Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 32

Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 32 Hvanndalabjarg. Skötugjá á miðri mynd. Örvar, Haraldur, Sigmundur, Kristín, Konráð. Hvanndalir og Héðinsfj örður Gunnlaugur og Konráð - eftir Harald Mattíasson Svo er sagt, að dávaldar geti dáleitt menn með ýmsum hætti, og ein dáleiðslan er sú, að maður er sem dæmdur til að fara til einhvers staðar. Hann getur ef til vill frestað for, en verður að fara fyrr eða síðar. Mér hefur stundum þótt því líkast, að ég hafi orði fyrir slíkri dáleiðslu, þótt aldrei hafi ég neinn dávaldinn hitt. Einstakir staðir hafa orðið mér svo hugstæðir, að mér hefur fundist, að þangað yrði ég að fara. Einatt hefur för dregist, stundum lengi, en hún varð ekki umflúin, og að lokum var farið. Allt frá því sumarið 1978 eða í átta ár höfðum við Kristín kona mín haft mikinn hug á að komast í Hvanndali og einnig í Héðinsfjörð, en hvert sumar af öðru fórst það fyrir. Ekki er þó ýkja langt þangað úr næstu byggðarlögum, Olafsfirði, Fljótum og Siglufírði, en torleiði svo mikið að ótrúlegt er. En einmitt það átti sinn þátt í að gera staðinn enn eftirsóknarverðari. Ferðin dróst því ár frá ári. En nú í vor (1986) bar svo vel til, að Ólafur sonur okkar kynntist nokkrum ágætum Ólafs- firðingum, og er þar fyrstan að nefna Sigmund Jónsson málara- meistara og Gunnlaug Magnússon framkvæmdastóra. Þeir höfðu oft farið til Hvanndala og voru þeir gagnkunnugir og buðu okkur að koma þangað með sér, og urðum við því alls hugar fegin. Farið skyldi sjóleiðis frá Ólafs- fírði til Hvanndala, en þannig er för þangað miklu auðveldust, en sá hængur á, að brugðið getur til beggja vona um lendingu, og jafn- vel er þar oft ólendandi, einkum í hafátt. Förin var ákveðin fýrstu helgi í júlí. Það fór þó svo, að kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. Veður reyndist óheppilegt og förin því af- dæmd. Þegar leið að næstu helgi, var veður óráðið allt fram á föstudag, en snerist þá til hins betra, og var för ákveðin. Fórum við fímm norð- ur: við Kristín, Ólafur sonur okkar og Örvar sonur hans 11 ára, einnig tengdasonur okkar, Karl Jónasson. Var flogið til Akureyrar um kl. 4. Þar beið Gunnlaugur með bíl sinn, og fórum við rakleiðis norður á Ólafsfjörð. Við ÓlafsQarðarmúla gat á að líta. Þar mátti sjá mikið gil sem grófst þar í vatnavöxtum þá fyrir „Einhver undarleg- til- f inning hlýtur að grípa þann sem stendur í fyrsta sinn á sjávar- bakkanum í Hvanndöl- um og litast um. Hér er eins og heimur út af fyrir sig. Hann er ekki stór, en fagur og stór- brotinn í senn.“ skömmu. Þetta var margra metra djúpt og ærið vítt og rann þar lítil á. Nú hafði henni verið veitt burt, og stóð viðgerð yfir. Var ótrúlegt að sjá hveiju vatnið hafði fengið áorkað á skammri stund. Við höldum inn Ólafsfjarðar- múla, snarbrekka með hömrum fyrir ofan og neðan, en vegur breið- ur og traustur. Ólafsfjörður er fallegur bær, stendur við botn á samnefndum fírði, feikna há íjöll beggja vegna með snarbröttum hlíðum neðra, en efra eru gínandi hamrar. Ekki er þó síður athyglisverður bærinn sjálfur með mörgum nýjum eða nýlegum húsum, þar sem ekkert hefur verið til sparað að væri sem best um gengið. Ekki var tími til langrar dvalar í Ólafsfírði að þessu sinni, því að náttból var okkur ætlað í Hvanndöl- um. Við þágum heimboð og rausn- arlegar móttökur hjá Gunnlaugi og konu hans. Síðan var haldið niður að höfn, en þar beið okkar báturinn Hafdís með Konráði formanni ásamt ungum pilti, og skyldu þeir flytja okkur til Hvanndala. Þar var einnig Sigmundur Jónsson málara- meistari, en hann ætlaði að vera fylgdarmaður okkar og leiðsagnari í ferðinni, en hann er gagnkunnug- ur í Hvanndölum og Héðinsfirði. Gunnlaugur gat ekki komið að sinni vegna móttöku fulltrúa frá vinabæj- um Ólafsfjarðar um Norðurlönd. Ekki er löng sjóferð frá Ólafs- fírði til Hvanndala, vart einnar stundar sigling. Víða sést þó minna, þótt lengra sé farið. Til hægri er Eyjafjörður, ytri hlutinn og Hrólfs- sker þar miðsvæðis, nokkru innar en gegnt Ólafsfirði. Handan fjarð- arins rísa fjöll Látrastrandar, en í fullmikilli fjarlægð til að þau njóti sín að fullu. En vestan fjarðar sjást fjöllin í fullri reisn, því að nú er siglt ekki allfjarri landi. Yst við Ólafsfjörð norðanverðan er mikið flall, Finsstaðaflall eða Finnurinn, en norðan við það er allmikill dal- ur, Fossdalur, hömrum girtur. Rennur á eftir honum og fossar fram úr dalsmynninu, því að klettar eru við sjóinn. Þó er allgott að kom- ast í dalinn, því að hlíðamar ofan sjávarkletta eru grasi vaxnar og eigi mjög brattar. Utan við dalinn er annað fjall. Það hlýtur að vera furðulegt í aug- um hvers þess er þar siglir skammt fyrir utan. Það er mjög hátt, en þó er það ekki hæðin ein sem vekur furðu, heldur hitt einnig, að það gengur þverhnípt í sjó nær lóðrétt. Þetta er Hvanndalsbjarg, basalt- klettur, hlaðinn upp af beltabergi, og má telja þar milli 30 og 40 berg- lög. Hvanndalabjarg er talið 600 m hátt og er þá hæsta standberg landsins. Næst kæmi Hombjarg, 534 m þar sem það er hæst. Sá sem er staddur undir Hvanndalabjargi, hlýtur að finna sig furðulega lítinn er hann horfír á þessa tröllslegu náttúrusmíð. Það er þetta bjarg sem Jón Trausti á við, þegar hann yrkir sitt stórbrotna kvæði „Konan í Hvanndalabjörgum". Er kvæðið ort út af þjóðsögunni um húsfreyjuna í Málmey, sem var bergnumin í Ólafsfjarðarmúla, og er ekki gott að segja hvers vegna skáldið færir sögusviðið norður fyrir Ólafsfjörð. Hvanndalabjarg er víða samfellt bergþil, en þó eru sums staðar gjár 1 í því. Stærsta gjáin er sunnan til og nefnist Skötugjá. Svo er sagt að eitt sinn hafí menn brotið skip sitt undir Hvanndalabjargi, en kom- ist upp á bjargið, líklega eftir Skötugjá. Ekki er gjáin árennileg til uppgöngu, en frekur er hver til fjörsins. 1- Nokkru norðar er allmikil hvilft, eins og skorin sé niður í bergið. Rennur þar árspræna fram úr. Heitir þar Sýrdalur. Þessa hrikalegu hamragirðingu höfðum við fyrir augum er við sigld- um norðvestur með Hvanndala- bjargi föstudag 11. júlí. Nú var komið kveld, enda var nú farið að styttast í náttstað. Ekki er löng leið frá mynni Sýrdals þar til Hvanndalabjargi lýkur. Klettar em þó enn við sjóinn, ekki háir, en um Hvanndalir. Ódáinsakur iengst til vinstri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.