Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 1

Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 1
112 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 200. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kirkjan semur við Kúbustjórn; Pólitískir fangar fá frelsið Washington, AP. NÆSTU vikumar munu 68 pólitískir fangar á Kúbu fá frelsið á ný og flytjast tU Bandaríkjanna. Kaþólska kirkj- an hefur komist að samkomu- lagi við Fidel Castro, einræðis- herra á Kúbu, um að fangarnir verði látnir lausir. Fangamir eru flestir nokkuð við aldur og hafa þeir setið í kúbönsk- um fangelsum árum saman. Fólkið mun fá landvistarleyfi í Banda- ríkjunum sem pólitískir flóttamenn. Kaþólska kirkjan fór upphaflega fram á að 146 föngum yrði sleppt úr haldi. Árið 1984 komst Bandaríkja- stjóm að samkomulagi við Castro um að opna flóðgáttimar fyrir flóttamannastraumnum. Raunin varð sú að Kúbustjórn gaf geðsjúkl- ingum og dæmdum stórglæpa- mönnum leyfi til að flytjast til Bandaríkjanna og var samkomulag- inu því rift. Nú er málum svo komið að Bandaríkjastjóm hleypir ekki Kúbumönnum inn í landið nema af pólitískum ástæðum. NATTURUOFLIN TAKAST A ÍBÚAR í nágrenni Heklu urðu varir við það á þriðrjudag að aska hafði litað hjarnið kringum gíginn á hátindi hennar. Þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir fjallið á föstudag hafði snjórinn hulið öskuna. Pan Am flugfélagið sakfellir Pakistani AP/Símamynd Læknar skoða lík annars tveggja mannanna, sem gerðu árás á þotu Pan Am í Karachi, og sagðir voru hafa fallið í áhlaupi vikingasveitar á þotuna. Karachi, London, AP. TALSMAÐUR Pan American- flugfélagsins sagði pakistönsk yfirvöld bera ábyrgð á því að hryðjuverkamennirnir, sem tóku þotu félagsins í Karachi, komust inn á flugvöllinn í dul- argervi öryggisvarða. Hafi þeir farið óhindrað og at- hugasemdalaust inn á flugvöll- inn. Bandarískir embættis- menn gáfu öryggiskerfi vallarins góða einkunn fyrir mánuði. Heimildir herma að árásarmennirnir hafi verið fimm, en ekki fjórir, eins og áður var talið. Þeir voru með vegabréf gefin út í Bahrain. Þegar Morgunblaðið fór í prentun síðdegis í gær var at- burðurinn enn óljós. T.d. sögðu yfirvöld í Pakistan að árásar- mennirnir væru aUir á lífi oer 25 gyðingar myrtir í bænahúsi í Tyrklandi: Hryðjuverkasamtök shíta eru talin bera ábvrsrð á ódæðinu iHtAllhul. AP. ** ^ ' * Istanbul, AP. MENN vopnaðir byssum ruddust inn í bænahús gyðinga í gær- morgun, vörpuðu sprengjum og myrtu 25 manns, að sögn út- varpsins í Istanbul. Að sögn yfirvalda í Tyrklandi hafa hryðjuverkasamtök shíta „Jihad“ (Heilagt stríð) lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Fréttir herma að tveir mannanna hafi fallið í árásinni en þrír þeirra komist undan. Þeirra er nú ákaft leitað. Óþekktur maður hringdi í vest- ræna fréttastofu í Beirút í Líbanon og sagði samtök shíta, sem nefnast „íslamska and- spyrnuhreyfingin" bera ábyrgð á verknaðinum. Lýsti maðurinn ódæðinu sem „sjálfsmorðsárás" í hefndarskyni við herför ísraela gegn Palestínumönnum. Aðstoðarborgarstjóri Istanbul sagði að fimm menn hefðu skotið á fólkið, sem hafði safnast saman til bæna og bætti við að gert hefði verið að sárum tíu manna á sjúkra- húsi. Árásarmennirnir létust vera ferðamenn þegar þeir gengu inn í bænahúsið, sem er í miðborg Ist- anbul. Sögðust þeir ætla að taka ljósmyndir en drógu upp skotvopn og sprengjur þegar inn var komið. Bænahúsið stóð í björtu báli eftir aðför árásarmannanna og þurftu lögreglumenn að berjast við eldana klukkustundum saman. Aðstoðarlögreglustjóri Istanbul sagði árásarmennina vera araba en bar á móti fréttum um að þeir hefðu verið á snærum „Jihad“. Löngum hefur verið talið að hryðjuverkasamtökin „Jihad" starfi í tengslum við Ayatollah Khomeini, leiðtoga írans. í haldi í herstöð. Fyrr var sagt að tveir þeirra hefðu beðið bana í áhlaupi víkingasveita. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, fordæmdi töku þotunnar og sagði hana fyrirlit- lega villimennsku. Hann sagði að ekki hefði enn tekizt að rekja árás- ina til einhverra tiltekinna samtaka eða ríkis. Farþegi, sem talar arabísku, sagði árásarmennina hafa kallað sín á milli þegar ljós slokknuðu í þotunni, að nú væri tími heilags stríðs runninn upp og að ef þeir yrðu drepnir yrðu þeir teknir í tölu dýrlinga. Hafi þeir síðan reynt að felast meðal farþega eftir árás víkingasveita, en hlotið óblíðar viðtökur og minnstu munað að farþegamir gerðu út af við þá. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sagði yfírvöld í Pakistan bera ábyrgð á manntjóninu í þot- unni. Víkingasveitimar hafí klúðrað „björgunaraðgerð“ sinni fullkomlega. Þær hafi tekið ljósin af þotunni er þær reyndu upp- göngu og þannig skotið fjórmenn- ingunum skelk í bringu. Moammar Gadhafí, Líbýuleið- togi, ræddi við Gandhi og Zia Ul-Haq, forseta Pakistan, eftir árásina og mun hann hafa borið af sér alla aðild að verknaðinum í samtölum við þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.