Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 56

Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 56
SEGÐU RNARHÓLL ÞEGAR ÞLJ EERÐ ÚTAÐ BORÐA Sím 18833----- HEISbÓKHA^Ð MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 VEItt) I LAUSASOLU 50 KR. Skagaströnd: Björgun- argálgi *sló mann MAÐUR, sem var að kanna ástand sleppibúnaðar um borð í bát við höfnina á Skagaströnd í gær, varð fyrir því slysi að fá gálga sleppibúnaðarins í höfuðið. Tveir menn voru að kanna sleppi- búnaðinn og skiptu þeir um gorm sem var slitinn. Svo óheppilega vildi til að gálginn small sundur og kom á höfuð annars mannsins, sem stóð á lunningu bátsins. Við höggið missti hann meðvitund og féll milli skips og bryggju. Nærstöddum tókst að bjarga honum á land og var hann fluttur í Fjórðungssjúkra- ^(fcús Akureyrar. Líðan mannsins er góð eftir atvikum. Snjórinn dökknaði efst í hlíð- " umHeklu Heimilisfólkið á Gal- talæk undir hlíðum Heklu tók eftir að snjór hafði dökknað efst í gig fjallsins í gærmorgun. Sigurjón Pálsson bóndi á Galtalæk sagði að svo virtist sem dökk rák lægi niður að „Litlu Heklu", frá eldstöðv- unum í aðalgígnum og sagðist hann hafa grun um að smá sprenging hefði orðið í gígnum um nóttina. Hann sagði enn fremur að sér virt- 4 ist sem sterkan strók hefði lagt upp af fjallinu við og við í sumar en ekki hefði orðið vart neinna jarðhræringa. Þess má geta að nokkrir íbúar í nágrenni Heklu töldu sig verða vara við örlítið öskufall á bifreiðum sínum. Gamli og nýi tíminn Morgunblaðid/Ámi Sæberg Neysla á hvalki öti þrefaldaðist í ágúst NEYSLA á hvalkjöti innanlands hefur þrefaldast á örfáum vikum. í ágústmánuði var neyslan 33 tonn af kjöti en var um tíu tonn i sama mánuði í fyrra, skv. upplýsingum Kristjáns Loftssonar, fram- kvæmdastjóra Hvals hf. Heildarkjötneyslan á síðasta ári varð alls um 100 tonn og að auki seldust um 70 tonn af rengi. „Þótt þetta mikið hafí selst í ágúst, eftir að samkomulagið tókst við Bandaríkjamenn um túlkun orðalags ályktunar Alþjóðahval- veiðiráðsins, þá getur maður ekkert fullyrt um hvort þessi aukning er varanleg eða ekki,“ sagði Kristján Loftsson. „Við höfum ævinlega sett kjöt af minni hvölum á markað hér innanlands en kjöt af stærri skepn- um hefur ekki fallið að smekk Islendinga. Eftir því sem kvótamir minnka verður framboðið af kjöti smærri hvala minna og því gæti vel farið svo, að neyslan dragist saman aftur þegar kjötið af minni hvölunum er uppurið. Niðurstaðan gæti orðið sú, að kjötið seldist hrað- ar en ekki miklu meira af því.“ Hann sagði að vel gæti farið svo, að starfsfólk Hvals hf. myndi reyna að verka kjöt af stærri skepn- um á einhvern þann máta, sem hugnaðist íslendingum. Sem stend- ur væri verið að selja bestu bitana af smærri hvölum - einkum bak- vöðvana eða „lundirnar". „Það verður að koma í ljós þegar líður á veturinn hvemig neyslan innan- lands þróast og hvort grundvöllur er fyrir því að viðhalda neysluaukn- ingunni," sagði Kristján. Af alls 80 langreyðum, sem á að veiða á þessari vertíð, hafa þeg- ar veiðst 64 og aðeins á eftir að veiða eina sandreyð af 40 dýra kvóta. Kristján Loftsson vildi engu spá um hversu langan tíma það tæki að veiða þau 17 dýr, sen enn em óveidd - það hefði stundum gerst að langreyðurin hyrfi af mið- unum eftir miðjan ágúst. Nú em til í landinu um 1.500 tonn af hvalkjöti og tæplega 500 tonn af rengi og spiki. Enn hefur ekki verið gengið frá sölu hvalkjöts og annarra afurða til Japans, þar sem stjórnvöld þar í landi bíða þess að Bandaríkjastjóm gefl „grænt ljós“ á innflutning hvalafurða. Skipstjórinn á Orra ÍS hætt kominn 50 mílur norður í hafi: ,21 20 mínútur í þriggja gráðu köldum sjónum ísafirði. ÞAÐ ÓHAPP varð þegar skipverjar á rækjutogaranum Orra frá ísafirði voru að kasta vörpunni um 50 sjómílur NA af Kögri sl. miðvikudag, að skipstjórinn Skarphéðinn Gislason fór út með öðrum hleranum þegar spilbremsa gaf sig. Þegar hann náðist um borð aftur um það bil 20 mín. síðar var hann örmagna og varð að bera hann af dekkinu. Fréttaritari Morgunblaðsins náði tali af Skarphéðni sl. þriðju- dag en þá var hann að leggja aftur upp í sjóferð eftir að hafa landað um 20 lestum af rækjum úr túrnum. Inntur eftir nánari til- drögum sagði hann, „Ég féll út með stjómborðshieranum. Strax og ég kom úr kafí synti ég yfír að bakborðsgrandaranum og hékk í honum. Skipverjar hentu strax til mín bjarghring en það gagnaði ekkert. Þeir reyndu þá Markúsar- netið, sem ég gat strax flækt mig í, en þá festist það í grandaranum og fór að draga mig í kaf. Mér gekk mjög illa að komast úr net- inu aftur en það tókst þó að lokum, strákamir hentu þá til mín belti, sem ég notaði síðustu kraft- ana til að smeygja yfir mig. í því drógu þeir mig um borð. Það var sæmilegt veður, 2 til 3 vindstig, en nokkur sjór. Eg dróst í kaf með hverri báru en lét það samt ekki verða til að sleppa tökunum af grandaranum. Það var mjög kalt í sjónum. Hann var rúmlega 3 gráður en ég var á skyrtunni og inniskóm þegar ég datt útfyrir. Ég missti aldrei með- vitund en þegar ég kom um borð var svo af mér dregið að ég gat ekki gengið. Mér þótti þó engin ástæða til að fara í land því ég bytjaði fljótlega að skjálfa og vissi Morgunblaðið/Úlfar A leið á sjóinn aftur. Skarphéðinn Gíslason skipstjóri kveður fjöl- skyldu sína, Eyrúnu Leifsdóttur og synina Leif, Albert og Halldór, á tröppunum á heimili þeirra í Króki 1 í gærkvöldi. þá að allt mundi vera í lagi. Ég var fjandi slappur í hálfan sólar- hring en fór þá að hjara við og var orðinn góður á öðmm degi.“ Skarpéðinn, sem er 29 ára gamall, hlaut skrámur sem hann hefur líklega fengið þegar hann var dreginn um borð en er að öðru leyti ómeiddur. Hann lét lítið yfír þessu óhappi og var eins og áður sagði að fara í næsta túr þegar fréttaritari náði sambandi við hann. Vildi þó koma þeim skilaboðum til sjómanna að þótt Markúsarnetið væri mjög gott til að ná mönnum í, þyrfti að varast að flækja það í veiðarfærum eða öðmm búnaði sem gæti dregið menn í kaf. Úlfar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.