.000 frá einu og sama landinu: Póllandi. Vestur-Þjóðveijar hafa lengi hugmyndina um breytingu á stjórnarskránni, og leiðtogar þessa hóps vilja að málið verði eitt af baráttumálunum í kosning- unum í Vestur-Þýzkalandi í janúar á næsta ári. Síðustu skoðanakannanir sýna að naumur meirihluti Vestur- Þjóðveija álítur að breyting á stjórnarskránni geti leyst vand- ann. Og mikill meirihluti, eða 72% þeirra sem svöruðu, telur að gild- andi lög séu „of örlát“ í garð flóttamanna. Höfundur er blaðamaður The Observer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.